Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 23
Hellu | Það má með réttu segja að
verktakar í Rangárþingi ytra hafi
bókstaflega sannað hið gamla orðtak
á nýjan hátt og „hlaupið undir bagga“
með sínu sveitarfélagi á dögunum.
Starfsmenn áhaldahúss Rangár-
þings ytra sáu til þess að tún við
bæina Nes og Bjarg skammt frá
Hellu sem ekki eru nýtt til heyöfl-
unar voru slegin og heyinu rúllað
upp. Var þetta í og með gert til þess
að sinumyndum yrði ekki það mikil
að hætta yrði á ferðum ef eldur yrði
laus í sinunni af einhverjum ástæð-
um.
Í tengslum við þetta kviknaði sú
hugmynd að nota rúllubaggana til
uppgræðslu lands framarlega á
Rangárvallaafrétti. Landgræðslan í
Gunnarsholti var fengin til þess að
ráðleggja við staðarval á því hvar
skyldi dreifa úr rúlluböggunum. Þeg-
ar kom á daginn að þetta voru á
þriðja hundrað rúllubaggar var ljóst
að mikill kostnaður yrði við að flytja
þá inn á afréttinn. Þegar verið var að
kanna leiðir til þess buðust verktakar
á svæðinu til þess að leggja sitt af
mörkum við þetta landgræðsluátak
og flytja baggana án endurgjalds á
svæðið inn við Hafrafell sem hafði
verið valið.
Fyrirtækin Helluverk ehf., Árni
Páls, Grafvélar ehf., Vilhjálmur Þór-
arinsson og Guðni Rúnar tóku að sér
flutninginn og voru notaðir 7 vörubíl-
ar með tengivagna til að fara 2 ferðir
ásamt því að ferma og afferma með
ámoksturstækjum. Farið var á
sunnudegi í verkefnið og gekk það að
flestu leyti vel þó að bílalestin færi
ekki hratt yfir, enda vegurinn ekki
alltaf beinn og breiður eins og þeir
þekkja sem hafa farið Syðra-Fjalla-
bak. Í fyrri ferðinni minnti forystu-
bíllinn á þegar fjallfé er rekið á vorin
og forystusauðir taka á rás inn afrétt-
inn. Var það með þeim hætti að olíu-
gjöfin festist í botni og bíllinn tók á
rás án þess að neitt yrði við ráðið
nema drepa á honum og varð af þessu
nokkur töf meðan því var kippt í lið-
inn. Jón Ingi Guðmundsson, verk-
stjóri í áhaldahúsi Rangárþings ytra,
stjórnaði verkinu og sagði hann að
þessir verktakar sem hlut eiga að
máli ættu mikinn heiður og þakkir
skildar fyrir sinn skerf til þessa verk-
efnis. Taldi hann að verktakarnir
hefðu lagt fram vinnu og flutnings-
kostnað sem væri ekki undir 400 þús-
und krónum. Framundan væri síðan
að starfsmenn áhaldahússins færu á
staðinn og dreifðu úr heyrúllunum.
Morgunblaðið/Óli Már
Hlupu undir bagga: Verktakarnir saman komnir með bílalestina í baksýn
ásamt Jóni Inga Guðmundssyni frá Rangárþingi ytra sem er þriðji frá hægri.
Rangæingar
slógu tvær flug-
ur í einu höggi
Tún slegin til að draga úr sinumyndun og
heyið notað til uppgræðslu í afréttum
Húsavík | Næstkomandi föstudagsdags-
kvöld verða Húsvíkingar áberandi á
skemmtistaðnum Broadway þegar tónlist-
arveislan þeirra
2003 verður sett
þar upp. Tón-
listarveislan nú
samanstendur
af vinsælum lög-
um úr íslensk-
um bíómyndum
og nefnist sýn-
ingin Bíólögin.
Tónlistar-
stjóri er Guðni
Bragason og fer hann þar fyrir vöskum hópi
húsvísks tónlistarfólks. „Bíólögin voru sett
upp í Íþróttahöllinni á Húsavík í sumar og
fengum við helling af fólki og frábærar við-
tökur. Til þess að þjóna burtfluttum Hús-
víkingum, Þingeyingum og sjálfsögðu
landsmönnum öllum ætlum við að skella
upp þessari Tónlistarveislu á Broadway.
Kvöldið verður með sama sniði og venju-
lega, matur, skemmtun og síðan heljarinnar
dansleikur á eftir með húsvísku listafólki,“
segir Guðni Bragason.
Þeir sem fram koma í Bíólögunum með
Guðna eru Sigurður Illugason Arnar Þór
Sigurðsson, Brynja Elín Birkisdóttir, Krist-
ján Þór Magnússon og Svava Steingríms-
dóttir auk sjö manna stórhljómsveitar þar
sem Kristinn Svavarsson er gestaleikari.
Húsvíkingar flytja
Bíólögin á Broadway
Guðni Bragason fer
fyrir tónlistarfólkinu.
Hveragerði | Nemendum í Grunn-
skólanum í Hveragerði hefur fjölgað
mikið. Frá síðastliðnu vori hefur
þeim fjölgað um tæplega 10% og eru
nú orðnir 399. Þrátt fyrir stækkun
skólans sl. haust er ekki rúm fyrir
alla nemendur í skólanum og þurfti
að leita út fyrir skólann til að koma
öllum nemendum fyrir nú í haust. Að
sögn Guðjóns Sigurðssonar skóla-
stjóra var tekin sú ákvörðun að
leigja húsnæði í Breiðumörk 26.
Húsnæðið er norðan íþróttahússins
og tengist skólalóðinni og þótti góð-
ur kostur sökum nálægðar við skól-
ann. Þar voru útbúnar tvær rúmgóð-
ar kennslustofur, sem notaðar verða
fyrir nemendur 1. bekkjar. Auk
kennslustofanna tveggja er ein
minni stofa, þar sem hægt verður að
vera með minni hópa. Einnig verður
þar eldhúsaðstaða, þar sem
nemendur geta borðað nesti
og fengið tilsögn í heim-
ilisfræði. Krakkarnir koma
svo inn í skóla í flestar verk-
greinar, upplýsingatækni og
íþróttir.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Nemendur, starfsfólk, fulltrúi leigjanda, formaður skólanefndar og bæjarstjóri, fyrsta daginn í nýja húsnæðinu.
Yngstu nemendurnir í nýtt húsnæði
! "#
$ % &&&% %
! "
#$ %
&
&'
( ) '$&
* && + '$&& &
& (
&'&&
&
' ' , ,
'
( )'
( *
'+
,- %
*
'+
,
)(
( , ,
(
( (
.
-
- )'
%
/
0
*
'+ ,-
)
)
(
1+, 0
%
(
(
+
'
2
3,
( 4)'
( 5 6'
'
'
1+,
0
(
' / + 7 ,
-
8(' 0
%
! - . /,&& ' #01
! 2 3'&& '' 45
/, && ( 6/-.
2 ! 2 2 7 # && '& 895% :&
& 5'
2 2 ! 8'' ! " -'( - &&
&
&
;& 9! 5'<
(& :&
&
" ! " # &9 & % 3'&& '' 45 -'( - &&
7 # &&
6(
9 .%
%
:* ( .;
(9
(
,(
:*
9
!9 "#
<+'
9 $ %
'
9 /
2 5
:*