Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 7 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Fyrir farartæki VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Talstö›var sem flola nánast allt Fjarskipti eru okkar fag w w w .d es ig n. is © 20 03  FREYJA Birgisdóttir varði doktorsritgerð sína í sálarfræði frá Oxford-háskóla í Englandi 5. maí sl. Titill rit- gerðarinnar er „The develop- ment of phono- logical aware- ness and its relation to read- ing and spell- ing“. Í ritgerð- inni skoðar höfundur þróun hljóðkerfisvitundar hjá börnum á leikskólaaldri og hvernig hæfni þeirra til að sundurgreina orð í mismunandi hljóð spáir fyrir um frammistöðu þeirra í lestri og stafsetningu. Áhrif málumhverfis á þroska hljóðkerfisvitundar voru einnig könnuð. Niðurstöðurnar staðfestu mikilvægi hljóðkerfisvit- undar fyrir lestrar- og stafsetn- ingarnám og sýndu fram á þátt tungumáls í þróun hennar. Rit- gerðin var unnin undir leiðsögn dr. Peter Bryant og andmælendur við vörnina voru þau dr. Utha Frith, University of London, og dr. Jörgen Pind, Háskóla Íslands. Freyja Birgisdóttir er fædd 10. ágúst 1969 og foreldrar hennar eru Birgir Sigurðsson, rithöf- undur, og Jóhanna Steinþórs- dóttir, fyrrverandi skólastjóri. Freyja lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1989 og BA prófi í sálarfræði frá Háskóla Íslands 1996. Hún starfar nú sem lektor við sálfræðideild Oxford Brookes University í Eng- landi. Sambýlismaður Freyju er Halldór Magnússon forstjóri Mar- el U.K., og eiga þau eina dóttur, Margréti, tveggja ára. Doktor í sálarfræði ÁBERANDI er hversu atvinnubíl- stjórar vanrækja að nota bílbelti, að því er fram kemur í könnunum sem gerðar voru í sumar á vegum Slysa- varnafélagsins Landsbjargar á notkun bílbelta. Könnuð var beltanotkun hjá 12.340 ökumönnum og voru 92% þeirra með beltin spennt sem er mun betri niðurstaða en þegar könnuð er beltanotkun inn í þétt- býliskjörnum. Ef allar kannanir eru teknar saman sem gerðar voru í þéttbýliskjörnum í sumar kemur í ljós að 20% ökumanna voru án belta, en einungis 8% á þjóðvegum úti. Einkum voru það atvinnubílstjór- ar sem ekki voru með beltin spennt á þjóðvegunum, notkun þeirra var áberandi lítil samkvæmt upplýsing- um frá Landsbjörgu. Þar segir ennfremur að áberandi munur hafi verið á notkun bílbelta eftir dögum. Á miðvikudögum hafi hún verið minnst, þegar flestir at- vinnubílstjórar væru á ferðinni, en mest á sunnudögum þegar fæstir atvinnubílstjórar voru á ferðinni, eins og segir í tilkynningunni. Ætlunin var með athugunum á þjóðvegunum að athuga hvort ein- hver ákveðinn hópur einstaklinga notaði síður belti þar en annar og var farin sú leið að kanna belt- anotkun eftir vikudögum. Kannanirnar voru gerðar í eina viku í senn í júní, júlí og ágúst. Kannað var þrisvar sinnum í hverri viku, á miðvikudögum, föstu- dögum og sunnudögum, á mesta annatíma dagsins á hverjum og ein- um stað. Hver og einn umferðar- fulltrúi gerði kannanir 9 sinnum sem gerir 54 kannanir um allt land. Beltanotkun mun minni í þéttbýli en á þjóðvegum Morgunblaðið/Kristinn Þessar ungu stúlkur eru með öryggisbeltin spennt en það á ekki við um nærri alla, sérstaklega vantar upp á notkun bílbelta í þéttbýli. Einkum atvinnu- bílstjórar sem spenna ekki beltin FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.