Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KAMMERHÓPUR Salarins, öðru nafni KaSa, helgaði sl. sunnu- dagskvöld verkum Richards Strauss, og síðar í vetur hyggst hópurinn taka fyrir enn sjaldheyrð- ara tónskáld, nefnilega J.N. Hum- mel. Örugglega tilhlökkunarefni unnendum frjórrar snemmróman- tíkur á vínarklassískum grunni. En þetta kvöld var það sumsé Strauss (1864–1949) sem var í brennidepli. Tónskáld sem byrjaði og endaði í síðrómantík, burtséð frá skammvinnu tilraunaskeiði áratug- ina sitt hvorum megin við 1900. Helzt eru það sönglögin hans sem heyrast hér í lifandi mynd, og m.a.s. ekki ýkja oft. Enn lengra er á milli hljómsveitarverkanna á dagskrám SÍ, og óp- erurnar hafa hingað til reynzt of stórir bitar fyrir okkar fjalir, enda hljómsveitaráhafnir þeirra í stærra lagi. Það var því forvitnilegt framtak að kynna í byrjun og enda jafnfá- heyrð kammerverk og Fiðlusónötuna og Capriccio-sextettinn, er jafnframt gáfu sýn- ishorn af fyrsta og síð- asta sköpunarskeiði höfundar. Strauss þótti undra- barn í æsku, enda vaxinn upp í ná- býli við hljómsveitarmennsku (faðir hans var stjörnuhornleikari í hljóm- sveit Wagners í München) og lærði því list hljóðfærameðferðar „innan frá“. Hann þykir að sama skapi með merkustu orkestrunarsnillingum síns tíma. En þó að hann yrði snemma líka mjög fær píanóleikari, var samt eins og hnausþykkur hljómsveitarstíll Wagners lægi óþarflega þungt yfir vötnum í Fiðlusónötunni frá 1887 í Es-dúr, er Sigrún Eðvaldsdóttir og Peter Máté hófu með tón- leikana. Strauss átti reyndar þegar tvær sinfóníur og þrjá konserta fyrir fiðlu, horn og selló að baki, og kom einkennileg hugmyndafæð sónöt- unnar því nokkuð á óvart, þrátt fyrir natna spilamennsku flytjenda. Yfirhöfuð snart mann fjarska fátt í þessu verki. Til þess verkuðu útþætt- irnir einum of „bom- bastískir“, og hægari miðþátturinn hélt, þrátt fyrir laglegt upphaf, ekki at- hygli þegar frá leið. Stefjaefnið greip mann né heldur og þaðan af síður rytmíkin, allra sízt í fyrirferð- armiklum rithætti píanósins. Óstuð þess er hér ritar hélzt (ef- laust sumpart af fyrrgreindum sök- um) áfram í fyrstu tveim sönglög- unum næst á eftir, Allerseelen og Ich wollt’ ein Sträußlein binden, jafnvel þótt Sigrún Hjálmtýsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir legðu sig allar fram. Það var eiginlega fyrst í hinu alkunna Zueignung að Strauss hleypti innra eyranu á flug. Enn hærra reis hið vandmeðfarna Die Nacht með svífandi pianissimo- söng Sigrúnar, ásamt (að virtist) fyrirhafnarlausri útfærslu þeirra stallna á Ständchen kvöldlokkunni. Varla tók verra við eftir hlé, þar sem söngkonan skartaði glæsilegu úthaldi í langteygðum hendingum við merlandi undirleiksarpeggjur slaghörpunnar í Wiegenlied. Að ekki sé talað um lokalagið, þar sem bogfimi erkiþrjóturinn Amor – sannkallaður kverkabrjótur meðal Strauss-söngva – varð að virtúósum tour de force í afburðalipurri úttekt Sigrúnar. Lokaatriði tónleikanna var kannski í stytzta lagi, því ein- þættur Sextettinn fyrir 2 fiðlur, 2 víólur og 2 selló úr óperunni Capriccio (1941) stóð ekki nema um 11 mínútur. Aftur á móti var stykk- ið hin áheyrilegasta tónlist, líðandi sönghæf, margslungin og hljóm- mikil, og náði því að mynda til- komumikið niðurlag í safaríkri út- færslu KaSa hópsins. Þó hefði verkið eflaust orðið enn áhrifameira í aðeins „blautari“ akústík en hér var að heilsa. Richard Strauss í blíðu og stríðu TÓNLIST Salurinn Richard Strauss: Sónata fyrir fiðlu og pí- anó op. 18; úrval sönglaga fyrir sópran og píanó; Sextett fyrir strengi úr óp- erunni Capriccio Op. 85. KaSa hópurinn (Peter Máté & Nína Margrét Grímsdóttir píanó, Sigrún Eðvaldsdóttir & Sif Tulinius fiðlur, Helga Þórarinsdóttir & Þórunn Ósk Marínósdóttir víólur, Sigurður Bjarki Gunnarsson & Sigurgeir Agnarsson selló). Gestur: Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran. Sunnudaginn 12. október kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Sigrún Hjálmtýsdóttir FYRSTU tónleikar í hádegistón- leikaröð Íslensku óperunnar á þessu haustmisseri verða í dag kl. 12.15. „Við sem erum fastráðin hjá Óp- erunni sjáum um eina tónleikaröð sem inniheldur ferna tónleika og nú er röðin komin að mér,“ segir Davíð Ólafsson bassasöngvari. „Tónleikarnir í dag bera yfirskriftina Nú er það svart og verða negrasálmar fyrirferðarmiklir. Mér til fulltingis hef ég fengið Daní- el Bjarnason píanó- leikara. Með okkur á sviðinu verður þriggja manna hljómsveit, Deep River Jordan Band. Hana skipa Ingrid Karlsdóttir á fiðlu, Gyða Valtýsdóttir á selló og Grímur Helgason á klarinett. Hljómsveit- arstjóri er Daníel Bjarnason. Sálmana ættu flestir að þekkja meðal þeirra eru Didn’t my Lord deliver Daniel, Go down Moses og Weaping Mary. Þetta verða þó ekki einvörðungu sálmar úr nammiborðinu því inná milli verða minna þekktir sálmar sem okkur þykir skemmtilegir. Þarna verða einnig lög úr kunnum söngleikjum eins og Porgy og Bess og Old man river. Allt eru þetta nýjar útsetningar eftir Daníel en hann hefur verið að vinna að þeim undanfarnar vik- ur. Stundum er hann upprunanum trúr en þarna kennir líka áhrifa úr evrópskri gyðingatónlist.“ Frosin tár og uxahali Næstu tónleikar verða 28. októ- ber og bera yfirskriftina Verdi fyrir söngvara á barmi tauga- áfalls. „Þar verða fluttar aríur þar sem söngvarinn er í hápunkti og við það að fara á límingunum,“ segir Davíð og hlær. „Þriðju tón- leikunum hef ég gefið nafnið Frosin tár. Þar verða flutt valin ljóð úr Vetrarferðinni eftir Schu- bert. Á síðustu tónleikunum verða flutt nokkur atriðið úr Rósaridd- aranum eftir Richard Strauss. En það hefur ekki verið gert hér á landi áður, að því ég best veit. Tónleikarnir bera yfirskriftina Uxahali í hádeginu.“ Davíð segir enga sérstaka ástæðu fyrir yfirskrift tón- leikanna. „Ég skrifa efni þeirra niður á blað, lít að því loknu í fljótheitum yfir blaðið og það fyrsta sem mér dettur í hug verð- ur yfirskrift tónleikanna.“ Að sögn Davíðs er komin hefð fyrir þessum hádegistónleikum og „við eigum okkur orðið fasta aðdáendur sem njóta þess að hlýða á góða tónlist í hádeginu. Mér er sagt að afköst aukist hjá fólki og það mælist hamingjusam- ara,“ segir Davíð glettinn og bætir við að allir starfsmannastjórar ættu að senda fólkið sitt á tónleika í hádeginu. Negrasálmar á hádegistónleikum í Íslensku óperunni Daníel Bjarnason píanóleikari og Davíð Ólafsson bassasöngvari á æfingu fyrir hádegistónleikana. Hamingja og afköst aukast Morgunblaðið/Jim Smart 70 MILLJÓNA króna Styrkt- arsjóður Guðmundu Andr- ésdóttur listmálara sem greint var frá í blaðinu á sunnudag, verður alfarið í vörslu Lista- safns Íslands. Safnráð Lista- safns Íslands mun gegna hlut- verki sjóðs- stjórnar, og ráð fyrir því gert í erfðaskrá Guð- mundu að safn- stjóri Listasafnsins sé formaður sjóðsstjórnar. Þeir sem skipa safnráðið auk Ólafs Kvaran safn- stjóra Listasafns Íslands, eru Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Þór Vigfússon fyrir hönd samtaka listamanna, Viktor Smári Sæ- mundsson fyrir hönd starfsmanna Listasafnsins og Knútur Bruun, en fyrsta verkefni sjóðsstjórn- arinnar verður að semja verklags- og úthlutunarreglur, þar sem nánar verður kveðið á um hverjir hafa rétt til að sækja um, og hvaða upphæðir verða í boði. Í erfðaskrá Guðmundu segir orðrétt: „Markmið sjóðsins er að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms.“Að sögn Ólafs Kvaran er stefnt að því að fyrsta úthlutun verði í vor. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir íslenska myndlist og sjóðurinn kemur til með að styrkja íslenskt myndlistarlíf gríðarlega. Það er ekki hægt að segja til um það ennþá hve háar styrkupphæð- irnar verða, en það má gera ráð fyrir því að sjóðurinn geti hugs- anlega staðið undir 6–7 milljóna króna styrkveitingum á ári. Þetta verður langstærsti sjóður sinnar tegundar hér á landi, og engir sjóðir sem styrkja myndlist- arnema á sambærilegan hátt.“ Í skipulagsskrá Styrktarsjóðs- ins kemur fram að sjóðurinn verði ávaxtaður í ríkistryggðum skulda- bréfum, ríkisvíxlum, bankabréf- um og bankainnistæðum. Höf- uðstól sjóðsins má ekki skerða, en tekjur sjóðsins til úthlutunar eru raunvextir af stofnfé og öðrum framlögum til sjóðsins. Verði sjóðurinn lagður niður skal and- virði hans varið til listaverka- kaupa fyrir Listasafn Íslands. Á blaðamannafundi í gær gerði bústjóri dánarbús Guðmundu grein fyrir erfðaskránni að við- stöddum fulltrúum listasafnanna þriggja sem Guðmunda ánafnaði listaverkaeign sína, Listasafns Háskólans, Listasafns Reykjavík- ur og Listasafns Íslands. „Þetta er mikill viðburður í ís- lensku menningarlífi,“ sagði Ólaf- ur Kvaran um stofnun styrkt- arsjóðsins og listaverkagjöfina. Fulltrúar Listasafns Háskólans og Listasafns Reykjavíkur þökk- uðu einnig þann höfðingsskap sem Guðmunda Andrésdóttir auð- sýndi íslenskri myndlist með erfðaskrá sinni. Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur Einstakur sjóður fyrir unga myndlistarmenn Morgunblaðið/Árni Sæberg Á blaðamannafundi í Listasafni Íslands í gær var gerð grein fyrir erfðaskrá Guðmundu Andrésdóttur að við- stöddum fulltrúum listasafnanna þriggja sem Guðmunda ánafnaði listaverkaeign sína, Listasafns Háskólans, Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Íslands. Guðmunda Andrésdóttir Allir geta eitthvað, enginn getur allt eftir Guðrúnu Pétursdóttur. Bókin fjallar um fjölmenningarlega kennslu og segir m.a. á bókarkápu að í samfélagi okkar séu alltaf fleiri og fleiri nemendur, sem hefðbundnar kennsluaðferðir henti ekki og krefjast því nýrra leiða í kennslu til að hafa tækifæri til að læra til jafns við aðra. „Fjöl- menningarleg kennsla snýst ekki að- eins um kennslu nemenda af ólíkum uppruna heldur um undirbúning allra barna til að búa í fjölbreyttum sam- félögum nútímans þar sem sam- skipti og samvinna ólíkra ein- staklinga leika stórt hlutverk í hinu daglega lífi hvers og eins.“ Í bókinni er að finna 70 hugmyndir að leikjum, æfingum og kennslu- áætlunum fyrir leikskóla, grunnskóla og fyrstu bekki framhaldsskóla og er henni fyrst og fremst ætlað að vera kennurum handhægt hjálpargagn við að skipuleggja kennslu sína. Guðrún hefur áður gefið út bókina Fjölmenningarleg kennsla, forvörn gegn kynþáttahatri og fordómum. Útgefandi er Hólar. Bókin er 168 bls., prentuð í Prentmet. 2.980 kr. Kennsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.