Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 278. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Slapp undan
Bin Laden
John Simpson liðsmaður BBC svarar
spurningum Morgunblaðsins Erlent 16
Daglegt líf kynnti sér
klæðnað Eddugesta 24
Tilraun
í dansi
Dansverk við tónlist Sigur Rósar
og Radiohead frumsýnt Fólk 51
Sígilt og
sparilegt
STJÓRNVÖLD í Sádi-Arabíu
ákváðu í gær að boða til sveitarstjórn-
arkosninga í landinu innan árs og
verða þær fyrstu al-
mennu kosningarn-
ar í sögu sádiarab-
íska konung-
dæmisins.
Opinbera frétta-
stofan SPA skýrði
frá þessu og sagði
að kosningarnar
ættu aðeins að ná til
helmings sætanna í
sveitarstjórnunum.
Í Sádi-Arabíu er konungurinn alráður
og þar er aðeins ráðgjafarþing sem
ekki er þjóðkjörið.
Bandaríkjastjórn hefur lagt fast að
konungsfjölskyldunni í Sádi-Arabíu
að opna stjórnkerfið og um 305 Sádi-
Arabar sendu krónprinsi landsins,
Abdullah bin Abdul Aziz, áskorun í
síðasta mánuði um að koma á lýðræð-
isumbótum. Talsmaður þeirra fagn-
aði ákvörðun stjórnarinnar í gær og
kvaðst vona að hún leiddi til þing-
kosninga.
Sádar fá
að kjósa í
fyrsta sinn
Stjórnin lofar
sveitarstjórnar-
kosningum
Abdullah
krónprins
Riyadh. AFP.
LÆKNAR í Dallas í Bandaríkjunum
sögðu í gær að ástand egypsku tví-
buranna, sem voru aðskildir um
helgina, væri gott en vöruðu við því að
drengirnir væru enn í hættu.
Tvíburarnir eru tveggja ára og
fæddust samvaxnir á höfði. Þeir voru
aðskildir í aðgerð sem tók einn og
hálfan sólarhring og hafði verið und-
irbúin í rúmt ár. Þeim er nú haldið í
dái með lyfjum til að minnka hættuna
á því að þeir verði fyrir heilaskaða, að
því er fram kom á fréttavef breska
ríkisútvarpsins, BBC, í gær.
„Ástand tvíburanna hefur verið
ótrúlegt eftir að þeir komu úr skurð-
stofunni,“ sagði talsmaður læknanna,
Jim Thomas. „Ekkert óvænt hefur
komið upp.“
Thomas sagði að drengjunum staf-
aði nú mest hætta af hugsanlegum
sýkingum. Næst á að endurmóta höf-
uðkúpur tvíburanna og græða sárin
skinni. Talið er að það taki nokkur ár.
Reuters
„Ástand
tvíburanna
ótrúlegt“
INNHEIMTAR sektir vegna almennra um-
ferðarlagabrota hækkuðu um rúm 46% í
fyrra frá árinu 2001 og hafa innheimtar um-
ferðarlagasektir þá rúmlega tvöfaldast á
undanförnum fjórum árum, á milli áranna
1999 og 2002.
Þetta kemur fram
þegar tekjur ríkis-
sjóðs af innheimtum
sektarboðum eru
skoðaðar á undan-
förnum fjórum árum.
Tekjurnar námu tæp-
um 387 milljónum
króna á síðasta ári, en
voru 264 milljónir
króna á árinu 2001,
sem er rúmlega 46%
hækkun milli ára. Á
árinu 2000 voru tekjur af sektum vegna um-
ferðarlagabrota hins vegar 205 milljónir
króna og á árinu 1999 litlu lægri eða tæpar
193 milljónir kr.
Sektargerðir, sem eru sektir vegna alvar-
legra umferðarlagabrota eins og ölvunar-
aksturs og ýmissa annarra brota, hafa hins
vegar nánast staðið í stað á undanförnum ár-
um.
Hækkuðu um tugi prósenta
Ástæðuna fyrir auknum sektartekjum rík-
issjóðs af umferðarlagabrotum má rekja til
þess að sektarfjárhæðir voru hækkaðar um
tugi prósenta 1. ágúst 2001. Þá fjölgaði einn-
ig umferðarlagasektum talsvert á milli ár-
anna 2001 og 2002 eða um 9,5%. Fjöldi sekta
á árinu 2002 var 42.194 á landinu öllu en
38.182 árið áður. Aukningin er hins vegar
mjög mismunandi á milli lögregluumdæma.
Þannig fjölgaði sektum um 35% hjá lögregl-
unni í Reykjavík, úr 12.374 í 16.702 á síðasta
ári. Það sem af er þessu ári hefur sektum í
Reykjavík hins vegar fækkað aftur, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.
Á sama tíma, þ.e. á milli áranna 2001 og
2002, fækkaði hins vegar sektum í Hafnar-
firði um nálega þriðjung, úr 2.930 árið 2001 í
1.913 í fyrra. Lítils háttar fækkun varð einnig
í Kópavogi en þar fækkaði umferðarlaga-
sektum úr 3.462 árið 2001 í 3.321 árið 2002.
Umtalsverð fækkun umferðarlagasekta varð
einnig í Keflavík og á Seyðisfirði þar sem
þeim fækkaði um helming. Umtalsverð fjölg-
un umferðarlagasekta varð hins vegar á Sel-
fossi, rúm 29%, milli 2001 og 2002, á Húsavík
47% og á Hólmavík þrefaldaðist fjöldi um-
ferðarlagasekta á milli ára.
Sektir hafa
hækkað
um 46%
Almennar umferðar-
lagasektir hafa tvö-
faldast á fjórum árum
TEKJUMUNUR eftir kynferði hefur aukist
verulega í Noregi milli 2001 og 2002 og þéna
karlar nú að jafnaði nær 100.000 norskum
krónum, um 1.100 þúsund ísl. kr., meira á ári í
skattskyldar tekjur en konur, að sögn frétta-
vefjar Aftenposten. Munurinn hefur aukist úr
85 þúsund norskum krónum í 97 þúsund krónur
á ári.
Blaðið vitnar í nýja skýrslu sem innheimtu-
fyrirtækið Lindorff hefur gert. Þar kemur fram
að karlar með lágar tekjur lenda oft í því að
greiða ekki skuldir á réttum tíma en jafnframt
segir að furðu margir með milljón í árstekjur,
um 11 milljónir ísl. kr., eigi í slíkum málaferl-
um. Mjög fáar konur eru hins vegar í þeim hópi.
Sagt er í fréttinni að niðurstöður könnunar-
innar komi mörgum á óvart. „Ég held að skýr-
ingin á þessum tölum sé að karlar og konur
vinna ólík störf,“ segir Tore Andresen, yf-
irmaður þeirrar deildar Lindorff sem annast
mat á greiðslugetu Norðmanna. „Auk þess
hækka karlar oft hraðar í tign en konur.“
Fram kemur í skýrslunni að tekjur Norð-
manna jukust að jafnaði um 10% árið 2002,
mest í Ósló, þar varð aukningin 17%. Karlar
eiga að jafnaði mun meiri eignir, um 320.000
krónur en konur 175.000 krónur. Á því sviði
hefur munurinn þó minnkað nokkuð milli ára.
Eignaaukning varð langmest meðal kvenna
undir 18 ára aldri.
Tekjumunur kynja eykst í Noregi
AÐ minnsta kosti tveir menn biðu bana í gær í La
Paz, höfuðborg Bólivíu, í átökum milli lögreglu og
þúsunda mótmælenda sem kröfðust þess að forseti
landsins, Gonzalo Sanchez de Lozada, segði af sér.
Einn mótmælendanna stekkur hér yfir vegartálma í
La Paz. Forsetinn kvaðst í gær ekki ætla að láta af
embætti þrátt fyrir óeirðirnar sem hafa kostað yfir
40 manns lífið síðustu þrjár vikur. /15
Mannskæðar óeirðir í Bólivíu
Reuters
BANDARÍKJAMENN, Bretar og
Spánverjar lögðu ný drög að álykt-
un um Írak fyrir öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna í gærkvöldi. Í
drögunum er meðal annars gert
ráð fyrir því að íraska fram-
kvæmdaráðið í Bagdad ákveði fyrir
15. desember hvenær efna skuli til
þingkosninga í Írak og ljúki þá
einnig við að semja nýja stjórnar-
skrá. Er þetta í fyrsta sinn sem
Bandaríkjamenn setja ákveðinn
frest til að efna til kosninga í Írak.
Eins og í fyrri drögum Banda-
ríkjamanna er kveðið á um að
stofnaður verði fjölþjóðlegur frið-
argæsluher í Írak en bætt er við
ákvæði um að öryggisráðið fjalli
um friðargæsluna ekki síðar en ári
eftir að ályktunin verður sam-
þykkt. Í nýju drögunum segir einn-
ig að auka eigi hlutverk Sameinuðu
þjóðanna í endurreisnarstarfinu í
Írak og að írösk ríkisstjórn eigi að
taka við völdunum af hernámslið-
inu „eins fljótt og auðið er“.
Óljóst var í gær hvort tilslakanir
Bandaríkjamanna dygðu til að and-
stæðingar Íraksstríðsins í öryggis-
ráðinu samþykktu drögin. Joschka
Fischer, utanríkisráðherra Þýska-
lands, sagði að nýju drögin væru
skref í rétta átt. Dominique de Vil-
lepin, utanríkisráðherra Frakk-
lands, tók í sama streng en bætti
við að Frakkar hefðu ekki enn tekið
afstöðu til draganna.
Bandaríkjamenn vilja að gengið
verði til atkvæða um nýju drögin í
vikunni.
Saddam í Tikrit?
Bandarískur majór í Írak, Troy
Smith, sagði í gær að Saddam
Hussein, fyrrverandi forseti lands-
ins, væri líklega í felum í heima-
borg sinni, Tikrit.
„Við höfum fengið skýra vís-
bendingu um að hann hafi verið hér
nýlega,“ sagði Smith í Tikrit.
„Hann kann að vera hérna núna.
Að minnsta kosti hefur hann haldið
miklum áhrifum á svæðinu.“
Smith sagði að talið væri að
Saddam stæði á bak við árásir sem
gerðar hafa verið á hernámsliðið í
Tikrit og nágrenni.
Bandaríkin með ný ályktunardrög í öryggisráðinu
Fá tvo mánuði til að
ákveða kosningar
Sameinuðu þjóðunum, Tikrit. AP, AFP.