Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 14
ERLENT
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ROH Moo-hyun, forseti Suður-Kór-
eu, skýrði frá því í gær að hann hygð-
ist segja af sér fengi hann ekki
stuðning kjós-
enda í væntan-
legri þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Roh Moo-hyun
hefur gegnt emb-
ætti í átta mán-
uði, en hefur
þurft að glíma við
fjármálahneyksli
og samdrátt í
efnahagslífi.
Hann hefur orðið fyrir miklum
þrýstingi fjölmiðla og andstæðinga í
stjórnmálum. Þá er hann harðlega
gagnrýndur fyrir afskipti sín af mál-
efnum Norður-Kóreu og vegna sam-
skipta Bandaríkjanna og Suður-Kór-
eu.
Forsetinn, sem nýtur sífellt minni
vinsælda landsmanna, hugðist starfa
til 2008, en þá lýkur kjörtímabili
hans. Hann gerir ráð fyrir að láta
halda þjóðaratkvæðagreiðslu um
störf sín hinn 15. desember. Forset-
inn ætlar að segja af sér og efna til
forsetakosninga í apríl á næsta ári ef
kjósendur veita honum ekki braut-
argengi í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Suður-Kórea
Þjóðarat-
kvæði um
forsetann
Seúl. AFP.
Roh Moo-hyun
ILHAM Aliyev, sonur fráfarandi
forseta Azerbaídjan og líklegasti
sigurvegarinn í forsetakosningum
sem fram fara í landinu á morgun,
sagði í gær að hann væri sigurviss
og að ekkert væri hæft í ásökunum
um að rangt væri haft við í kosning-
unum.
„Það verða engin brögð í tafli,
vegna þess að það er engin þörf á
því,“ sagði Ilham á fréttamanna-
fundi í Bakú, höfuðborg landsins.
„Ég vil ekki ræða möguleika mína á
sigri, en ég er þess fullviss að azer-
íska þjóðin muni styðja mig.“
Núverandi forseti, Heidar Aliyev,
á við heilsubrest að stríða, en hann
hefur verið forseti landsins í rúm 30
ár. Ilham sonur hans er nú forsætis-
ráðherra. Fáir fréttaskýrendur
efast um að Ilham muni sigra. And-
stæðingar hans séu tvístraðir, fjöl-
miðlar eru að mestu leyti ríkisreknir
og almenningur í landinu þráir um-
fram annað stöðugleika í stjórnmál-
um.
Gagnrýnendur segja aftur á móti,
að Ilham sé lítill stjórnmálaskör-
ungur og benda á orðspor hans sem
glaumgosa orðum sínum til stuðn-
ings. Hann hafi meiri áhuga á
veislum og fjár-
hættuspili en
málefnum ríkis-
ins.
Þá hafa margir
kjósendur sagt
hann flæktan í
víðtæka spillingu.
Á meðan emb-
ættismenn maki
krókinn á olíu-
framleiðslu ríkisins þjáist fjórða
hvert barn í Azerbaídjan af vannær-
ingu sökum fátæktar, samkvæmt
tölum frá Sameinuðu þjóðunum. Il-
ham sagði í gær að ekkert væri hæft
í þessum ásökunum.
„Gripið til lyga og ófrægingar“
„Andstæðingar mínir hafa áttað
sig á því, að þeir eiga enga mögu-
leika á sigri í heiðarlegum kosning-
um og hafa því gripið til lyga og
ófrægingar,“ sagði Ilham Aliyev.
Framkvæmd fyrri kosninga í
Azerbaídjan hefur ekki staðist al-
þjóðlegar kröfur, og eftirlitsmenn,
þ. á m. nefnd frá Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu, hefur látið í
ljósi áhyggjur af því að svo fari enn
á ný í kosningunum á morgun.
Forsetakjör í Azerbaídjan á morgun
Neita ásökun-
um um svik
Baku. AFP.
Ilham Aliyev
KÍNVERSKIR vísindamenn leggja
nú lokahönd á undirbúning vegna
geimskots, sem áætlað er að eigi sér
stað á morgun, miðvikudag, en þetta
verður í fyrsta sinn sem Kínverjar
senda mannað geimfar á loft. Ríkis-
fjölmiðlar í Kína hafa undanfarna
daga gert þessu máli góð skil en kín-
versk yfirvöld segja hér aðeins um
fyrsta áfanga að ræða í umfangsmik-
illi geimferðaáætlun þeirra.
Þrír menn, sem allir vonast til þess
að verða valdir til geimfararinnar,
komu í gær til Jiuquan í eyðimörk í
Gansu-héraði, en þar á fyrsta mann-
aða geimferð Kínverja að hefjast.
Hafa kínversk stjórnvöld gefið til
kynna að aðeins einn geimfari verði í
Shenzhou 5-geimfarinu en ekki hafi
hins vegar verið ákveðið endanlega
hver það verður. Nokkuð leikur þó á
huldu hversu margir menn verða eig-
inlega um borð í geimfarinu þegar því
verður skotið á loft.
Áformað er að geimfarið fari 14
sinnum umhverfis jörðu áður en það
snýr aftur til jarðar. Gefur þetta til
kynna að geimferðin muni vara í 21
klukkustund.
Dagblaðið Wen Wei Po í Hong
Kong sagði að Hu Jintao, forseti
Kína, myndi fljúga til Jiuquan á
þriðjudagskvöld að afloknum fundi
Kommúnistaflokksins í Peking. Sagði
blaðið að Jintao myndi hitta geimfar-
ann eða geimfarana, sem valdir hefðu
verið til fararinnar, og síðan verða
viðstaddur geimskotið á miðvikudag.
Sagði blaðið að geimskotið myndi
eiga sér stað kl. 9 að morgni, kl. 1 að-
faranótt miðvikudags að íslenskum
tíma.
Eflir þjóðarstoltið
Þá segir frá því í The New York
Times að Jiang Zemin, forveri Hus,
verði einnig viðstaddur geimskotið en
það var Jiang sem fyrirskipaði árið
1992 að unnið skyldi að því að senda
mannað geimfar á loft.
Sem fyrr segir hafa kínverskir fjöl-
miðlar gert geimskotinu góð skil und-
anfarna daga. Segja fréttaskýrendur
að umfjöllunin miðist að því að vekja
áhuga og þjóðarstolt kínversks al-
mennings en ef allt gengur sam-
kvæmt áætlun verða Kínverjar þriðja
þjóðin til að senda mann út í geiminn,
á eftir Sovétmönnum og Bandaríkja-
mönnum.
Segir frá því í frétt The New York
Times að auk blaðaumfjöllunar verði
á næstunni sýnd tuttugu þátta sjón-
varpsþáttaröð í ríkissjónvarpinu kín-
verska um geimferðaáætlun stjórn-
valda. Allt miði þetta að því að sýna
Kínverjum að þjóðin standi framar-
lega á þessu sviði. Kínversk stjórn-
völd vilji sýna þegnum sínum að
Kommúnistaflokkurinn sé alls ekki sú
pólitíska risaeðla sem hann er sagður
vera; miklu fremur að flokkurinn sé
fær um að taka stór skref fram á við á
tæknilega sviðinu.
Dagblað alþýðunnar, sem er mál-
gagn kínverska Kommúnistaflokks-
ins, lagði sitt af mörkum til að efla
þjóðarstolt Kínverja í leiðara í gær.
Sagði þar að mönnuð geimferð myndi
hraða hinni tæknilegu þróun geim-
ferðaáætlunarinnar. Mannaðar geim-
ferðir „eru tákn um mikinn styrk
hinnar kínversku þjóðar og eflir mjög
það orð sem af Kína fer erlendis“
sagði blaðið.
Aðeins fyrsti áfangi
Leiðarahöfundar bentu á að geim-
ferðin gæti haft hernaðarlega þýð-
ingu fyrir Kína. Vitnuðu þeir einnig til
orða Deng Xiaopings, fyrrverandi
forseta Kína, um að án geimferða-
áætlunarinnar gæti Kína ekki tekið
sér stöðu sem stórveldi í veröldinni.
Segja fréttaskýrendur að markmið
kínverskra stjórnvalda með geim-
skotinu sé einmitt líka það að sanna
fyrir umheiminum að líta beri á Kína
sem jafnoka Bandaríkjanna.
Geimskotinu á morgun er aðeins
ætlað að vera fyrsta skrefið af mörg-
um. Þannig vilja kínversk stjórnvöld
koma fyrir geimkíki í líkingu við
Hubble-geimsjónaukann og þau
stefna jafnframt að því að hefja rann-
sóknir á tunglinu innan þriggja ára.
Fréttaskýrendur segja raunar að
Kína stefni að því að opna geimstöð,
hugsanlega strax árið 2008 en þá
verða Ólympíuleikarnir haldnir í Pek-
ing.
Yfirvöld í Kína eyða árlega um
tveimur milljörðum Bandaríkjadala í
geimferðaáætlun sína og þó að sumir
telji að þau ættu fremur að huga að
því að brauðfæða kínverskan almenn-
ing segja aðrir að geimferðaáætlunin
sé góð fyrir þjóðarímyndina. The
New York Times hefur t.a.m. eftir Lei
Yi nútímasagnfræðingi að Kínverjar
hafi fylgst agndofa með tækninni sem
Bandaríkjaher beitti í stríðinu í Írak.
„Kínverskur almenningur er afar
meðvitaður um að Kína hefur þá
ímynd að það sé aftarlega á merinni
hvað varðar vísindi og menntun. Ég
held því að markmið manna um að
efla stöðu Kína í vísindalegum skiln-
ingi njóti mikilla vinsælda,“ sagði Lei.
!"#
!$%
!$"
!"#
$
%
!&
'
()
$
!&'
*
$
!&&
$
+
!!$
,
(,$ -
!!%
$
!!!
! .
$
$
,
$(
$
(%%
! .
%
$
(%%(
! .
*
/
$
0
1 ,
$ (%%%
$
! " # " $%
"! ! #
& $
'( !!
# )! &
!$%
!&%
)
Þjóðarstoltið aukið
með geimferðum
Kínverskir
vísindamenn ætla
að senda mannað
geimfar á loft
Peking. AFP.
AP
Líkan af kínverska geimfarinu Shenzhou á sýningu í sunnanverðu landinu.
’ Fréttaskýrendursegja að markmið
kínverskra stjórn-
valda með geim-
skotinu sé einmitt
líka það að sanna
fyrir umheiminum
að líta beri á Kína
sem jafnoka Banda-
ríkjanna. ‘
LIÐSMENN friðargæsluliðs Sam-
einuðu þjóðanna í Líberíu höfðu
mikinn viðbúnað í höfuðborginni
Monróvíu í gær en þá var ætlunin
að bráðabirgðaríkisstjórn tæki við
völdum í landinu. Sitja í henni full-
trúar helstu deiluaðila en blóðug
borgarastyrjöld geisaði í Líberíu í
mörg ár. Enn kemur öðru hverju til
átaka í landinu.
AP
Við öllu búnir í Monróvíu