Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 37 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ÓLI VALDIMARSSON, áður til heimilis á Vífilsgötu 1, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 8. október. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 16. október kl. 13.30. Alda Óladóttir Bredehorst, Manfred Bredehorst, Atli Þór Ólason, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Elfar Ólason, Eygló Rut Óladóttir, systir og afabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR frá Neðribæ, Flatey á Skjálfanda, lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri aðfara- nótt laugardagsins 11. október sl. Róslín Erla Tómasdóttir, Sævar Sigurpálsson, Baldur Snævarr Tómasson, Lilja Sigríður Guðmundsdóttir, Heimir Tómasson, Rósa María Tómasdóttir, Ingvi Óðinsson, Jóhanna Kristín Tómasdóttir, Tómas Bjarni Tómasson, María Friðriksdóttir, Kristján Tómasson, Ingigerður Bjarnadóttir, Ásgeir Elfar Tómasson, Ágústa Karlsdóttir, barnabörn og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA JÓNSDÓTTIR, Mánabraut 6, áður Hamraborg 16, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardag- inn 11. október. Hörður Jónasson, Sigrún Eliseusdóttir, Guðfinna Sesselja Solvåg, Halvdan Solvåg, Guðmundur Þorvar Jónasson, Sigrún Sigvaldadóttir, Jón Hersteinn Jónasson, Anna Kristjánsdóttir, Þorvaldur Rúnar Jónasson, Ragnhildur Karlsdóttir og öll ömmubörnin. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinar- hug og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar og mágkonu, BIRNU ÁRMANNSDÓTTUR, Hátúni 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A7 á Landspítalanum Fossvogi fyrir góða umönnun. Guðný Ármannsdóttir, Baseer Paracha, Vigfús Ármannsson, Sæunn Sigursveinsdóttir, Heiða Ármannsdóttir, Halldór Frank, Jón Birgir Ármannsson. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför STEFANÍU KRISTÍNAR ÁRNADÓTTUR frá Gegnishólaparti í Gaulverjabæjarhreppi, síðar til heimilis á Víðimel 19, Reykjavík. Starfsfólki elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar eru færðar þakkir fyrir umönnun. Fyrir hönd vandamanna, Árni Sverrir Erlingsson. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RÖGNVALDS JÓNSSONAR, Flugumýrarhvammi. Sigurveig Rögnvaldsdóttir, Jón Rögnvaldsson, Ásdís Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, HALLDÓR Z. ORMSSON, Furugerði 13, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 13. október. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Ólafur Ormsson, Aðalheiður Benedikta Ormsdóttir, Jón Ormar Ormsson. ✝ Helga JóhannaÞorsteinsdóttir fæddist í Garði 14. febrúar 1944. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 7. október síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Þorsteinn Jóhannes- son útgerðarmaður frá Gauksstöðum í Garði, f. 19. febrúar 1914, d. 24. júní 1995, og Kristín Ingimundardóttir, f. í Hala í Holtahreppi í Rangárvallasýslu 11. maí 1916. Þau eignuðust sex dætur. Helga Jóhanna giftist 16. maí 1959 eftirlifandi eiginmanni sín- um Þórði Guðmundssyni, f. á Stóru-Borg í Þverárhreppi í V- Húnavatnssýslu 28. janúar 1934. Helga Jóhanna og Þórður eiga fjögur börn. Þau eru: Þorsteinn, f. 15. janúar 1959, Hafþór, f. 21. apríl 1961, Kristín Sig- ríður, f. 1. mars 1964, og Ólafur Þór, f. 7. desember 1970. Barnabörnin eru níu. Helga Jóhanna vann um tíma hjá Pósti og síma. En eftir að fjölskyldan stækkaði sinnti hún að mestu húsmóð- urstörfum, ásamt fiskvinnu í fiskverk- un föður síns á Gauksstöðum í Garði. Árið 1974 veiktist Helga Jóhanna alvar- lega og varð lömuð eftir það, en sinnti húsmóðurstörfum á heim- ili sínu eins og kraftar og geta leyfðu. Útför Helgu Jóhönnu fer fram frá Útskálakirkju í Garði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma mín. Undanfarnar vikur hef ég verið þess aðnjótandi að eyða með þér síðasta tíma ævi þinnar. Þrátt fyrir að við bæði vissum í hvert stefndi, þá var nú alltaf stutt í glensið hjá þér. En samt vissir þú um alvarleika sjúkdóms þíns og gast alltaf rætt um hann af hreinskilni og vissir endalokin. Þú ræddir hispurslaust um þínar óskir eftir endalokin. Elsku mamma mín. Nú hrannast upp minningarnar frá æskuárunum. Þú sem varst alltaf svo orkumikil og drífandi í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, hvort sem um var að ræða húsmóðurstörfin, barnauppeldið, eða félagsmálin, að ógleymdu þegar þú skelltir þér í fiskaðgerð eða síld- arsöltun hjá honum afa. Á æskuár- um mínum man ég aldrei eftir þér iðjulausri. Mig grunar nú líka að það hafi verið ærin vinna að ala okk- ur systkinin upp. Og þú ekki í öf- undsverðu hlutverki þar. Árið 1974 urðu þáttaskil í lífi okk- ar beggja. Ég var þá 15 ára ungling- ur að byrja minn sjómennskuferil, og fékk að fara á síld með Gísla frænda niður í Norðursjó. Það var stolt og ábyrgðarfull móðir sem stóð á bryggjunni í Keflavík 22. júní 1974. Kvaddi og gaf drengnum sín- um holl ráð og hvatningu. Á þessum tímapunkti varst þú í rannsóknum vegna veikinda sem þú hafðir orðið fyrir fyrr um vorið, en enginn vissi hvað var. En engan grunaði að um væri að ræða æxli við heilann, sem þyrfti að fjarlæga. En þegar það var orðið ljóst hve alvarlegt tilfelli var um að ræða, þá varst það þú sem stappaðir stálinu í þína nánustu. Þú varst bara að eigin sögn á leið í smá klössun. Eftir þessa aðgerð lamaðist þú á vinstri helming líkamans. Þarna urðu stór kaflaskipti í lífi þínu og okkar allra, ekki síst hjá þér og pabba. En þú varst alveg harð- ákveðin að aðlaga þig þessum nýja kafla í lífi þínu og lifa við það sem var orðið. Þér og pabba tókst það svo eftir var tekið. Sjaldan man ég eftir að þú kvartaðir yfir krankleika, og ef það var, þá var full ástæða til þess. Þú hafðir oft meiri áhyggjur af öðrum sem áttu um sárt að binda og alltaf boðin og búin til að aðstoða ef þú gast. Þú barst hag okkar barna þinna og barnabarna alveg sérstak- lega fyrir brjósti. Á þínum yngri árum varst þú ein aðaldriffjöðrin í Slysavarnadeild kvenna í Garði. Eftir að þú lamaðist reyndir þú alltaf að mæta á fundi, ef heilsan leyfði. Þú hafðir alla tíð mik- inn áhuga á slysavarna- og öryggis- málum. Síðasta ár varst þú mikið að grufla í gömlum heimildum um Slysavarnafélag Íslands, þú dund- aðir þér svo við að setja þetta upp í eina heildstæða sögu í tölvunni þinni. En því verki var ólokið þegar þú féllst frá. Þú áttir svo mörgu ólokið í lífinu. Elsku mamma, þú barðist hetju- lega síðustu daga lífs þíns, og pabbi alltaf við hlið þér, eins og hann hef- ur alltaf verið. Þú komst okkur allt- af á óvart, hve þú varst sterk og lífs- viljinn var mikill enda var það hann sem hélt þér gangandi síðustu 29 ár. Elsku mamma. Þú varst hetjan okkar. Nú er þínum kvölum lokið. Ég veit að nú líður þér vel. Þú sofn- aðir með svo miklum friði og ró og ekki laust við smábros. Ég veit líka að þau afi og Tóta systir þín taka vel á móti þér á himnum. Ég bið góðan Guð að styrkja pabba minn. En það er mikið af honum tekið, þegar þú er farin elsku mamma. Þú varst svo stór hluti af hans lífi. Þorsteinn. HELGA JÓHANNA ÞORSTEINSDÓTTIR AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Þar sem pláss er takmarkað get- ur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upp- lýsingar eru á mbl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.