Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 15
ERLENT
FRANSKI kennarinn Francelise
Madassamy hlakkaði til að komast á
eftirlaun. Hún sá fyrir sér náðuga
daga og stöku ferð til Guadeloupe,
frönsku eyjarinnar í Karíbahafi þar
sem hún er borin og barnfædd. Þessi
draumur hennar mun þó ekki rætast
nema að litlu leyti.
Franska eftirlaunakerfið er í al-
varlegri kreppu og stjórnvöld hafa
neyðst til að skera eftirlaunin niður.
Madassamy verður augljóslega að
fækka ferðunum til Guadeloupe.
Eins og staðan er nú mun hún fá um
134.000 ísl. kr. í lífeyri á mánuði,
næstum 27.000 kr. minna en hún
hafði gert ráð fyrir.
„Ég mun líklega ekki ferðast mik-
ið,“ segir Madassamy. Hún er fimm-
tug að aldri og ætlar að kenna enn í
10 ár. „Ég verð líklega að hugsa
framtíðina upp á nýtt.“
Hugtakið „Gamla Evrópa“ hefur
öðlast alveg nýja merkingu. Í Þýska-
landi, Frakklandi, Ítalíu og raunar
um alla álfuna horfast menn í augu
við næstum óyfirstíganlegt vanda-
mál: Milljónir manna, stóru árgang-
arnir eftir stríð, eru að fara á eftir-
laun en við örlátu eftirlaunakerfinu
blasir ekkert annað en gjaldþrot.
Það ræður ekki við að tryggja fólki
þann lífeyri, sem það telur sig eiga
kröfu til.
Sérfræðingarnir segja, að stjórn-
málamennirnir eigi fárra kosta völ:
Annaðhvort breyti þeir eftirlauna-
kerfinu eða axli ábyrgð á mikilli
efnahagslegri, félagslegri og stjórn-
málalegri ólgu innan skamms tíma.
„Því lengur sem beðið er, því erf-
iðara verður það,“ segir Robert
Holzmann, austurrískur hagfræð-
ingur hjá Alþjóðabankanum. Segir
hann, að verði ekki gripið í taumana
muni ástandið bitna mest á þeim,
sem höllustum fæti standa, hinum
eiginlegu gamalmennum.
Umbótahugmyndum
mætt með verkföllum
Viðvaranir af þessu tagi falla ekki
í góðan jarðveg hjá verkalýðsfélög-
unum. Þrjú stærstu verkalýðssam-
böndin á Ítalíu hafa boðað til fjög-
urra klukkustunda allsherjarverk-
falls 24. þessa mánaðar vegna
þeirrar yfirlýsingar Silvios Berlusc-
onis forsætisráðherra, að verði eft-
irlaunakerfinu ekki breytt, muni rík-
ið ekki geta tryggt fólki nauðsyn-
legan lágmarkslífeyri. Í Bern í Sviss
mótmæltu 25.000 manns hugmynd-
um um að hækka eftirlaunaaldur úr
65 árum í 67 og lækka jafnframt
greiðslurnar. Umbætur á eftirlauna-
kerfinu voru einnig ástæðan fyrir
verkföllunum í Austurríki í júní,
þeim mestu eftir stríð, og töluvert
hefur verið um skyndiverkföll í
Frakklandi af þessum sökum. „Þetta
eru ekki neinar umbætur, það er
bara verið að taka frá fólki það, sem
það á skilið. Ég er ekki viss um, að
ég muni eiga fyrir brýnustu nauð-
þurftum þegar þar að kemur,“ sagði
Peter Preisinger, 42 ára gamall
tölvusérfræðingur í Vín. „Ég veit
ekki hvenær ég get hætt að vinna og
ekki er hljóðið betra í kunningjum
mínum.“
Aldurspíramíti á hvolfi
Þjóðirnar eru að eldast um allan
heim. Árið 2000 voru 606 milljónir
manna 60 ára eða eldri en að mati
Sameinuðu þjóðanna verða 1,9 millj-
arðar manna í þessum aldursflokki
2050, fleiri en börnin í fyrsta sinn í
sögu mannkyns.
Evrópa er einfaldlega fyrst til að
horfast í augu við vandann og ekki
bætir úr skák, að þar er eftirlauna-
kerfið næstum eingöngu borið uppi
af þeim, sem eru á vinnumarkaði
hverju sinni. Það gekk vel upp með-
an vinnandi fólk var miklu fleira en
eftirlaunaþegarnir en á því hefur
orðið mikil breyting. Fyrst eftir
stríð fjölgaði barnsfæðingum mikið
en síðan hefur stöðugt verið að
draga úr þeim. Nú eru fjórir vinn-
andi menn á hvern eftirlaunaþega en
Alþjóðabankinn áætlar, að 2040
verði hlutfallið í Evrópusambands-
ríkjunum 15 komið í tvo á móti ein-
um.
Í Bandaríkjunum er ástandið
betra, þjóðin yngri og mikið um inn-
flytjendur. Þar er hlutfallið nú rúm-
lega fimm á móti einum og ef miðað
er við eina milljón innflytjenda á ári,
verður það þrír á móti einum 2040.
12,5% af landsfram-
leiðslu í eftirlaun
Framfarir í læknavísindum og
heilsusamlegra líferni valda því, að
fólk lifir lengur en áður. Um síðustu
aldamót fóru ESB-ríkin með 12,5%
af vergri landsframleiðslu í eftir-
laun, mest á Ítalíu, 15%, en 13 til
14% í Þýskalandi, Frakklandi; Aust-
urríki og Hollandi. Sérfræðingar
segja, að við þessu verði að bregðast
að hluta með því að hækka eft-
irlaunaaldur og um það er verið að
ræða í sumum ríkjanna.
„65 ára gamalt fólk er miklu betur
á sig komið nú en fyrir 30 til 50 ár-
um,“ segir áðurnefndur Holzmann.
„Það verður að taka tillit til þessara
staðreynda og þær eru líka stórkost-
legar. Við lifum lengur en áður.“
Stjórnvöld í Austurríki hafa af-
numið reglur, sem heimiluðu fólki að
fara snemma á eftirlaun og nú gildir
ein regla fyrir alla. Karlmenn skulu
vinna til 65 ára aldurs og konur til
sextugs. Á þessari breytingu einni
mun ríkið spara sér hundruð millj-
arða ísl. kr.
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, segir einnig, að Þjóð-
verjar verði að vinna lengur. Verða
tillögur hans um það lagðar fyrir
ríkisstjórnina á næstu dögum en í
ágúst lagði sérfræðinganefnd til, að
fram til 2035 yrði eftirlaunaaldurinn
hækkaður úr 65 árum í 67 en nú er
algengt, að fólk hætti að vinna seint
á sextugsaldrinum og meðaltalið er
60 ár.
Marksúlurnar færðar til
Unga fólkið í Evrópu sýnir þess-
um vanda nokkurn skilning enda eru
elliárin því ekki efst í huga enn sem
komið er. Fyrir aðra, til dæmis
kennslukonuna Madassamy, er eins
og marksúlurnar hafi verið færðar
til í þann mund sem þeir ætluðu að
fara að skora. Samkvæmt nýjum
reglum í Frakklandi, sem taka að
fullu gildi 2012, verða opinberir
starfsmenn að hafa unnið í 41 ár í
stað 37,5 áður til að fá óskert eft-
irlaun. Madassamy, sem ætlaði að
setjast í helgan stein 2013, verður þá
ekki búin að vinna nema í 37 ár.
„Ríkið ákvað að breyta reglun-
um,“ segir hún. „Það lokaði aug-
unum fyrir þróuninni og fyrir það
verðum við að borga.“
Eftirlaunakreppan
ógnar Evrópumönnum
Aðeins tveir í vinnu fyrir hvern eftirlaunaþega árið 2040
París. AP.
AP
Því er spáð, að um miðja þessa öld
verði fólk yfir sextugt orðið fleira
en börnin í fyrsta sinn í sögunni.
’ 65 ára gamalt fólker miklu betur á sig
komið nú en fyrir 30
til 50 árum. ‘
TALSMENN mannréttindasam-
taka segja að um 20 mótmælendur
hafi látið lífið á sunnudag er ríkis-
stjórn Bólivíu sendi þúsundir her-
manna á skriðdrekum til að brjóta á
bak aftur sífellt ofbeldisfyllri mót-
mæli gegn Gonzalo Sanchez de
Lozada forseta. Forsetinn sagði í
gær að hann myndi ekki segja af sér
og sakaði pólitíska andstæðinga á
þingi og leiðtoga stéttarfélaga um að
standa fyrir samsæri gegn sér. „Ein-
ræði stéttarfélaga má ekki leysa lýð-
ræðið af hólmi,“ sagði hann.
Til átaka kom þegar hermenn
fjarlægðu vegartálma sem bændur
höfðu komið upp við fátækt iðnaðar-
hverfi, El Alto, skammt frá La Paz.
Ríkisstjórnin gerir lítið úr mót-
mælendunum og segir að fjórir borg-
arar og einn hermaður hafi látið lífið
en um 30 manns hafi særst.
Mannréttindasamtök segja hins
vegar að 20 manns hafi látist í átök-
um á sunnudag og að tugir til við-
bótar hafi særst. Um mánuður er lið-
inn frá því mótmæli hófust gegn
frjálsri markaðsstefnu Sanchez de
Lozada og því að honum skuli ekki
hafa tekist að glæða efnahag þess-
arar fátækustu þjóðar Suður-Amer-
íku nýju lífi.
„Það er erfitt að segja nákvæm-
lega hversu margir létu lífið en mið-
að við þær upplýsingar sem við höf-
um fengið og metið eru 20 látnir og
91 særður í eða við El Alto,“ segir
Waldo Albarracin, formaður Mann-
réttindaþings Bólivíu.
Skortur er á eldsneyti og helstu
matvælum í höfuðborginni þar sem
þúsundir fátækra bólivískra bænda
og verkamanna, sem krefjast þess að
forsetinn segi af sér, hafa sett upp
vegartálma við fátækrahverfið til að
hindra að vörur komist til höfuð-
borgarinnar.
Mannfall í Bólivíu
La Paz. AFP.
Reuters
Hlúð að manni sem særðist í átök-
um í El Alto í Bolívíu.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 15