Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                  ! " #  $      BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. LUKKU-LÁKI var sviptur veiði- leyfi þremur vikum eftir að hann sökk. Tveir lögreglumenn voru fyrir rétti fyrir þá viðleitni að halda uppi reglu á þeim slóðum þar sem menn eru barðir til bana og stungnir niður. Svona vanir friðargæslumenn þurfa ekki að óttast atvinnuleysi. Með lögum skal land byggja. Ríkislögreglu- stjóri Þýskalands, Heinrich Himm- ler, beitti sér fyrir því, að Íslend- ingar kæmust á Ólympíuleikana í Berlín 1936. Vegna þessa voru saumaðir þarna í Þýskalandi íslenskir fánar sem voru gallaðir, rauði krossinn var of breiður og hvíta röndin of mjó. Þessi uppskrift virðist enn vera í umferð þar ytra, því að á myndum frá landsleiknum í Ham- borg sjást borðar í þessum röngu hlutföllum. Á Ólympíuleikum í Barcelona fyrir nokkrum árum voru fánar með þessum galla. Ís- lenskir áhrifamenn eru oft í Kína, Kínverjar virðast vera í vandræð- um með að ná fánanum réttum. Þetta leiðindamál er þó að lagast, því nú er hægt á Netinu að nálgast upplýsingar um liti og hlutföll þessa fallega fána. Að undanförnu hefir það aukist að opinberar stofnanir hafa sett upp skilti sem upplýsa hvar þær eru. Oft eru þessi skilti með skjaldarmerki, en nokkur merkjanna eru ekki í sam- ræmi við frummyndina, sem Tryggvi Magnússon gerði í lok maí 1944. Merki, málverk, ritverk, byggingar o.fl. njóta verndar sam- kvæmt höfundarréttarlögum. Þessu er óheimilt að breyta án leyfis höfundar. GESTUR GUNNARSSON tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Lög Frá Gesti Gunnarssyni VEÐRIÐ hefur löngum verið áhugamál Íslendinga og til eru klúbbar sem spá um vindáttir eftir því hvar og hvernig gigt birtist í beinum og vefjum. Eftir óvenju gott sumar fer árstíð rökkurs og kulda í hönd. Rjúpur og refir skipta um ham í viðleitni til að forðast fengþyrsta veiðimenn, en ham- skipti og felulitir eru undur náttúr- unnar til að viðhalda stofni tegunda og verja þær óvinveittu umhverfi. Því miður búa mennirnir ekki yfir þeim töfrum að geta skipt litum eft- ir árstíðabundnum hentugleika og forðast þannig vá og voða, en við höfum önnur úrræði í skammdeg- inu – endurskinsmerki. Hvað er endurskin? Endurskin á sér stað þegar birta frá náttúrulegum eða tilbúnum ljósgjafa endurvarpast frá þeim hlut sem ljósið beinist að. Efni og litir í umhverfi okkar endurkasta ljósi misvel. Sum efni hleypa ljósinu í gegnum sig, önnur gleypa það og enn önnur endurvarpa því. Dökkt efni hefur tilhneigingu til að gleypa allt ljós sem á það fellur, ljóst efni varpar ljósinu að einhverju leyti til baka en ýmis önnur efni, s.s. spegill og endurskinsefni, eru sérhönnuð til að endurvarpa birtu frá ljósgjaf- anum. Þetta gerir það að verkum að dökkklætt fólk sést illa í umferðinni þegar rignir eða á veturna þegar myrkur er skollið á. Sem dæmi sér bílstjóri, sem ekur bíl á 50 km hraða, barn með endurskinsmerki úr 136 m fjarlægð, barn í ljósum fötum úr 38 m fjarlægð en dökk- klætt barn án endurskinsmerkja aðeins úr 26 m fjarlægð. Það gefur augaleið að bílstjórinn hefur mun meiri tíma og 5 sinnum meiri vega- lengd til að gera ráðstafanir og koma í veg fyrir slys þar sem end- urskinsmerki eru notuð en þar sem engin eru til staðar. Til að endurskinsmerki skili til- ætluðum árangri verða þau að vera heil, órispuð og hrein en staðsetn- ingin er einnig mikilvæg. Merkin þurfa að vera neðarlega og fest þannig að bílljós lýsi á þau í sem mestri fjarlægð frá öllum hliðum. Eitt hangandi merki á baki er ekki nóg en merki sem næld eru í úlpu- vasa og hanga niður með hliðum gera mikið gagn. Þau virka líkt og blikkljós en eru þeim annmörkum búin að rifna auðveldlega af flík- inni. Best er að velja fatnað og tösk- ur sem hafa endurskin. Ef svo er ekki er hægt að kaupa endurskins- merkjaborða og sauma á flíkur s.s. neðst á úlpur, ermar og skálmar. Mikilvægt er að sauma endurskins- merkjaborðann allan hringinn. Einnig eru til límd merki á mark- aðnum sem þola þvott og þau er jafnframt hægt að líma á barna- vagna, sleða, snjóþotur, bakpoka og skíðastafi. Klemmuendurskins- merki eru algeng en líkt og nafnið gefur til kynna er hægt að klemma þau neðan á úlpur og ermar. Skokk- belti og endurskinsvesti eru einnig góð og henta öllum sem ganga, hlaupa, hjóla og stunda skíði eða skauta. Dýr hafa valdið alvarlegum umferðarslysum og þurfa ekki síð- ur að vera sýnileg en menn. Til eru endurskinsmerkjaborðar sem smellt er utan um þófa hesta og endurskinshálsólar fyrir hunda og ketti. Lokaorð Endurskinsmerki eru án efa bestu og ódýrustu öryggistæki sem völ er á fyrir gangandi vegfarend- ur. Fjölbreytnin er mikil, auðvelt er að nálgast merkin og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Því skyldum við vera í felulitunum þeg- ar markmið okkar, ólíkt rjúpunnar, felst í því að vera sýnileg til að lifa af? Verum flott, verum upplýst – notum endurskinsmerki! UNNUR MARÍA SÓLMUNDARDÓTTIR, slysavarnasviði, Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Viltu sjást? Frá Unni Maríu Sólmundardóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.