Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 35 ✝ Finndís Guð-mundsdóttir fæddist í Selárdal í Hörðudal í Dalasýslu 7. janúar 1932. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugar- daginn 27. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Guð- mundsson, bóndi að Litlu-Gröf, f. 21. mars 1892, d. 28. maí 1941, og Arndís Þor- steinsdóttir hús- freyja f. 19. nóv. 1894, d. 17. okt. 1983. Systkini Finndísar eru: Hjörtur, f. 25. nóv. 1928; Guðmundur Árdal, f. 16. apríl 1930; Margrét Kristín, f. 22. maí 1933, og Þorsteinn Heiðdal, f. 11. apríl 1937. Finndís giftist 6. júní 1959 Jens Arinbirni Jónssyni frá Mjóabóli, bónda á Smyrlahóli í Haukadal í Dalasýslu, f. 6. júní 1929. Foreldr- ar hans voru Jón Jónasson bóndi f. 19. júlí 1968. Maki hennar er Jón Helgi Hreiðarsson tölvunarfræð- ingur, f. 22. mars 1970. Þeirra börn eru: Finndís Diljá, f. 30. júní 1997 og Jens Arinbjörn, f. 11. jan. 2000. Fyrir átti Finndís soninn Hauk Emil Vernharðsson vélvirkja, f. 14. feb. 1954. Sambýliskona hans var Anna Lísa Andersen, f. 24. okt. 1959 en þau slitu samvistum 1997. Börn þeirra eru: Magnús Finnur, f. 29. ágúst 1977; Arndís, f. 1. júlí 1980 og Marína, f. 26. nóv. 1988. Núverandi maki Hauks er Paulus- ine Qupersinat. Þau ættleiddu son- inn Jens Samúel fæddan 1999, en hann lést af slysförum árið 2002. Finndís var uppalin fyrst í Sel- árdal og síðan í Litlu-Gröf í Mýra- sýslu. Hún fór til frekara náms að Reykjum í Hrútafirði. Finndís hélt bú að Smyrlahóli í Haukadal um 30 ára skeið ásamt manni sínum. Hún háði langa og erfiða baráttu við MS-sjúkdóminn og hafði það mikil áhrif á ævi hennar. Hún fluttist 1995 til Reykjavíkur en frá því í apríl 2001 dvaldi hún á Hrafnistu í Hafnarfirði á hjúkrun- ardeild. Útför Finndísar fór fram 6. október, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. að Mjóabóli í Dala- sýslu, f. á Óspaks- stöðum, Staðarhr. 26. nóv. 1887, d. 1. júlí 1944, og Jakobína Guðný Ólafsdóttir húsfreyja, f. á Bálka- stöðum í Hrútafirði 27. des. 1886, d. 6. ágúst 1974. Börn Finndísar og Jens eru: 1) Arndís Gyða hús- móðir, f. 21. feb. 1959. Maki Gísli Freyr Þor- steinsson vélfræðing- ur og eigandi Celsíus ehf., f. 12. jan. 1956. Þau eiga eina dóttur, Sigrúnu Laufeyju f. 6. nóv. 1997. 2) J. Lauf- ey myndlistarmaður, f. 7. janúar 1961. Maki hennar er Reynir Ein- arsson sölumaður, f. 26. jan. 1956. Þau eiga þrjár dætur: Heiðdísi Rós, f. 23. mars 1988; Rebekku Jenný, f. 2. maí 1993 og Aðalheiði Dögg, f. 19. júlí 1996. 3) Ingólfur, f. 6. okt. 1963. 4) Berglind Jóna BA í sálfræði og viðskiptafræðingur, Elsku mamma. Það er skrítið að skrifa til minn- ingar um þig stutta grein en í reynd ætti ég að skrifa um ævi þína heila bók. Það er svo margt sem þitt lífs- hlaup getur kennt öðru fólki. Líf þitt var ekki þakið rósablöðum heldur stráð þyrnum. Þú varst hetja í þinni baráttu. Ein af hvunndagshetjunum sem enginn veit af nema þeir nánustu. Sem barn misstir þú föður þinn og hafði það djúpstæð áhrif á þig alla tíð. Þú sagðir mér svo oft frá afa og þeim minningum sem þú geymdir í huga og hjarta um hann. Þú sagðir alltaf „við vorum svo lík“. Núna, mamma mín, færðu aftur að hitta hann eftir langan tíma. Nú getið þið riðið út saman og notið samveru hestanna sem þið bæði elskuðuð. Þú áttir sérstakt samband við dýr og þá sérstaklega hesta. Þrátt fyrir að þú hefðir ekki lengur möguleika á að njóta þeirra til útreiða löðuðust þeir að þér, einungis vegna elsku þinnar, en þó sérstaklega hann Skjóni þinn. Einnig áttir þú einstakt samband við góða hundinn okkar, hann Gosa. Hann var ekki einungis þjónn þinn heldur einnig einn þinn besti vinur. Dýrin voru þér svo mikils virði. Ég má ekki gleyma fuglunum. Þú sakn- aðir oft fjölbreytts fuglalífs sem þú ólst upp við í Borgarfirðinum. Þá fugla sem voru heima tókstu upp á þína arma. Hröfnunum þínum gafst þú á hverjum degi og sást til þess að smáfuglarnir liðu ekki skort á vetr- um. Þú hafðir mikið dálæti á rjúpunni og vildir ekki leyfa skotveiði í landinu okkar. Nú óska ég þess að endurfund- ir verði með þér og öllum þeim dýrum sem þú hlúðir að um ævina. Ung að árum lentir þú í þeirri stöðu að vera einstæð móðir. Seinna kynnt- ist þú pabba og eignaðist með honum fjögur börn. Með honum bjóstu fyrst í Reykjavík en fluttist síðar í Dalina, fyrst í stað í Búðardal en síðar á bæ- inn okkar. Þitt ævistarf er á Smyrla- hóli þar sem þið pabbi hélduð bú um þrjátíu ára skeið. Þú varst hörkudug- leg og gekkst í öll störf við hlið pabba. Þegar ég var lítil byrjaði að halla und- an fæti hjá þér en áfram hélstu að ganga til þinna verka. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór að hjálpa þér í sokkana og skóna og halda í hönd þína þér til stuðnings. Í fyrstu gekkstu við einn staf, síðan við eina hækju, svo tvær hækjur, því næst göngugrind, þar næst varstu bundin við hjólastól og á endanum var allt tekið af þér og þú varðst rúmföst. Þessi ganga var löng og erfið og stóð í ein þrjátíu og fimm ár. Það tók þig rúm tuttugu ár að komast að því hvað amaði að og ég man vel það reiðar- slag. Ég var búsett í Lundúnum þeg- ar ég fékk þær fréttir að þú værir með ólæknandi sjúkdóm. Það var erf- iður dagur. Kjarkur þinn og barátta við MS-sjúkdóminn var aðdáunar- verður. Þú vannst þín verk og gerðir alltaf miklu meira en þú í raun varst fær um. Þrátt fyrir að vera fangi í eigin lík- ama fylgdist þú með þjóðlífi og þróun og öllu því sem fjölmiðlar og bækur gátu uppfrætt þig um. Ég hef oft hugsað að þú hefðir átt að fæðast seinna á síðustu öld til að geta orðið fræðimaður og grúskað í öllum bók- unum sem þú unnir. Þú varst af- burðagreind kona og námsmaður og mikill heimsborgari og fagurkeri. Þú fékkst þín aldrei notið á því sviði vegna þeirra aðstæðna sem þú fædd- ist inn í. Þú talaðir alltaf með blik í augum um veru þína á Reykjum í Hrútafirði því þar varst þú í essinu þínu. Menntun var eitt það dýrmæt- asta sem nokkur maður gat öðlast að þínu mati. Þú sagðir mér oft söguna um hana ömmu þína sem þú varst skírð eftir. Hvernig konum á þeim tíma var ekki leyft að læra að lesa og skrifa. Að amma þín hefði í skjóli myrkurs læðst út í fjós með biblíuna undir pilsinu og lært að lesa af henni. Hvernig hún hnuplaði kálfsblóði og fjaðurstaf til að æfa sig að skrifa við lítið eða ekkert ljós út í fjósi. Þessi mynd af langömmu minni greyptist í mitt hjarta og sagði mér allt sem segja þarf um gildi menntunar. Það er þér að þakka, mamma, að ég hef nú sjálf öðlast góða menntun en án þinna viðhorfa og stuðnings hefði það aldrei orðið. Þú elskaðir blómin og gróandann og hafðir græna fingur. Þú sagðist sjá það á blómunum þínum þegar þér leið illa. Það gleður mig mjög að nú höfum við systkinin sett niður gróður heima eins og þig dreymdi alltaf um. Þau tré munu um aldur og ævi vaxa til minn- ingar um þig. Þú varst einstaklega gjafmild og vil ég þakka þér fyrir allar fallegu, vel hugsuðu gjafirnar. Ég er svo heppin að þú, þessi ein- staka kona, ert móðir mín. Þú varst eindæma baráttukona sem barðist fram á síðasta andartak. Ég var mjög náin þér alla tíð og í þér átti ég minn besta vin. Það varst þú sem huggaðir mig, þerraðir tár mín og hughreystir mig þegar mér leið illa. Hvíl í friði, elsku mamma mín, um alla eilífð og takk fyrir allt. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Þín elskandi dóttir, Berglind. Það er erfitt að setjast niður og skrifa nokkur orð um þig. Þú varst alltaf svo heilsteypt og ákveðin í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú háðir baráttu við erfiðan sjúkdóm frá því þú áttir yngstu dóttur þína. En þú lést aldrei bugast og sýndir ætíð mik- inn dugnað er þú háðir baráttu þína við veikindin. Þú unnir fögrum hlutum og mikill dýravinur varst þú, og dýrin hændust að þér. Þú náðir að bjarga mörgum litlum lömbum á vorin með natni þinni er þau náðu sér ekki á strik. Þú studdir okkur systkinin í flestu sem við tókum okkur fyrir hendur, þó svo að þú værir ekki alltaf sammála. En þú leiddir okkur það yfirleitt með rökstuðningi fyrir sjónir, rökstuðn- ingi sem við gátum sjaldan annað en samþykkt að lokum þegar við vorum börn og unglingar. Ég hlustaði æði oft á það sem þú sagðir og sé það nú að þú hafðir oftast rétt fyrir þér. Þú kenndir manni að gefast ekki upp þó að á móti blási í lífinu, því hver þraut sem við reynum þroski mann og leiði til betri manns. Að allt það sem við reynum hafi ákveðinn tilgang sem við þurfum að ganga í gegnum og geri okkur að betri manneskjum. Það er erfitt að átta sig á því að þú, kæra mamma, sért ekki lengur hjá okkur. Að geta ekki lengur farið til þín inn í Hafnarfjörð og rætt við þig um hlutina. Sagt þér fréttirnar af þín- um nánustu sem þú spurðir ætíð um þegar við hittumst. Þú vildir alltaf fylgjast með öllu þínu fólki. Þó svo að þú gætir ekki lengur heimsótt neinn vegna fötlunar þinnar vissir þú allt sem viðkom börnum þínum og barna- börnum. Því að þannig varst þú. Þú náðir að fylgjast með öllu í kringum þig, þjóðmálum, stjórnmálum og list- um. Þú varst einstök kona. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Arndís. Elsku mamma mín. Kvöldið sem þú kvaddir þennan heim bærðust með mér blendnar til- finningar, ég fann fyrir reiði, söknuði og eftirsjá en jafnframt gleði. Reiði vegna þess að ég skil ekki hvers vegna þetta allt var á þig lagt, – sökn- uði og eftirsjá vegna svo margs og gleði vegna þess að nú hafðir þú verið leyst frá þrautum þínum sem ég get ekki skilið hvaða tilgang höfðu. Ég vissi að ég fengi ekki svör, en ég stóð samt við gluggann og horfði út í myrkrið í áttina að seinasta verustað þínum. Ég spurði samt spurninga, ég þráði svör, – ég vildi vita hvar þú vær- ir, hvernig þér liði, hvort þú værir loks orðin frjáls? Í myrkvaðri stof- unni þar sem ég stóð ein og að mér fannst yfirgefin gafstu mér svar sem sannfærði mig um að nú ertu frjáls og ert enn mér hjá. Nú veit ég að þú get- ur gert allt það sem þú hefur svo lengi þráð og yfir því gleðst ég þó að renni niður tár. Þú varst sönn hetja sem barðist áfram til að þrauka það harðneskju- lega böl sem á þig var lagt og því mið- ur voru alltof fáir sem skynjuðu hversu alvarlegt það var. Mig undrar jafnframt að nokkur maður þurfi að berjast fyrir staðfestu sinni og rétt- læti þegar þrautir og sjúkdómar fara að gera vart við sig. Það er ótrúleg reynsla að verða vitni að því að sjúk- um og þjáðum einstaklingum sé ætlað það smánarhlutverk að þurfa að sækja og berjast sjálfir fyrir öllum sínum þjóðfélagsréttindum. Þú varst sterkur og beinskeyttur persónuleiki og því óhrædd að láta skoðanir þínar í ljós. Þú tileinkaðir þér trygglyndi, fastmótaðar skoðanir og trú á það góða. Þú kenndir mér að taka eftir því sem fagurt er og vanda val mitt vel. Þú sýndir það og sann- aðir svo margoft að hægt er að una við orðinn hlut. Þú dáðir dýrin þín og blómin oft svo heitt að hjá mér örlaði á öfund. Ég veit samt að það vorum við sem stóðum þér næst. Þú varst mér svo tengd að hugurinn einn dugði fyrir skilaboð okkar á milli og ég veit að það verður ekki frá okkur tekið. Elsku mamma, ég veit að þú vakir og aðstoðar þína en ég óska þess eins að nú loks fáir þú tækifæri til að sinna öllum þínum hugðarefnum sem þú gast ekki sinnt meðan jarðvist þín varaði. Mörg minningabrot hafa leit- að á hugann og eitt af því sem hefur rifjast upp er hversu mikið þú hélst upp á stjórnmálamanninn og skáldið Vilmund Gylfason. Áhuga þinn á ljóð- um hans átti ég oft erfitt með að skilja. Nú tel ég að þú hafir svo auð- veldlega skynjað meiningu þeirra og dáðst að einurð hans og einlægni þar sem hann fjallaði um ástina, lítil- magnann og dauðann. Þú hefur ef- laust fundið þar ákveðna samsvörun. Að lokum vil ég þakka þér fyrir allt það sem þú gafst mér og kenndir í blíðu og stríðu. Minning þín vari. Þessar síðustu nætur voru engin orð sögð en hrímköld augu þeirra slökktu á einasta lífskertinu. Þessar síðustu nætur voru daprar, lífssnauðar. – – – Og að kvöldi hins síðasta dags axlaði hann vætumþykju sína og hélt út í nóttina. Úr myrkrinu hvarflar bitur hugur til þessara síðustu nátta. (Vilmundur Gylfason.) Þín dóttir, Laufey. Elsku amma mín. Núna hefur þú kvatt okkur og við vitum að þú ert komin á góðan stað eftir þín erfiðu veikindi sem þú hefur þurft að berjast við. Þitt sterka hjarta hefur gefist upp. Ég veit að þau rúm þrjátíu ár sem þú hefur barist við sjúkdóm þinn hafa bæði verið kvala- full og erfið. Þú hefur mátt þola mikið. Það er mjög sárt að missa þig en ég veit að líklega var það best fyrir þig því nú hefur þú losnað undan þján- ingum þínum. Að lokum vil ég segja þetta: Núna hef ég kvatt þig og þú mig. Þú munt yfir mér vaka, það er við engan að saka. Þín Heiðdís Rós. Elsku amma. Ég kom oft að heimsækja þig með mömmu minni. Það var stundum erf- itt fyrir mig að sjá hvað þú varst mikið veik. Ég spurði mömmu einu sinni af hverju þér batnaði ekki og færir aftur heim til afa. Mamma sagði að þú vær- ir með svo erfiðan sjúkdóm sem myndi aldrei batna. Ég veit hvað mömmu minni þótti vænt um þig og ég reyni svo mikið að hugga hana. Elsku amma, ég vildi að ég hefði getað notið samveru þinnar betur en við eigum eftir að hittast seinna. Ég er svo ánægð með nafnið mitt og segi til nafns með miklu stolti. Þú veist hvernig það er að þurfa alltaf að end- urtaka tvisvar til þrisvar nafnið sitt. Ég reyni því að segja það eins skýrt og ég get. Elsku amma mín, ég veit að þér þótti vænt um mig og varst stolt af mér. Ég elska bækur, blóm, fugla og hesta eins og þú. Ég meira að segja sofna með bækurnar mínar allt í kringum mig eins og þú gerðir svo oft á árum áður. Mér finnst líka gaman að fara í búðir eins og þér þótti. Ég sakna þín mjög mikið. Bless amma, þín Finndís. Elsku amma. Ég fór stundum með mömmu til þín. Ég hef svo oft verið mikið lasinn síðan ég fæddist að ég kynntist þér minna en ella, en alltaf kvaddi ég þig með kossi. Ég veit að þú hafðir miklar áhyggjur af mér og að þú baðst fyrir mér á hverju kvöldi. Þú vissir að þeim bænum var svarað. Þú sagðir mömmu minni að ég myndi spjara mig í fram- tíðinni og það ætla ég svo sannarlega að gera. Takk, amma mín, fyrir allar fallegu bænirnar þínar og megi Guðs englar taka þig í sinn hóp. Þinn Jens Arinbjörn. FINNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sambýliskonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR GESTSDÓTTUR, Njörvasundi 12. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir frábæra umönnun. Hilmar Björnsson, Ragnhildur Guðbrandsdóttir, Rúnar Guðbrandsson, Sigríður Elfa Sigurðardóttir, Kristín Björg Hilmarsdóttir, Björn Haraldur Hilmarsson, Guðríður Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, frænka og mágkona, HALLDÓRA HJÁLMARSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 10. október. Sigfús Valdimarsson, Janet Heller Hape, Dave Hape, Peter Hjálmar Frendzel, Carla Frendzel, Landsiv Heller, Adam Heller, Lilja Kristjánsdóttir, Halldóra Kristín, Kristín Valdimarsdóttir, Margrét Guðrún Valdimarsdóttir, Ari Leó Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.