Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 41 BERGSTEINN Einarsson sigr- aði á MP-mótinu sem lauk um helgina og varð þar með skák- meistari Tafl- félags Reykja- víkur árið 2003. Í lokaumferðunum hafði mótið snú- ist upp í einvígi milli hans og Davíðs Kjartans- sonar um sigur á mótinu. Berg- steinn var einn efstur fyrir loka- umferðina með 5½ vinning, en Davíð var einungis hálfum vinningi á eftir honum. Eftir að Bergsteinn tapaði óvænt fyrir Stefáni Bergs- syni voru möguleikar Davíðs orðnir ansi vænlegir. Davíð náði þó ekki að nýta sér þetta og tapaði fyrir Áskeli Erni Kárasyni. Keppnin á MP-mótinu var óvenju jöfn og hörð og mótið vannst á vinningshlutfalli sem er með því lægsta sem sést hefur á skákmóti í langan tíma. Lokastaðan: 1. Bergsteinn Einarsson 5½ v. 2.–6. Sigurður Páll Steindórsson, Jón Árni Halldórsson, Davíð Kjartansson, Tómas Björnsson, Björn Þorsteinsson 5 v. 7. Ingvar Þór Jóhannesson 4½ v. 8. Áskell Kárason 4 v. 9. Stefán Bergsson 3½ v. 10. Júlíus Friðjónsson 2½ v. Í B-flokki deildu formaður TR og einn af efnilegustu skákmönn- um félagsins efsta sætinu. Formað- urinn hafði þó betur eftir stigaút- reikning: 1.–2. Torfi Leósson, Dagur Arngrímss. 7 v. 3. Kjartan Maack 6 v. 4. Þorvarður Ólafsson 5 v. 5.–6. Sverrir Sigurðsson, Guðmundur Kjartansson 4½ v. 7. Jóhann Helgi Sigurðsson 4 v. 8. Stefán Freyr Guðmundsson 3 v. 9. Halldór Pálsson 2½ v. 10. Halldór Garðarsson 1½ v. Þriðji flokkurinn, C-flokkur, var opinn og þar sigraði Svavar Guðni Svavarsson: 1. Svavar Guðni Svavarsson 7 v. 2.–3. Helgi Jason Hafsteinsson, Atli Freyr Kristjánsson 6½ v. 4.–5. Viðar Másson, Sveinn Arnarsson 6 v. 6.–7. Ingi Tandri Traustason, Geir Waage 5½ v. 8.–14. Hjörvar Steinn Grétarsson, Helgi Brynjarsson, Arnar Sigurðsson, Ingvar Ásbjörnsson, Svanberg Már Pálsson, Matthías Pétursson, Kristján Þór Sverr- isson 5 v. 15.–16. Rafn Jónsson, Ólafur Evert 4½ v. 17. Gylfi Davíðsson 4 v. 18.–20. Hjalti Björnsson, Einar Sigurðs- son, Magnús Hallgrímsson 3½ v. 21.–25. Víkingur Fjalar Eiríksson, Hall- gerður Þorsteinsdóttir, Elsa María Þor- finnsdóttir, Sverrir Ásbjörnsson, Karel Sigurðarson 3 v. o.s.frv. en þátttakendur í C-riðli voru 30. MP-mótinu lauk með hraðskák- móti og varð Björn Þorsteinsson hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur árið 2003. Björn hlaut 13 vinninga af 14 mögulegum. Úr- slit urðu sem hér segir: 1. Björn Þorsteinsson 13 v. 2. Torfi Leósson 12 v. 3. Bergsteinn Einarsson 11 v. 4. Sindri Guðjónsson 6½ v. 5. Svavar Guðni Svavarsson 5 v. 6. Arnar Sigurðsson 5 v. o.s.frv. Tefld var tvöföld umferð, allir við alla. Skákstjóri var Ólafur Ás- grimsson. Sævar í banastuði í Klakksvík Alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason (2.284) hafnaði í 2.–4. sæti á alþjóðlegu skákmóti í Klakksvík eftir jafntefli við fær- eyska FIDE-meistarann Flóvin Þór Næs (2.337) í níundu og síð- ustu umferð. Sævar hlaut 6 vinn- inga og varð jafn skoska stórmeist- aranum Colin McNab (2.379) og danska alþjóðlega meistaranum Klaus Berg (2.434). Sigurvegari mótsins var sænski alþjóðlegi meistarinn Johan Erikson (2.414) en hann hlaut 6½ vinning. Frammistaða Sævars var afar góð og m.a. vann hann fimm skákir í röð og var mestallan tímann í bar- áttu um sigur á mótinu. Lokastað- an: 1. AM Johan Erikson (Svíþ. – 2.414) 6½ v. 2.–4. AM Sævar Bjarnason (2.284), SM Colin McNab (Skotlandi – 2.379), AM Klaus Berg (Danmörku – 2.434) 6 v. 5.–6. Hans Kr. Simonsen (Færeyjum – 2.240) og Martin Poulsen (Færeyjum – 2.252) 4½ v. 7. AM Kim Pilgaard (Danmörku – 2.459) 3½ v. 8. FM Heini Olsen (Fær. – 2.264) 3 v. 9.–10. FM Flóvin Þór Næs (Færeyjum – 2.337) og Ólavur Simonsen (Færeyjum - 2261) 2½ v. Hagaskóli fékk bronsið á NM grunnskólasveita Skáksveit Hagaskóla hafnaði í þriðja sæti á afar jöfnu og spenn- andi Norðurlandamóti grunnskóla- sveita sem haldið var í Ósló 10.–12. október. Svíar urðu Norðurlanda- meistarar, en A-sveit Noregs varð í öðru sæti aðeins hálfum vinningi á undan Hagaskóla. Lokastaðan: 1. Svíþjóð (Fruängen) 14½ v. 2. Noregur I (Ris) 13 v. 3. Ísland (Hagaskóli) 12½ v. 4. Finnland (Pyhäselän yläaste) 8½ v. 5. Noregur II (Nordberg) 7 v. 6. Danmörk (Parkskolen) 4½ v. Árangur sveitar Hagaskóla: 1. Dagur Arngrímsson (2.213) 3 v. 2. Hilmar Þorsteinsson (1.845) 4 v. 3. Aron Ingi Óskarsson (1.580) 2½ v. 4. Víkingur Fjalar Eiríksson 3 v. Liðsstjóri Hagaskóla var Harpa Ingólfsdóttir. Tap gegn Búlgaríu í annarri umferð EM landsliða Íslenska liðið tapaði 1-3 gegn A- sveit Búlgaríu í annarri umferð Evrópumóts landsliða sem haldið er í Plovdid í Búlgaríu. Þröstur Þórhallsson og Jón Viktor Gunn- arsson gerðu jafntefli í sínum skák- um, en Stefán Kristjánsson og Björn Þorfinnsson töpuðu. Skák- sveit Búlgaríu er umtalsvert sterk- ari en sú íslenska, stigahærri á öll- um borðum og lítill styrkleika- munur á liðsmönnum. Ísland mætir Skotum í þriðju umferð en skoska sveitin er heldur veikari en okkar sveit. Íslenska sveitin er nú í 37. sæti með einn vinning. Ingvar Þór sigraði á öðru mótinu í Bikarsyrpu Eddu útgáfu Ingvar Þór Jóhannesson sigraði á öðru mótinu í Bikarsyrpu Eddu útgáfu sem fram fór á sunnudags- kvöld á ICC. Ingvar hlaut 8 vinn- inga í 9 skákum. Arnar Gunnars- son leiðir í sjálfri syrpunni að loknum fyrstu tveimur mótunum. Næsta mót verður haldið eftir að- eins einu viku, þ.e. sunnudaginn 19. október. Lokastaðan: 1. Ingvar Þór Jóhannesson 8 v. af 9 2. Arnar E. Gunnarsson 7½ v. 3.–4. Snorri G. Bergsson, Andri Áss Grét- arsson 6½ v. 5.–8. Davíð Kjartansson, Jón Kristinsson, Ólafur Kristjánsson og Magnús Örn Úlf- arsson 6 v. 9. Hrannar Baldursson 5½ v. 10.–20. Arnar Þorsteinsson, Gunnar Björnsson, Gylfi Þórhallsson, Heimir Ás- geirsson, Einar K. Einarsson, Halldór Brynjar Halldórsson, Sæberg Sigurðsson, Lenka Ptacnikova, Þórður Harðarson, Sigurjón Þorkelsson og Bjarni Jens Krist- insson 5 v. 21. Einar Sigurðsson 4½ v. o.s.frv. Keppendur voru 38. Daði Örn Jónsson Bergsteinn Einarsson sigraði á MP-mótinu SKÁK Taflfélag Reykjavíkur MP-MÓTIÐ 21. sept.–10. okt. 2003 dadi@vks.is Vetrarstarf Menningar- og frið- arsamtaka ísl. kvenna hefst með opnum fundi í Mír-salnum Vatnsstíg 10 (bakhús), í dag, þriðjudaginn 14. október kl. 20. Á fundinum segir Guðbjörg Sveins- dóttir geðhjúkrunarfræðingur frá vinnu sinni og veru í Írak fyrr á árinu og Björk Vilhelmsdóttir borg- arfulltrúi frá nýlegri ferð sinni til Pal- estínu. Umræður verða á eftir. Fund- urinn er öllum opinn. Aðalfundur VG í Mosfellsbæ í dag Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Mosfellsbæ verður haldinn á veitingastaðnum Ásláki í dag, þriðjudaginn 14. október kl. 18. Á dagskrá verða venjuleg aðalfund- arstörf og önnur mál. Gestur fund- arins verður Ögmundur Jónasson al- þingismaður. Nýir félagar velkomnir. Kynheilbrigði unglinga Í dag 14. október kl. 17, heldur Elise Kosunen, MD, PhD, prófessor í heimilislækn- ingum við háskólann í Tampere í Finnlandi, erindi um kynheilbrigði unglinga í hátíðasal Háskóla Íslands. Erindi hennar fjallar um mikilvægi þess að stuðla að kynlífsheilbrigði unglinga. Allir velkomnir. Í DAG Námskeið um innleiðingu hugbún- aðarlausna verður hjá Endur- menntum Háskóla Íslands dagana 21., 22. og 23. okt. kl. 8.30 – 12.30. Yfirlitsnámskeið ætlað starfsfólki sem stjórnar innleiðingu hugbún- aðarlausna. Farið yfir helstu við- fangsefni varðandi þarfagreiningu og annan undirbúning, framkvæmd inn- leiðingar og verklok. Þátttakendur fjalla um raunhæf dæmi og verkefni. Kennari: Helga Sigurjónsdóttir tölv- unarfræðingur. Verð: 31.500 kr. Skráning á www.endurmenntun.hi.is Landsmót saumaklúbba verður haldið í Vestmannaeyjum helgina 14. – 16. nóvember n.k. Mótið er ætlað konum á öllum aldri hvort sem þær eru í saumaklúbb eða mæta sem ein- staklingar. M.a. verður boðið upp á: líkamsrækt, göngur, fræðsluerindi af ýmsum toga, handverksvinnu, dekur, skemmtun o.fl. Á laugardagskvöldinu verður kvöldskemmtun og dansleik í Höllinni með kvöldverði og skemmti- dagskrá. Kynnir kvöldsins verður Ólafía Hrönn leikkona. Að undirbúningi standa m.a. Viska – Fræðslu- og símenntunarmiðstöð, Listauki, Höllin, ferða- og gistiþjón- ustuaðilar, Félag kaupsýslumanna, dekurþjónustuaðilar, líkamsrækt- unaraðilar, listafólk o.fl. Nánari upp- lýsingar og skráning á www.viska.- eyjar.saumo.htm. Kynning á aðferðum til að lækka flutnings- og birgðakostnað verð- ur á morgun, föstudaginn 17. október kl. 8.15, í Húsi atvinnulífsins að Borg- artúni 35, 6. hæð. Tilgangur verkefn- isins er að finna hver þessi kostnaður er hér á landi og benda á leiðir til að lækka hann. Erindi halda: Kristján M. Ólafsson, framkvæmdastjóri EAN á Íslandi, Gunnar Jóhannesson, rekstrarráðgjafi IMG, Hjördís Sig- ursteinsdóttir, sérfræðingur á Rann- sóknarstofnun Háskólans á Akureyri, Jan-Terje Mentzoni framkvæmda- stjóri Transportforbrukernes För- bund og Ágúst Einarsson, prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Fundarstjóri er Sigurður Jónsson, stjórnarformaður EAN á Íslandi. Skráning fer fram hjá EAN á Íslandi í síma eða á netfangið: skran- ing@ean.is, fyrir kl. 13, fimmtudag- inn 16. okt. Aðgangseyrir er kr. 3.500. Á NÆSTUNNI Á AÐALFUNDI vinstrhreyf- ingarinnar græns framboðs í Reykjavík 11. október sl., var kosin ný stjórn sem er skip- uð þannig: Formaður er Svandís Svavarsdóttir en aðrir stjórnarmenn eru Ás- grímur Angantýsson, Drífa Snædal, Erla Björg Sigurð- ardóttir, Grímur Atlason, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Sverrir Jakobsson og Þor- leifur Guðmundsson. Ný stjórn VG í Reykjavík SPRON stóð fyrir ferðaleik í sumar og bauð öllum SPRON MasterCard-korthöfum að taka þátt í leik þar sem allir þeir sem notuðu kortið í júlí og ágúst fóru í pott. Í verðlaun voru fimm ferða- ávísanir hver að verðmæti 100.000 krónur hver en vinnings- hafar voru: Erla Sigríður Sveinsdóttir, Óm- ar Óskarsson, Jakob Gunnarsson, Katrín J. Jacobsen og Guð- mundur Gauti Sveinsson. Vinningshafar í sumarleik SPRON Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, ásamt vinningshöfum eða fulltrúum þeirra. Á myndina vantar Guðmund Gauta Sveinsson. UNGIR jafnaðarmenn hafa sent frá sér tilkynningu þar sem ungir sjálf- stæðismenn, sem stjórn Heimdallar hefur hafnað að skrá í félagið í tengslum við átök sem urðu fyrir aðalfund Heimdallar á dögunum, eru boðnir velkomnir að ganga til liðs við Unga jafnaðarmenn (ung- liðahreyfingu Samfylkingarinnar). „Enda teljum við líklegt að Sam- fylkingin eigi betur við ykkur en Sjálfstæðisflokkurinn. Ekki bara vegna þess að Samfylkingin er op- inn og lýðræðislegur flokkur heldur líka vegna þess að okkur virðist sem að þið eigið flest meiri samleið með Samfylkingunni en Sjálfstæð- isflokknum hvað varðar hugsjónir og skoðanir. Þetta þykjumst við ráða af skrifum sumra ykkar á vef- ritinu Deiglunni,“ segir í tilkynn- ingu. Nokkrir ungir sjálfstæðismenn hafa sent frá sér svar við þessari yfirlýsingu jafnaðarmanna þar sem er þakkaður stuðningur eins og segir í bréfinu. Bent er á að bréf ungra jafnaðarmanna hafi verið sent „í kjölfar þeirra ólýðræðislegu vinnubragða sem fráfarandi stjórn Heimdallar og formaður hennar Magnús Þór Gylfason, starfsmaður Sjálfstæðisflokksins, beittu gegn okkur þann 30. september s.l. þeg- ar um 1200 manns var neitað um inngöngu í Heimdall. Við erum sammála ungum jafnaðarmönnum að þetta voru ólíðandi vinnubrögð og erum við að láta vinna fyrir okk- ur lögfræðilega greinargerð um þau. Við, fyrrverandi frambjóðendur til stjórnar Heimdalls þann 1. október s.l., erum hins vegar ekki sammála ungum jafnaðarmönnum um að rétt sé fyrir okkur að ganga í Samfylkinguna. Við erum í Sjálfstæðisflokknum og höfum mörg verið flokksbundin í all mörg ár, þrátt fyrir ungan aldur. Við styðjum öll megin stefnumál Sjálf- stæðisflokksins og þær grundvall- arhugsjónir sem starf hans byggist á. Þar viljum við starfa. Við erum ennfremur sannfærð um að vinnu- brögð fráfarandi stjórnar Heimdall- ar eru ekki í samræmi við lýðræð- isskilning og vilja meirihluta Sjálfstæðismanna. Fjöldi yngri sem eldri Sjálfstæðismanna, bæði úr Reykjavík og utan af landi, hefur haft samband við okkur, gagnrýnt þessi vinnubrögð og sýnt okkur stuðning.- Stuðning sem við metum mikils og þykir afar vænt um. Við þökkum því gott boð, en tökum undir með þeim að mikilvægt sé að virða lýðræðislegar leikreglur. Það munum við hafa að leiðarljósi í vinnu okkar innan ungliðahreyfing- ar Sjálfstæðisflokksins.“ Undir bréfið rita Bolli Thoroddsen, Stein- unn Vala Sigfúsdóttir, Brynjar Harðarson, Brynjólfur Stefánsson, Gísli Kristjánsson, Hreiðar Her- mannsson, Margrét Einarsdóttir, María S. Hilmarsdóttir, Sigurður Örn Hilmarsson, Stefanía Sigurð- ardóttir, Tómas Hafliðason og Ýmir Örn Finnbogason. Bjóða unga sjálfstæð- ismenn velkomna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.