Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 13
Hluthafafundur í SÍF hf. ver›ur haldinn mi›vikudaginn 15.
október 2003 í a›alstö›vum félagsins a› Fornubú›um 5,
Hafnarfir›i og hefst fundurinn kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Kjör tveggja stjórnarmanna.
2. Tillögur um breytingar á samflykktum.
Stjórn félagsins leggur fram tillögurnar um breytingar á samflykktum
félagsins. Lúta flær a› flví a› stytta samflykktirnar og einfalda en helstu
efnisbreytingar eru:
a) Hluthafafundir ver›i lögmætir án tillits til fundarsóknar.
b) Vi› stjórnarkjör flurfa frambjó›endur a› tilkynna frambo› sitt skriflega
til stjórnar 5 sólarhringum fyrir upphaf hluthafafundar.
Tillögur stjórnarinnar um breytingar á samflykktunum geta hluthafar
kynnt sér á vefsí›u félagsins, www.sif.is, e›a á a›alskrifstofu félagsins
flar sem flær liggja frammi.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á fundinum skulu vera komnar
í hendur stjórnarinnar eigi sí›ar en sjö dögum fyrir fundinn.
Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins
hluthöfum til s‡nis sjö dögum fyrir fundinn. Ennfremur er hægt a›
nálgast flær á vefsí›u félagsins.
A›göngumi›ar, atkvæ›ase›lar og fundargögn ver›a afhent á fundarsta›
frá kl. 15.00 fundardaginn.
Stjórn SÍF hf.
Athygli hluthafa er vakin á n‡jum fundarsta›.
SÍF HF.
HLUTHAFAFUNDUR
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
•
N
M
1
0
4
1
2
/
s
ia
.i
s
Í VIÐTALI við Kristin Þ. Geirsson,
framkvæmdastjóra Íslenska sjón-
varpsfélagsins, um stöðu félagsins
sem birtist í Morgunblaðinu sl.
sunnudag féll niður hluti ummæla
hans um Silfur Egils vegna mistaka
við vinnslu fréttarinnar. Beðist er
velvirðingar á þessum leiðu mistök-
um. Ummælin voru svohljóðandi:
Kristinn segist meðvitaður um það
að ákveðin atriði hafi stuðlað að nei-
kvæðri umræðu um SkjáEinn. Fyrst
og fremst sé þó umfjöllun um um-
ræðuþátt Egils Helgasonar, Silfur
Egils, sem ákveðið var að hætta með
á SkjáEinum.
„Egill hefur sagt að bláa höndin
hafi slegið af einhvern vinsælasta
þáttinn hjá okkur. Þetta er alrangt.
Silfur Egils var ekki á meðal 16 vin-
sælustu þátta stöðvarinnar og það
var aðalvandamál þáttarins. Auk
þess stóð þátturinn ekki undir sér
flesta mánuði ársins. Þetta var
stærsta ástæðan fyrir því að við tók-
um hann af dagskrá,“ segir Kristinn.
Hann segist hafa boðið RÚV að
framleiða þáttinn fyrir þá ef þeir
vildu sýna hann. En RÚV hafi ekki
séð sér það fært.
„Það er reyndar rétt hjá Agli að
fyrir kosningar fann ég að þættinum
hjá honum. Mér fannst óþægilegt að
hann væri að reyna að hafa áhrif á
kosningarnar.
SkjárEinn er skemmtistöð. Það er
nánast eitt markmið frá upphafi og
það er að vera skemmtileg. Það hef-
ur gengið mjög vel. Þegar ég kom
hérna inn var Silfur Egils eini þátt-
urinn sem fylgdi ekki þeirri stefnu.
Út frá því hafði ég svo lítið horn í
síðu þáttarins því að hann passaði
ekki inn í dagskrána og hafði lélegt
áhorf.
Auk þess fannst mörgum fyrir
kosningarnar í vor þátturinn vera
meira hallur á aðra hliðina. Ég benti
Agli á þetta og bað hann að sýna
hlutleysi. Hann túlkaði þetta sem að-
för Sjálfstæðisflokksins að sér, sem
gerði samstarf okkar ekki betra.
Við byggjum SkjáEinn á því að
vera skemmtileg sjónvarpsstöð og
viljum ekki halla á neina hlið. Það er
óþægilegt að selja auglýsingar við
þær aðstæður. Þess vegna var þetta
mjög óþægilegt fyrir okkur í miðri
kosningabaráttu að vera með slag-
síðu,“ segir Kristinn að lokum.
Silfur Egils stóð
ekki undir sér
RÚV hafnaði boði SkjásEins
um að sýna þáttinn
ÚR VERINU
FARIÐ er að salta síld í Vest-
mannaeyjum en um helgina land-
aði Antares um 300 tonnum til
vinnslu hjá Ísfélaginu og á föstu-
dag Sighvatur Bjarnason VE með
250 sem hann fékk austur af land-
inu. Síldin var að sögn Jakobs
Möller, verkstjóra hjá Vinnslu-
stöðinni, frekar smá en um 100
tonn af henni voru unnin á föstu-
daginn, flökuð og fryst. Um
helgina var lítil veiði. Í gær var
verið að flokka um 400 tonn af
síld sem Birtingur NK, Svanur RE
og Björg Jónsdóttir ÞH lönduðu í
Neskaupstað um helgina. Þetta er
smá síld og reiknað er með að
hægt verið að flaka og frysta um
30-50 prósent aflans. Fyrsta síldin
barst til Neskaupstaðar á fimmtu-
dag og síldarvinnsla hefur verið í
gangi um helgina. Þetta hefur allt
verið fremur smá síld og samtals
er búið að frysta um 260 tonn af
því sem borist hefur á land, ef frá
er talið það sem nú er í vinnslu. Í
sjávarbyggðum myndast alltaf
svolítill spenningur þegar síldin
fer að veiðast og bjartsýni í byrj-
un hausts eykst og mannlífið
verður allt léttara. Það er því ósk-
andi að síldveiðarnar fari að
verða stöðugar því síldin skapar
mikla vinnu í landi þrátt fyrir erf-
iða markaðsstöðu síldarinnar nú
sem áður.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Síldarvinnsla
hafin í Eyjum
ÞÝSKA lágvöruverðskeðjan Lidl
hefur engin áform uppi um að opna
verslun hér á landi og mun að
minnsta kosti ekki gera það á
næstu árum, að því er fram kom í
samtali Morgunblaðsins við tals-
mann keðjunnar. Lidl rekur versl-
anir í Svíþjóð og Finnlandi og sam-
kvæmt skýrslu frá fyrirtækinu
Gavin Anderson er hún talin hafa
uppi áform um að opna einnig
verslanir í Noregi og Danmörku
auk þess að horfa til Eystrasalts-
ríkjanna.
Í skýrslunni segir að búast megi
við miklu verðstríði á Norðurlönd-
unum í kjölfarið af innkomu Lidl á
markaðinn, en Norðurlöndin séu
líklega eitt helsta tækifæri versl-
anakeðjunnar. Mikil samþjöppun
sé á þeim markaði, þar ráði að-
allega ríkjum samvinnuverslanir
og verðsamkeppni hafi ekki verið
grimmileg. Þar sem Lidl sé ekki
skráð á hlutabréfamarkað geti fyr-
irtækið leyft sér að leggja í tals-
verðan kostnað til að ná fótfestu á
markaði, en talið sé að fyrirtækið
hyggist verja um tíu milljörðum
króna til að komast inn á mark-
aðinn á Norðurlöndum.
Auk verslana í Þýskalandi rekur
Lidl verslanir í 16 ríkjum Evrópu.
Samkvæmt þýskri útgáfu Financial
Times er Lidl næststærsta lág-
vöruverðskeðjan þar í landi og
sækir hratt á, en aðeins Aldi er
stærri. Að sögn blaðsins hefur eng-
in lágvöruverðskeðja í Evrópu
fleiri verslanir en Lidl.
Lidl, sem var stofnuð fyrir um 30
árum, byggir starfsemi sína að
mestu á sölu matvæla, eða 84% söl-
unnar, að því er fram kemur í
skýrslu Gavin Anderson. Veltan á
síðasta ári er áætluð yfir 1.600
milljarðar króna og fjöldi verslana
er um 4.800.
Lidl ekki á leið
til Íslands
Þýska lágvöruverðskeðjan í sókn
á hinum Norðurlöndunum
LANDSVIRKJUN hefur gefið út
skuldabréf í íslenskum krónum sem
skráð eru í kauphöllinni í Lúxem-
borg. Fyrirtækið gekk nýlega frá
670 milljóna króna óverðtryggðri
skuldabréfaútgáfu undir svokölluð-
um EMTN-rammasamningi fyrir-
tækisins, en slíkir samningar eru
staðlaðir lánssamningar sem bankar
og fyrirtæki í Evrópu nota við út-
gáfu skuldabréfa. Þetta form er not-
að til einföldunar á ferli og skjala-
gerð í kringum viðskiptin.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landsvirkjun er um að ræða skulda-
bréf til 51⁄2 árs og vaxtagreiðslur eru
tengdar hlutabréfavísitölum á al-
þjóðlegum fjármálamörkuðum. Vísi-
tölurnar sem miðað er við eru S&P
500, Euro Stoxx 50, Nikkei og
FTSE, en með afleiðusamningi er
Landsvirkjun varin gegn sveiflum á
hlutabréfamörkuðum.
Þetta er í fyrsta sinn sem Lands-
virkjun gefur út skuldabréf í ís-
lenskum krónum undir EMTN-
rammasamningi sínum en bréfin eru
skráð í kauphöllinni í Lúxemborg.
Íslandsbanki sá um útgáfuna og er
þetta í fyrsta sinn sem innlendur
banki sér um útgáfu Landsvirkjunar
undir EMTN-samningnum, en
kaupendur bréfanna eru innlendir
fagfjárfestar.
Skuldabréf í
krónum skráð
í Lúxemborg
Ekki nýjar
hugmyndir
ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, segir að hugmyndir um að
stöðva veiðar á fiskistofnum í lélegu
ástandi séu þekktar og meðal ann-
ars útfærðar í aflareglunni sem
beitt er við ákvörðun heildarafla á
Íslandi.
Haft var eftir Jean Boulva, for-
stjóra hafrannsóknastofnunarinnar í
Mont-Joli í Quebec í Kanada, í
Morgunblaðinu í gær að Kanada-
menn hygðust innleiða nýja hug-
myndafræði í stjórn fiskveiða sem
felur í sér að veiðum úr tilteknum
fiskistofnum verði sjálfkrafa hætt
þegar stærð þeirra fer niður fyrir
ákveðið lágmark. Árni segir hug-
myndir Jean Boulva ekki nýjar af
nálinni, meðal annars hafi þær verið
ræddar á vettvangi Alþjóða haf-
rannsóknaráðsins í fleiri en einni út-
færslu. Þannig sé varúðarnálgun
aflareglunnar sem beitt er við
ákvörðun heildarafla hér á landi
byggð á svipuðum grunni.
Samkvæmt aflareglu eru þorsk-
veiðar á hverju fiskveiðiári miðaðar
við að afli takmarkist við 25% af
stærð veiðistofns. Við endurskoðun
aflareglunnar árið 2000 var síðan 30
þúsund tonna sveiflujöfnun bætt við
aflaregluna en 155 þúsund tonna
aflalágmark fellt niður. Árni segir
að í aflareglunni sé í sjálfu sér ekki
kveðið á um ákveðið lágmark þar
sem eigi að stöðva veiðar, enda feli
aflareglan í sér að til þess eigi ekki
að koma. „Miðað við stöðuna í dag
eru flestir fiskistofnar í þannig
stöðu að við höfum borð fyrir báru.
Hinsvegar eru dæmi um að veiðum
hefur verið hætt vegna ástands ein-
stakra stofna, svo sem hörpudisk-
veiðum í Breiðafirði og veiðum á
einstaka innfjarðarrækjustofnum,“
segir Árni.
Vilja stofna
ný hval-
veiðisamtök
JAPANIR hyggjast beita sér fyrir
stofnun samtaka hvalveiðiþjóða til
höfuðs Alþjóðahvalveiðiráðinu sem
þeir segja að hafi breyst í hvalvernd-
arsamtök.
Alþjóðahvalveiðiráðið (IWC) var
stofnað árið 1947 til að stjórna veið-
um á stórum sjávarspendýrum. Ráð-
ið samþykkti hinsvegar bann við
hvalveiðum í atvinnuskyni árið 1985
sem enn er í gildi. Japanir hyggjast
annað hvort stofna ný samtök til að
stjórna hvalveiðum í atvinnuskyni
eða vinna að því að víkka út starfsemi
Norður-Atlantshafssjávarspendýra-
ráðsins, NAMMCO, en þar eiga sæti
Norðmenn, Íslendingar, Færeyingar
og Grænlendingar. Japanir hafa áð-
ur ámálgað þann möguleika að
stofna samtök, sambærileg við
NAMMCO, í Kyrrahafi og að slíkar
svæðisbundnar stofnanir myndu
taka yfir stjórn á nýtingu sjávar-
spendýra.
Samkvæmt upplýsingum úr ís-
lenska sjávarútvegsráðuneytinu hef-
ur ekki borist formlegt erindi frá jap-
önskum stjórnvöldum vegna þessa.
Endalok Alþjóða-
hvalveiðiráðsins?
Talsmaður japanska sjávarútvegs-
ráðuneytisins upplýsti um áform
Japana í síðustu viku og sagði að
stofnun nýrra hvalveiðisamtaka gæti
þýtt endalok Alþjóðahvalveiðiráðis-
ins. Hann sagði Japana ætla að
þrýsta á um breytingar innan Al-
þjóðahvalveiðiráðisins en undirbúa
samhliða stofnun nýrra samtaka.
Þeir mundu síðan taka endanlega
ákvörðun um hvorn kostinn þeir
veldu að loknum aðalfundi Alþjóða-
hvalveiðiráðsins sem haldinn verður
á Ítalíu á næsta ári.
Japanir hafa mjög gagnrýnt Al-
þjóðahvalveiðiráðið fyrir verndunar-
aðgerðir og segjast ætla að halda
áfram að nýta hvalastofna á sjálf-
bæran hátt.