Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRYNDÍS Hlöðversdóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingarinn-
ar, og Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstrihreyfingarinnar
-græns framboðs, gagnrýndu harð-
lega á Alþingi í gær setningu
bráðabirgðalaga sem ríkisstjórnin
samþykkti í sumar. Með bráða-
birgðalögunum var samþykkt til-
skipun Evrópusambandsins (ESB)
um fiskeldi.
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra mælti í síðustu viku fyrir
frumvarpi til laga sem miðar að
því að Alþingi staðfesti bráða-
birgðalögin. Kristinn H. Gunnars-
son, þingmaður Framsóknar-
flokksins, gagnrýndi þá einnig
harðlega setningu bráðabirgðalag-
anna. Áður en bráðabirgðalögin
voru sett var allur innflutningur á
lifandi eldisfiski bannaður en skv.
nýju lögunum er innflutningur
leyfður með ákveðnum skilyrðum.
Bryndís og Steingrímur kvöddu
sér hljóðs í gær þegar atkvæða-
greiðsla fór fram um það hvort
vísa ætti frumvarpi ráðherra til
annarrar umræðu. „Ég vil geta
þess hér,“ sagði Bryndís, „að þing-
flokkur Samfylkingarinnar er
þeirrar skoðunar að skilyrði
stjórnarskrárinnar fyrir setningu
bráðabirgðalaga hafi ekki verið
uppfyllt í tengslum við þetta mál.“
Hún sagði að þingflokkurinn teldi
að enga brýna nauðsyn hafi borið
til að setja bráðabirgðalögin í sum-
ar. „Ég fullyrði að stjórnarskrár-
gjafinn hafi ekki haft í huga tilvik
á borð við þetta þegar fjallað er
um brýna nauðsyn í 28. gr. stjórn-
arskrárinnar.“
Teygður út fyrir öll takmörk
Þá sagði Bryndís að það orkaði
einnig tvímælis hvort yfirhöfuð
ætti að nota ákvæðið í stjórnar-
skránni, sem fjallaði um bráða-
birgðalög, nú á þeim tímum þegar
Alþingi sæti allt árið. „Það er ekk-
ert því til fyrirstöðu að kalla þing-
ið saman ef nauðsynlegt er talið að
setja lög um einhver slík mál.“
Steingrímur J. sagði við at-
kvæðagreiðsluna að það væri skoð-
un fleiri þingmanna að „rétturinn
til setningar bráðabirgðalaganna
hefði verið teygður út fyrir öll tak-
mörk“ þegar umrædd lög voru sett
í sumar án þess að kalla þing sam-
an. Hann sagði að þingmönnum
væri ekkert að vanbúnaði að koma
saman á sumrin og „stunda hér
lagasetningu ef ríka nauðsyn ber
til“.
Steingrímur sagði að landbún-
aðarnefnd, þ.e. sú nefnd sem fengi
umrætt frumvarp ráðherra til um-
fjöllunar, eða sérstök nefnd eða
nefnd formanna þingflokka ætti að
fara yfir það sem gerst hefði í
sumar. „Það er algjörlega ljóst að
verið er að rjúfa þá samstöðu sem
á sínum tíma var um það að tak-
marka og í reynd að afnema
bráðabirgðalagasetninguna nema í
neyðar- og undantekningartilfell-
um.“
Áttu ekki annarra kosta völ
Þegar landbúnaðarráðherra
mælti fyrir lagafrumvarpinu í síð-
ustu viku, sem staðfesta á bráða-
birgðalögin, sagði hann að forsaga
málsins væri nokkuð löng. Bráða-
birgðalögin hefðu staðfest tilskip-
un ESB um fiskeldi. „Tilskipunin
er hluti af EES-samningnum skv.
ákvörðun sameiginlegu EES-
nefndarinnar nr. 69/98 frá 17. júlí
1998 og hefur að geyma ákvæði
um skilyrði sem þarf að uppfylla
til þess að milliríkjaviðskipti geti
átt sér stað með eldisdýr og afurð-
ir þeirra innan og utan Evrópska
efnahagssvæðisins.“ Ráðherra
sagði að Ísland hefði lengi verið
með undanþágu frá ákvæðum til-
skipunarinnar. Sú undanþága hefði
á hinn bóginn fallið endanlega úr
gildi í lok júní 2002. „Frumvarp
var lagt fyrir Alþingi í mars sl. á
löggjafarþingi 2002 til 2003 sem
hafði að geyma nauðsynlegar laga-
breytingar til þess að unnt væri að
lögleiða tilskipunina. En það var
ekki afgreitt frá þinginu á þeim
forsendum að tíminn til að vinna
málið í landbúnaðarnefnd væri of
naumur og var það því ekki tekið
til annarrar umræðu.“
Ráðherra sagði að í júní sl.
hefðu stjórnvöld í Skotlandi og á
Írlandi lagt bann við innflutningi
eldisdýra og afurðir þeirra frá Ís-
landi með skírskotun til þess að
Ísland og fiskeldisstöðvar hér á
landi hefðu ekki sambærilegar
„viðbótartryggingar fyrir heil-
brigðisástandi eldisdýra og gilda í
Evrópulöndum“. Hann sagði að
Eftirlitsstofnun EFTA hefði hafn-
að að gefa út slíkar tryggingar
fyrir Ísland fyrr en löggjöf hér á
landi hefði verð aðlöguð ákvæðum
fyrrgreindrar tilskipunar. „Fisk-
eldi er ný atvinnugrein hér á landi
og er í miklum vexti. Möguleikar
Íslendinga á þessu sviði eru miklir
þegar til framtíðar er litið. Íslensk
fyrirtæki hafa flutt út eldisfisk og
hrogn til Skotlands, Írlands og
annarra aðildarríkja ESB í ört
vaxandi mæli. Viðskiptabann þetta
tefldi í tvísýnu rekstrargrundvelli
þessara fyrirtækja og olli þeim og
íslensku fiskeldi miklum álits-
hnekki. Í húfi voru miklir fjár-
hagslegir hagsmunir og tugir
starfa og blöstu uppsagnir við ef
ekkert yrði að gert. Íslensk stjórn-
völd áttu ekki annarra kosta völ en
að gera allt sem í þeirra valdi stóð
til að leysa úr þeim vanda sem
þarna var kominn upp og hnekkja
þessum viðskiptahindrunum.“
Kristinn gagnrýnir lögin
Í umræðunum kom Kristinn H.
Gunnarsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, í pontu og gagn-
rýndi harðlega setningu bráða-
birgðalaganna. Hann sagði að
útgáfa bráðabirgðalaga væri al-
gjört neyðarúrræði. „Ég er þeirr-
ar skoðunar að það vanti verulega
mikið á að ríkisstjórnin hafi fært
rök fyrir því að staða málsins hafi
verið með þeim hætti að það rétt-
lætti að beita þessu bráðabirgða-
lagaákvæði,“ sagði hann. Kristinn
minnti á að frumvarp um þetta
mál hefði verið lagt fyrir Alþingi í
mars sl., eins og greint var frá hér
að ofan, og sagði hann að í land-
búnaðarnefnd hefði komið í ljós að
mikill ágreiningur væri um málið
meðal hagsmunaaðila. Hann sagð-
ist ekki vita nein dæmi þess að
ríkisstjórn hefði beitt bráðabirgða-
lagaákvæðinu í máli sem búið væri
að leggja til efnislegrar meðferðar
á Alþingi. Einnig sagði Kristinn að
hann teldi að ekki hefði verið rétt-
lætanlegt að setja bráðabirgðalög-
in í sumar.
Setning bráða-
birgðalaganna
gagnrýnd
á Alþingi
Innflutningur á eldisfiski leyfður –
Réttur til lagasetninga teygður
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
varaþingmaður Samfylking-
arinnar, tók sæti á Alþingi í
gær í fjarveru Guðrúnar Ög-
mundsdóttur, þingmanns Sam-
fylkingarinnar, en Guðrún get-
ur ekki sótt þingfundi næstu
tvær vikurnar, þar sem hún
verður eftirlitsmaður með
þingkosningum í Azerbaidzhan.
Auk Ingibjargar tóku tveir
aðrir varaþingmenn sæti á Al-
þingi í gær. Brynja Magn-
úsdóttir varaþingmaður tók
sæti Jóns Gunnarssonar, þing-
manns Samfylkingarinnar, en
hann fer utan til að sinna op-
inberum erindum og Þórarinn
E. Sveinsson varaþingmaður
tók sæti Dagnýjar Jónsdóttur,
þingmanns Framsóknarflokks-
ins, þar sem hún er að fara á
allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna, en í kjölfarið verður hún
kosningaeftirlitsmaður í
Georgíu.
Sjö varaþingmenn
Þar með sitja sjö varaþing-
menn á Alþingi. Guðjón Ólafur
Jónsson, varaþingmaður Fram-
sóknarflokksins, tók í síðustu
viku sæti á Alþingi í fjarveru
Halldórs Ásgrímssonar utan-
ríkisráðherra, en fyrir sitja á
þingi varamennirnir Kjartan
Ólafsson í fjarveru Árna R.
Árnasonar, þingmanns Sjálf-
stæðisflokksins, Sigurlín Mar-
grét Sigurðardóttir í fjarveru
Gunnars Örlygssonar, þing-
manns Frjálslynda flokksins,
og Sigurrós Þorgrímsdóttir í
fjarveru Þorgerðar K. Gunn-
arsdóttur, þingmanns Sjálf-
stæðisflokksins.
Sjö varaþingmenn á Alþingi
Ingibjörg Sólrún
tekur sæti á Alþingi
GUÐJÓN A. Kristjánsson, formað-
ur Frjálslynda flokksins, sagði í ut-
andagskrárumræðu á Alþingi í gær,
um stöðu hinna minni sjávar-
byggða, að víða á landsbyggðinni
væri mikil óvissa um hvort fólk
hefði áfram atvinnu í hefðbundum
greinum; landbúnaði og sjávarút-
vegi. Guðjón var málshefjandi um-
ræðunnar og spurði ráðherra
byggðamála, Valgerði Sverrisdótt-
ur, að því hvernig yrði leitast við að
styrkja hagsmuni sjávarbyggða
með öðrum hætti en víðtækari
veiðirétti eða byggðakvótum. Guð-
jón bætti því við að hann hefði
mikla trú á því að það yrði okkur
sem þjóð mikils virði á komandi ár-
um og áratugum að halda landinu
að mestu í byggð.
Unnið að margvíslegum
verkefnum
Í svari Valgerðar Sverrisdóttur
kom m.a. fram að við framkvæmd
byggðastefnu ríkisstjórnarinnar á
árunum 2002 til 2005 væri „með
margvíslegum hætti unnið að verk-
efnum, sem væru til þess fallin, að
styrkja hagsmuni sjávarbyggða
sem og landsbyggðarinnar allrar“.
Sagði hún að einstök ráðuneyti
bæru ábyrgð á framkvæmd sinna
málaflokka, en iðnaðarráðuneytið
hefði stuðlað að framgangi ýmissa
verkefna byggðaáætlunarinnar, í
samvinnu við önnur ráðuneyti.
„Iðnaðarráðuneytið og mennta-
málaráðuneytið vinna sameiginlega
að verkefnum til eflingar mennt-
unar og menningar á landsbyggð-
inni og verkefni til eflingar háskóla-
náms og símenntunar á
Vestfjörðum,“ sagði hún m.a. Þá
sagði hún að einnig væri m.a. unnið
að þróunarverkefni í grunnskólum í
dreifðum byggðum á Vestfjörðum,
Vestribyggð og Tálknafirði. Auk
þess væri í samvinnu við samgöngu-
ráðuneytið unnið að uppbyggingu
menningartengdrar ferðaþjónustu.
Guðjón A. Kristjánsson um minni sjávarbyggðir
Mikil óvissa um atvinnu
á landsbyggðinni
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl.
13.30 í dag. Utandagskrárumræða
verður þá um geðheilbrigðisþjón-
ustu við börn og unglinga. Máls-
hefjandi er Þuríður Backman, þing-
maður VG. Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra verður til and-
svara.
Morgunblaðið/Ásdís
STJÓRNARFLOKKARNIR hafa setið undir harðri gagnrýni fyrir að setja
bráðabirgðalög þar sem innflutningur á lifandi eldisfiski er leyfður. Segja
þingmenn stjórnarandstöðunnar réttinn til setningar bráðabirgðalaga
teygðan út fyrir öll takmörk. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, hlýðir á umræður á Alþingi.
Deilt um bráðabirgðalög
ÞINGMENN fjögurra þingflokka
hafa lagt fram á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um styrki til for-
eldra sem ættleiða börn frá útlönd-
um. Efnisgrein tillögunnar hljóðar
svo: „Alþingi ályktar að fela dóms-
málaráðherra að setja reglur um
styrki til foreldra sem ættleiða
börn frá útlöndum. Styrkupphæðir
og reglur skulu vera í samræmi við
það sem gerist annars staðar á
Norðurlöndum. Íslenskri ættleið-
ingu skal falið að meta þær um-
sóknir sem berast og skulu styrkir
greiddir eftir að barn er komið til
landsins.“
Fyrsti flutningsmaður tillögunn-
ar er Guðrún Ögmundsdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar,
aðrir flutningsmenn eru auk nokk-
urra þingmanna Samfylkingarinn-
ar, þingmenn Vinstrihreyfingar-
innar-græns framboðs, þingmenn
Framsóknarflokksins og Sigurlín
Margrét Sigurðardóttir, varaþing-
maður Frjálslynda flokksins.
Í greinargerð tillögunnar segir
að kostnaður við ættleiðingu sé
mismunandi eftir löndum. Ætla
megi að lágmarkskostnaður sé um
ein milljón króna. „Þá fjármuni
þurfa foreldrar að reiða fram á
skömmum tíma,“ segir í tillögunni.
„Mikilvægt er því að gefa kost á
ferðastyrkjum til þess að tryggja
að fólk úr öllum þjóðfélagshópum,
en ekki einungis hinir efnameiri,
hafi möguleika á því að ættleiða
börn að utan.“
Styrkir
vegna ætt-
leiðinga frá
útlöndum
♦ ♦ ♦
ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, mælti í gær fyrir
frumvarpi til laga um að virðisauka-
skattur á þeim matvælum sem eru í
lægra virðisaukaskattsþrepinu
lækki úr 14% í 7%.
Allir þingmenn Samfylkingarinn-
ar standa að frumvarpinu. „Hér er
Samfylkingin að leggja fram sínar
hugmyndir að skattalækkunum.
Þær felast í því að fara leið sem allir
hafa hag að ekki síst þeir sem hafa
minnst umleikis.“ Hann sagði enn-
fremur að þetta væri fyrsta skatta-
lækkunarfrumvarpið sem lagt hefði
verið fram á þessu löggjafarþingi.
Virðisauka-
skattur á mat-
væli lækki