Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. N orðurskautssvæðið gegnir í auknum mæli hlutverki heilsuvogar jarðar, að mati sérfræð- inga í byggða- og um- hverfismálum á norð- lægum svæðum. Því telja þeir, að vekja þurfi betur athygli heims- byggðarinnar á áhrifum mengunar á lífsskilyrði íbúa þessara svæða og þeim áhrifum sem lofts- lagsbreytingar eru þegar farin að hafa og munu fara vaxandi. „Hvað umhverfismál varðar eiga þær breyt- ingar sem verða á jörðinni sér ætíð stað fyrst á norðuarskautssvæðinu. Þar má því sjá skyndi- mynd af framtíð jarðarinnar,“ segir Sheila Watt- Cloutier, varaforseti Norðurskautsráðstefnu inúíta (ICC) og forseti Kanadadeildar samtak- anna. „Inúítar taka nú orðið stóran þátt í alþjóð- legum málefnum. Á undanförnum fimmtán ár- um, eða svo, hafa ráðandi öfl í heiminum komið í túnfótinn hjá okkur.“ Og loftslagsbreytingarnar eru ekki einungis kenning, heldur Watt-Cloutier áfram. „Þær eru raunveruleiki og þær eru mjög hraðar. Jöklar bráðna. Sífrerinn er að hverfa, með þeim afleið- ingum að það þarf að færa hús og jafnvel byggð- arlög. Þetta hefur gerst svo skyndilega að jafnvel vísindamennirnir eru furðu lostnir. Þetta hefur gerst mun hraðar en þeir höfðu reiknað með.“ Undir þetta tekur Peter Johnson, stjórnarfor- maður Kanadísku heimskautanefndarinnar og prófessor við landafræðideild Háskólans í Ott- awa. „Það eru þegar farnar sjást miklar breyt- ingar á mynstrinu í ferðum flökkudýra og á því hvaða dýr er að finna á norðurskautssvæðinu. Fólkið sem býr þar er farið að kvarta yfir því að ókunnug skordýr skjóti upp kollinum og ýmsar plágur að sunnan séu farnar að berast norður.“ „Áfall fyrir heimsbyggðina“ Áætlað er, að á næsta ári verði birtar niður- stöður mats á áhrifum loftslagsbreytinga á norð- urslóðum og möguleikum á viðbrögðum við þeim, en þetta mat er unnið á vegum Norður- skautsráðsins, sem Kanada, Rússland, Banda- ríkin og Norðurlöndin eiga aðild að, auk samtaka frumbyggja á norðurslóðum. Um 300 vísindamenn hafa unnið að gerð mats- ins, en einnig hafa athuganir margra frum- byggja verið teknar með í reikninginn, að sögn Watt-Cloutier. „Þarna fer saman vestræn þekk- ing og þekking frumbyggja.“ Niðurstöðurnar verða lagðar fyrir umhverf- isráðherra aðildarríkja ráðsins, og verða þær „stærsta vísindarit sem litið hefur dagsins ljós“, segir Watt-Cloutier. „Og ég held að niðurstöð- urnar muni verða mikið áfall fyrir heimsbyggð- ina – þegar ljóst verður hversu alvarlegt og knýj- andi ástandið er.“ Johnson segir að matið sé ekki byggt á nýjum rannsóknum heldur byggist það á athugunum á niðurstöðum rannsókna sem þegar hafi verið gerðar. „Meginniðurstöðurnar eru þær, að þær spár, varðandi loftslagsbreytingar á norður- skautssvæðinu, sem lagðar hafa verið fram und- anfarin tíu ár, eigi við góð rök að styðjast.“ Ennfremur segir Johnson, að fram komi, að umtalsverðar vísbendingar séu um breytingar í vistkerfinu, bæði hvað varðar gróðurfar og dýra- líf. „Spár um breytingar á ísþekju og jöklum eru taldar vera að öllum líkindum réttar. Þróunin í þessum breytingum sé afgerandi.“ Erfiðara sé þó að gefa afdráttarlaus svör um hvaða tíma breytingarnar taki. „Við vitum því ekki hvort norðurskautssvæðið verður orðið ís- lau En W ins útd inn ið u birn seg reið m.a Þ stjó ma um stö Heilsuvog jarðar Á næsta ári á að leggja fram niðurstöður úr mati á áhrif- um loftslagsbreytinga á norðurslóðum og möguleika á viðbrögðum við þeim. Kristján G. Arngrímsson kynnt- ist viðhorfum kanadískra sérfræðinga í málefnum norðurskautssvæðisins og íbúa þess. SHEILA Watt-Cloutier, varaforseti Norðurskautsráð forseti Kanadadeildar samtakanna, sýnir erlendum fr tjaldið sitt, sem er að hefðbundnum inúítasið, skammt er á Baffinseyju og er höfuðstaður kanadíska landsvæ Tjaldið hefur hún uppi á sumrin og kveðst oft gista þa og lítið himnaríki. Ég þarf nauðsynlega að njóta lands „Þarf að njót INÚÍTAR hafa nú í auknum mæli snúið sér að umhverfi sínu í leit að styrk og leiðsögn við að ná aftur tökum á því sem þeir hafa glatað á undanförnum 50-100 árum með þeim hröðu breytingum sem orðið hafa. Ég nota gjarnan sjálfa mig sem dæmi, því að ég er ein margra inúíta sem voru aldir upp á mjög hefðbundinn hátt. Fyrstu tíu ár ævinnar ferðaðist ég ekki á annan hátt en á hundasleða. Þegar ég var barn var ekki önnur farartæki að hafa. En núna flýg ég í júmbóþotu til Suður-Afríku til að taka þátt í samningaviðræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þetta sýnir þá ótrúlegu umbyltingu sem orðið hefur á hlutskipti okkar á tæpum fimmtíu árum. Þessum breyttu háttum hefur fylgt ringulreið og ör- vænting, með snaraukinni tíðni sjálfsvíga, fíkniefnaneyslu og áfengissýki. Við vorum fullkomlega sjál okkar eigin samfélagsgerð, menntakerfi og hagslífið var blómlegt og byggðist á menni En nú eru við orðin háð fíkniefnum, stofnu líku. Við erum að reyna að stöðva þessa þróun því hvað hefur komið fyrir. Hvernig stendu um nú farin að vinna sjálfum okkur og börn með þessum hætti? Sú var tíðin að skrifaða uppeldisaðferðir Inúíta, sem þóttu eftirbre eru skrifaðar bækur um það hvernig við m um okkar. En þetta er afleiðing örvænting Okkur er nú að lærast, að sá kraftur sem menningunni og veiðunum er einmitt það s Frá hundasleða ti Sheila Watt-Cloutier segir frá umbyltingunni á hlut GEGN VÆNDI Þrælahald heyrir í huga flestra ekkitil síðustu aldar heldur aldarinnarþar áður. Engu að síður er það svo að í upphafi 21. aldar er talið að árlega gangi á milli 800 og 900 þúsund manns kaupum og sölum. Viðskipti þessi er ekki hægt að kalla neitt annað en þrælasölu. Stór hluti þessa fólks – flest konur og börn – endar í vændi og á sér enga útleið. Vændi er vandamál um allan heim, sama hvort litið er til Asíu, Ameríku eða Evrópu. Vændi er ekki spurning um framboð og eftirspurn. Vændi leggur líf í rúst. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um að gera það refsivert að kaupa vændi. Í frumvarpinu er kveðið á um að það varði allt að tveggja ára fangelsi að greiða fyrir kynlífsþjónustu og hver sá sem hafi tekjur af milligöngu um vændi annarra skuli eiga yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. Um leið og það yrði gert refsivert að kaupa vændi yrði ekki lengur refsivert að stunda vændi til framfærslu. Flutningsmenn frumvarps- ins eru Kolbrún Halldórsdóttir, Anna Kristín Gunnarsdóttir og Ásta R. Jó- hannesdóttir, en að því standa þingkonur allra flokka á þingi nema Sjálfstæðis- flokks. Í Svíþjóð voru sett lög af svipuðum toga árið 1999. Þar varðar brot allt að sex mánuðum í fangelsi og tæplega 200 þús- und króna sekt. Fyrstu tvö árin, sem lög- in voru í gildi, voru rúmlega 100 menn dæmdir fyrir að brjóta þau. Vænd- iskonum hefur fækkað um allt að helm- ing í Svíþjóð og talið er að viðskiptavin- um hafi fækkað enn meira. Einnig er talið að mun minna sé um það að konum sé komið ólöglega inn í landið til að stunda vændi. Lögin í Svíþjóð voru um- deild á sínum tíma og eru enn, en þau hafa vakið athygli og hefur meðal annars komið upp umræða í Skotlandi um það hvort þar í landi eigi að fara „sænsku leiðina“. Það er misskilningur að vændi sé sam- skipti tveggja jafnsettra einstaklinga. Þorri þeirra kvenna, sem eru í vændi í Evrópu, á sér enga undankomuleið. Þær koma yfirleitt úr sárri fátækt, iðulega frá ríkjum Austur-Evrópu. Flestar koma frá Moldóvu. Fórnarlömbin eru blekkt með auglýsingum með fyrirheitum um vinnu og er örbirgðin slík að ekki þarf mikið til. Um leið þær hafa bitið á agnið og hafa verið fluttar úr landi eru vegabréfin tek- in af þeim og þeim haldið nauðugum. Þær sem bjargast þurfa að búa við hina skelfilegu lífsreynslu það sem eftir er ævinnar. Vændi hefur verið líkt við morð, nema fórnarlamb vændis þarf ólíkt hinum myrta að lifa með afleiðing- um verknaðarins. Sérfræðingar segja að hinar sálrænu afleiðingar séu þær sömu og hjá þolendum annars kynferðisof- beldis. Vændi verður ekki upprætt í einni svipan, en leita verður allra leiða til að stöðva þrælahald nútímans. Vændi er stundað um allan heim og samkvæmt skýrslu, sem Sólveig Pétursdóttir lét gera í dómsmálaráðherratíð sinni, er vændi af ýmsum toga stundað á Íslandi, þar á meðal gegnum milliliði og skipulagt vændi, sem tengist nektardansstöðum. Vændiskona er ekki að bjóða upp á þjónustu með sama hætti og nuddari býður upp á nudd eða bóksali finnur bók fyrir viðskiptavin. Vændiskona er ekki að stunda atvinnuna, sem hana dreymdi um frá því að hún var lítil stelpa. Hér á landi hefur vændi aldrei verið viður- kennt og það er við hæfi að Íslendingar verði í fararbroddi í því að stemma stigu við þeirri mannfyrirlitningu sem býr að baki vændi. Það verður meðal annars gert með því að gera þetta frumvarp að lögum. ÞORSKASTRÍÐIN OG SÖGUSKÝRINGAR Í Morgunblaðinu í gær birtist viðtal viðbrezkan sagnfræðiprófessor, Alan S. Milward að nafni, sem hélt erindi í Há- skóla Íslands um lítil þjóðhagkerfi og Evrópusambandið. Í frásögn af samtal- inu við brezka sagnfræðinginn kemur fram, að hann hafi rannsakað sérstak- lega stöðu Íslands í síðasta þorskastríði og síðan segir: „Því velti Milward því fyrir sér, með hliðsjón af þeim gögnum, sem hann fann viðvíkjandi þessum málum, hvort Ísland hefði í þessu samningaþjarki öllu saman haft hag af því að vera innan ESB, eða hvort það hefði verið í betri aðstöðu til að verja hagsmuni sína með „fríu spili“ ... Í stuttu máli kemst hann að þeirri niður- stöðu, að eins og mál æxluðust árið 1976 hafi heppnin verið með Íslendingum og þeir fengið allt sitt fram; röð tilviljana, sem enginn hafi getað haft yfirsýn yfir hafi orðið til þess, að Bretar gáfu eftir í fiskveiðilögsögudeilunni og fríverzlunar- samningur gekk í gildi á tilsettum tíma ...Út frá þeim gögnum, sem hann hefur skoðað gerir Milward þó lítið úr þeirri söguskýringu, að hótun íslenzkra ráða- manna um að láta landhelgisdeiluna við Breta bitna á Nató-samstarfinu, jafnvel að banna NATÓ afnot af Keflavíkurstöð- inni hafi átt talsverðan þátt í því, að mál- ið leystist Íslendingum í hag.“ Þetta eru ekki sannfærandi söguskýr- ingar. Nokkrar samvirkandi ástæður gerðu það að verkum, að Íslendingar unnu að lokum sigur í öllum þorskastríð- unum við Breta. Í fyrsta lagi var þróun hafréttar okkur í hag. Í öðru lagi kunnu aðrar þjóðir í okkar heimshluta lítið að meta yfirgang Breta gagnvart okkur Ís- lendingum. En í þriðja lagi og það skiptir höfuðmáli í þessu samhengi, lögðu bandalagsríki Íslendinga og Breta innan Atlantshafsbandalagsins mikla áherzlu á, að þessum ófriði yrði lokið, sem hafði óhjákvæmilega neikvæð áhrif á sam- starfið innan bandalagsins. Í báðum þorskastríðum áttunda áratugarins höfðu forsvarsmenn Atlantshafsbanda- lagsins mikil afskipti af deilum Íslend- inga og Breta. Í síðasta þorskastríðinu höfðu íslenzk stjórnvöld ekki uppi „hót- anir“ gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Hins vegar var forráðamönnum banda- lagsins auðvitað ljóst, að í pólitískum átökum hér innanlands notuðu andstæð- ingar aðildar okkar að Atlantshafs- bandalaginu og veru varnarliðsins hér landhelgisdeiluna óspart til þess að grafa undan stuðningi íslenzks almennings við aðild okkar að bandalaginu og við varn- arsamninginn við Bandaríkin. Og náðu töluverðum árangri veturinn 1976. Þess vegna var forráðamönnum Atl- antshafsbandalagsins og ráðamönnum í Washington mjög í mun að deilan leystist og hafa áreiðanlega lagt mjög að Bretum að semja við okkur. Kalda stríðið stóð sem hæst á áttunda áratugnum og raun- ar einnig á sjötta áratugnum, þegar fyrstu landhelgisdeilurnar tvær stóðu yfir, og það skipti máli, að ekkert ryfi samstöðu aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins. Það þarf ekki miklar eða djúpstæðar sögurannsóknir til þess að sjá að þau at- riði, sem hér hafa verið nefnd stuðluðu að sigri okkar í þessum deilum. Evrópu- sambandið kom þar ekki við sögu og skipti engu máli í þessu sambandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.