Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ROH Moo-hyun, forseti Suður-Kór- eu, skýrði frá því í gær að hann hygð- ist segja af sér fengi hann ekki stuðning kjós- enda í væntan- legri þjóðarat- kvæðagreiðslu. Roh Moo-hyun hefur gegnt emb- ætti í átta mán- uði, en hefur þurft að glíma við fjármálahneyksli og samdrátt í efnahagslífi. Hann hefur orðið fyrir miklum þrýstingi fjölmiðla og andstæðinga í stjórnmálum. Þá er hann harðlega gagnrýndur fyrir afskipti sín af mál- efnum Norður-Kóreu og vegna sam- skipta Bandaríkjanna og Suður-Kór- eu. Forsetinn, sem nýtur sífellt minni vinsælda landsmanna, hugðist starfa til 2008, en þá lýkur kjörtímabili hans. Hann gerir ráð fyrir að láta halda þjóðaratkvæðagreiðslu um störf sín hinn 15. desember. Forset- inn ætlar að segja af sér og efna til forsetakosninga í apríl á næsta ári ef kjósendur veita honum ekki braut- argengi í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Suður-Kórea Þjóðarat- kvæði um forsetann Seúl. AFP. Roh Moo-hyun ILHAM Aliyev, sonur fráfarandi forseta Azerbaídjan og líklegasti sigurvegarinn í forsetakosningum sem fram fara í landinu á morgun, sagði í gær að hann væri sigurviss og að ekkert væri hæft í ásökunum um að rangt væri haft við í kosning- unum. „Það verða engin brögð í tafli, vegna þess að það er engin þörf á því,“ sagði Ilham á fréttamanna- fundi í Bakú, höfuðborg landsins. „Ég vil ekki ræða möguleika mína á sigri, en ég er þess fullviss að azer- íska þjóðin muni styðja mig.“ Núverandi forseti, Heidar Aliyev, á við heilsubrest að stríða, en hann hefur verið forseti landsins í rúm 30 ár. Ilham sonur hans er nú forsætis- ráðherra. Fáir fréttaskýrendur efast um að Ilham muni sigra. And- stæðingar hans séu tvístraðir, fjöl- miðlar eru að mestu leyti ríkisreknir og almenningur í landinu þráir um- fram annað stöðugleika í stjórnmál- um. Gagnrýnendur segja aftur á móti, að Ilham sé lítill stjórnmálaskör- ungur og benda á orðspor hans sem glaumgosa orðum sínum til stuðn- ings. Hann hafi meiri áhuga á veislum og fjár- hættuspili en málefnum ríkis- ins. Þá hafa margir kjósendur sagt hann flæktan í víðtæka spillingu. Á meðan emb- ættismenn maki krókinn á olíu- framleiðslu ríkisins þjáist fjórða hvert barn í Azerbaídjan af vannær- ingu sökum fátæktar, samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. Il- ham sagði í gær að ekkert væri hæft í þessum ásökunum. „Gripið til lyga og ófrægingar“ „Andstæðingar mínir hafa áttað sig á því, að þeir eiga enga mögu- leika á sigri í heiðarlegum kosning- um og hafa því gripið til lyga og ófrægingar,“ sagði Ilham Aliyev. Framkvæmd fyrri kosninga í Azerbaídjan hefur ekki staðist al- þjóðlegar kröfur, og eftirlitsmenn, þ. á m. nefnd frá Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu, hefur látið í ljósi áhyggjur af því að svo fari enn á ný í kosningunum á morgun. Forsetakjör í Azerbaídjan á morgun Neita ásökun- um um svik Baku. AFP. Ilham Aliyev KÍNVERSKIR vísindamenn leggja nú lokahönd á undirbúning vegna geimskots, sem áætlað er að eigi sér stað á morgun, miðvikudag, en þetta verður í fyrsta sinn sem Kínverjar senda mannað geimfar á loft. Ríkis- fjölmiðlar í Kína hafa undanfarna daga gert þessu máli góð skil en kín- versk yfirvöld segja hér aðeins um fyrsta áfanga að ræða í umfangsmik- illi geimferðaáætlun þeirra. Þrír menn, sem allir vonast til þess að verða valdir til geimfararinnar, komu í gær til Jiuquan í eyðimörk í Gansu-héraði, en þar á fyrsta mann- aða geimferð Kínverja að hefjast. Hafa kínversk stjórnvöld gefið til kynna að aðeins einn geimfari verði í Shenzhou 5-geimfarinu en ekki hafi hins vegar verið ákveðið endanlega hver það verður. Nokkuð leikur þó á huldu hversu margir menn verða eig- inlega um borð í geimfarinu þegar því verður skotið á loft. Áformað er að geimfarið fari 14 sinnum umhverfis jörðu áður en það snýr aftur til jarðar. Gefur þetta til kynna að geimferðin muni vara í 21 klukkustund. Dagblaðið Wen Wei Po í Hong Kong sagði að Hu Jintao, forseti Kína, myndi fljúga til Jiuquan á þriðjudagskvöld að afloknum fundi Kommúnistaflokksins í Peking. Sagði blaðið að Jintao myndi hitta geimfar- ann eða geimfarana, sem valdir hefðu verið til fararinnar, og síðan verða viðstaddur geimskotið á miðvikudag. Sagði blaðið að geimskotið myndi eiga sér stað kl. 9 að morgni, kl. 1 að- faranótt miðvikudags að íslenskum tíma. Eflir þjóðarstoltið Þá segir frá því í The New York Times að Jiang Zemin, forveri Hus, verði einnig viðstaddur geimskotið en það var Jiang sem fyrirskipaði árið 1992 að unnið skyldi að því að senda mannað geimfar á loft. Sem fyrr segir hafa kínverskir fjöl- miðlar gert geimskotinu góð skil und- anfarna daga. Segja fréttaskýrendur að umfjöllunin miðist að því að vekja áhuga og þjóðarstolt kínversks al- mennings en ef allt gengur sam- kvæmt áætlun verða Kínverjar þriðja þjóðin til að senda mann út í geiminn, á eftir Sovétmönnum og Bandaríkja- mönnum. Segir frá því í frétt The New York Times að auk blaðaumfjöllunar verði á næstunni sýnd tuttugu þátta sjón- varpsþáttaröð í ríkissjónvarpinu kín- verska um geimferðaáætlun stjórn- valda. Allt miði þetta að því að sýna Kínverjum að þjóðin standi framar- lega á þessu sviði. Kínversk stjórn- völd vilji sýna þegnum sínum að Kommúnistaflokkurinn sé alls ekki sú pólitíska risaeðla sem hann er sagður vera; miklu fremur að flokkurinn sé fær um að taka stór skref fram á við á tæknilega sviðinu. Dagblað alþýðunnar, sem er mál- gagn kínverska Kommúnistaflokks- ins, lagði sitt af mörkum til að efla þjóðarstolt Kínverja í leiðara í gær. Sagði þar að mönnuð geimferð myndi hraða hinni tæknilegu þróun geim- ferðaáætlunarinnar. Mannaðar geim- ferðir „eru tákn um mikinn styrk hinnar kínversku þjóðar og eflir mjög það orð sem af Kína fer erlendis“ sagði blaðið. Aðeins fyrsti áfangi Leiðarahöfundar bentu á að geim- ferðin gæti haft hernaðarlega þýð- ingu fyrir Kína. Vitnuðu þeir einnig til orða Deng Xiaopings, fyrrverandi forseta Kína, um að án geimferða- áætlunarinnar gæti Kína ekki tekið sér stöðu sem stórveldi í veröldinni. Segja fréttaskýrendur að markmið kínverskra stjórnvalda með geim- skotinu sé einmitt líka það að sanna fyrir umheiminum að líta beri á Kína sem jafnoka Bandaríkjanna. Geimskotinu á morgun er aðeins ætlað að vera fyrsta skrefið af mörg- um. Þannig vilja kínversk stjórnvöld koma fyrir geimkíki í líkingu við Hubble-geimsjónaukann og þau stefna jafnframt að því að hefja rann- sóknir á tunglinu innan þriggja ára. Fréttaskýrendur segja raunar að Kína stefni að því að opna geimstöð, hugsanlega strax árið 2008 en þá verða Ólympíuleikarnir haldnir í Pek- ing. Yfirvöld í Kína eyða árlega um tveimur milljörðum Bandaríkjadala í geimferðaáætlun sína og þó að sumir telji að þau ættu fremur að huga að því að brauðfæða kínverskan almenn- ing segja aðrir að geimferðaáætlunin sé góð fyrir þjóðarímyndina. The New York Times hefur t.a.m. eftir Lei Yi nútímasagnfræðingi að Kínverjar hafi fylgst agndofa með tækninni sem Bandaríkjaher beitti í stríðinu í Írak. „Kínverskur almenningur er afar meðvitaður um að Kína hefur þá ímynd að það sé aftarlega á merinni hvað varðar vísindi og menntun. Ég held því að markmið manna um að efla stöðu Kína í vísindalegum skiln- ingi njóti mikilla vinsælda,“ sagði Lei.                                         !"#              !$%                 !$"     !" #   $     %   !&      '  ()   $   !&'  *     $      !&&         $     +  !!$            , (,$  -  !!%           $   !!! !  .     $    $     , $  (         $   (%% !  .  %   $   (%%( !  .  *  /   $   0   1 ,    $ (%%%           $               ! " #  " $%   "! ! #  &  $   '(  !!  #  )! & !$% !&%   )       Þjóðarstoltið aukið með geimferðum Kínverskir vísindamenn ætla að senda mannað geimfar á loft Peking. AFP. AP Líkan af kínverska geimfarinu Shenzhou á sýningu í sunnanverðu landinu. ’ Fréttaskýrendursegja að markmið kínverskra stjórn- valda með geim- skotinu sé einmitt líka það að sanna fyrir umheiminum að líta beri á Kína sem jafnoka Banda- ríkjanna. ‘ LIÐSMENN friðargæsluliðs Sam- einuðu þjóðanna í Líberíu höfðu mikinn viðbúnað í höfuðborginni Monróvíu í gær en þá var ætlunin að bráðabirgðaríkisstjórn tæki við völdum í landinu. Sitja í henni full- trúar helstu deiluaðila en blóðug borgarastyrjöld geisaði í Líberíu í mörg ár. Enn kemur öðru hverju til átaka í landinu. AP Við öllu búnir í Monróvíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.