Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 24
Birgitta Haukdal skartaði nýrri hárgreiðslu. Jón Jósep reyndar líka. Kristín Atladóttir var í rauðum síð- kjól með fína herðaslá úr skinni og með eyrnalokka og varalit í stíl. Morgunblaðið/Þorkell Stöllurnar Sigurlaug Halldórs- dóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir voru eins og svart og hvítt að sjá.ÁSTIN í íslenskum bíó-myndum var þemafimmtu Edduverð-launahátíðarinnar sem nú er nýafstaðin. Blóðrauður ást- ardrykkur stóð gestum til boða fyrir athöfnina, en horft úr fjar- lægð virtist eldheit ástríðan ekki við völd þegar þátttakendur völdu fatnað fyrir kvöldið. Fáeinir gestir kusu að vísu rauðan klæðnað, en afar margir voru dökk- eða svart- klæddir. Sirrý heilsaði gestum reyndar í rauðum hlírakjól, Kristín Atladótt- ir var líka í rauðum síðkjól og með samlita herðaslá úr skinni. Þá var Elín Sveinsdóttir rauðklædd, sem og Þóra Karítas Árnadóttir. Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra valdi hvítan kjól frá Kanarí. Edda Björgvinsdóttir leik- kona var líka í hvítum renndum kjól úr flísefni, Sigga Beinteins í hvítri buxnadragt og Birgitta Haukdal í hvítum toppi, svo dæmi séu tekin. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir inn- kaupastjóri og fatarýnir var gest- ur á verðlaunahátíðinni og segir fátt hafa komið verulega á óvart í klæðaburði gesta. „Að vísu tek ég eftir því að ekki þykir lengur jafn- fínt að snobba niður á við í klæða- burði. Sem betur fer. Á því eru þó undantekningar, einkum meðal hljómsveitarstráka.“ Eva segir ekki marga hafa skorið sig verulega úr. Hún bendir á Guðrúnu Eddu Þór- hannesdóttur, sem var í hvítu pilsi og hvítum toppi með fjaðrir yfir axlirnar. „Það fannst mér virkilega flott,“ segir hún. „Mér finnst fólk hafa ver- ið aðeins litaglaðara. Aust- urlensk áhrif voru nokkur og talsvert mikið um skinn. Auk þess voru síðkjólar ráðandi í ár, öfugt við árið í fyrra. Birgitta Haukdal kom líka mikið á óvart, hárið á henni og förðunin var umtöluð, sem og heildarútlitið. Margar voru með liði í hári og fleiri karlar í smóking nú en áður. Al- mennt myndi ég segja að tískan hafi verið mjög klassísk í ár, með dálítið meira gala- yfirbragði, en samt ekkert í líkingu við það sem þekkist á nýársfagnaði.“ Aukahluti og tilþrifamikla skartgripi var ekki að sjá og segir Eva fólk greinilega ekki leggja mikla áherslu á þann þátt undirbúningsins. „Í flestum tilvikum vantar alveg punktinn yfir i-ið. Það mætti leggja meiri áherslu á töskur, skó og skartgripi,“ segir hún. „Þegar á heildina er litið var ekkert að sjá sem maður fellur í stafi yfir. Yfirbragðið var frekar hefðbundið og engar meiriháttar tískuyfirlýsingar. Einnig finnst mér fólk ekkert pæla í yfirhöfnum þegar það klæðir sig upp. Konur verða að vera í fínni flík utan yfir síðkjólinn og karlar í flottum frökkum. Það er gott að eiga góða úlpu en hún á ekki við við öll tækifæri,“ segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir að lok- um.  SPARIFÖT | Klæðaburður á Edduverðlaunahátíðinni var sígildur og sparilegur og meira um liti en í fyrra Engar meiriháttar tískuyfirlýsingar Frjálslegur kvöldklæðnaður að hætti Quarashi; gallabuxur og húfa. Morgunblaðið/Árni Torfason Sverrir Þór Sverrisson var í fötum frá Brúðarkjólaleigu Dóru. Gleymdi einhver skónum? Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er vön að klæða sig upp og gætir vel að heild- arsvipnum. Með henni er Arvid Kro. Guðrún Edda Þórhannes- dóttir skreytti sig með fjöðrum. Svartur klæðnaður var áberandi á Edduverð- launahátíðinni í ár, þótt stöku gestur kryddaði litaúrvalið með rauðu eða hvítu. Tískurýnir Daglegs lífs kynnti sér klæðnað hátíðargesta. Elín Sveinsdóttir var rauðklædd, Inga Lind Karlsdóttir í svörtu og Jóhanna Vilhjálmsdóttir valdi kjól í anda hafsins. Morgunblaðið/Árni Torfason helga@mbl.is DAGLEGT LÍF 24 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                      !  ! "    !   # $% &'# #   $% '  ()  *& *+*  # && && *+ & #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.