Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Runólf-ur Sigurðsson fæddist í Reykjavík 6. júní 1929. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut föstu- daginn 3. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þórunn Guðmunds- dóttir, f. 5. desember 1910, d. 30. desem- ber 1984, og Sigurð- ur M. Þorsteinsson, f. 25. febrúar 1913, d. 3. janúar 1996. Sigurður ólst upp hjá afa sínum og ömmu, þeim Guðmundi Vigfús- syni, f. 24. nóvember 1872, d. 17. september 1948 og Þórunni Run- ólfsdóttur, f. 13. apríl 1876, d. 19. apríl 1944. Einnig var hann alinn upp af móðursystur sinni, Lauf- eyju Guðmundsdóttur, f. 26. jan- úar 1909, d. 23. febrúar 1993. Sig- 1951. Börn hennar og Sigurðar Péturssonar, f. 26. nóvember 1948 eru Guðbjörg, f. 22. mars 1980, Friðrik Pétur, f. 27. maí 1981 og Styrmir Páll, f. 26. mars 1989. 3) Sigríður, f. 16. ágúst 1953, maki Ragnar Örn Pétursson, f. 8. maí 1954. Börn þeirra eru: Guðrún Björg, f. 15. ágúst 1974 unnusti Elvar Antonsson, f. 14. desember 1972, sonur hans er Davíð Þór, f. 17. júlí 1997; Ragnar Már, f. 30. desember 1976; Laufey og Bjarni, f. 19. september 1980. Börn Bjarna eru Stefán Ari, f. 12. júní 2000, og Emilía Bára, f. 22. maí 2001. 4) Birgir, f. 24. júní 1959, maki Svava Einarsdóttir, f. 15. ágúst 1965. Börn þeirra eru Andr- ea og Sindri, f. 24. nóvember 1994. Sigurður bjó alla tíð í Reykja- vík. Hann lærði ungur prentiðn hjá Ísafoldarprentsmiðju, starfaði hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og var leigubifreiðastjóri hjá BSR. Árið 1975 hóf hann störf hjá Landsbanka Íslands í Austurstræti og starfaði þar í 22 ár eða þar til hann fór á eftirlaun árið 1997. Útför Sigurðar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og 13.30. urður átti tólf hálfsystkini og eru níu þeirra á lífi. Sigurður kvæntist 10. apríl 1949, Guð- björgu Óskarsdóttur, f. 29. maí 1930, d. 17. maí 1994. Foreldrar hennar voru Óskar Sigurðsson, f. 27. júlí 1907, d. 20. mars 2003, og María Frið- finnsdóttir, f. 18. júlí 1900, d. 23. maí 1973. Börn Sigurðar og Guðbjargar eru: 1) Óskar Már, f. 27. júní 1949, maki Edda Ragnarsdóttir, f. 4. október 1949. Börn þeirra eru: Sigurður Rúnar, f. 6. júní 1975 maki Stephanie Óskarsson – Col- aris, f. 5. júní 1975, sonur þeirra er Kjartan Pieter, f. 27. ágúst 2003; Ólafur Ragnar, f. 17. ágúst 1981 og Ásgeir Þór, f. 26. júní 1984. 2) Þórunn Laufey, f. 25. desember Það var laugardagur um haust, ég ók einn í bíl mínum um Reykja- vík, frá Laugarneshverfinu í áttina að Fossvogi, en einhvern veginn tók ég alltaf stóran hring frá Foss- voginum þegar ég nálgaðist Keldu- landið. Ég var á leið í mína fyrstu heimsókn í Kelduland 19 til að hitta Sigga og Böggu foreldra Siggu sem fannst vera tími til kominn að kynna kærastann fyrir foreldrum sínum. Hringirnir um Reykjavík voru teknir til að telja í sig kjark áður en þetta stóra skref væri tek- ið. Skrefin upp tröppurnar voru nokkuð þung hjá þessum 18 ára unglingi en þegar inn var komið var tekið svo vel á móti mér að ég hugsaði, til hvers var ég að keyra alla þessa hringi, af hverju keyrði ég ekki bara beinustu leið. Frá því að þetta gerðist er liðið 31 ár og þann tíma hef ég átt því láni að fagna að eiga Sigga sem tengda- föður og börnin okkar Siggu ynd- islegan afa. Sigurður eða Siggi strætó eða Siggi sæti eins og hann var oft kall- aður var borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Hann ólst upp á Baldursgötu 1, fyrst hjá móður- ömmu sinni og afa og síðar hjá móðursystur sinni sem hann ávallt kallaði fóstru sína. Ungur nam hann prentiðn hjá Ísafoldarprent- smiðju en varð fljótlega að leggja það starf á hilluna vegna atvinnu- sjúkdóms. Þá lá leiðin til Stræt- isvagna Reykjavíkur þar sem hann var bifreiðastjóri í mörg ár. Ein- staka sögur hefur maður heyrt um hann frá þessum tíma, ekki frá honum sjálfum, heldur samferða- mönnum, því hann var ekki að hafa orð á þeim að fyrra bragði. Siggi var þeim kostum gæddur að hafa ákaflega mikla þjónustu- lund, enda öll þau störf sem hann innti af hendi á lífsleiðinni mikil þjónustustörf. Í nokkur ár keyrði hann strætó númer tvö, sem var Nesvagninn og ók út á Seltjarn- arnes. Vagninn fór á klukkustund- arfresti frá Lækjartorgi og tók um 50 mínútur að aka hringinn. Sagan segir að svokallaðar stoppistöðvar hafi í raun ekki verið til hjá Sigga, heldur stoppaði hann nánast fyrir fólki hvar sem var á leiðinni. Eina sögu heyrði ég sem er sönn og seg- ir þar frá konu sem var á stoppi- stöð úti á Nesi og þegar Siggi stoppaði vagninn rétti konan hon- um lyfseðil og fór síðan út. Þegar vagninn kom niður á Lækjartorg hljóp Siggi inn í Reykjavíkurapó- tek með lyfseðilinn, fékk lyf og hélt síðan í næstu ferð. Á sömu stoppi- stöð, klukkutíma síðar beið konan og Siggi afhenti henni lyfin. Þannig var Siggi, þjónustulip- urðin var hans aðalsmerki. Eftir árin hjá Strætó ók hann sinni eigin leigubifreið hjá BSR. Í þá daga eins og nú þurftu leigubílstjórar að vinna langan vinnudag, oft var bið- in eftir næsta túr löng. Við börnin og tengdabörnin vorum oft að gant- ast með það að þegar hann keyrði Böggu konuna sína í vinnuna klukkan tvö í Pöntunarfélag Mjólk- ursamsölunnar þar sem hún starf- aði á þessum tíma þá keyrði hann eftir að hafa skilað henni í vinnuna niður á Snorrabraut þar sem BSR var með biðstöð og fór þar í röðina. Þegar klukkan var að verða fimm og hann engan túr búinn að fá, þá smeygði hann sér úr röðinni og sótti Böggu sína í vinnuna, hún skyldi ekki þurfa að bíða. Á þessum tíma starfaði Siggi jafnhliða hjá Norðurleið þar sem hann ók að- allega langferðabílnum á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Árið 1975 tók hann þá ákvörðun að hætta leigubílaakstri og réð sig til starfa hjá Landsbanka Íslands í Austurstræti þar sem hann starfaði til ársins 1997 er hann fór á eft- irlaun. Mikla ánægju hafði hann af starfi sínu hjá bankanum og þar gat hann sameinað áhugamál sitt sem var bílar og vinnuna. Í mörg ár sá hann um bifreiðar bankans og sentist á milli útibúa hans. Siggi hafði mikinn áhuga á bíl- um, hann átti sjálfur fimm bíla á lífsleiðinni sem þykir ekki mikið, en þessir bílar voru allir amerískir. Hann sagði alltaf að einu almenni- legu bílarnir væru amerískir. Þeg- ar börnin fjögur voru yngri fóru þau hjónin nánast um hverja helgi í bíltúr um landið. Til viðbótar fóru oft tengdaforeldrar Sigga og fóstra hans í þessar ferðir og þá var þægi- legt að vera á stórum amerískum bíl, því farþegafjöldinn fór oft upp í níu manns. Siggi þekkti landið sitt vel og miðlaði ýmsum fróðleik um staðhætti til barna sinna sem þau búa að í dag. Lífsförunaut sínum, henni Böggu, kynntist Siggi ungur og þau giftu sig 1949. Fyrst bjuggu þau á Bald- ursgötu 1, síðan í Álftamýri 50 en lengst af áttu þau heima í Keldul- andi 19. Siggi og Bagga voru mjög samheldin hjón og missir hans var mikill er hún lést árið 1994 eftir erf- ið veikindi. Elsku Siggi, minningarnar um góðan tengdaföður munu hjálpa mér að sætta mig við fráfall þitt. Hvíl í friði. Þinn tengdasonur. Ragnar Örn Pétursson. Það var fyrir 18 árum að 3 ungar stúlkur bönkuðu upp á í Keldulandi 19. Ein var að eltast við yngsta son- inn á bænum. Ekki var hann nú heima en yndisleg hjón komu til dyra og áttu þau eftir að verða stór þáttur í lífi þessar stúlku. Það er ekki hægt að minnast Sigga án þess að nefna Böggu, þó 9 ár séu frá því að hún kvaddi þennan heim, svo einstaklega samrýmd voru þau. Siggi var mjög kurteis og þjónustulundaður maður sem stjan- aði við konuna sína eins og sannur séntilmaður. Oft sagði ég við hann að hann hefði nú mátt kenna syni sínum það. Hann var mjög áhuga- samur um land sitt, þekkti hverja þúfu með nafni og fannst mjög gam- an að keyra um það. Í okkar vina- hóp var hann kallaður ferðaafi því ekki munaði hann um að líta inn í kaffi ef við vorum einhvers staðar í útilegu. Stundum þáði hann að gista. Var tilbúinn með svefnpokann í skottinu á sínum stóra ameríska kagga. En það var nú ekki fyrr en búið var að suða aðeins í honum, aldrei vildi hann vera fyrir eða láta fyrir sér hafa. Börnum okkar var hann frábær afi og leit eftir þeim tvo eftirmið- daga í viku. Alltaf tilbúinn að passa þau, spurði jafnvel hvort við þyrft- um ekki að fara neitt, sama hvar ég sit sagði hann. Ég kveð nú þennan einstaka mann og þakka fyrir þann tíma sem ég fékk með honum og minnist hans með hlýju og vissu um að þau hjón séu nú sameinuð á ný. Svava Einarsdóttir. Elsku afi. Þá ertu kominn aftur í faðm ömmu eftir 9 ár. Þó svo að mér hafi fundist að þú hafir verið tekinn allt- of snemma frá okkur get ég huggað mig við það að nú eruð þið amma sameinuð á ný, en ég veit hversu erfitt það var fyrir þig þegar hún kvaddi. Minningin um þig mun lifa í hjarta mér það sem eftir er, hversu gaman var að koma með leið 11 frá Breiðholtinu til þín í Keldulandið þegar ég var gutti, og alltaf varst þú að segja mér að taka skiptimiða en alltaf gleymdi ég því. Mínar fyrstu minningar um þig eru bíl- ferðirnar sem við fórum í og varst þú ávallt að fræða mann um landið. Oft hugsaði maður, hvað maður nennti ekki að hlusta á þetta en í dag metur maður það mikið því núna veit maður hversu gott þú varst að gera manni og hvað það nýtist manni vel í dag í ljósi þeirrar menntunar sem ég ákvað að öðlast. Það var ekki fjall né tindur sem þú vissir ekki nafnið á og alltaf gat maður leitað til þín þegar maður þurfti að vita um staðhætti. Eftir að við fjölskyldan fluttum til Keflavík- ur urðu heimsóknirnar færri en allt- af var samt gaman að koma í bæinn og alltaf fékk maður ískalda mjólk og kex þegar ég kom í heimsókn. Ein af mínum skemmtilegustu minningum er frá sumarbústaðar- ferðunum okkar í Landsbankabú- staðinn í Selvík. Tilhlökkunin að fara á árabátinn var alltaf mikil, þó svo ég hafi ekki þorað á mínum yngstu árum, þá efldist karl- mennskan með aldrinum og á ung- lingsaldri var maður farinn að róa sjálfur. Einnig er mér svo minn- isstæður áhugi þinn á bílum og um- hirðu á þeim og fékk maður oft að heyra að maður ætti að þrífa bílinn sinn svona en ekki hinsegin, og aldrei var skortur á góðum ráðum um hvernig og hvað maður átti að nota til að skila góðu verki. Nú er komið að kveðjustund, þó sú kveðja sé með trega, mun ég ávallt minn- ast þín sem glaðs og hrausts manns sem gaman var að umgangast. Elsku afi, hvíldu í friði og Guð blessi þig. Ragnar Már Ragnarsson. Elsku afi. Þín er sárt saknað, ekki áttum við von á því þegar þú lagðist inn á spítala í síðasta mánuði að þú kæm- ir ekki aftur. Þú sem alltaf varst svo frískur og hress. Það er þó huggun að þú ert kominn til ömmu á ný, sem þú saknaðir svo mikið. Við eig- um margar góðar minningar um þig sem koma upp í huga okkar og þær munum við geyma í hjörtum okkar. Alltaf vaknar ylur í afa gamla hjarta, er mig snertir hönd þín hlý og heyri’ ég róminn bjarta (Ágúst Böðvarsson.) Guðrún Björg, Laufey og Bjarni. Siggi minn, þá er kveðjustundin runnin upp, allt of fljótt. Við áttum eftir að halda mörg þorrablót og fara í margar ferðir í Skálmárdal með Ninný, Gumma, Braga og Sonju. Ég kynntist þér fljótlega eftir að við Diddi fórum að vera saman því við vorum ekki búin að þekkjast lengi þegar farið var með mig í Álftamýrina til Böggu og Sigga. Það var upphafið að djúpri vináttu sem enst hefur fram á þennan dag. Við Diddi eigum svo ótalmargar minningar um góðar samverustund- ir með ykkur Böggu. Á þessum árs- tíma dettur mér í hug fyrsta slát- urgerðin af mörgum í Álftamýrinni. Tilstandið var svo mikið að þið Diddi keyrðuð í Borgarnes til að kaupa 5 slátur, því þar var besta slátrið að okkar mati. Ekki taldir þú eftir þér að keyra þessa leið því ekki áttum við Diddi bíl. Svona varst þú, alltaf reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd og snúast fyrir fjölskylduna. Diddi hefur líka ósjaldan talað um allar fjölskyldu- ferðirnar sem þú fórst með tengda- fjölskyldu þína út um allar sveitir, óþreytandi á „gamla Græn.“ Elsku- lega konu sína, Böggu, missti Siggi í maí 1994 og var það honum mikið áfall. Það var því mikil gæfa þegar Birgir yngsti sonur þeirra og Svava kona hans eignuðust tvíburana Andreu og Sindra í nóvember sama ár. Þau bjuggu í næsta nágrenni og voru honum til mikillar gleði. Að leiðarlokum viljum við þakka þér allar okkar ánægjulegu sam- verustundir sem við áttum saman. Elsku Siggi, við kveðjum þig með þökk og virðingu og vitum að nú líð- ur þér vel í faðmi Böggu. Sigurbjörg, Sigurður og fjölskylda. SIGURÐUR R. SIGURÐSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, ÓSKAR HANSEN heildsali, Bólstaðarhlíð 62, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 10. október. Jarðarförin auglýst síðar. Jakobína Úlfsdóttir, Rósa Hansen, Sigurður Samúelsson, Linda Sigrún Hansen, Atli Helgason, Óskar Óskarsson, Einar Trausti Óskarsson, Tryggvi Óskarsson, Andrea Jóhannsdóttir, Ívar Örn og Þórey, Tinna Rós, Úlfur Alexander, Arnar Freyr, Esther Larsen, Bent Larsen. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI JÓNSSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist á heimili sínu föstudaginn 10. október. Ingibergur Vestmann, Jón Vestmann, Bjarni Vestmann, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.