Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRYNDÍS Hlöðversdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs, gagnrýndu harð- lega á Alþingi í gær setningu bráðabirgðalaga sem ríkisstjórnin samþykkti í sumar. Með bráða- birgðalögunum var samþykkt til- skipun Evrópusambandsins (ESB) um fiskeldi. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra mælti í síðustu viku fyrir frumvarpi til laga sem miðar að því að Alþingi staðfesti bráða- birgðalögin. Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknar- flokksins, gagnrýndi þá einnig harðlega setningu bráðabirgðalag- anna. Áður en bráðabirgðalögin voru sett var allur innflutningur á lifandi eldisfiski bannaður en skv. nýju lögunum er innflutningur leyfður með ákveðnum skilyrðum. Bryndís og Steingrímur kvöddu sér hljóðs í gær þegar atkvæða- greiðsla fór fram um það hvort vísa ætti frumvarpi ráðherra til annarrar umræðu. „Ég vil geta þess hér,“ sagði Bryndís, „að þing- flokkur Samfylkingarinnar er þeirrar skoðunar að skilyrði stjórnarskrárinnar fyrir setningu bráðabirgðalaga hafi ekki verið uppfyllt í tengslum við þetta mál.“ Hún sagði að þingflokkurinn teldi að enga brýna nauðsyn hafi borið til að setja bráðabirgðalögin í sum- ar. „Ég fullyrði að stjórnarskrár- gjafinn hafi ekki haft í huga tilvik á borð við þetta þegar fjallað er um brýna nauðsyn í 28. gr. stjórn- arskrárinnar.“ Teygður út fyrir öll takmörk Þá sagði Bryndís að það orkaði einnig tvímælis hvort yfirhöfuð ætti að nota ákvæðið í stjórnar- skránni, sem fjallaði um bráða- birgðalög, nú á þeim tímum þegar Alþingi sæti allt árið. „Það er ekk- ert því til fyrirstöðu að kalla þing- ið saman ef nauðsynlegt er talið að setja lög um einhver slík mál.“ Steingrímur J. sagði við at- kvæðagreiðsluna að það væri skoð- un fleiri þingmanna að „rétturinn til setningar bráðabirgðalaganna hefði verið teygður út fyrir öll tak- mörk“ þegar umrædd lög voru sett í sumar án þess að kalla þing sam- an. Hann sagði að þingmönnum væri ekkert að vanbúnaði að koma saman á sumrin og „stunda hér lagasetningu ef ríka nauðsyn ber til“. Steingrímur sagði að landbún- aðarnefnd, þ.e. sú nefnd sem fengi umrætt frumvarp ráðherra til um- fjöllunar, eða sérstök nefnd eða nefnd formanna þingflokka ætti að fara yfir það sem gerst hefði í sumar. „Það er algjörlega ljóst að verið er að rjúfa þá samstöðu sem á sínum tíma var um það að tak- marka og í reynd að afnema bráðabirgðalagasetninguna nema í neyðar- og undantekningartilfell- um.“ Áttu ekki annarra kosta völ Þegar landbúnaðarráðherra mælti fyrir lagafrumvarpinu í síð- ustu viku, sem staðfesta á bráða- birgðalögin, sagði hann að forsaga málsins væri nokkuð löng. Bráða- birgðalögin hefðu staðfest tilskip- un ESB um fiskeldi. „Tilskipunin er hluti af EES-samningnum skv. ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 69/98 frá 17. júlí 1998 og hefur að geyma ákvæði um skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að milliríkjaviðskipti geti átt sér stað með eldisdýr og afurð- ir þeirra innan og utan Evrópska efnahagssvæðisins.“ Ráðherra sagði að Ísland hefði lengi verið með undanþágu frá ákvæðum til- skipunarinnar. Sú undanþága hefði á hinn bóginn fallið endanlega úr gildi í lok júní 2002. „Frumvarp var lagt fyrir Alþingi í mars sl. á löggjafarþingi 2002 til 2003 sem hafði að geyma nauðsynlegar laga- breytingar til þess að unnt væri að lögleiða tilskipunina. En það var ekki afgreitt frá þinginu á þeim forsendum að tíminn til að vinna málið í landbúnaðarnefnd væri of naumur og var það því ekki tekið til annarrar umræðu.“ Ráðherra sagði að í júní sl. hefðu stjórnvöld í Skotlandi og á Írlandi lagt bann við innflutningi eldisdýra og afurðir þeirra frá Ís- landi með skírskotun til þess að Ísland og fiskeldisstöðvar hér á landi hefðu ekki sambærilegar „viðbótartryggingar fyrir heil- brigðisástandi eldisdýra og gilda í Evrópulöndum“. Hann sagði að Eftirlitsstofnun EFTA hefði hafn- að að gefa út slíkar tryggingar fyrir Ísland fyrr en löggjöf hér á landi hefði verð aðlöguð ákvæðum fyrrgreindrar tilskipunar. „Fisk- eldi er ný atvinnugrein hér á landi og er í miklum vexti. Möguleikar Íslendinga á þessu sviði eru miklir þegar til framtíðar er litið. Íslensk fyrirtæki hafa flutt út eldisfisk og hrogn til Skotlands, Írlands og annarra aðildarríkja ESB í ört vaxandi mæli. Viðskiptabann þetta tefldi í tvísýnu rekstrargrundvelli þessara fyrirtækja og olli þeim og íslensku fiskeldi miklum álits- hnekki. Í húfi voru miklir fjár- hagslegir hagsmunir og tugir starfa og blöstu uppsagnir við ef ekkert yrði að gert. Íslensk stjórn- völd áttu ekki annarra kosta völ en að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að leysa úr þeim vanda sem þarna var kominn upp og hnekkja þessum viðskiptahindrunum.“ Kristinn gagnrýnir lögin Í umræðunum kom Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, í pontu og gagn- rýndi harðlega setningu bráða- birgðalaganna. Hann sagði að útgáfa bráðabirgðalaga væri al- gjört neyðarúrræði. „Ég er þeirr- ar skoðunar að það vanti verulega mikið á að ríkisstjórnin hafi fært rök fyrir því að staða málsins hafi verið með þeim hætti að það rétt- lætti að beita þessu bráðabirgða- lagaákvæði,“ sagði hann. Kristinn minnti á að frumvarp um þetta mál hefði verið lagt fyrir Alþingi í mars sl., eins og greint var frá hér að ofan, og sagði hann að í land- búnaðarnefnd hefði komið í ljós að mikill ágreiningur væri um málið meðal hagsmunaaðila. Hann sagð- ist ekki vita nein dæmi þess að ríkisstjórn hefði beitt bráðabirgða- lagaákvæðinu í máli sem búið væri að leggja til efnislegrar meðferðar á Alþingi. Einnig sagði Kristinn að hann teldi að ekki hefði verið rétt- lætanlegt að setja bráðabirgðalög- in í sumar. Setning bráða- birgðalaganna gagnrýnd á Alþingi Innflutningur á eldisfiski leyfður – Réttur til lagasetninga teygður INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaþingmaður Samfylking- arinnar, tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Guðrúnar Ög- mundsdóttur, þingmanns Sam- fylkingarinnar, en Guðrún get- ur ekki sótt þingfundi næstu tvær vikurnar, þar sem hún verður eftirlitsmaður með þingkosningum í Azerbaidzhan. Auk Ingibjargar tóku tveir aðrir varaþingmenn sæti á Al- þingi í gær. Brynja Magn- úsdóttir varaþingmaður tók sæti Jóns Gunnarssonar, þing- manns Samfylkingarinnar, en hann fer utan til að sinna op- inberum erindum og Þórarinn E. Sveinsson varaþingmaður tók sæti Dagnýjar Jónsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks- ins, þar sem hún er að fara á allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna, en í kjölfarið verður hún kosningaeftirlitsmaður í Georgíu. Sjö varaþingmenn Þar með sitja sjö varaþing- menn á Alþingi. Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Fram- sóknarflokksins, tók í síðustu viku sæti á Alþingi í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra, en fyrir sitja á þingi varamennirnir Kjartan Ólafsson í fjarveru Árna R. Árnasonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, Sigurlín Mar- grét Sigurðardóttir í fjarveru Gunnars Örlygssonar, þing- manns Frjálslynda flokksins, og Sigurrós Þorgrímsdóttir í fjarveru Þorgerðar K. Gunn- arsdóttur, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins. Sjö varaþingmenn á Alþingi Ingibjörg Sólrún tekur sæti á Alþingi GUÐJÓN A. Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, sagði í ut- andagskrárumræðu á Alþingi í gær, um stöðu hinna minni sjávar- byggða, að víða á landsbyggðinni væri mikil óvissa um hvort fólk hefði áfram atvinnu í hefðbundum greinum; landbúnaði og sjávarút- vegi. Guðjón var málshefjandi um- ræðunnar og spurði ráðherra byggðamála, Valgerði Sverrisdótt- ur, að því hvernig yrði leitast við að styrkja hagsmuni sjávarbyggða með öðrum hætti en víðtækari veiðirétti eða byggðakvótum. Guð- jón bætti því við að hann hefði mikla trú á því að það yrði okkur sem þjóð mikils virði á komandi ár- um og áratugum að halda landinu að mestu í byggð. Unnið að margvíslegum verkefnum Í svari Valgerðar Sverrisdóttur kom m.a. fram að við framkvæmd byggðastefnu ríkisstjórnarinnar á árunum 2002 til 2005 væri „með margvíslegum hætti unnið að verk- efnum, sem væru til þess fallin, að styrkja hagsmuni sjávarbyggða sem og landsbyggðarinnar allrar“. Sagði hún að einstök ráðuneyti bæru ábyrgð á framkvæmd sinna málaflokka, en iðnaðarráðuneytið hefði stuðlað að framgangi ýmissa verkefna byggðaáætlunarinnar, í samvinnu við önnur ráðuneyti. „Iðnaðarráðuneytið og mennta- málaráðuneytið vinna sameiginlega að verkefnum til eflingar mennt- unar og menningar á landsbyggð- inni og verkefni til eflingar háskóla- náms og símenntunar á Vestfjörðum,“ sagði hún m.a. Þá sagði hún að einnig væri m.a. unnið að þróunarverkefni í grunnskólum í dreifðum byggðum á Vestfjörðum, Vestribyggð og Tálknafirði. Auk þess væri í samvinnu við samgöngu- ráðuneytið unnið að uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu. Guðjón A. Kristjánsson um minni sjávarbyggðir Mikil óvissa um atvinnu á landsbyggðinni ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Utandagskrárumræða verður þá um geðheilbrigðisþjón- ustu við börn og unglinga. Máls- hefjandi er Þuríður Backman, þing- maður VG. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra verður til and- svara. Morgunblaðið/Ásdís STJÓRNARFLOKKARNIR hafa setið undir harðri gagnrýni fyrir að setja bráðabirgðalög þar sem innflutningur á lifandi eldisfiski er leyfður. Segja þingmenn stjórnarandstöðunnar réttinn til setningar bráðabirgðalaga teygðan út fyrir öll takmörk. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, hlýðir á umræður á Alþingi. Deilt um bráðabirgðalög ÞINGMENN fjögurra þingflokka hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um styrki til for- eldra sem ættleiða börn frá útlönd- um. Efnisgrein tillögunnar hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela dóms- málaráðherra að setja reglur um styrki til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum. Styrkupphæðir og reglur skulu vera í samræmi við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Íslenskri ættleið- ingu skal falið að meta þær um- sóknir sem berast og skulu styrkir greiddir eftir að barn er komið til landsins.“ Fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar er Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, aðrir flutningsmenn eru auk nokk- urra þingmanna Samfylkingarinn- ar, þingmenn Vinstrihreyfingar- innar-græns framboðs, þingmenn Framsóknarflokksins og Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, varaþing- maður Frjálslynda flokksins. Í greinargerð tillögunnar segir að kostnaður við ættleiðingu sé mismunandi eftir löndum. Ætla megi að lágmarkskostnaður sé um ein milljón króna. „Þá fjármuni þurfa foreldrar að reiða fram á skömmum tíma,“ segir í tillögunni. „Mikilvægt er því að gefa kost á ferðastyrkjum til þess að tryggja að fólk úr öllum þjóðfélagshópum, en ekki einungis hinir efnameiri, hafi möguleika á því að ættleiða börn að utan.“ Styrkir vegna ætt- leiðinga frá útlöndum ♦ ♦ ♦ ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um að virðisauka- skattur á þeim matvælum sem eru í lægra virðisaukaskattsþrepinu lækki úr 14% í 7%. Allir þingmenn Samfylkingarinn- ar standa að frumvarpinu. „Hér er Samfylkingin að leggja fram sínar hugmyndir að skattalækkunum. Þær felast í því að fara leið sem allir hafa hag að ekki síst þeir sem hafa minnst umleikis.“ Hann sagði enn- fremur að þetta væri fyrsta skatta- lækkunarfrumvarpið sem lagt hefði verið fram á þessu löggjafarþingi. Virðisauka- skattur á mat- væli lækki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.