Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF HÁAR skuldir, miklar fjárfestingar og hörð samkeppni á kjúklingamark- aði eiga mestan þátt í að Móar, annar stærsti framleiðandi kjúklinga á Ís- landi, stendur núna frammi fyrir kröfum frá lánadrottnum sínum um gjaldþrot. Stjórnendur Móa vinna að því að forða fyrirtækinu frá gjald- þroti, en nýverið sneri Hæstiréttur við úrskurði héraðsdóms, en það þýð- ir að nauðasamningar, sem 69,5% kröfuhafa samþykktu, eru úr sög- unni. Fjárhagsstaða Móa hefur í nokkur ár verið mjög erfið. Eigið fé fyrirtæk- isins var neikvætt á árinu 2000 og það ár tapaði það 33,4 milljónum króna. Endurskoðandi segir árið 2000 í ársreikn- ingum Ferskra kjúk- linga, sem framleiddi Móakjúkling: „For- senda fyrir áfram- haldandi rekstri byggist á því að unnt verði að bæta rekst- urinn verulega og afla félaginu fjár með lántökum, nýju hlutafé eða á annan hátt.“ Staðan versnaði enn á árinu 2001. Mó- ar, sem þá höfðu tek- ið yfir rekstur Ferskra kjúklinga, töpuðu 241 milljón það ár og eigið fé var um áramót neikvætt um 244 milljónir. Skuldir höfðu aukist úr 762,7 millj- ónum í 1.222 milljónir, en hafa ber í huga að búið er að færa skuldir Ferskra kjúklinga inn í ársreikning Móa. Í áritun endurskoðenda með reikn- ingnum er að finna svipaða athuga- semd og gerð var árið áður: „For- senda áframhaldandi rekstrar byggist á verulegum breytingum á rekstri og fjárhag félagsins, meðal annars að unnt verði að bæta rekst- urinn verulega og afla félaginu fjár með eignasölu, nýju eigin fé, lántök- um eða á annan hátt.“ Ársreikningur fyrir árið 2002 hef- ur ekki verið lagður fram en í úr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur um greiðslustöðvun Móa, sem fyrst var veitt í lok desember á síðasta ári kom fram að bókfærðar eignir búsins væru 1.090 milljónir en skuldir 1.442 milljónir. Kristinn Gylfi Jónsson, stjórnarformaður Móa, hefur ekki viljað gefa upp nákvæma skuldastöðu en hann hefur þó staðfest að skuldir félagsins hafi ekki minnkað á þessu ári. Þrátt fyrir að fjárhagur Móa væri afar veikur og endurskoðandi félags- ins hefði talið að forsenda fyrir áframhaldandi rekstri væri veruleg breyting á rekstri og fjárhag félags- ins fór það út í miklar fjárfestingar á árinu 2001, en þá lét félagið reisa nýtt sláturhús í Mosfellsbæ. Húsið er í eigu Landsafls, sem er dótturfélag Landsbanka Íslands, en tæki og bún- aður eru í eigu Móa. Heildarfjárfest- ingin var ekki undir 800 milljónum króna. Móar hafa auk þess staðið að uppbyggingu sem tengist aukinni framleiðslu og markaðssókn. Eigendur vélsmiðjunnar Hamars, sem kærðu nauðasamningana til hér- aðsdóms, hafa einmitt gagnrýnt að stjórnendur Móa skyldu stofna til nýrra skulda þegar þeim hefði mátt vera ljóst að möguleikar þeirra til að standa við skuldbindingarnar væru mjög takmarkaðir. Þeir vísa þar m.a. til áritunar endurskoðenda með árs- reikningi félagsins. Í greiðslustöðvun frá því í desember Móar fóru í greiðslustöðvun í des- ember í fyrra og fengu framlengingu í janúar á þessu ári. Héraðsdómur samþykkti svo í apríl að heimila fyrirtæk- inu að leita nauða- samninga. Frumvarp að nauðasamningum, sem samþykkt var í júní sl. gerði ráð fyrir að 30% skulda yrðu greiddar, en það þýddi að kröfuhafar fengju greiddar um 200 milljónir af 670 milljóna kröfum, sem féllu undir ákvæði nauðasamninga. Fulltrúi Búnaðar- bankans sat hjá við atkvæðagreiðslu um samninginn en bank- inn var meðal stærstu lánardrottna félagsins. Bankinn hafði áður lýst and- stöðu við nauðasamn- ingana. Þrír kröfuhafar, Mjólkurfélag Reykjavíkur, vélsmiðjan Hamar og Reykjagarður, sættu sig ekki við þessa niðurstöðu og kærðu hana til héraðsdóms. Héraðsdómur staðfesti nauðasamningana. Hamar og Reykjagarður ákváðu að áfrýja dómnum til Hæstaréttar sem snéri niðurstöðu héraðsdóms við. Mikið tap hefur verið hjá fyrir- tækjum í kjúklingarækt á undanförn- um árum. Reikningar stærstu bú- anna sýna að fyrirtækin töpuðu yfir 600 milljónum árið 2001. Tölur um af- komu á síðasta ári hafa ekki verið birtar, en ljóst er að tapið skiptir hundruðum milljóna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins tapaði Reykjagarður t.d. um 300 milljónum í fyrra. Ljóst er að staða fyrirtækisins er orðin afar þröng eftir að nauðasamn- ingunum var hafnað í Hæstarétti. Ekki er ljóst á hvaða forsendum þeir sem höfnuðu nauðasamningnum í sumar ættu að breyta afstöðu til nýs frumvarps að nauðasamningum. For- senda fyrir tilraun til nauðasamninga sl. vor var afstaða Búnaðarbankans, en bankinn ákvað á síðustu stundu að sitja hjá en ekki greiða atkvæði gegn nauðasamningum eins og hann hafði þó áður lýst yfir að hann myndi gera. Ef bankinn hefði ekki tekið þessa af- stöðu hefðu nauðasamningarnir verið kolfelldir. Ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að bankinn muni sitja hjá við afgreiðslu á nýju frumvarpi. Í þessu sambandi verður m.a. að hafa í huga að skuldir Móa hafa aukist frá því í vor. Mikil uppbygging á veikum fjárhags- grunni skýrir hluta vanda Móa Staða Móa er erfið Móar hafa staðið í fjárfestingum þrátt fyrir miklar skuldir og neikvætt eigið fé. Egill Ólafsson fór yfir rekstur félagsins síðustu ár, en það stendur nú frammi fyrir kröfum um gjaldþrot. egol@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Skuldir Móabúsins nema um 1.442 milljónum króna. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt Sparisjóð Hafnarfjarðar til að endurgreiða konu eina milljón króna auk dráttarvaxta og máls- kostnaðar vegna viðskipta með hluta- bréf í deCode fyrir tæpum þremur ár- um. Konan sagðist hafa komið í útibú Sparisjóðs Hafnarfjarðar í desember 2000 og beðið um að keypt yrðu í hennar nafni hlutabréf í deCode Genetics fyrir 200 þúsund krónur. Fjárhæðina hafi átt að skuldfæra af debetreikningi konunnar. Beiðnin var ekki skrifleg. Skömmu síðar hafi eig- inmanni konunnar borist kaupkvittun frá sparisjóðnum. Þar kom fram að verðbréf höfðu verið keypt á hans nafni fyrir tæpar 998 þúsund krónur með kostnaði og skuldfærð af reikn- ingi eiginkonunnar. Hjónin hafi talið að mistök hefðu átt sér stað og viljað láta leiðrétta þau. Bæði hafi upphæðin verið miklu hærri en beðið var um og bréfin keypt á röngu nafni. Konan sagði sparisjóð- inn hafa hafnað því en boðist til að selja bréfin, en þá hafi gengi bréfanna lækkað frá kaupdegi og hún hafi ekki viljað fallast á þau málalok. Ágreiningur um atburðarás Sparisjóðurinn viðurkenndi mistök við afgreiðslu kaupbeiðnarinnar hvað upphæðina varðaði. Hins vegar hafi konan beðið um að bréfin yrðu keypt í nafni eiginmanns hennar. Sparisjóð- urinn sagðist hafa í tvígang boðist til að leiðrétta mistökin eftir að þau komu í ljós en konan hafi þá viljað eiga bréfin þar sem gengi þeirra hefði hækkað. Hjónin hefðu þá getað selt bréfin með hagnaði en þau hafi ekkert aðhafst fyrr en haustið 2002, þegar sýnt var að þau höfðu stórtapað á hlutabréfakaupunum. Í dómi Héraðsdóms segir að lögum samkvæmt séu lagðar ríkar skyldur á fjármálastofnanir að geta á hverjum tíma sannað að ráðstöfun fjármuna í eigu viðskiptamanna séu í samræmi við óskir þeirra. Verði ágreiningur beri fjármálastofnunin hallann af sönnunarskorti. Sparisjóður Hafnar- fjarðar var því dæmdur til að greiða konunni tæpar 998 þúsund krónur auk dráttarvaxta og 300 þúsund krón- ur í málskostnað. Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær fast- lega gera ráð fyrir að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. SPH end- urgreiði kaup í deCode Sparisjóðurinn sagður bera hallann af sönnunarskorti EINSTAKLINGUM býðst frá og með deginum í dag möguleiki á að fá tilboð í yfirdráttarvexti sína, en hingað til hafa eingöngu fyrirtæki verið í aðstöðu til að fá tilboð í bankaviðskipti sín, að því er segir í tilkynningu frá nb.is., sem býður þessa nýju þjónustu. Tilboðsgerðin fer þannig fram að farið er inn á www.nb.is á Netinu og fólk fyllir út beiðni um tilboð án skuldbindinga. Tilboðið er síðan komið til fólks innan tveggja daga og þá getur það borið tilboðsvextina saman við þá vexti sem það er með í dag, eins og það er orðað í tilkynn- ingu bankans. Geir Þórðarson, framkvæmda- stjóri nb.is, segir að hugmyndin að því að bjóða upp á tilboð í vexti fyrir einstaklinga hafi kviknað fyrir 13 dögum. „Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að velta því fyrir okkur hvernig við gætum gert fólki grein fyrir því á einfaldan hátt hve mikið það væri að borga í vexti af yf- irdráttarlánum sínum og hvaða vægi vaxtakostnaðurinn hefur í út- gjöldum heimilisins,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið. Spurður að því hvort fólk geti gengið að því vísu að tilboð nb.is verði hagfelldara en þeir vextir sem það er með í dag segir Geir það næsta víst. „Okkar til- gáta er sú að fólki muni lítast vel á tilboðið og taka því.“ Meira í vexti en í ávexti Hann segir að miðað við 500 þús- und króna fullnýtta yfirdrátt- arheimild séu menn sem eru í við- skiptum við stóru bankana að meðaltali að borga 76 þúsund krón- ur á ári í vexti. „Fólk er eyða meiri peningum í yfirdráttarvexti en í ávexti og grænmeti til samans á ári. Við getum boðið allt að 40% lægri yf- irdráttarvexti en það sem gengur og gerist á markaðnum sem þýðir 30 þúsund minna í dæminu hér á und- an.“ nb.is er banki sem starfar ein- göngu á Netinu og rekur engin útibú. Geir segir að nb.is sé orðið fjögurra ára gamalt og reksturinn sé traustur. Hann segir að við- skiptavinir skipti þúsundum. „Við höfum vaxið hægt en örugglega.“ Halldór Bachmann, markaðsstjóri nb.is, segir að samkvæmt Gallup könnun stundi helmingur Íslendinga bankaviðskipti á Netinu en menn fái hinsvegar sjaldnast umbun fyrir að sinna sjálft sínum viðskiptum. „Hjá okkur fá menn raunverulega betri kjör fyrir það að sinna sjálft sínum viðskiptum. Viðskiptavinir stóru bankanna eru í raun að borga í gegnum vextina sína fyrir útibú sem þeir nota aldrei.“ Launareikningur ekki skilyrði Að sögn Geirs eru yfirdrátt- arvextir á almennum tékkareikn- ingum einstaklinga hjá stóru bönk- unum að meðaltali 15,25% en nb.is er með vexti á bilinu 13,75% niður í 10,95%. Spurður að því hvort að skil- yrði sé að vera með launareikning hjá bankanum til að komast í við- skipti segir Geir að það sé ekki skil- yrði, en kjörin séu óneitanlega betri ef svo er. En er tilboðsfyrirkomulagið kom- ið til að vera í starfsemi bankans? „Við ætlum að sjá hvernig við- brögðin verða við þessu áður en við tökum ákvörðun um framhaldið. Morgunblaðið/Sverrir Geir Þórðarson og Halldór Bachmann kynna nýjung í bankaviðskiptum. Nb.is gerir tilboð í yfirdráttarvextina stuðning EFTA-ríkjanna innan EES til fjárfestingar- og þróunarverkefna í einstökum aðildarríkjum Evrópu- sambandsins. Þá gerir samkomulagið ennfremur ráð fyrir því að Evrópu- sambandið felli niður tolla á frosnum síldarsamflökum frá Íslandi. Með að- ildarsamningnum eru þær aðlaganir og undanþágur sem gerðar eru á lög- gjöf Evrópusambandsins við stækk- un þess, felldar inn í EES-samning- inn og nauðsynlegar tæknilegar aðlaganir gerðar á meginmáli hans.“ Að undirritun lokinni þurfa þau 28 ríki sem hafa undirritað stækkunar- samninginn að fullgilda hann á næstu mánuðum, ásamt þeim tvíhliða yfir- lýsingum og samningum sem honum fylgja. Gert er ráð fyrir að samning- urinn öðlist gildi 1. maí á næsta ári. verjaland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvenía og Slóvakía. Í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir að samningaviðræður um stækkun EES-samningsins hafi haf- ist 9. janúar 2003 og að þeim hafi lokið 3. júlí sl. í Brussel. Niðurstaða samn- ingaviðræðnanna gerir ráð fyrir því að stofnaður verði nýr þróunarsjóður EFTA. „EFTA-ríkin innan EES, Ísland, Noregur og Liechtenstein, sam- þykktu að sömu ákvæði um undan- þágur og aðlögunartíma skyldu gilda og sem er að finna í hinum nýja aðild- arsamningi Evrópusambandsins. Með stækkunarsamningi EES er gert ráð fyrir sérstöku fjármagns- kerfi EES, þróunarsjóði EFTA, en þar er mælt fyrir um fjárhagslegan Í DAG mun Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra undirrita fyrir Ís- lands hönd aðildarsamning Evrópska efnahagssvæðisins vegna stækkunar þess. Auk hans munu ráðherrar og fulltrúar EFTA-ríkjanna innan Evr- ópska efnahagssvæðisins (EES), fulltrúar aðildarríkja Evrópusam- bandsins og framkvæmdastjórnar ESB ásamt fulltrúum hinna tíu nýju aðildarríkja ESB, undirrita samning- inn. EES-samningurinn kveður á um aðild Íslands, Liechtenstein og Nor- egs að innri markaði Evrópusam- bandsins. Með stækkunarsamningi EES bætast 10 aðildarríki við EES- samninginn sem eru hin nýju aðild- arríki Evrópusambandsins en þau eru: Tékkland, Eistland, Kýpur, Ung- Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Undirritar aðildarsamn- ing EES vegna stækkunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.