Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
F
ólk segist skilja
mann en það er
ekki rétt. Enginn
skilur mann.
Það er sárasta og
jafnframt dýrmætasta uppgötv-
un sérhvers manns að átta sig á
því að enginn skilur hann. Það
er dýrmæt reynsla blaðamanns
og allra þeirra sem fást við að
koma hugsunum sínum í orð að
komast að því að enginn skilur
þá. Ég varð satt að segja fyrir
talsverðu áfalli sjálfur þegar ég
rak mig á þessa ógurlegu stað-
reynd að enginn skilur mig al-
veg, ekki eins og ég skil mig,
enginn virðist sjá það sem ég sé.
Og þannig er það. Og þannig
verður það. Og því verður ekki
breytt. Enginn skilur. Nema
sínum skilningi. Og sá skiln-
ingur hefur
enga merk-
ingu. Ekki
fyrir mig.
Ekki núna.
Ekki fyrr en
seinna. Þegar
ég hef gleymt hvað ég ætlaði að
segja. Hvaða skilning ég lagði í
orð mín í upphafi. Þá verður
orðinn til annar skilningur. Ann-
ar ég. Ég og aðrir. En það
breytir samt ekki því að áfram
skilur mann enginn.
Þetta er ástæðan fyrir því að
maður á ekki að hafa of miklar
áhyggjur af því að skilja ekki
það sem fólk segir. Og það ger-
ist iðulega. Maður hefur ekki
glóru. Maður skilur ekki annað
fólk. Maður skilur engan alveg.
Ekki að fullu. Fólk er heimur út
af fyrir sig. Maður er það sjálf-
ur, heill heimur. Og veit það vel.
Og það hefur enginn aðgang að
honum. Ekki öllum. Komplett.
Það glittir bara í litla skika.
Horn. Bletti.
En samt segist fólk skilja
mann. Ég skil þig, segir það og
horfir í augu manns. Og maður
getur ekki annað en horft líka,
svona fyrst í stað vegna þess að
maður á virkilega von á því að
það komi eitthvað meira, ein-
hver innsýn, opinberun, af-
hjúpun. En ekkert gerist, bara
þetta tóma augnaráð sem á að
lýsa skilningi en afhjúpar alger-
lega skilningsleysið, tunnu-
hljóðið í öllum mannlegum sam-
skiptum. Ég skil þig, er sagt, og
maður horfir svolítið tortrygg-
inn um stund og snýr sér síðan
undan því að tómleikinn í þess-
ari vinalegu hlutttekningu er
óþolandi. Enginn skilur mann.
Maður lítur undan.
En þetta skilningsleysi er
ekki saklaust. Það er að vissu
leyti hættulegt. Og það skilja fá-
ir.
Ef einhver segist skilja mann
er hann að segjast skilja mann
sínum skilningi sem er ekki
manns eiginn. Viðkomandi er í
raun að horfa fram hjá hinu
augljósa, að hann getur ekki
skilið það sem maður er að
segja og því hlýtur eitthvað að
búa undir. Sá sem segist skilja
mann er ekki, er áreiðanlega
ekki að reyna að skilja mann því
hann hefur sinn eiginn skilning
nú þegar. Hann þarf ekki að
reyna að skilja mann. Hann veð-
ur bara áfram. Yfir mann. Á
skítugum skónum. Skilningur
hans er í raun ofbeldi. Hann er
tilraun til þess að berja niður og
breyta mínum skilningi. Að
breyta mér. Í þeim skilningi eru
skilningsríkir ofbeldismenn
betri en hinir skilningssljóu vin-
ir í raun. Best er að skilja ekki
neitt. Og eiga hálfvita að vinum.
Í raun kem ég öðrum ekki við.
Minn heimur og heimur annarra
snerta hvorn annan afskaplega
lítið. Þeir skarast aðeins með til-
viljunarkenndum hætti í hlutum
eins og hugmyndafræði sem er
tilraun til þess að búa til sam-
band á milli fólks, sameig-
inlegan skilning, að minnsta
kosti sameiginlegan grundvöll
að því hvernig á að horfa á
heiminn og lífið, skilja þetta allt
saman. En eins og sagan kennir
eru þessar tilraunir misheppn-
aðar. Það skilur nefnilega eng-
inn annan mann alveg. Og engir
tveir sjá heiminn með sama
hætti. Og engir tveir sjá sig í
heiminum með sama hætti. Eng-
ir tveir skilja sig eða skynja
eins. Hvað þá aðra.
Þetta er kostur sem við nýt-
um allt of lítið. Hvers vegna að
búa til sameiginlegan grundvöll
þegar við getum öll verið ósam-
mála?
Í raun ættu öll samskipti á
milli fólks að miða að því að
skapa rými fyrir mismunandi
heima. Og hvernig er það gert?
Ég veit það ekki. En ég veit þó
að það er ekki gert með því að
segja: Ég skil þig. Skilningurinn
skapar ekki rými. Um leið og
skilningur hefur orðið til, eða
um leið og einhver þykist skilja
mann þá er ekkert rými lengur
til staðar, þá er búið að loka
mann inni og líma fyrir trantinn
á manni. Þá er ekki lengur hægt
að segja neitt. Þá er ekki nein
ástæða til þess að segja neitt
lengur. Þegar skilningurinn er
kominn til sögunnar tekur þögn-
in við. Þá liggur allt dautt. Ég
skil. Þessi orð eru endalok alls.
Nei, skilningur er af hinu illa.
Hann er ofbeldi gagnvart
náunganum, hann er ofbeldi
gagnvart þekkingunni sem hver
og einn maður leitar og þyrstir
eftir og verður aldrei meiri en
bara sú sem hver og einn ein-
staklingur getur aflað sér í sínu
lífi. Og hann aflar sér þessarar
þekkingar með samræðum við
annað fólk sem aldrei skilur
neitt, sem er sjálft alltaf að leita
og kann ekki að skilja, er alltaf
glórulaust þegar það heyrir aðra
tala, þegar það les annarra mál.
Og nei, misskilningur er ekki
af hinu illa. Við misskilning
verður til eitthvað nýtt, ný
hugsun, nýtt sjónarhorn. Mis-
skilningurinn er óendanlegur.
Skilningurinn er alltaf end-
anlegur. Sá sem segist skilja
þarf ekki að hugsa. Hann getur
hætt að hugsa.
Þegar ég segi að enginn skilji
mig þá segi ég það því glaður í
bragði. Og þegar ég segi að ég
skilji ekki það sem við mig er
sagt þá segi ég það glaður í
bragði því það er merki um að
ég er enn leitandi, að ég vil
halda áfram að hugsa enn um
sinn. Ef og þegar sá dagur
rennur upp að ég segist skilja
einhvern þá skal ég hoppa í sjó-
inn.
Enginn
skilur mig
Í þeim skilningi eru skilningsríkir of-
beldismenn betri en hinir skilningssljóu
vinir í raun. Best er að skilja ekki neitt.
Og eiga hálfvita að vinum.
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
throstur@mbl.is
ALÞJÓÐLEGI staðladagurinn
er í dag, 14. október. Staðla-
samtök um heim allan halda upp á
daginn og nota
hann til að kynna
þá fjölbreyttu
starfsemi sem þau
standa fyrir. Staðl-
aráð hefur að þessu
sinni sérstakt til-
efni til að líta yfir
farinn veg. Á þessu ári eru liðin
10 ár frá því að Staðlaráð Íslands
var stofnað sem sjálfstæð samtök
hagsmunaaðila. Að stofni til er
það þó eldra, því að Staðlaráð Ís-
lands hið fyrra var stofnað árið
1987 sem ráðgjafarnefnd á vegum
stjórnar Iðntæknistofnunar Ís-
lands.
Staðlaráð hefur samkvæmt lög-
um það hlutverk að staðfesta ís-
lenska staðla.
Það á einnig aðild að helstu al-
þjóðlegum og evrópskum staðla-
samtökum og kemur þar fram fyr-
ir Íslands hönd. Staðlaráð selur
staðla frá fjölmörgum staðla-
samtökum, stendur fyrir nám-
skeiðum og veitir upplýsingar og
þjónustu um hvaðeina er lýtur að
stöðlum.
Fyrir 15 árum
Þörfin fyrir stofnun Staðlaráðs
kom fyrst og fremst til af því að
íslensk stjórnvöld höfðu ákveðið
að Ísland skyldi verða hluti af hin-
um sameiginlega innri markaði í
Evrópu, en nauðsynleg forsenda
slíks var að sömu staðlar giltu á
Íslandi og í öðrum löndum innri
markaðarins. Meðal fyrstu verk-
efna Staðlaráðs hins fyrra var því
að undirbúa umsókn um aðild að
evrópsku staðlasamtökunum CEN
(stöðlun á almennu sviði) og
CENELEC (stöðlun á raf-
tæknisviði), til að eiga aðgang að
evrópska staðlasamstarfinu og
geta staðfest samevrópska staðla
sem íslenska staðla. Þessu mark-
miði var náð með inngöngu Staðl-
aráðs Íslands í CEN og CENE-
LEC árið 1988, og fyrsti
Evrópustaðallinn var staðfestur
sem íslenskur staðall 1. desember
það ár.
Fyrir 10 árum
Staðlaráð gerðist einnig aðili að
Alþjóðlegu staðlasamtökunum,
ISO. Með auknu fjölþjóða-
samstarfi kom í ljós að það var
bagalegt að lagaleg staða ís-
lenskra staðla skyldi hvergi vera
skilgreind, því að í evrópsku laga-
og reglugerðaumhverfi er beinlínis
gert ráð fyrir valfrjálsum stöðlum
sem hjálpartæki til að uppfylla
kröfur tilskipana og reglna. Því
voru í desember 1992 sett lög um
staðla, nr. 97/1992. Í þeim var
kveðið á um að íslenskur staðall
væri staðall sem staðfestur hefði
verið af Staðlaráði Íslands, að
staðall væri til frjálsra afnota og
að Staðlaráð væri „samstarfsráð
þeirra sem áhuga hafa á og hags-
muna hafa að gæta af stöðlun“. Á
grundvelli laganna var hafist
handa við undirbúning stofnunar
sjálfstæðra samtaka og það var
svo hinn 18. apríl 1993 sem hið
nýja Staðlaráð Íslands var stofn-
að.
Fyrir 5 árum
Staðlaráð starfaði fyrstu árin
áfram á Iðntæknistofnun, en í
september 1998 flutti Staðlaráð
starfsemi sína þaðan og hóf sjálf-
stæðan rekstur. Það skipti sköp-
um fyrir það skref að allir starfs-
menn staðladeildar ITÍ ákváðu að
fylgja Staðlaráði. Því ollu flutning-
arnir minni röskun á starfseminni
en annars hefði orðið. Sama ár
gerðist Staðlaráð einnig aðili að
Alþjóða raftækniráðinu, IEC.
Staðlaráð er nú til húsa á Lauga-
vegi 178.
Núna
Fyrr á þessu ári tóku gildi ný
lög um staðla og Staðlaráð Ís-
lands, nr. 36/2003, þar sem skýrar
er kveðið á um hlutverk Staðl-
aráðs og fagráða þess en var í lög-
unum frá 1992. Einnig var á þessu
ári gengið frá samkomulagi um að
Staðlaráð staðfesti staðla frá evr-
ópsku fjarskiptastaðlastofnuninni
ETSI sem íslenska staðla.
Þróunin
Fyrir 15 árum, þegar hið eldra
Staðlaráð hafði starfað í eitt ár og
hafði gengið í CEN og CENE-
LEC, voru gildandi íslenskir staðl-
ar 43 talsins, þar af einn evr-
ópskur. Við stofnun Staðlaráðs
hins nýrra voru þeir 1776, þar af
1724 Evrópustaðlar. Fyrir 5 árum,
þegar Staðlaráð hóf sjálfstæðan
rekstur, voru gildandi íslenskir
staðlar 7.743, þar af 7.697 evr-
ópskir. Í dag eru þeir 14.432, þar
af 14.384 evrópskir. Eins og sjá
má af þessum tölum hefur þróunin
verið gífurlega ör og þrátt fyrir að
allra leiða hafi verið leitað til að
einfalda vinnuna og taka nýja
tækni í notkun (Staðlaráð Íslands
var fyrst evrópskra staðlastofnana
til að setja upp heimasíðu og aug-
lýsa þar staðlafrumvörp til um-
sagnar) má ljóst vera að það hefur
verið mikið verk að sinna þeim
grundvallarskyldum að auglýsa
evrópsk staðlafrumvörp og stað-
festa staðlana síðan sem íslenska
staðla. Þetta hefur Staðlaráði þó
tekist að gera og stöndum við þar
fyllilega jafnfætis stærri og öfl-
ugri systurstofnunum okkar í öðr-
um Evrópulöndum.
Framtíðin
Fyrirsjáanlegt er að nokkuð
mun draga úr þessari öru fjölgun
evrópskra staðla á næstu árum, en
það breytir því ekki að enn er
mikið verk fyrir höndum hjá
Staðlaráði. Nauðsynlegt er að
hvetja íslensk fyrirtæki og op-
inbera aðila til að taka meiri þátt í
staðlastarfinu, þar sem Evr-
ópustaðlar verða sífellt mikilvæg-
ari liður í því laga- og regluger-
ðaumhverfi sem við búum við og á
að vernda líf, heilsu og öryggi al-
mennings, sem og umhverfið.
Staðlaráð er vettvangurinn til að
taka þátt í að móta þetta umhverfi
til framtíðar.
Tímamót hjá Staðlaráði Íslands
Eftir Guðrúnu Rögnvaldardóttur
Höfundur er framkvæmdastjóri
Staðlaráðs Íslands.
SÁ FÁHEYRÐI atburður gerð-
ist á bæjarstjórnarfundi á Sel-
tjarnarnesi 8. október sl. að meiri-
hluti
sjálfstæðismanna í
bæjarstjórn sam-
þykktu að reka
báða skólastjórana.
Fulltrúar Neslist-
ans í bæjarstjórn
reyndu með öllum
tiltækum faglegum rökum að sýna
meirihlutanum fram á að tillaga
þeirra um að sameina stjórn skól-
anna án faglegrar úttektar og efn-
islegrar forsenda væri ómál-
efnaleg.
Það tókst því miður ekki. Með
þessu upphlaupi hefur meirihlut-
inn komið öllu skólastarfi á Sel-
tjarnarnesi í algjört uppnám, enda
eru svona gerræðislegar ákvarð-
anir ekki til annars fallnar.
Hvað er formaður
skólanefndar að hugsa?
Bjarna T. Álfþórsson, bæj-
arfulltrúi sjálfstæðismanna, var
flutningsmaður tillögunnar. Bjarni
er einnig formaður skólanefndar á
Nesinu. Það sem vekur furðu í
málatilbúnaði þessum er að for-
maður skólanefndar, umræddur
Bjarni, lagði fram á fundi skóla-
nefndar hinn 5. mars sl. tillögu um
að fram skyldi fara hlutlaust og
faglegt mat á hagkvæmni þess að
sameina skólana, sem samþykkt
var samhljóða.
Tillögu formannsins hefur
hvorki verið fylgt eftir né hefur
skólanefnd ákveðið að hverfa frá
henni. Veit Bjarni bæjarfulltrúi
ekki hvað Bjarni formaður gerir?
Hvar var nú samráðið
og samstarfið?
Meirihluti sjálfstæðismanna
reynir að skapa sér þá ímynd hér
í bæjarfélaginu að þeir geri ekkert
án samstarfs og samráðs. Það er
blásið til Íbúaþings, talað er há-
stemmt um íbúalýðræði, samráð
og samstarf. Hvar var nú samráð-
ið og samstarfið? Hver eru rökin
fyrir því að skella fram í skjóli
myrkurs tillögu um jafngagngera
breytingu á skólastarfinu og hér
um ræðir, án faglegrar umræðu í
skólanefnd og án nokkurs sam-
starfs og samráðs við foreldra,
stjórnendur og starfsfólk skól-
anna? Tveir fulltrúar meirihlutans
sáu ekki ástæðu til að taka til
máls um tillöguna á bæjarstjórn-
arfundinum, flutningsmaðurinn las
upp tillöguna og bað svo áheyr-
endur um gott veður og oddvitinn
ræddi að venju um að ákvörðunin
væri tekin af mikillri einurð og
festu.
Hver er réttarstaða
skólastjóranna?
Full ástæða er til að draga í efa
að þessi ákvörðun meirihlutans
standist þær kröfur sem gerðar
eru til góðra stjórnsýsluhátta.
Samþykktin vekur þó upp enn
stærri og flóknari lagalegar
spurningar. Hver er réttarstaða
skólastjóranna? Hefur þeim verið
vikið frá með ólögmætum hætti?
Ekki er um það deilt í stjórnsýslu-
rétti að stjórnvöld hafa svigrúm til
að koma á skipulagsbreytingum í
starfsemi sinni. Það þýðir þó ekki
að heimilt sé að nota skipulags-
breytingar til að fara í kringum
lög, t.d. lög sem eiga að tryggja
starfsöryggi og atvinnuvernd.
Ákvarðanir mega ekki byggjast á
ómálefnalegum sjónarmiðum, enda
brýtur það gegn þeirri meginreglu
stjórnsýsluréttar að stjórnvaldi er
ekki heimilt að misbeita valdi sínu.
Ég tel fulla ástæðu til að skoða
betur þá lagalegu stöðu sem kom-
in er hér upp. Ekkert stjórnvald á
að komast upp með að taka ófag-
legar og ómálefnalegar ákvarðanir
í skjóli valdsins.
Góður friður er í
skólastarfinu
Ég leyfi mér að fullyrða að
starfsemi skólanna hér á Nesinu
hefur verið okkur bæjarbúum til
mikils sóma og við getum verið
stolt af þeim góða árangri sem
stjórnendur, starfsfólk og nem-
endur hafa náð. Góður friður er í
skólastarfinu eftir endurskoðun á
öllu innra starfi skólanna fyrir
tveimur árum. Það er hlutverk
okkar kjörinna fulltrúa að skapa
starfsfólki, nemendum og for-
eldrum starfsfrið og stöðugleika í
skólunum okkar. Skólarnir eru
fjöregg okkar og góð menntun
undirstaða alls.
Hin furðulega ákvörðun meiri-
hluta bæjarstjórnar er því í þessu
ljósi svo óskiljanleg að hin eina
rökrétta niðurstaða hlýtur að vera
sú að einhver annarleg sjónarmið
búi hér að baki, sjónarmið sem
meirihlutinn treystir sér ekki til
að skýra frá, rökstyðja eða verja.
Skemmdarverk unnin í skólastarfi
á Seltjarnarnesi
Eftir Guðrúnu Helgu Brynleifsdóttur
Höfundur er lögmaður og oddviti
Neslistans á Seltjarnarnesi.