Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 33 FYRIR tæplega þremur áratugum var hafin innflutningur á holdasæði til hreinræktunar á holdakyni til nautakjötsframleiðslu í Hrísey. Þessi innflutningur hefur kostað umtalsvert fé og ekki síst tíma til að komast í gegnum það einangrunarferli sem er í gildi varð- andi innflutning á erfðaefni. Markmiðið var að auka fjölbreytni í íslenskum landbúnaði, og einnig að geta boðið upp á úrvals nautakjöt. Þessi inn- flutningur og öll sú vinna sem í hann hefur verið lögð og þau verðmæti sem hann hefur skapað er nú í hættu vegna mjög erfiðra skilyrða sem eru í nautakjötsframleiðslu. Á Íslandi eru hópur bænda sem eingöngu stundar holdanautakjötsframleiðslu og hafa þeir með veikum mætti verið að benda á sérstöðu sína og í raun verið að berjast fyrir tilverurétti sínum. Þessir bændur framleiða um 90% af því kjöti sem fer í úrvalsflokk. Aðeins um 10% af landsframleiðslu ung- nautakjöts fer í þennan flokk. Á ráðstefnu um málefni nauta- kjötsframleiðenda sem haldin var í apríl 2002 gerði Runólfur Sig- ursveinsson nautgriparækt- aráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands ítarlega grein fyrir stöðu holdanautakjötsbænda. Í hans út- reikningum kemur fram að 60 kúa bú hafi launagreiðslugetu upp á 146.000 króna á ári. Á síðastliðnum tíu árum hefur verð til bænda lækkað um 50%. Á tímabilinu frá 1997 til 2002 hefur smásöluverð hækkað um 25%. Hold- anautakjötsbændur njóta engra beinna styrkja frá ríkinu en eru í samkeppni við mjólkurframleiðendur sem leggja til 50% af kjötframleiðsl- unni (nautgripakjöti) í landinu með kýrkjöti og kjöti sem er fylgiafurð mjólkurframleiðslunnar. Mikill hluti af hinum helmingi framleiðslunnar kemur frá mjólkurframleiðendum sem hafa nautakjötsframleiðslu sem hliðarbúskap við mjólkurframleiðsl- una. Þetta er í sjálfu sér hið besta mál en skekkir mjög samkeppnistöðu þeirra holdanautakjötsframleiðenda sem ekki njóta beinna styrkja eða annars opinbers stuðnings. Bændur sem sérhæfa sig í holdanautakjöts- framleiðslu standa höllum fæti gagn- vart þeim bændum sem fá styrki til að framleiða mjólk en skila nauta- kjöti sem fylgiafurð og stunda sumir nautakjötsframleiðslu sem hlið- argrein við mjólkurframleiðlu. Það er augljóst að styrkurinn er ætlaður sem framleiðslustyrkur fyrir mjólk en nýtist einnig í nautakjötsfram- leiðslu í samnýtingu véla, tækja, ræktun og í húsnæði enda er ekki farið fram á aðgreiningu í bókhaldi og reyndar erfitt að framkvæma það. Á vegum landbúnaðarráðherra og Landsambands kúabænda (LK) var starfandi vinnuhópur til að fjalla sér- staklega um þá bændur sem ein- göngu stunda nautakjötsframleiðslu og skilaði þessi nefnd áliti í janúar á þessu ári. Meginniðurstaðan var að vera með tvenns konar stuðning, annarsvegar stuðning á holdakýr (móðurdýr) og hinsvegar stuðning við innlagt kjöt í úrvalsflokk. Málið hefur síðan beðið eftir afgreiðslu landbúnaðaráðherra og endanlegrar afgreiðslu ríkistjórnar. Það gerist hinsvegar ekkert og það virðist eins og að málið snúist um útfærslu á þessum stuðningi frekar en að vilj- ann vanti til að klára málið. Eitthvað hefur þetta mál flækst fyrir Landssambandi kúabænda. Þeir eru greinilega ekki sáttir við álit vinnuhópsins sem skipaður var af LK og landbúnaðarráðherra. Þeir hafa tafið málið í öðrum tilgangi en að koma til móts við þá framleiðendur sem verst standa. Þeir halda sig hins- vegar fast við þá afstöðu að miða stuðninginn eingöngu við innlagt kjöt í úrvalsflokk. Ágallar þessarar tillögu er að hún samrýmist ekki hug- myndum hloldnautakjötsframleið- enda varðandi stuðning við greinina. Ef skoðaður er stuðningur innan ESB, og í Noregi sem er utan ESB kemur í ljós að stuðningur er með fleiri en einum hætti hjá hverri þjóð. Þó virðist stuðningur við „móðurdýr“ vera í grunninn en til viðbótar eru ýmsar aðrar útfærslur. Í Noregi eru t.d. mjólkurkýr og holdakýr með jafnan styrk. Sammerkt er þó að tryggja tekjur framleiðenda sem sér- hæfa sig í nautakjötsframleiðslu. Hugmynd vinnuhóps ráðherra og LK er hægt að útfæra þannig að tryggt sé að það verði ekki skilgrein- ingarvandi hvað sé holdakýr (móð- urdýr) og hvað ekki. Ráðunautar búnaðarsambandanna geta t.d. vott- að tilvist holdakúa (móðurdýra). Bændur framleiða ekki mjólk með holdakúm frekar en kjúklinga með varphænum eða lambakjöt með ull- arfé. Allt tal um að ekki sé hægt að miða stuðningin við holdakýr (móðurdýr) er til að flækja þetta mál. Svo virðist sem að LK leggi allt upp úr því að láta tillöguna alls ekki taka sér- staklega á vanda holdanautakjöts- framleiðenda, en taka frekar til gæðaátaks almennt í nautakjöts- framleiðslu. Við erum alveg tilbúnir í þá um- ræðu, en fyrst þarf að rétta hlut þeirra sem eingöngu stunda gæða- framleiðslu á kjöti með holdakúm (móðurdýr). Sú barátta er upp á líf og dauða þessa stundina fyrir þá bænd- ur. Það þarf að jafna samkeppn- isstöðu þeirra gagnvart öðrum fram- leiðendum sem geta nýtt sér stuðning við framleiðslu á mjólk óbeint í nautakjötsframleiðslunni. Þetta er réttlætismál og ætti að hafa forgang í þessari umræðu. Núverandi stuðningskerfi í land- búnaði verður að hafa það að mark- miði að mismuna ekki framleið- endum enda ekki löglegt. Meginkrafa þeirra framleiðenda sem sérhæfa sig í holdanautakjötsframleiðslu er að jafna samkeppnisstöðuna og að þess- ir bændur njóti sambærilegs stuðn- ings og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Landbúnaðarráðherra hefur lagt grunninn að þessari vinnu og það er hér með vinsamleg ósk um að hann taki þetta mál sunnlenskum vík- ingatökum og afgreiði málið í anda tillagna frá vinnuhóp sem hann skip- aði á sínum tíma. Það eru e.t.v. ekki margir bændur sem eiga allt sitt und- ir hans ákvörðun en það er óþarfi að tefja afgreiðslu þessa máls þess vegna. Það er einnig kominn tími til að Landssamband kúabænda fylgi þessu réttlætismáli eftir af fullri ein- urð fyrir hönd þeirra framleiðenda sem sérhæfa sig í framleiðslu á gæða nautakjöti með notkun holdakúa. Þeir bændur sem sérhæfa sig í gæða- framleiðslu á kjöti tilheyra LK. Þeir eiga kröfu á, og verða geta treyst að hagsmunasamtök þeirra skilji þeirra sérstöðu. Ef LK er ekki tilbúið að viðurkenna vanda holdanautakjöts- framleiðenda í afstöðu sinni til stuðn- ings nautakjötsframleiðenda þá verða þessir bændur að skoða aðra möguleika til að tryggja hagsmuni sína. Hin hliðin á nautakjötsframleiðslu Eftir Kristin Björnsson Höfundur er framleiðandi holdanautakjöts. NEYÐARÁSTAND ríkti í tölvumálum allra grunn- skóla Reykjavíkur í upphafi skólaársins. Það sama var upp á teningnum haustið 2002 en þá var gerð sú breyt- ing að allir netþjónar skólanna voru af- tengdir og settur upp einn miðlægur á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Þetta þurfti síðan að endurtaka aftur núna í sumar en samt sem áður kom fljótlega í ljós að kerfið virkaði ekki og er það enn ekki komið í viðunandi horf. Dýrmætur tími farið forgörðum Eins og gefur að skilja hefur svona ástand áhrif á allt skólastarfið eins og fram kemur í erindi frá kennarar- áði eins skóla borgarinnar til fræðsluráðs Reykjavíkur: „Dýrmætur undirbúningstími kennara hefur farið for- görðum vegna ástandsins. Kennararáð beinir því til fræðsluráðs að hugað verði að því á hvern hátt hægt er að bæta tölvuaðgengi þannig að viðunandi verði. Eink- um biðja kennarar um að reynt verði að velja tíma til breytinga á tengingum og uppsetningu tölva þannig að ekki komi enn einu sinni til þess að skólabyrjun verði jafn erfið og undanfarin ár.“ Heyrst hefði hljóð úr horni! Eftir þessar miklu breytingar, þ.e.a.s. hremmingarnar hinar seinni, kom í ljós að kerfið virkaði ekki sem skyldi og tölvunotkun var í molum allt til 17. september en þá höfðu nemendur verið 18 daga í skólanum og kennarar í 23 daga með ónothæft tölvukerfi. Ástandið er ekki enn komið í lag, kennsluforrit eru ónothæf svo og önnur vinnuforrit þar sem ekki hefur gefist tími til að gera þau nothæf vegna annarra verkefna. Var nauð- synlegt að framkvæma þessar miklu breytingar á starfstíma skólanna? Ég get rétt ímyndað mér hvernig ástandið hefði verið í Ráðhúsi borgarinnar ef tölvu- kerfið hefði legið niðri í rúmar þrjár vikur í miðri vinnu við gerð starfs- og fjárhagsáætlana! Ætli þá hefði ekki heyrst hljóð úr horni? Sjálfstæði í orði – miðstýring á borði Einnig er mikilvægt að fá rök fyrir því hvers vegna ástæða þótti til að gera þetta allt miðlægt og hvort ekki megi draga í efa að Fræðslumiðstöð Reykjavíkur anni þessu mikilvæga verkefni. Eru stjórnendur Fræðslu- miðstöðvar í nægilega góðum tengslum við tölvuum- sjónarmenn skólanna og er hlustað á skoðanir þeirra sem vinna við tölvukost skólanna daglega? Ekki skortir stefnumörkun um aukið sjálfstæði skólanna en einn ágætur skólastjóri orðaði það þannig við mig um dag- inn að sjálfstæðið væri svo sannarlega í orði en mið- stýring á borði. Hvers vegna og hvað kostar þetta? Fjölda spurninga er ósvarað. Hver var t.d. aðalástæða þess að fara í þær miklu breytingar á netkerfi skólanna haustið 2002 að aftengja alla netþjóna skólanna og setja upp einn á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur? Og af hverju í ósköpunum varð að endurtaka þetta núna í haust? Getur verið að sú vinna sem fór fram sumarið og haustið 2002 hafi verið ónothæf og þar af leiðandi kost- að Reykvíkinga tugi milljóna króna? Að lokum er rétt að fá við því skýr svör hvað þetta hafi nú allt saman kostað. Eitt stærsta tölvukerfi landsins á að virka! Ég varpaði þessum spurningum fram á fundi borg- arstjórnar um daginn en fyrrverandi borgarstjóri mótmælti og sagði þær ekki eiga þar heima! Ég mun svo sannarlega fylgja þeim eftir og krefjast svara. Tölvukerfi grunnskólanna í Reykjavík er eitt stærsta tölvukerfi landsins og að sjálfsögðu er mik- ilvægt að kerfi sem þjónustar hátt á annan tug þús- unda notenda standi undir nafni og verki eins og því er ætlað. Ástand í tölvumálum! Eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkj- unnar. Bæna– og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bæna- stund. Allir velkomnir. Opinn 12 spora fund- ur kl. 19 í neðri safnaðarsalnum. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á sanngjörnu verði að helgistund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgara starf. Opið hús miðvikudaginn 15. okt. kl. 14–16. Sr. Sigurður Árni Þórðarson,. Lilja Kristjánsdóttir, Sigríður Norðkvist og Lýður Benediktsson skemmta. Kaffiveitingar. All- ir velkomnir. Bílferð fyrir þá sem þess óska. Upplýsingar veitir Dagbjört í síma 510 1034 og 510 1000. Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. . Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Laugarneskirkja. TTT-starfið kl. 16:15. (5.–7. bekkur). Umsjón Þorkell Sigurbjörns- son, Sigurbjörn Þorkelsson og Andri Bjarna- son. Fullorðinsfræðsla Laugarneskirkju kl. 19:30. Sr. Bjarni Karlsson ræðir um um hugsjón þjóðkirkjunnar í samfélagi nú- tímans. Gengið inn um dyr bakatil á aust- urgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 20:30. Þorvaldur Halldórsson leiðir lof- gjörðina við undirleik Gunnars Gunnarsonar á flygilinn og Hannesar Guðrúnarsonar sem leikur á klassískan gítar. Gengið er inn um aðaldyr kirkju, eða komið beint inn úr Full- orðinsfræðslunni. Neskirkja: Fermingarfræðsla kl. 15:00. Vetrarnámskeið. Litli kórinn – kór eldri borg- ara kl. 16:30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir velkomnir. Alfa-námskeið kl. 19. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16:00. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17:30. Árbæjarkirkja. Kl. 10 foreldramorgnar í safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börn- um í Ártúnsskóla. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 19.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja: Kirkjustarf aldraðra. Haust- ferð til Eyrarbakka. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 11.30. Ekið til Eyrarbakka. Helgistund í kirkjunni þar. Skoðuð söfn og útihreyfing ef veður leyfir. Hlaðborð í „Hafinu bláa“ við Óseyrarbrú. Heimferð um kl. 17. Verð kr. 2.000. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17– 19. KFUM&K fyrir 10–12 ára börn kl. 17– 18.15. Húsið opnað kl. 16.30. Alfanám- skeið kl. 19, hvernig og hvers vegna að lesa biblíuna? Fræðslu annast sr. Magnús B. Björnsson. (Sjá nánar www.digranes- kirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Strákastarf fyrir stráka í 3.–7. bekk kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar. Opið hús kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar, alltaf eitthvað gott með kaffinu. Kirkjukrakkar með börn á aldr- inum 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æskulýðs- félag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í Graf- arvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur prestar kl. 9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgnar í Safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3, kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12. SELA yngri deild kl. 20–22. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í dag kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10–12 ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmtilegar stundir fyrir hressa krakka. Æskulýðsfélagið (Meg- as) heldur vikulegan fund kl. 19.30–21 í kvöld. Umsjón með starfi þessara hópa hafa Anna Hulda Einarsdóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er op- ið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22 er op- ið hús fyrir unglinga 13–15 ára. Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16. Spilað og spjallað. Nanna Guðrún mætt aftur eftir frí galvösk að vanda. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 kirkjuprakkarar, 6–8 ára krakkar í kirkjunni. Við höldum áfram með bænabókina og bætum einni bæn á bænasnúruna. Einnig verða söngur, leikir og ný biblíumynd. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Kl. 16 Litlir lærisveinar Landakirkju. Kóræfing hjá yngri hóp 1.–4. bekkur. Þátttaka ókeypis. Kórstjóri Joanna Wlaszcsyk, umsjónarmað- ur Sigurlína Guðjónsdóttir. Kl. 17. Litlir læri- sveinar Landakirkju. Kóræfing eldri hóps, 5. bekkur og eldri. Þátttaka ókeypis. Kór- stjóri Joanna Wlaszcsyk, umsjónarmaður Sigurlína Guðjónsdóttir. Kl. 20.30 kyrrðar- stund í Landakirkju. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og organisti Guðmundur H. Guðjónsson. Góður vettvangur frá erli hversdagsins. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur opinn kl. 10– 12 og 13–16 með aðgengi í kirkjuna og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vik- unnar. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi: Kl. 15.10–15.50, 8. IM og 8. J. í Myllubakkaskóla, kl. 15.55–15.35, 8. SV í Heiðarskóla og kl. 16.40–17.20, 8. VG í Heiðarskóla. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir velkomn- ir. AD KFUK í Vindáshlíð. Fundur í kvöld kl. 20. Samanburður á skáldskap sr. Hall- gríms Péturssonar og norska skáldsins Pet- ter Dass. Margrét Eggertsdóttir cand. mag. fjallar um efnið. Hugvekja Gyða Karlsdóttir. Allar konur velkomnar. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Ferm- ingarfræðsla kl. 15. Hópur 2 (Lundarskóli). Glerárkirkja. Kyrrðarstundir á þriðjudögum kl. 18. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 18.30 Mannakorn fyrir 6. og 7. bekk. Safnaðarstarf NÆSTKOMANDI fimmtudag, 16. október 2003 mun Gunnur Róberts- dóttir sjúkraþjálfari flytja stutt er- indi og kynna æfingar á for- eldramorgni Háteigskirkju um líkamsbeitingu við umönnun barna og grindarbotnsæfingar. Fræðslan verður túlkuð á táknmál. Foreldramorgnar eru í safn- aðarheimili Háteigskirkju alla fimmtudaga frá 10.00 til 12.00. Fræðsluinnlegg eru fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði frá 10.30. Fast- ur liður í dagskrá foreldramorgna er helgistund í umsjón sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Umsjón með foreldramorgnum Háteigskirkju hefur Þórdís Ás- geirsdóttir og gefur hún frekari uppl. í síma 511 5405. Nánari uppl. er einnig að finna á heimasíðu Há- teigskirkju, hateigskirkja.is Fræðsla um lík- amsbeitingu við umönnun barna KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.