Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 47
NJÁLL Eiðsson verður næsti þjálf-
ari 1. deildarliðs Vals í knatt-
spyrnu. Njáll tekur við Hlíðarenda-
liðinu af Þorláki Árnasyni sem stýrt
hefur liðinu tvö síðustu árin en Þor-
lákur og stjórn knattspyrnudeildar
Vals komust að samkomulagi á
sunnudag um starfslok hans hjá fé-
laginu.
Njáll er Valsmönnum að góðu
kunnur en hann var í sigursælu liði
Vals á árum áður og varð Íslands-
meistari með því árið 1987 en yfir-
gaf liðið eftir tímabilið.
„Krefjandi verk“
„Mér líst vel á að koma aftur á
Hlíðarendann og þetta er mjög
spennandi verkefni. Ég geri mér al-
veg grein fyrir því að það verður
krefjandi verk að koma liðinu aftur
í efstu deild og verður alls ekki
sjálfgefið. 1. deildin verður sterk á
næsta sumri og mörg lið sem ætla
sér að komast upp,“ sagði Njáll við
Morgunblaðið í gær. Njáll sagðist
vonast til þess að flestir þeir leik-
menn sem léku með liðinu í sumar
yrðu áfram.
Njáll á langan þjálfaraferil að
baki en hann hófst á Vopnafirði
1986, þegar hann þjálfaði og lék
með Einherja, og hefur staðið nær
óslitið síðan. Njáll þjálfaði Einherja
1986, 1988-89 og 1996, ÍR 1990-91
og 1997-2000, FH 1992, KA 1993,
Víði 1994-95, og ÍBV 2001-02 en
Njáli var sagt upp hjá ÍBV í ágúst-
mánuði í fyrra og hefur ekki þjálf-
að síðan þá.
Morgunblaðið/Golli
Njáll Eiðsson
Njáll Eiðsson tekur við
þjálfun Valsmanna
GUNNLAUGUR Jónsson, fyrirliði
bikarmeistara ÍA, skrifar undir
nýjan samning við Skagamenn í
vikunni en samningur hans við ÍA
rennur út morgun. Gunnlaugur
sagði við Morgunblaðið í gær að
stutt væri í að samningar tækjust
við ÍA en mörg lið úr Landsbanka-
deildinni hafa á undanförnum
dögum reynt að lokka þennan
geysisterka varnarmann til sín.
„Það er ekkert launungarmál
að ég hef fengið fyrirspurnir frá
mörgum liðum. Ég hef skoðað alla
möguleika en hef komist að þeirri
niðurstöðu að ræturnar hér á
Akranesi eru það sterkar auk þess
sem mér finnst að spennandi
tímar séu framundan hjá ÍA. Við
erum komnir í gírinn aftur og við
ætlum okkur að gera harða atlögu
að Íslandsmeistaratitilinum á
næsta ári. Við höfum fengið Har-
ald Ingólfsson til baka og það
stendur til að styrkja liðið enn
frekar svo við mætum öflugir til
leiks. Sigurinn í deildinni 2001,
slæma tímabilið í fyrra og upp-
gangurinn í lok tímabilsins í ár
hefur gert það að verkum að liðið
hefur þroskast mikið og ég tel
virkilegt lag á að ÍA komist á
toppinn að nýju og ég vil ekki
missa af því ,“ sagði Gunnlaugur
við Morgunblaðið í gær.
Gunnlaugur er 29 ára gamall og
hefur leikið allan sinn feril með
ÍA, alls 113 leiki í efstu deild, og
þá hefur hann leikið 12 sinnum
með A-landsliði Íslands.
Gunnlaugur um kyrrt
hjá bikarmeisturum ÍA
ÍSLENSKU landsliðskonurnar í
liði Tvis Holstebro voru atkvæða-
miklar þegar liðið burstaði Gödvad,
29:16, í 1. deildarkeppninni í fyrra-
kvöld. Hrafnildur Skúladóttir skor-
aði 7 mörk, Hanna G. Stefánsdóttir 6
og Kristín Guðmundsdóttir 2 en
með liðinu leika að auki Inga Fríða
Tryggvadóttir og markvörðurinn
Helga Torfadóttir.
CHELSEA getur með sigri á
Birmingham á St. Andrews í kvöld
skotist í efsta sæti ensku úrvals-
deildarinnar í knattspyrnu. Chelsea
og Arsenal eru einu taplausu liðin í
deildinni og nái Chelsea að sigra nær
það tveggja stiga forskoti á Arsenal
en liðin eigast við á Highbury á laug-
ardag. Birmingham hefur ekki tap-
að heimaleik á leiktíðinni en Chelsea
var einmitt síðasta liðið sem fagnaði
sigri á St. Andrews fyrir 8 mánuðum.
BIRMINGAM getur ekki teflt
Finnanum Mikael Forsell fram þar
sem hann er lánsmaður frá Chelsea.
Líklegt þykir að Adrian Mutu taki
stöðu Eiðs Smára í framlínu Chelsea
og leiki með annaðhvort Hassel-
baink eða Hernan Crespo.
FÓLK
Í öðrum leikjum umspilsins leikaLettar við Tyrki, Rússland leikur
við Wales, Spánn dóst gegn Noregi
og Króatíu og Slóvenía mætast og
sennilega er hvað erfiðast að ráða í
úrslit þeirrar rimmu þjóðanna sem
eitt sinn stóðu saman í Júgóslavíu.
„Víst er að leikirnir við Hollend-
inga verða kærkomin reynsla fyrir
okkur,“ sagði Vogts þjálfari Skota í
gær. „Við stóðum okkur vel á móti
Þjóðverjum í riðlakeppni EM og ég
hef fulla trú á því að við getum stað-
ið okkur eins vel á móti Hollend-
ingum.
Viðureign Skota og Hollendinga
verður einnig merkileg fyrir þær
sakir að Hollendingar og Skotar
hafa á síðustu árum tengst í gegnum
knattspyrnuna. Margir Hollending-
ar leika í Skotlandi og því má heldur
ekki gleyma að núverandi landsliðs-
þjálfari Hollendinga, Dick Advokat,
var um nokkurt skeið þjálfari Rang-
ers en sleit samstarfi við félagið í
fyrra. Advokat hafði í samtali við
skoskt dagblað á sunnudaginn sagt
að draumur sinn væri að dragast
gegn Skotum. Honum varð að ósk
sinni að þessu sinni.
Skotum hefur ekki vegnað sem
best á móti Hollandi á síðustu árum
og er liðið 21 ár frá síðasta sigri
Skota á landsliði Hollands. Síðasti
leikur þjóðanna endaði með marka-
lausu jafntefli.
Wales hefur aldrei komist í loka-
keppni EM og stendur skrefi nær
því takmarki í fyrsta sinn. Wales
leikur við Rússa og verður síðari
viðureignin í Cardiff. Þetta verður í
fyrsta sinn sem Rússar og Wales-
búar mætast á knattspyrnuvellinum,
en á árum áður unnu Sovétmenn lið
Wales í þrígang auk þess sem þjóð-
irnar gerðu í tvígang jafntefli. „Ég
er bærilega sáttur við að mæta
Rússum,“ sagði Mark Hughes,
landsliðsþjálfari Wales, þegar stað-
reyndirnar lágu fyrir. „Rússar hafa
átt og eiga marga góða knattspyrnu-
menn. Við verðum að undirbúa okk-
ur mjög vel og það er vissulega kost-
ur að síðari leikurinn verður heima.
Alexander Borodyuk, landsliðs-
þjálfari Rússa, var ánægður með að
mæta Wales. „Þetta var eflaust einn
viðráðanlegasti andstæðingurinn
sem við gátum dregist á móti,“ sagði
Borodyuk.
Margir telja að Tyrkir eigi sæti á
Evrópumótinu næsta víst og Lettar
verði þeim ekki nein hindrun við að
tryggja sér farseðilinn. Lettar eru
hins vegar sýnd veiði en ekki gefin
eins og sást í riðlakeppninni þar sem
þeir skutu m.a. Pólverjum og Ung-
verjum ref fyrir rass. Pólverjar hafa
á undanförnum árum sótt mjög í sig
veðrið eftir lægð á knattspyrnuvell-
inum og m.a. voru þeir fyrstir til
þess að tryggja sér keppnisrétt á
HM í Suður-Kóreu og Japan sem
fram fór á síðustu helgi.
Norðmenn ætla að
selja sig dýrt
Norðmenn sluppu inn „bakdyra-
megin“ þegar kom að því að tryggja
sér sæti í umspili um laus sæti í úr-
slitakeppni EM sem fram fer í
Portúgal næsta sumar. Tore Andre
Flo tryggði liðinu 1:0 sigur í Ósló
gegn Lúxemborg, á meðan Danir
gerðu 1:1 jafntefli gegn Bosníu/Her-
segóvínu í Sarajevo og tryggðu sér
efsta sætið í riðlinum. Norðmenn
eiga hinsvegar erfitt verkefni fyrir
höndum þar sem liðið mætir Spán-
verjum í tveimur leikjum í umspili
um farseðil til Portúgal.
„Það er mikil áskorun að leika
gegn Spánverjum. Við lögðum þá að
velli í úrslitakeppni EM árið 2000,
en það hjálpar okkur ekki í næstu
leikjum. Það verður samt sem áður
knattspyrnuveisla og við ætlum að
selja okkur dýrt í þessum leikjum,“
sagði Nils Johan Semb landsliðs-
þjálfari Norðamanna við TV2 sjón-
varpsstöðina eftir að ljóst var að lið-
ið mætir Spánverjum í umspili um
laust sæti í úrslitakeppni EM. „Hinu
er ekki að leyna að Spánverjar og
Hollendingar voru þær þjóðir sem
við vildum síst mæta,“ sagði Semb.
Þjálfari meistaraliðsins Rosen-
borg, Åge Hareide, segir að Spánn
hafi verið sterkasta liðið í pottinum.
„Ef við vinnum Spánverja er að
minnsta ljóst að við eigum heima í
úrslitakeppninni,“ sagði Hareide en
Spánn er í þriðja sæti á styrkleika-
lista FIFA.
Íþróttablaðið Marca á Spáni telur
líklegt að Spánverjar muni velja á
milli þriggja staða þegar leikstaður
verður valinn en þar koma helst til
greina Madrid, Valencia og Sevilla.
Fyrri leikurinn fer fram 16. nóvem-
ber á Spáni en sá síðari á Ullevål-
leikvanginum í Ósló.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hermann Hreiðarsson, einn besti leikmaður íslenska landsliðsins í leikjunum við Þjóðverja,
klappar til áhorfenda í leikslok í Hamborg. Ásamt samherjum sínum í íslenska landsliðinu sá
hann á eftir Skotum í umspilið þar sem þeir mæta Hollendingum.
Skotar fengu erfiða
mótherja í umspili
„ÞETTA var sennilega eitt erfiðasta liðið sem við gátum lent á móti,
en svona er þetta og nú taka við tveir leikir gegn Hollendingum og
það er aldrei að vita hvað gerist,“ sagði Berti Vogts, landsliðsþjálf-
ari Skota eftir að dregið var í umspilið fyrir Evrópukeppni landsliða í
Frankfurt í gærmorgun. Skotar, sem komust áfram á kostnað Ís-
lendinga úr fimmta riðli mæta Hollendingum. Skotar eiga heima-
leikinn fyrst en hann fer fram annaðhvort 15. eða 16. nóvember.
Síðari leikurinn verður leikinn 18. eða 19. nóvember.
Lettland – Tyrkland
Skotland – Holland
Króatía – Slóvenía
Rússland – Wales
Spánn – Noregur
Fyrri leikirnir skulu fara
fram helgina 15. og 16. nóv-
ember en þeir síðari 18. og
19. nóvember. Endanlegar
dagsetningar leikjanna
verða að liggja fyrir 20.
október.
Þessir
mætast