Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 8 og 10.20. B.i. 10 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6 og 10. B.i. 16. Topphasarmyndin í USA í dag. Fór beint ítoppstætið í USA þrælmögnuð yfirnáttúruleg spennumynd sem hefur slegið rækilega í gegn. KVIKMYNDIR.IS ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 10. B.i. 16. Sýnd í stóra salnum kl. 6 og 8 Kl. 10. B.i. 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. CATE BLANCHETT Rafmögnuð spenna frá byrjun til enda. Breskur spennutryllir sem kemur stöðugt á óvart. Frá framleið- andanum Jerry Bruckheimer og leikstjóran- um Joel Schumacher Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14. Magnaði spennutryllir sem byggður er á sönnum atburðum. Sýnd kl. 8. Radio X SV MBL SG MBL SG DV Mögnuð heimildarmynd frá leikstjórunum Grétu Ólafsdóttur og Susan Muska Sýnd kl. 6 . THE MAGDALENE SISTERS Kl. 5.45. B.i. 14. SV MBL HK.DV KVIKMYNDIR.IS Kl. 8 og 10.20. Edduverðlaun M.a. besta myndin, besti leikari, besti leiksjórin og besta handrit 6 Edduverðlaun Didda - besta leikkona VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4507-4300-0029-4578 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Ýmsir Músíktilraunir 2003 Hitt/Edda Hljómdiskur með úrvali laga sem flutt voru á Músíktilraunum 2003. Flytjendur efnis eru Dáðadrengir, Lokbrá, Heimskir synir, Fendrix, Drain, Betlehem, Enn ein sólin, Doctuz, Danni og Dixielanddverg- arnir, Still Not Fallen, Delta 9, Amos og Brutal. Hljóðritun var gerð af Sigurði Guð- mundssyni og Guðmundi Kristni Jóns- syni. Um hljóðblöndun og tónjöfnun sá Guðmundur Kristinn Jónsson. Hljóð- maður í sal var Jón Skuggi. Hljóðmenn á sviði voru Ívar Ragnarsson og Ragnar Jónsson. ÞAÐ var löngu tímabært að helsti vaxtarbroddurinn í tónlist- arsköpun íslenskra ungmenna yrði settur í fast form, svo hægt sé nú að hafa eitthvað handbært um þennan mikilvæga viðburð. Frændur okkar í Færeyjum hafa gert þetta með sína útgáfu af Músíktilraunum frá 1999 (Prix Føroyar er haldið á tveggja ára fresti) og ég vona innilega að þessu verði fram haldið á næsta ári. Finnst mér ennfremur að huga mætti að útgáfu á eldra efni – Rás 2 hefur tekið upp Tilraunirnar um langa hríð og einhver segulbönd hljóta því að vera til þar. Tilraunirnar í ár voru nokkuð hefðbundnar. Hrátt rokk, rapp og óræðari sveitir í bland. Diskurinn byrjar með hljóðversútgáfu af lag- inu „Allar stelpur úr að ofan!“, sem sigursveitin í ár, Dáðadrengir, á. Sveitin sú átti sigurinn fyllilega skilinn en rapptónlist þeirra er frumleg, skemmtileg og flutt á hressandi hátt. Glúrin blanda af tölvupoppi frá upphafi níunda ára- tugarins og rokkkenndari hljómum markar Dáðadrengjum sérstöðu og skilaði þeim sigri í ár. Frá kvöldinu sjálfu fáum við svo að heyra „Farlama Dalai Lama (Búddistalagið)“, lag sem lýtur svipuðum lögmálum og hið fyrra. Það kom í hlut rokksveitarinnar Lokbrár að opna úrslitakvöld Mús- íktilrauna. Þessi rokksveit hefur margt til brunns að bera, þótt það hafi ekki komist sérstaklega vel til skila umrætt kvöld. „Big Muff“ er fremur gleymanlegt fituborið rokk og hefði ég frekar viljað heyra óð þeirra til George Harrisons heitins sem var frábærlega heppnaður. Síðan rak hver sveitin aðra, en alls kepptu þrettán þeirra til úrslita. Fullmikið, verður að segjast, út frá hreinum þolviðmiðum. Næst kom rappsveitin Land og synir sem átti eitt eftirminnilegasta framlagið í ár, hið ómótstæðilega „Steinhaltu kjafti“. Kraftmikill slagari að hætti XXX Rottweiler- hunda og ætli Synirnir séu ekki komnir í sögubækurnar núna sem „eins smells undur“. Fendrix er gítarsveit úr Hafnarfirði þar sem leikið var á þrjá gítara með til- heyrandi hetjuæfingum. Lag þeirra fellur undir hinn vafasama flokk „Músíktilraunarokk“, einfalt þriggja gripa rokkhjakk, beint úr bílskúrnum. Drain var poppaðasta sveit tilraunanna, sem er gleðiefni í sjálfu sér, enda hrátt rokk og rapp venjulega allsráðandi. Tónlist Drain er þó heldur óspennandi og sérstaklega er söngvarinn pirr- andi, því miður. En lofsvert engu að síður að brotist sé út fyrir hið hefðbundna bílskúrsbrölt. Hús- víska sveitin Betlehem var nokkuð efnileg, með sæmilega þróaðar lagasmíðar. Kannski dálítið gam- aldags þó og ófrumlegar. Það er skemmtilegt að heyra húsvíska rokkslagorðið „meira helvíti, meira pönk“ kallað af stuðningsmönnum í bláenda lagsins. Enn ein sólin nær að kristalla hugmyndina um Músíktilraunir í lagi sínu „Ferðalangnum“. Mjög hrár og óheflaður flutningur á jafnvel enn hrárri lagasmíð. En spilamennskan er svo heillandi í einfaldleik sínum að það er ekki annað hægt en hrífast með. Sjarm- erandi „kýlum á það“-bragurinn er algerlega ósvikinn. Doctuz-menn komu fram sem einhvers konar grunnskólaútgáfa af Mogwai og gerðu vel sem slíkir. Flottar gít- arpælingar og samleikur meðlima góður og sannfærandi (sveitin hafnaði í öðru sæti Tilraunanna auk þess að vera valin efnilegasta sveitin). Danni og Dixielanddverg- arnir stungu skemmtilega í „stúf“ (náðuð þið þessum?) með fjörugu djassskotnu fönki. Þéttleikinn mætti þó vera meiri sem hlýtur að skrifast alfarið á ungan aldur með- lima og reynsluleysi. Still Not Fallen spilar hins veg- ar hefðbundið þungkjarnarokk og voru þeir flottir á sviði. Einhverra hluta vegna gengu hlutirnir samt ekki upp úrslitakvöldið en sveitin hafði verið frábær í undanúrslit- unum. Dalvíkursveitin Delta 9 var stofnuð upp úr sveitinni Prozac og flytur einhvers konar Korn-rokk eða nýþungarokk. Viss þróun frá forveranum og sannarlega metn- aðarfullt en samt er eitthvað sem vantar upp á. Amos var einkar efnileg sveit og átti eftir að hafna í þriðja sæti. Melódískt og kröftugt nýbylgju- rokk og sérstaklega var gítarleik- ari og söngvari sveitarinnar, Þórð- ur Gunnar Þorvaldsson, eftirtektarverður. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann léti meira að sér kveða í framtíðinni. Síðasta lagið, hið dramatíska „Sufferring“, er svo flutt af Vestmannaeyja- sveitinni Brutal sem duflar við blöndu af nýþungarokki og svart- þungarokki. Heldur viðvaningslegt yfir það heila þrátt fyrir stöku spretti. Þessi upptalning segir það sem segja þarf. Fyrst og fremst er þó mikilvægt að efni sem þetta sé gefið út. Það ætti að vera ungu tónlistarfólki enn frekari hvatning og bætir vonandi hag og eykur gengi Músíktilrauna frekar. Upp- lýsingabæklingur er þá til hreinn- ar fyrirmyndar. Þar er að finna myndir af sveitunum, grein eftir Árna Matthíasson (sem hefur gegnt stöðu dómnefndarformanns lengi vel) og ítarlegar upplýsingar um Músíktilraunir 2003. Arnar Eggert Thoroddsen Tónlist Tilraun- irnar loks í annál Dáðadrengir, sigurvegarar Músíktilrauna 2003, voru vel að sigrinum komnir. KVIKMYND Mel Gibson, sem nefn- ist Píslarsagan (The Passion) og fjallar um síðustu stundir í lífi Jesú Krists, hefur vakið mikla athygli, einkum á Netinu. Vitað er til þess að vefsvæði, sem hafa hýst sýnishorn kvikmyndarinnar, hafi látið undan vegna áhuga fólks. Haft er eftir Bruce Davey, for- stjóra kvikmyndafyrirtækisins Icon, sem framleiddi kvikmyndina, að al- menningur hefði sýnt kvikmyndinni óvæntan áhuga. BBC segir að 350 þúsund manns hafi á einum degi hlaðið sýnishorninu um Netið frá Ain’t It Cool News fyrir þremur mánuðum. Harry Knowles, sem rek- ur vefsvæðið Ain’t It Cool News, segir að hann hefði neyðst til þess að taka sýnishorn kvikmyndarinnar út af vefsvæðinu vegna álags, en vef- svæðið var að hruni komið vegna áhuga netnotenda. Þá er haft eftir Richard Morales á TheMovieBox.net að hann hefði ekki haft nægilega mikla bandbreidd til þess að tryggja öllum aðgang að sýnishorninu. Hann bendir gestum síðunnar nú á hlekk, sem vistar sýn- ishorn kvikmyndarinnar, og telur að um 10 þúsund manns, eða 30% gesta síðunnar, smelli á hlekkinn. Píslarsagan hefur enn ekki fengið dreifingaraðila þar sem kvikmynda- fyrirtæki eru í vafa um ágæti henn- ar, en latína, hebreska og aramíska (móðurmál Krists) eru töluð í kvik- myndinni. Þá hafa gyðingar í Bandaríkjunum gagnrýnt kvik- myndina þar sem þeir óttast að hún ýti undir gyðingahatur. Gyðingar telja að kvikmyndin dragi upp nei- kvæða ímynd af þeim. Hins vegar kemur fram að nokkur kvikmyndafyrirtæki hafi lýst yfir áhuga á að sjá kvikmyndina eða kaupa réttinn að henni með mögu- lega dreifingu fyrir augum. Má alla- vega búast fastlega við því að þessi mikli áhugi á myndinni á Netinu ýti við mönnum og geri myndina væn- legri til dreifingar. Stefnt er að því að hefja sýningar á kvikmyndinni á næsta ári. James Caviezel (Greifinn af Monte Cristo) í hlutverki Jesú Krists. Slegist um sýnis- horn á Netinu Umdeild mynd Mels Gibsons um píslargöngu Krists Reuters Mel Gibson þykir tefla djarft með nýju myndinni sinni um Jesú Krist og hefur þurft að verja hana með kjafti og klóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.