Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 27 RIDDARAR hringborðsins – með veskið að vopni sprettur af löngun hópsins til að skoða og tjá sig um ástand heimsins, en sérstaklega um það viðvarandi ofbeldis- og stríðs- ástand sem einkennir okka tíma. Það er vissulega tímabær og ánægjuleg þróun ef ungt leikhúslistafólk finnur sig knúið til að nota sín tæki og með- ul til að taka þátt í umræðunni um ástand heimsins, orsakir þess og leiðir út úr vandanum. Og þar sem Kvenfélagið Garpur er ekki eitt um þessa stefnu – Hið lifandi leikhús rær á svipuð mið – er ekki langt í að hægt sé að tala um marktækt og von- andi varanlegt andsvar við hinu ill- ræmda markaðsleikhúsi sem sumir hafa óttast að gengi af alvarlega þenkjandi og ábyrgu leikhúsi dauðu í eftirsókn sinni eftir innhaldslausri og auðseljanlegri skemmtun. Hópurinn smíðar sýningu sína úr efnivið úr þremur áttum. Kjarni hennar og hryggjarstykki er Wann- see-fundurinn, þar sem háttsettir nasistar tóku ákvörðun um og út- færðu tæknilega Lokalausnina, út- rýmingu gyðinga í Evrópu. Síðan fléttast inn í hana bútar úr tveimur sígildum leikritum, Lýsiströtu eftir Aristófanes og Rík- harði III eftir Shakespeare. Þessir þrír efnisþættir hafa í raun víðari skírskotun en svo að hægt sé að líta á stríð sem þema verksins. Einungis Lýsistrata er með stríð og afstöðu kvenna í forgrunni, Ríkharður III snýst um miskunnarlaust valdatafl og fórnarlömb þess en það gerist ein- mitt á friðartíma, og það er friðurinn sem gerir Ríkharði kleift að ræna völdum á þann hátt sem hann gerir. Og Lokalausnin er svo einstakur við- burður í mannkynssöguni að skír- skotunin til ástands heimsins í dag verður langsóttari fyrir vikið. Þetta efnisval verður til þess að sýningin verður ekki sérlega beinskeytt eða sláandi, en víkkar um leið umfjöll- unarefnið og skilur eftir fleiri vanga- veltur en einbeittara efnisval hefði gert. Allir þrír efnisþættirnir eru þó sterkir, enda ekki að ástæðulausu að Lýsistrata talar enn til okkar eftir tvö þúsund og fjögur hundruð ár, og Ríkharður III eftir rúm fjögur hundruð. Og hin ískalda skynsemi og hversdagsleiki sem einkennir endur- sköpun Wannse-fundarins, og hóp- urinn sækir í kvikmyndina Conspir- acy, færir hrylling helfararinnar óþægilega nálægt okkur sem lítum á okkur sem venjulegt fólk, en Heyd- rich og félaga sem ómennsk skrímsli. Annað sem setur sterkan svip á sýninguna er síðan tenging efnisins við konur, kvenleika og ímyndir hans. Þannig eru það átta konur sem taka ákvörðun um útrýmingu hins óæskilega kynstofns, eða hvað? Hóp- urinn leikur sér afar skemmtilega með ímyndir valds og kynferðis, með frábærlega agaðri vinnu með líkams- mál og leikmuni, einkum kvenveski og vindla. Öðru hverju bresta þó öll agabönd og hin óstýriláta orka Arist- ófanesar tekur völdin, ellegar hljóma innblásnar bölbænir fórnarlamba Ríkharðs af Glostri. Frá leikhúsleg- um sjónarhóli er samfléttun efnis- þráðanna verulega vel heppnuð þrátt fyrir fyrrnefndar innihaldslegar efa- semdir mínar. Leikhópurinn er stjarna sýningar- innar. Hér er unnið mjög markvisst með hópinn sem heild, bæði í stíl- færðum upphafs- og lokaatriðunum sem nálgast dansinn, í uppbrotunum, en einnig í þeim hlutum þar sem ein- staklingsbundin persónusköpun er í forgrunni. Það er ekki oft sem þessi vinnubrögð eru viðhöfð á jafnaf- gerandi hátt í ís- lensku atvinnu- leikhúsi, en skila hér eftirminnileg- um atriðum í minnisbankann. Og þar sem þessi leið kallar á sér- lega þjála og áreynslulausa samvinnu leikar- anna er aðdáunar- vert hvað hópurinn kemst langt með stílinn þrátt fyrir að vera svo nýr af nálinni, og haft lítinn tíma til að móta sitt sameiginlega listræna tungutak. Þarna hafa hæfileikar og reynsla Þórhildar Þorleifsdóttur án efa skipt sköpum. Sviðsetningin öll er fumlaus og sterk, og einfalt rýmið notað hugvit- samlega. Leikmynd og búningar, lýsing og hljóðmynd styðja það sem verið er að gera án þess að taka völd- in. Sérstaklega var tónlist notuð á sterkan hátt til að ýmist undirstrika eða varpa írónísku ljósi á það sem sagt er og gert. Tvær leikkonur vil ég nefna sér- staklega. María Heba Þorkelsdóttir náði sterkum tökum á hlutverki yf- irarkitekts Lokalausnarinnar og gestgjafa fundarins. Sterkasta atriði sýningarinnar er trúlega þar sem hún stendur gagntekin af fegurð strengjakvartetts eftir Schubert, og dregur okkur með hlustun sinni inn í þá upplifun, sem kallast síðan á við hinar ómennsku ákvarðanir sem hún knýr fram. Þá var Unnur Ösp Stef- ánsdóttir sérlega kröftug Lýsistrata, eldmóðurinn gagntók hana og stýrði bæði tungu og líkama. Riddarar Hringborðsins – með veskið að vopni er kannski meira at- hyglisverð leikhústilraun en áhrifa- mikið andófsverk. Hafi það verið ætlun hópsins að senda áhorfendur út með eld í hjarta þá hafa þau mark- mið ekki náðst. En fullt af spurning- um hafa þær náð að kveikja – um karl- og kvenleika, um stríð og vald, og um möguleika leikhússins til að gera sig gildandi í samfélagsumræð- unni. Allnokkur árangur það. Morgunblaðið/Ásdís „Leikhópurinn er stjarna sýningarinnar,“ segir m.a. í umsögninni. Hið sanna ástand heimsins? LEIKLIST Kvenfélagið Garpur Hópvinnuverkefni í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Leikendur: Ester Talia Casey, Margrét Eir Hjartardóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna Clara Lút- ersdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Vigdís Hrefna Páls- dóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Útlits- hönnuður: Kristína Berman, dramatúrg: Gréta María Bergsdóttir, hljóð: Margrét Eir Hjartardóttir og Birgir Jón Birgisson, ljós: Halldór Örn Óskarsson, aðstoð við útlitshönnun: Móeiður Helgadóttir. Listasafni Reykjavíkur 11. október 2003. RIDDARAR HRINGBORÐSINS – MEÐ VESKIÐ AÐ VOPNI Þorgeir Tryggvason OLAV Solberg, prófessor í Norður- landabókmenntum við Háskólann á Þelamörk í Noregi, flytur gestafyr- irlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Íslands í stofu 101 í Árna- garði í dag kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnir hann „Forteljingar om drap“ og byggist á samnefndri bók hans: Forteljingar om drap. Kriminal- historier frå mellomalderen (Bergen 2003). Í bókinni eru rannsakaðir textar frá árunum 1300–1550, vitn- isburðir í manndrápsmálum. Þótt þessi skjöl séu samin sem réttargögn er hægt að lesa þau og greina sem frásagnir með bókmenntaleg ein- kenni. Bæði að efni og formi tengjast þessir textar sagnaritun og þjóðsög- um, og þeir eru á mörkum ritmenn- ingar og munnlegrar frásagnarlist- ar. Frásagnir þessara bréfa sýna að Noregur var ekki eins fátækur að orðsins list á síðmiðöldum og bók- menntasöguritarar hafa talið. Olav Solberg (f. 1942) hefur áður ritað bækur, m.a. Den omsnudde verda (1993) um gamansama sagna- dansa, Tekst møter tekst (1997) og Norsk folkedikting (1999) auk greina um bókmenntir og þjóðfræði. Fyrirlestur um aldagömul bréf KAMMERSVEIT Reykjavíkur fékk framúrskarandi dóma fyrir leik sinn á geisladiski með Brand- enborgarkons- ertum Bachs í tónlistartímariti Breska útvarps- ins, BBC Music Magazine, eins og frá var greint í blaðinu fyrir skömmu. Smekk- leysa gefur disk- inn út og dreifir honum jafnframt erlendis, en konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur er Rut Ingólfsdóttir. Gagnrýnandi að þessu sinni var Nicholas Anderson, og hann gefur diskinum fjórar stjörnur af fimm fyrir flutning, og fullt hús, fimm stjörnur, fyrir hljómgæði, en upp- tökurnar voru í höndum hljóðmeist- aranna Páls Sveins Guðmundssonar og Vigfúsar Ingvarssonar. Dómur Nicholasar Andersons fer hér: „Leiðarljósið í þessari íslensku hljóðritun á sex Brandenborg- arkonsertum Bachs er hollenski barokkfiðluleikarinn Jaap Schröd- er. Löng reynsla hans í leik á eft- irgerðir upprunalegra hljóðfæra hefur án efa verið nútíma- hljóðfæraleikurum Kammersveitar Reykjavíkur góður fengur að því er virðist, því þessir frábæru tón- listarmenn hafa tileinkað sér mörg einkenni barokkleikstíls heilshug- ar. Nútímahljóðfæraútgáfur Ray- monds Leppards fyrir Philips, Nevilles Marriners fyrir Philips og EMI og I Musici fyrir Philips skortir þann þokka og næmi fyrir smáatriðum sem hér má finna. Jaap Schröder leiðir ripieno- samleikskaflana, en er jafnframt einleikari; leikur með hljómsveit- inni og stjórnar – og laðar fram rytmískan léttleika, snerpu og skýrt samspil frá upphafi til enda. Þetta hefði þó varla tekist nema fyrir tæknilegan og músíkalskt næman leik reykvísku hljóðfæra- leikaranna. Mér fannst þverflautu- leikarinn einstöku sinnum leika með meira víbratói en hinir blás- ararnir leyfðu sér að nota, en það var lítil truflun, þar sem svo margt var fallega gert og stílhreint. Þeir lesendur sem eru hreinstefnumenn þegar kemur að notkun upp- runalegra hljóðfæra í þessari teg- und tónlistar eru ef til vill tregir til að demba sér út í myrkrið þar fyrir utan, en ég hvet þá þó ein- dregið til að gera það, vegna þess að hljóðfæraleikurinn hér er lof- samlega léttstígur, mótaður af fág- un og mikilli tilfinningu fyrir dans- inum í tónlistinni. Öfgum í hraðavali er bægt frá af kostgæfni og skýrleika tónvefjarins haldið án nokkurra málamiðlana. Hornradd- irnar í fyrsta Brandenborgarkons- ertinum eru í fullkomnu jafnvægi, rétt eins og einleiksraddirnar fimm í öðrum konsertinum. Synd þó að ekki hafi verið fengnir blokkflautuleikarar í þennan kons- ert og eins þann fjórða; blokk- flautan hefur annan lit en þver- flautan, og er í dag oftast höfð með í flutningi þessara verka á nú- tímahljóðfæri. Vegna þessa bjóða að minnsta kosti útgáfur Jonat- hans Rees og Scottish Ensemble fyrir Virgin-útgáfuna og Kamm- ersveitar Kölnar fyrir Naxos upp á heppilegri lausn.“ Kammersveit Reykjavíkur og Jaap Schröder heilla Breta Betri en I Musici og Marriner Rut Ingólfsdóttir BÓKAKAFFI með sænska ljóðskáld- inu Per Helge verður í kaffistofu Norræna hússins kl. 20 annað kvöld, miðvikudags- kvöld. Bertil Job- eus sendiherra Svíþjóðar og Lars-Göran Jo- hansson sendi- kennari í sænsku við Háskóla Ís- lands munu kynna skáldið. Að því loknu flytur Per Helge ljóð og segir frá rithöfundaferli sínum. Í byrjun áttunda áratugarins var Per Helge einn af upphafsmönnum ljóðskáldahópsins Vårdkase, sem stofnuðu forlagið Rallarros, og gáfu út tímarit með sama nafni auk safn- rita um ljóðlist. Í þessum hópi voru auk Per Helge, Bengt Berg, Sten Jacobsson, Bosse Eriksson og Börje Lindström. Per Helge gaf út sína fyrstu ljóðabók, Träffpunkter, 1974. Síðan hefur hann skrifað níu ljóða- bækur til viðbótar auk ritgerðar og myndabókar. Dagskráin er í samstarfi við Sænska sendiráðið, Sænska félagið og Lars-Göran Johansson. Bókakaffi með Per Helge Per Helge
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.