Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 19 Árbæ | Ný viðbygging Árbæj- arskóla var vígð undir lok sept- ember og söfnuðust allir 800 nemendur skólans á sal af þessu tilefni og hittu borgarstjóra og aðra góða gesti. „Þetta var afskaplega ánægju- leg athöfn, minningin um þennan dag er afskaplega góð,“ segir Una Björg Bjarnadóttir, aðstoð- arskólastjóri yngra stigs Árbæj- arskóla. „Allir 800 nemendurnir okkar voru á sal sem er til marks um það hvað við erum með stórt húsnæði og góðan aðbúnað.“ Nemendur voru með skemmti- atriði og sungu hópar nemenda fyrir gestina. Viðbyggingin er um 2.300 fer- metrar og þar eru fjórar nýjar kennslustofur, auk bókasafns og tölvustofu. Mikil þörf var á við- byggingunni að sögn Unu og búið að vinna í þeim málum í nokkur ár. Morgunblaðið/Þorkell Sungu fyrir borgarstjóra: Börnin í Árbæjarskóla sungu fyrir gestina við opnun viðbyggingarinnar. Ný viðbygging Árbæjarskóla vígð Kvennahreyfingasýning | Sýn- ingin Áfram stelpur! var opnuð í Borgarskjalasafni um helgina. Á sýningunni eru sýnd skjöl og munir tengd kvennahreyfingum á borð við Rauðsokkur, Úurnar, Kvenna- framboðið, Bríeturnar og Fem- ínistafélag Íslands. Sýningunni er ætlað að vekja forvitni gesta á þess- um hreyfingum og hvetja þá til að halda til haga gögnum sem tengjast þeim og hugleiða varðveislu þeirra fyrir komandi kynslóðir. Sýningin er haldin á Reykjavík- urtorgi, á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15, og er opin alla daga til 2. nóvember. Aðgangur er ókeyp- is. Fólksaukning | Á þriðja ársfjóðr- ungi þessa árs fluttu 75 fleiri til Garðabæjar en fluttu burt, en á höf- uðborgarsvæðinu í heild voru fleiri brottfluttir en aðfluttir. Þetta kemur fram á vef Garðabæjar. Alls fluttu 317 manns til Garða- bæjar á tímabilinu júlí til september en 242 fluttu úr bænum. Flestir þessara nýju Garðbæinga, eða 235, komu frá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, 51 flutti til Garðabæjar frá útlöndum og 31 frá öðrum landshlutum. Af öllum sveitarfélögum landsins var hlutfallið aðeins hærra í Hafn- arfirði þar sem aðfluttir umfram brottflutta voru flestir á tímabilinu eða 79.    AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Birgir Sigurðsson, skipulags-stjóri Kópavogsbæjar, fór ímáli sínu yfir helstu atriði varðandi undirbúning bryggjuhverf- isins og þau mál sem helst bæri að líta til. Tók hann sérstaklega til umferð- armál og skólamál, því tólf hundruð íbúa byggð felur í sér mikla umferð- araukningu, um fjögur þúsund bíla á sólarhring, auk fjölgunar barna á grunnskóla- og leikskólaaldri. Í skipulagi hverfisins er gert ráð fyrir leikskóla í vesturenda hverfisins, við útgang þess, í því skyni að foreldrar gætu farið með börn í leikskólann og sótt þau á leið í og úr vinnu án þess að þurfa að aka inn í hverfið. Einnig var farið yfir hvernig mögulegt væri að gera gönguleiðir barna í grunnskól- ann öruggari og var þar sérstaklega litið til undirganga. Sex hektara landfylling Mikil þörf verður fyrir bílastæði í hverfinu þar sem reiknað er með tveimur bílum á hverja íbúð og einum bíl á hverja íbúð undir 80 fermetrum. Bílastæðageymslur verða undir hús- unum og lyftur upp, en einnig verða bílastæði fyrir utan húsin. Útivist- arsvæði verða á milli núverandi byggðar og bryggjuhverfisins. Málefni siglingafólks voru einnig tekin til umræðu, en mikilvægt þykir að sjávarsýn sé í góðu lagi fyrir sigl- ingaklúbbinn Ými, þar sem margir ungir siglingamenn eru að sigla sínar fyrstu mílur á Fossvoginum og brýnt að vel sé með þeim fylgst. Því er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir umsjónarfólk. Alls er landfyllingin sem ætluð er undir bryggjuhverfið um sex hekt- arar að stærð, fjögur hundruð metrar að lengd og hundrað og fimmtíu metra út frá ströndinni. Áætlað er að um 440.000 rúmmetrar efnis verði sóttir í Faxaflóa og Hvalfjörð. Lífgað upp á Kársnesið Markmiðið með bryggjuhverfinu er að skapa fallegt og reisulegt hverfi í háum gæðaflokki, að skapa betri að- stöðu fyrir áhugafólk um siglingar og styrking byggðar á Kársnesi. Gert er ráð fyrir verslunum og veit- ingastöðum á fyrstu hæðum nokk- urra húsa. Þetta mæltist vel fyrir hjá fundarmönnum sem töldu löngu tímabært að lífga upp á Kársnesið. Þó bar nokkuð á áhyggjum af umferð- arþunga á Kársnesbraut á álags- tímum. Í máli Þórarins Hjaltasonar bæj- arverkfræðings kom fram að það tek- ur um tvö ár að koma landfyllingu fyrir og láta hana setjast svo mögu- legt sé að byggja á henni. Eftir það tekur um ár að byggja hverjar hundr- að íbúðir, svo áætlaður fram- kvæmdatími er um sex til sjö ár. Taldi hann mögulegt að fram- kvæmdir við landfyllingu gætu hafist á næstu vikum eða mánuðum og allt annað starf eftir því. Þannig má reikna með að fyrstu íbúðir verði til- búnar í kringum 2006 og bryggju- hverfið sem heild ætti að vera nokkuð fullmótað í kringum 2010. Morgunblaðið/Árni SæbergBorgarafundurinn í félagsheimili Kópavogsbúa var vel sóttur. Vel sóttur fundur um kynningu á bryggjuhverfi Kópavogi | Fjölmenni var í félagsheimili Kópavogs í gærkvöld en þar var haldinn kynningarfundur um bryggjuhverfi á Kársnesi. Íbúum Kópavogs fer ört fjölgandi og meðfram þeirri fjölgun eykst eftirspurn eftir íbúðum og byggingarlandi. Tveir meginvaxtarbroddar byggðar í Kópavogi næstu árin verða í Vatnsendalandi og á landfyllingu við Kársnes, í utanverðum Foss- vogi, þar sem bryggjuhverfið mun rísa andspænis Öskjuhlíðinni. Er þar gert ráð fyrir um 400 nýjum íbúðum og um 1.200 íbúa byggð. Á fundinum var stuttlega fjallað um aðdraganda bryggjuhverfisins, en hug- myndin kom fyrst á borð bæjaryfirvalda í mars 2001. Einnig kom fram að íbúafjöldi á Kársnesi hefur verið nokkuð stöðugur í kringum 4.500 manns undanfarin tuttugu ár. Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri kynnti hugmyndir að skipulagi Bryggjuhverfisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.