Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR
46 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HÖRÐUR Gunnarsson, formaður
Glímudómarafélags Íslands, tekur
við æðstu viðurkenningu banda-
rísku fangbragðasamtakanna The
Eastern USA International Mart-
ial Arts Association á þingi þeirra
í Pittsburgh í byrjun nóvember.
Hann verður þar sæmdur gull-
viðurkenningu samtakanna fyrir
störf sín að þróun og kynningu
glímunnar innanlands sem utan
um langt árabil.
Sá annar í röðinni
Hörður er annar Íslendingurinn
sem fær viðurkenningu frá þess-
um samtökum. Sá fyrri var Þor-
steinn Einarsson, fyrrverandi
íþróttafulltrúi ríkisins, sem hlaut
silfurviðurkenningu árið 2001.
„Þetta er mikill heiður og viður-
kenning á mínum störfum og gam-
an að íslenska glíman skuli vekja
þessa athygli samtakanna. Glíman
tilheyrir þeim ekki og getur aldrei
gert það, en samtökin fylgjast
mjög náið með alls konar fang-
bragðaíþróttum um allan heim og
veita viðurkenningar tengdar
þeim ef þau telja ástæðu til,“
sagði Hörður við Morgunblaðið í
gær.
Hann hefur starfað í þágu ís-
lensku glímunnar um áratuga
skeið, sem þjálfari, forystumaður
og dómari, og undirbúið og stjórn-
að fjölda utanferða glímumanna
og sýningum innanlands. Hörður
var m.a. kosinn besti glímudóm-
arinn keppnistímabilið 2002–2003.
Morgunblaðið/Þorkell
Hörður Gunnarsson
Hörður Gunnarsson fær
gullmerki í Pittsburgh
KR-ingarnir Veigar Páll Gunnars-
son og Kristján Örn Sigurðsson
halda til Englands í fyrramálið,
nánar tiltekið til Bolton, þar sem
þeir verða til reynslu hjá enska úr-
valsdeildarliðinu í vikutíma.
Það er fyrir tilstuðlan Guðna
Bergssonar, fyrrum fyrirliða liðs-
ins, sem þeir fara til Bolton en
Guðni tók að sér að fyrir sitt gamla
félag að „njósna“ um leikmenn sem
hugsanlega gætu komist að hjá lið-
inu. Veigar Páll og Kristján Örn
voru báðir í landsliðshópnum í
leikjunum við Þjóðverja og voru í
lykilhlutverkum í Íslandsmeistara-
liði KR, á sitt hvorum enda vallar-
ins, á nýliðinni leiktíð.
Veigar og
Kristján til
Bolton
FYLKISMENN reikna með að
ganga frá ráðningu á þjálfara
í þessari viku en Árbæjarliðið
hefur leitað logandi ljósi að
eftirmanni Aðalsteins Víg-
lundssonar eftir að ákveðið
var að endurnýja ekki samn-
ing við hann.
Fylkismenn hafa á undan-
förnum dögum rætt við marga
þjálfara og kannað hug þeirra
og Morgunblaðið hefur heim-
ildir fyrir því að meðal þeirra
sem rætt hefur verið við séu
Eyjólfur Sverrisson, fyrrum
fyrirliði landsliðsins, Þorlákur
Árnason, fyrrum þjálfari Vals,
og Ólafur H. Kristjánsson sem
gegnir aðstoðarþjálfarastöðu
hjá danska liðinu AGF. Ásgeir
Ásgeisson formaður meistara-
flokksráðs Fylkis sagði við
Morgunblaðið að ekki væru
hafnar samningaviðræður en
hann sagðist vongóður um að
hægt yrði að ganga frá ráðn-
ingu á þjálfara og aðstoð-
arþjálfara í þessari viku.
Fylkir ræður
þjálfara
í vikunni
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Keflavík: Keflavík – ÍR .........................19.15
1. deild karla:
Kennaraháskólinn: ÍS – Fjölnir...........19.30
Í KVÖLD
HANDKNATTLEIKUR
Evrópukeppni bikarhafa
2. umferð, síðari leikur:
Stavanger - Rishon Le Zion ................ 26:28
Stavanger áfram, 60:48 samanlagt. (vann
fyrri 34:20)
ÚRSLIT
JAKOB Jónsson, fyrrum KA-mað-
ur, er enn á fullri ferð í færeyska
handboltanum. Hann skoraði 10
mörk fyrir Kyndil um helgina þegar
liðið gerði jafntefli, 32:32, í
nágrannaslag gegn Neistanum í
Þórshöfn í færeysku 1. deildinni.
Finnur Hansson (Guðmundssonar)
skoraði 7 mörk fyrir Kyndil og Ís-
lendingar sáu því um meira en helm-
ing marka liðsins.
ALBERT Sævarsson frá Grinda-
vík var valinn besti markvörður fær-
eysku 1. deildarinnar í knattspyrnu í
ár af dagblaðinu Dimmalætting.
Albert gekk til liðs við B68 frá Tóft-
um fyrir nýliðið tímabil og var sá
markvörður sem fékk fæst mörk á
sig í deildinni, 15 talsins í 18 leikjum.
B68 hafnaði í þriðja sæti, á eftir HB
og B36, og leikur í UEFA-bikarnum
á næsta ári.
ÁSTA Árnadóttir, lykilmaður í liði
Þórs/KA/KS í úrvalsdeild kvenna í
knattspyrnu síðustu árin, er gengin
til liðs við Val. Ásta er varnarmaður
og á að baki 14 leiki með 21-árs
landsliði Íslands, auk 17 leikja fyrir
yngri landsliðin.
GUÐNI Rúnar Helgason og Íris
Andrésdóttir voru valin bestu leik-
menn meistaraflokka Vals í knatt-
spyrnu á lokahófi félagsins á dögun-
um. Efnilegustu leikmenn voru valin
þau Stefán Helgi Jónsson og Dóra
María Lárusdóttir.
GUÐMUNDUR E. Stephensen
stóð sig vel með liði sínu B-72 frá
Osló í norsku úrvalsdeildinni í borð-
tennis um helgina. Guðmundur og
félagar unnu fyrstu lið Modum, 7:3,
þar sem Guðmundur vann tvo ein-
liðaleiki og tvíliðaleik og Guðmund-
ur lék sama leikinn gegn Kurland
þar í leik sem B-72 sigraði, 7:3. B-72
sem á titil að verja hefur byrjað
tímabilið vel en liðið er með fullt hús
stiga eftir fjórar umferðir.
RIO Ferdinand landsliðsmaður
Englendinga í knattspyrnu og leik-
maður Manchester United sat í
þrjár klukkustundir fyrir svörum
hjá enska knattspyrnusambandinu í
gær en þar var hann yfirheyrður um
það atvik þegar hann mætti ekki í
lyfjapróf á tilsettum tíma í síðasta
mánuði. Enska knattspyrnusam-
bandið mun tilkynna í dag eða síðar í
vikunni hvernig tekið verður á mál-
um leikmannsins en hans bíður ann-
að hvort keppnisbann eða fjársekt.
ENN einum þjálfaranum var
sparkað í brasilísku deildinni í gær.
Oswaldo Oliveira fékk þá að taka
poka sinn hjá Flamenco og er hann
þriðji þjálfarinn sem rekinn er frá
liðinu á yfirstandandi leiktíð og 38.
þjálfarinn sem fær reisupassann hjá
liðinum 24 sem eru í deildinni.
KRÓATÍSKI landsliðsmaðurinn
Milan Rapaic verður til reynslu hjá
Liverpool í vikutíma en þessi 30 ára
gamli leikmaður Fenerbache í Tyrk-
landi er samningslaus og Liverpool
þyrfti því ekkert að greiða fyrir hann
færi svo að Gerard Houllier og hans
mönnum litist vel á miðjumanninn.
FRESTA varð leik ÍBV og Gróttu/
KR í 1. deild kvenna í handknattleik
öðru sinni í gær og hefur leikurinn
verið settur á næsta þriðjudag.
FÓLK
Þessi háttur er venjulega hafðurá og stundum hafa leikmenn
yngra liðsins misst algjörlega af A-
leiknum, ekki einu sinni séð hann í
sjónvarpi vegna þess að þeir hafa
verið í flugi á meðan hann stóð yfir.
Óánægja yngri leikmannanna er
skiljanleg, einkum þegar um slíkan
stórleik er að ræða. Viðmælendur
Morgunblaðsins hafa bent á að víða
sé leikmönnum yngri
landsliða og unglingaliða
hjá félögum beinlínis skylt
að horfa á leiki A-liðanna
til að öðlast meiri reynslu
og skilning á því umhverfi
sem bíður þeirra ef þeir
komast þangað síðar meir.
Að sögn Geirs Þor-
steinssonar, fram-
kvæmdastjóra KSÍ, er að-
eins hægt að koma þessu
við ef liðin fara saman til
og frá viðkomandi landi með leigu-
flugi.
Alþjóðlegar reglur og
of mikill kostnaður
„Þannig er þetta með lið sem
koma hingað til lands, og með okk-
ur þegar við leikum erlendis. Það
eru fyrst og fremst tvær ástæður
fyrir því að yngra lands-
liðið er sent til síns heima
strax eftir sinn leik. Ann-
ars vegar ber okkur
skylda til að skila leik-
mönnum aftur til sinna
félagsliða eins fljótt og
mögulegt er, samkvæmt
alþjóðlegum reglum sem
eru mjög skýrar, og hins-
vegar yrði þetta of dýrt
fyrir okkur. Við höfum
ákveðinn fjárhagsramma
til að fara eftir, við verðum að fara
vel með okkar fjármuni, og ef okk-
ur byðist aukadagur með yngra
landsliðið myndum við frekar nota
hann til að lengja undirbúningstím-
ann fyrir leik en til að leyfa leik-
mönnunum að horfa á A-landsliðið.
Þeir fá sína reynslu á annan hátt,“
sagði Geir Þorsteinsson.
Leikmenn U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu
Óánægðir með að
sjá ekki A-leikina
TALSVERÐRAR óánægju gætti
hjá leikmönnum íslenska 21 árs
landsliðsins í knattspyrnu yfir
því að þeim væri ekki gert kleift
að sjá A-landsleikinn gegn
Þjóðverjum í Hamborg á laugar-
daginn. Eins og venjan er með
21 árs liðin, léku þau deginum á
undan A-liðunum, í Lübeck, og
síðan héldu leikmenn Íslands til
síns heima. Geir
Þorsteinsson
ÁRNI Gautur Arason, Tryggvi Guð-
mundsson, Helgi Sigurðsson og
Marel Baldvinsson voru með hæstar
tekjur íslenskra knattspyrnumanna
í Noregi árið 2002 og er Árni Gautur
enn og aftur í efsta sæti á þessu sviði,
með tæpar 16,9 milljónir íslenskra
króna í tekjur eða um 1,4 milljónir
króna á mánuði.
Tryggvi var með rúmlega 1,2
milljónir á mánuði en athygli vekur
að Davíð Viðarsson, Lilleström, er
með rétt tæplega 110 þúsund kr. í
laun og Hannes Þ. Sigurðsson, fyrr-
um félagi Davíðs hjá FH, er með tæp
150 þúsund kr. í laun á mánuði hjá
Viking í Stafangri. Teitur Þórðarson,
fyrrum þjálfari Lyn í Ósló, var með
um 12,6 milljónir kr. í tekjur á síð-
asta ári – eða um 1,2 milljónir á mán-
uði. Þessar upplýsingar eru opinber-
ar og liggja allar fyrir á heimasíðu
norska skattstjórans.
Miðað við upplýsingar á skatt-
skýrslum íslenskra knattspyrnu-
manna í Noregi árið 2002 eru laun
þeirra mjög mismunandi en hér er
listinn í íslenskum krónum:
Árni Gautur Arason, Rosenborg,
16,9 milljónir króna.
Tryggvi Guðmundsson, Stabæk,
14,8 milljónir króna.
Marel Baldvinsson, Stabæk,
11, 9 milljónir króna.
Helgi Sigurðsson, Lyn,
11,4 milljónir króna.
Jóhann B. Guðmundsson, Lyn,
10,6 milljónir króna.
Andri Sigþórsson, Molde,
8,8 milljónir króna.
Bjarni Þorsteinsson, Molde,
6,4 milljónir króna.
Gylfi Einarsson, Lilleström,
5,7 milljónir króna.
Ólafur Stígsson, Molde.
5,4 milljónir króna.
Indriði Sigurðsson, Lilleström,
4,1 milljónir króna.
Haraldur Ingólfsson, Raufoss,
2,95 milljónir króna.
Ríkharður Daðason, Lilleström,
2,9 milljónir króna.
Hannes Sigurðsson, Viking,
1,76 milljónir króna.
Davíð Viðarsson, Lilleström,
1,3 milljónir króna.
Árni Gautur
Arason
launahæstur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu.