Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 29 DAVID Anderson, umhverfismálaráðherra Kanada, kveðst telja líklegt að Rússar muni fullgilda Kyoto- bókunina um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda, þótt ógerningur sé að segja til um hvenær þeir muni gera það. Anderson sat loftslags- ráðstefnuna sem haldin var í Moskvu fyrir um hálfum mánuði, og segist þar hafa rætt við rúss- neska ráðherra og hátt- setta embættismenn sem allir hafi talið miklar líkur á að svo muni fara að stjórnvöld fullgildi bók- unina. En ákvörðun þar um byggist á „afskaplega rússnesku ferli, sam- kvæmt rússneskri áætlun, eftir rússneskar umræður og er á endanum rússnesk ákvörðun. Við hin skiljum ef til vill ekki til fullnustu allt sem það felur í sér“. Aftur á móti segist Anderson ekki telja neinar líkur á að Bandaríkjastjórn muni nokkurn tíma fullgilda bókunina. „Ástæðan er sú, að til þess þarf samþykki öldungadeildar þingsins, og þar er meirihlutinn mjög naumur þannig að ég tel ólíklegt að bókunin fáist sam- þykkt þar.“ En Anderson telur það vera jákvætt við þróun þess- ara mála í Bandaríkjunum að vísindaleg rök séu að styrkjast. „Stjórnvöld þar geta ekki lengur sagt með sömu vissu og fyrir tveim eða þrem árum að vísinda- legar niðurstöður séu misvísandi. Nú liggja frekari niðurstöður fyrir. Þeirra eigin vísindamenn höfðu samband við Hvíta húsið og tjáðu forsetanum að þótt frekari rannsókna væri þörf lægju þegar fyrir afdrátt- arlausar niðurstöður sem sýni að fyrirbyggjandi að- gerða sé þörf.“ Anderson þykir því líklegt að Bandaríkjamenn muni taka skynsamlega á þessum málum, og bendir enn- fremur á að George W. Bush forseti hafi í fjárlaga- frumvarpi sínu gert ráð fyrir 4,5 milljörðum dollara, eða rúmum 340 milljörðum króna, til aðgerða og rann- sókna í sambandi við loftslagsbreytingar. „Það sem ég vonast eftir er að stefna Bandaríkja- manna í loftslagsmálum muni verða hliðstæð stefnu þeirra ríkja sem fullgilt hafa Kyoto-bókunina og jafn- vel á endanum renna saman við hana, þótt Bandaríkja- menn muni ef til vill aldrei kenna stefnu sína við Kyoto. Þannig að í rauninni er ég líka bjartsýnn á af- stöðu Bandaríkjamanna.“ Mikilvægt að vekja athygli á loftslagsbreytingum Anderson kveðst vona að niðurstöður vísindalegs mats á áhrifum loftslagsbreytinga á norðurslóðum og möguleikum á viðbrögðum við þeim, er væntanlega verða lagðar fram á næsta ári, muni hafa áhrif á stefnumótun. „En vandinn er fólginn í því, hvernig unnt er að taka mið af áhyggjum af stöðu mála á norðurslóðum þegar mótuð er stefna fyrir suðlægari staði. Þegar rætt er um lífræna mengunarvalda sem brotna hægt niður og valda skaða á norðurslóðum segja fulltrúar suðlægari staða að þeir þurfi að geta notað þessi efni til að bólu- setja fólk gegn malaríu. Ef minnst er á mengun af völdum kvikasilfurs segja menn suðurfrá að þeir geti ekki lokað raforkuverum sínum. En einmitt þess vegna er mikilvægt að gera fólki grein fyrir því hvernig málum er nú þegar háttað á norðurskautssvæðinu. Það er enn útbreidd skoðun að það sé enn langt þangað til loftslagsbreytingar fari að hafa einhver áhrif.“ Lengi von á Rússum David Andersonst eftir fimmtíu ár eða undir lok aldarinnar. n vísbendingarnar eru allar í þessa átt.“ Watt-Cloutier nefnir, að í niðurstöðum mats- komi fram, að horfur séu á að ísbirnir verði dauðir um 2050 sökum þess hve hafísinn sé far- n að bráðna hratt og birnirnir geti því ekki far- um hann til veiða. „Maður sér þetta á því hvað nirnir eru orðnir magrir,“ segir hún. Johnson gir þessa hættu steðja að öllum dýrum sem ði sig á hafísinn til að leita sér lífsviðurværis, a. ísbirni og rostunga. Það sé svo aftur á móti stór spurning hvernig órnvöld muni taka tillit til þessa vísindalega ats á áhrifum loftslagsbreytinga á norðurslóð- m við stefnumótun. Hinum vísindalegu niður- ðum verði fylgt eftir með stefnumótunar- plaggi. Stjórnvöld í sumum aðildarríkja Norðurskautsráðsins séu ekki tiltakanlega hrifin af því að vera sagt fyrir verkum er komi að stefnumótun. „Þetta á einkum við um bandarísk stjórnvöld, sem hafa haft allnokkrar áhyggjur af þessu stefnumótunarplaggi,“ segir Johnson. Menguð móðurmjólk Norðurskautsráðstefna inúíta var sett á fót í Alaska 1977, í fyrstu vegna þeirra olíumengunar- slysa sem þar höfðu orðið. Inúítarnir í Alaska komust að þeirri niðurstöðu, segir Watt-Clout- ier, að ef allir inúítar heimsins tækju sig saman gætu þeir betur látið heyra í sér og vakið athygli á þeim umhverfismálefnum sem þeir töldu orðin knýjandi. Alls eru um 150 þúsund inútíar í heim- inum, í Alaska, norðurhéruðum Kanada, á Græn- landi og í Tsjúkotka í Rússlandi. „Áhersla samtakanna hefur dálítið breyst síð- an þau voru stofnuð, og við erum farin að hugsa meira um mengunarvalda sem berast til okkar úr fjarlægum heimshlutum,“ segir Watt-Clotier. „Við höfum beitt okkur m.a. á vettvangi Samein- uðu þjóðanna þar sem við höfum átt í samninga- viðræðum við 140 ríki um að stöðva þessa meng- unarvalda þar sem þeir eiga upptök sín. Þær samningaviðræður stóðu í þrjú eða fjögur ár og lauk með Stokkhólmssáttmálanum sem var und- irritaður 2000 og ég tel að okkur hafi með því tekist að vekja athygli heimsins á því sem er að gerast hér á norðurskautssvæðinu.“ Watt-Clotier segir inúíta orðna að „endastöð þessara mengunarvalda, sem taka sér bólfestu í okkur og eru í móðurmjólkinni sem börnin okkar fá. Og þetta kemur allt úr fjarlægum heimshorn- um. Við höfum því orðið að bregðast skjótt við. En þið getið ímyndað ykkur hvernig staða okkar er; 150 þúsund inúítar andspænis fjölda ríkja sem vilja viðhalda ríkjandi ástandi þar sem þessa mengunarvalda, sem hafa borist hingað norður, má í mörgum tilvikum rekja til aukaafurða í iðn- aði í þróunarlöndum, eða plágueyða sem oft eru notaðir til að bjarga mannslífum, t.d. af völdum malaríu.“ Það hafi því verið miklum erfiðleikum háð að fá umheiminn til að huga að öðrum möguleikum. Inúítakonur hugsi sig tvisvar um áður en þær gefi börnum sínum brjóst, vegna þeirra sömu efna og notuð séu til að bjarga lífi barna í Mið- Ameríku, Mexíkó og víðar. Það sé því nauðsyn- legt að farið verði að leita leiða út úr þessari val- kreppu. En hafi baráttan við að vekja athygli á meng- unarvöldum verið erfið, segir Watt-Cloutier, verði það enn stærra verkefni að takast á við loftslagsbreytingarnar. „Vegna þess að þeir sem hlut eiga að máli eru miklu sterkari og hvötin til að viðhalda ríkjandi ástandi mun ríkari, vegna þess að þetta málefni er svo nátengt olíu- og iðnaðarhagsmunum. Það auðveldar ekki baráttuna að Bandaríkjamenn og Rússar hafa ekki fullgilt Kyoto-bókunina um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda.“ Inúítar geti lagt mikið af mörkum í leitinni að svörum við þeim spurningum sem heimsbyggðin standi frammi fyrir. „Við höfum lifað á sjálfbær- an hátt í þúsund ár, og ég held að við getum veitt umheiminum svör sem ekki byggjast á því að umhverfinu sé spillt. Við lifum í nánum tengslum við landið og tökum því eftir hinum minnstu breytingum sem verða. Við erum því vísinda- menn á okkar eigin hátt. Ég tel að heimsbyggðin eigi mikið undir því að við verðum áfram í þess- um tengslum við landið, því að við munum gæta þess – ekki einungis fyrir okkur sjálf, heldur fyr- ir alla íbúa jarðarinnar.“ Það minnsta sem umheimurinn geti gert, sé að fullgilda Kyoto-bókunina. „Hún er auðvitað bara byrjunin, það þarf að gera mun meira. En þar eð hún er það eina sem við höfum í höndunum og öll heimsbyggðin er aðili að verðum við að reiða okkur á hana.“ Mannréttindamál „Ég held að fólk í heiminum viti orðið meira um náttúru og dýralíf á norðurslóðum en það veit um fólkið sem býr hérna fyrir norðan. Það er mikilvægt að almenningi skiljist að hérna býr fólk sem á í megnustu erfiðleikum með að við- halda lífsmynstri sínu, en hefur um leið upp á margt að bjóða,“ segir Watt-Cloutier. Þegar fólk heyri talað um loftslagsbreytingar bregðist það ekki við, en ef minnst sé á mann- réttindi fari það að leggja við hlustir. „Þess vegna höfum við áveðið að kanna þann mögu- leika, að senda erindi til Mannréttindaráðs Am- eríkuríkja og fara fram á að fá viðurkenndan stjórnarskrárbundinn rétt okkar til veiða án þess að sæta höftum, t.d. vegna umhverfissjónarmiða. Með þessu erum við auðvitað að reyna að þrýsta á Bandaríkjastjórn til að fullgilda Kyoto- bókunina, og kanadíska alríkisstjórnin hefur óopinberlega lýst sig fylgjandi því að þrýstingi verði beitt með þessum hætti. Við erum þegar byrjuð að kanna þennan möguleika og höfum t.d. sett okkur í samband við fólk sem getur veitt okkur fjárhagsaðstoð til að reka þetta mál.“ stefnu inúíta og réttamönnum t frá Iqaluit, sem æðisins Nunavut. ar. „Þetta er eins sins. Ég bjó suð- urfrá um tíma og varð bókstaflega veik. Þá kom ég hingað norður aft- ur og náði heilsu.“ Watt-Cloutier kveðst afskaplega hænd að hefðbundum mat inúíta. Hún segist hafa að mestu alist upp hjá ömmu sinni, en móðir sín, sem var inúíti, hafi verið einstæð „vegna þess að hvítu feðurnir voru yf- irleitt ekki um kyrrt“. Morgunblaðið/KGA ta landsins“ PETER Johnson, stjórnarformaður Kanadísku heim- skautanefndarinnar og landafræðiprófessor við Há- skólann í Ottawa, segir að það sé mjög fátítt að stjórn- málamenn hafi skilning á vísindum nema þau leggi eitthvað af mörkum til hagkerfisins og versl- unarmöguleika. „Þá á ég við vísindi í víðasta skilningi, ekki einungis raunvísindi heldur einnig félagsvísindi og hugvísindi,“ segir Johnson. „Þó eru í hópi þingmanna nokkrir sem hafa skilning á vísindum. Við höfum staðið fyrir morg- unverðarfundi í þinghúsinu, einu sinni í mánuði yfir vetrartímann, þar sem þekktir vísindamenn fjalla um vísindi á aðgengilegan hátt. Þetta hefur verið ágæt- lega sótt.“ Steven C. Bigras, framkvæmdastjóri heimskauta- nefndarinnar, bætir því við, að þegar stjórnmálamenn öðlist skilning á vísindalegum forsendum vandans sem við er að etja átti þeir sig á því hversu gífurlega mikill hann sé. „Og stjórnmálamenn hugsa í þriggja til fjögurra ára tímabilum – það er að segja, lengd kjörtímabils þeirra – og gera sér grein fyrir því, að þeir geta ekki leyst vandann á kjörtímabilinu og í sumum tilvikum sjá þeir þá ekki tilganginn í að láta til sín taka. Vísindi eru aft- ur á móti langtímaverkefni.“ „Vísindi fyrir stjórnmálamenn“ lfbjarga, höfðum g dómskerfi; efna- ingararfleifðinni. num og því um n og átta okkur á ur á því að við er- num okkar tjón ar voru bækur um eytniverðar. Núna isþyrmum börn- garinnar. m býr í landinu, sem börnin okkar þurfa til þess að sleppa við að verða sjálfsvígi, fíkniefnum eða áfengi að bráð. Það sem við getum kennt þeim um hefð- bundnar veiðiaðferðir er nákvæmlega það sama og þau þurfa að læra til að komast af í nútímasamfélagi. Því að veið- ar snúast ekki einungis um að drepa dýr. Þær snúast um þá visku sem lærist þegar maður fer til veiða; hugrekki, þol- inmæði, sköpunargáfu. Ef mengun kemur í veg fyrir að við getum neytt hefð- bundins matar, og ef hækkun hitastigsins kemur í veg fyrir að við getum búið við hefðbundnar aðstæður, þá er óhætt að segja, að við séum að berjast fyrir lífi okkar. En við förum ekki þá leið, til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri, að vera með sífelld mótmæli. Við reynum frekar að beita áhrifapólitík en mótmælapólitík. Það hefur að okkar mati reynst mun betur, og er þar að auki í samræmi við hefð- bundnar aðferðir inúíta. Við erum samvinnuþýtt fólk sem gefur öðrum með sér. Ekki þar fyrir, við getum verið mjög ákveðin, einbeitt og skipulögð. Við erum fá, og verðum því að reiða okkur á skipulagningu. Það er til dæmis alger nauðsyn þegar maður tekur þátt í stórum, alþjóðlegum ráðstefnum. Í rauninni er það alveg eins og með veiðimanninn. Ég fer ekki á þessar ráðstefnur með riffil og önnur tæki til veiða, ég fer með skjalatöskuna mína. En líkt og þess er vænst af veiðimanninum að hann beri björg í bú er ætlast til þess af mér að ég hafi eitthvað í höndunum þegar ég kem af ráð- stefnunni. Og eins og veiðimaðurinn verð ég að vera skipu- lögð, vegna þess að málefnið er knýjandi og það er enginn tími til að slaka á. il júmbóþotu tskipti inúíta ÞAÐ mat á áhrifum loftslagsbreytinga á norðurslóðum og mögu- leikum á viðbrögðum við þeim, er lagt verður fram á næsta ári, byggist á athugun á rannsóknarniðurstöðum sem þegar liggja fyrir. Peter Johnson, stjórnarformaður Kanadísku heimskauta- nefndarinnar, segir að meðal brýnna rannsókna sem enn séu óunnar sé athugun á samspili hafs og lands. Mikil þekking á haf- inu sé fyrir hendi, og einnig á landinu, en minna sé vitað um sam- spil þessara þátta. Nú standi reyndar yfir kanadísk rannsókn á þessu, og feli hún m.a. í sér að ísbrjótur verði á Beauforthafi í vetur. Einnig sé nauðsynlegt að frekari rannsóknir verði gerðar á hafísþekjunni. „Það er mál sem augljóslega varðar alla. Mikið hefur verið reynt að safna saman gögnum sem fyrir liggja, en þau eru í mörgum tilvikum frá áttunda og níunda áratugnum.“ Þá telur Johnson að þörf sé á meiri upplýsingum um loftslag og umhverfi á norðuríshafinu á forsögulegum tímum. Slíkra gagna verði einungis aflað með borunum. Botn Íshafsins geymi mikið af upplýsingum um hvernig loftslagsbreytingar hafi orðið fyrr á tímum. Í Evrópu séu uppi hugmyndir um smíði á stórum ísbrjóti er gegnt geti hlutverki borpalls og verði starfræktur á íshafinu allt árið um kring. „Þetta verkefni gengur undir nafninu „Aurora Borealis“ og þeir eru að reyna að verða sér úti um eitthvað í kringum hálfan milljarð evra til verksins.“ Frekari rannsókna er þörf Peter Johnson ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.