Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurlín Ágústs-dóttir fæddist í Hjallabúð á Snæfells- nesi 1. júlí 1923. Hún andaðist á Landspít- alanum mánudaginn 29. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ágúst Jóhannesson sjómað- ur, f. í Bakkabúð á Brimilsvöllum 6. ágúst 1898, d. 28. júní 1993, og Lilja Kristjánsdóttir hús- móðir, f. í Mávahlíð í Neshreppi innan Ennis 22. október 1896, d. 29. nóvember 1981. Systkini Sigur- línar eru: Aðalbjörg, f. 3. septem- ber 1920, d. 7. febrúar 2003, Kristján, f. 1. júlí 1923, Bjarni, f. 14. febrúar 1925, og Hilmar, f. 16. mars 1927, d. 3. mars 1970. Sigurlín giftist 15. júní 1946 Guðmundi Ársæl Guðmundssyni, f. á Hellissandi 28. september 1921, d. 7. mars 2002, sonur Guð- mundar Guðbjörnssonar skip- stjóra, f. á Kolbeinsstöðum í sam- nefndum hreppi 15. október 1894, d. 18. september 1934, og Guð- rúnar Ásbjörnsdóttur, f. á Önd- verðarnesi 2. október 1895, d. 20. mars 1996. Guðmundur og Sigurlín bjuggu alla tíð á Hringbraut 15 í Hafn- arfirði og ólu þar upp börn sín. Sigurlín átti Gústaf Magnússon, f. 11. nóvember 1942, sem Guð- mundur gekk í föðurstað. Gústaf kvæntist Björgu Sigmundsdóttur, f. 10. apríl 1948, d. 25. febrúar 1988. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Saman eignuðust Guð- mundur og Sigurlín fimm börn: Alfreð, f. 1. ágúst 1946, maki Mae R. Opina. Hann á sex börn og fimm barnabörn. Lilja Ágústa, f. 17. febr- úar 1948, maki Ing- ólfur Sverrisson f. 30. júní 1943. Hún eignaðist þrjú börn. Guðmundur Gunn- ar, f. 17. febrúar 1948, kvæntur Stein- unni Jónsdóttur, f. 5. október 1943. Hann á þrjú börn af fyrra hjónabandi og fimm barna- börn. Ársæll, f. 16. júní 1952, kvæntur Ragnheiði Birnu Krist- jánsdóttur, f. 25. mars 1951. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Guðrún Hrefna, f. 8. febrúar 1957, gift Atla Þór Ólasyni, f. 6. janúar 1949. Þau eiga þrjú börn. Fyrir hjónaband átti Guðmundur Ástvald, f. 8. september 1941, sem ólst upp með móður sinni. Hann er kvæntur Þórdísi Einarsdóttur, f. 24. júní 1944, og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Sigurlín flutti með fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar árið 1927 og bjó þar allt sitt líf. Hún varð gagnfræðingur frá Flensborgar- skóla árið 1939, vann ýmis versl- unarstörf og var húsmóðir á heimili þeirra Guðmundar á Hringbraut 15 í Hafnarfirði til æviloka. Útför Sigurlínar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Móðir mín er látin á áttugasta og fyrsta aldursári. Litrík og heillandi fram á síðustu stundu. Hún töfraði þá er í kringum hana voru. Hjá henni slitum við barnsskónum við Hamarinn í Hafnarfirði í bland við huldufólk og álfa með hafið bláa haf- ið fyrir stafni, töfra Snæfellsjökuls í fjarlægð og nutum „fegurstu kvöld- sólar á Íslandi“. Hinum megin var fjósið hans Inga í Hábæ, kindurnar hans Einars í Ertu og bóndabærinn hans Friðfinns á næstu grösum. Og kirkjugarðurinn. Húsið okkar var hið fyrsta sem reis fyrir ofan Ham- arinn. Manni leiddist aldrei þegar hún var nærri. Brygði hún sér hins vegar af bæ var enginn heima, þótt húsið væri fullt af fólki. Þá vantaði hjart- sláttinn sem sló í takt við lífið sjálft. En hún var ekki allra. Hún var kona sem hafði skoðanir og lá ekki á þeim. Hún var ákaflega pólitísk og tók afstöðu til flestra mála. Á upp- vaxtarárum mínum voru mikil póli- tísk átök í Hafnarfirði og bæjarbúar skipuðu sér í fylkingar. Móðir mín lét sig þjóðmál varða og var einlæg- ur stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins. Ólafur Thors var á háum stalli og þvílíkt mikilmenni, að ég trúði vart mínum eigin augum, er ég sá hann í eigin persónu á kosninga- daginn í Sjálfstæðishúsinu í Hafn- arfirði og áttaði mig á hve lágvaxinn hann var. En hann var stór og það geislaði af honum. Bjarni Benedikts- son var ekki síður mikilmenni í hennar augum og sorglegt fráfall hans hafði djúp áhrif á okkur öll. Hún umbar krata, Framsókn var ekki flokkur í hennar huga og Al- þýðubandalag var eitt af blótsyrð- unum og slík orð lagði maður sér ekki í munn í okkar húsum. Hins vegar gerðist hið ótrúlega þegar hún sjötug konan ákvað að styðja Þjóð- vaka við stofnun þess framboðs. Eft- ir það var hún eindreginn stuðnings- maður jafnaðarmanna. Hún var dyggur lesandi Morgunblaðsins sem hún var áskrifandi að í næstum sex- tíu ár og las spjaldanna á milli hvern einasta dag, svo nákvæmlega, að blaðið gekk undir nafninu Biblían á heimilinu. Hins vegar vissum við alltaf hvar við höfðum hana og hjá henni kom maður aldrei að tómum kofunum. Hún var alltaf til staðar og það var ávallt ljóst að hún studdi okkur systkinin hvar sem við vorum stödd á vegferð okkar. Hvort sem við vor- um langdvölum erlendis eða í næsta húsi. Hún var stoðin og styttan sem allt mæddi á og oft með storminn í fangið. Það var ekki einfalt að vera sjómannskona með sex börn. Það gustaði oft bæði innan húss og utan. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst móður minni að stýra okkur í gegnum þetta hafrót og koma okkur öllum til þroska á meðan faðir okkar sótti gull í greipar Ægis í vályndum veðrum. Og margar stundir stóð hún við stofugluggann og horfði út á sjó- inn með blik í auga og hugsaði til hans í glímunni við sjávarguðinn. Það var ekki einfalt að vera sjó- mannskona þegar allra veðra var von. Og við fórum heldur ekki var- hluta af þeirri glímu þegar skip föð- ur okkar, Eddan, fórst í aftakaveðri á Grundarfirði. Ein af skýrustu minningum mínum úr barnæsku er, þegar móðir mín safnaði okkur sam- an í eldhúsinu á Hringbrautinni, ná- föl en einörð á svip, umfaðmaði okk- ur öll í sinn stóra og trausta faðm og tjáði okkur að faðir okkar væri í sjávarháska. Ekki skildum við til fulls hvað um var að vera, því okkar stoð var til staðar. Faðir okkar var nánast aðeins gestur á heimilinu á þessum árum. En við vorum heppin. Faðir okkar komst lífs af, en meira en helmingur áhafnarinnar fórst í þessu slysi og hátt á annan tug barna urðu föðurlaus. Móðir mín átti sér auðvitað fleiri hliðar. Hún var listamaður, eins og myndirnar hennar allar eru til marks um, liðtækur bridgespilari og bókmenntaunnandi. Við gleymum seint upplestri hennar úr Brekku- kotsannál, kaflanum um farand- prestinn og ígildi heilagrar ritningar í bandi. Það fór ekkert á milli mála, að Halldór Kiljan Laxness var henn- ar uppáhaldshöfundur. Brekkukots- annáll var alltaf á náttborðinu henn- ar, seinna bættist Kristnihald undir jökli við og loks bók herra Sigur- björns Einarssonar, enda var hún mjög trúuð og einlæg í sinni trú. „Ég á mína barnatrú,“ sagði hún og kenndi okkur að fara með bænir. Það var dýrmæt gjöf. Og gjafir móð- ur minnar voru margar. Þær eru fjársjóður sem við eigum hið innra og munum ávallt geta leitað til. Guð gefi að okkur auðnist að deila honum með okkar samferðamönnum. Já, móðir okkar er látin. Nú er enginn lengur heima á æskuheimili okkar. Með henni er gengin svip- mikil kona. Íslensk alþýðukona, eitt af mikilmennum þessa lands, að okk- ar mati. Hún setti mark sitt á þá sem næstir henni stóðu. Yfir litlu var hún trú. Hún kunni að rækta garðinn sinn. Á því erum við nú að átta okkur þegar við skoðum myndirnar henn- ar, steinana og englana sem umlykja heimilið. Heimilið sem var svo vel þrifið og snyrt af því hún „tók alltaf allt í gegn á föstudögum“. Brunnur minninganna virðist óþrjótandi, sem betur fer. Við munum sakna hennar sárt. Ég er þakklát fyrir að hafa átt einstaka móður. Megi hún hvíla í friði. Lilja Ágústa. Elsku mamma mín. Núna hefur þú kvatt okkur í hinsta sinn. Ég á margs að minnast úr minni bernsku, sem tók á taugar þínar og ég ætla að geyma með mér að mestu, þó ég nefni dæmi. Ég minnist þess að þú þurftir bara að nefna það einu sinni við mig að gera fyrir þig viðvik t.d. að vaska upp eða að fara og kaupa mjólk, þó við systkinin værum mörg. Ég var eitthvað erfiður í uppeldinu framan af aldri, t.d. einu sinni þegar þú lagðir mig á gólfið í ganginum og sóttir Lilju í kerruna, að ég skreið úr kerrupokanum og var ekki í sjón- máli þegar þú komst upp með Lilju. Það hafði þá verið skilin eftir opin kjallarahurðin og ég lá hreyfingar- laus fyrir neðan stigann en þegar þú komst að mér brosti ég bara glað- lega til þín, stálsleginn. Þetta var nú eitt af fyrstu prakkarastrikunum hjá mér að þinni sögn og þau áttu sko eftir að verða fleiri. Þegar ég var 8 ára lenti ég í félagsskap með 10 ára strák, sem hafði mikil áhrif á mig og við gerðum marga óknyttina saman, og þess vegna var ég sendur í sum- arbúðir í Krísuvík eftir skólann, þeg- ar ég var 10 ára. Ég undi mér mjög illa í sumarbúðunum svo ég ákvað það við annan strák að strjúka og labba heim. Við vorum búnir að labba lengi þegar loksins við þorðum að stoppa bíl sem ók okkur til Hafn- arfjarðar. Ég man ekki eftir móttök- unum heima nema því að hinn strák- urinn var sendur aftur í sumarbúðirnar en ég var látinn fara með pabba norður á síldveiðar, en þá var hann skipstjóri á Álftanesinu. Jæja, ég ætla nú ekki að vera að rifja upp svona glappaskot, en ég er þakklátur þér fyrir þinn stuðning í uppeldinu, sem var enginn dans á rósum með okkur sex, ólátaseggina. En árin liðu í tímans rás og þér fannst gaman að ferðast, sérstak- lega til Benidorm síðustu árin. Þú hafðir mjög gaman af því að mála og þú sast löngum stundum uppi á lofti fyrir framan trönurnar og málaðir margar englamyndirnar auk margs annars af nágrenni Hringbrautar- innar og fleira. Annað áhugamálið þitt var að spila brids og varst þú kjörin formaður bridsdeildar eldri borgara í Hafnarfirði. Þið pabbi spil- uðuð saman á meðan heilsa hans leyfði en þegar hann komst ekki, valdir þú mig sem makker og við spiluðum saman alveg þangað til að heilsan leyfði ekki meira, en það var í febrúar, að ég kom til að ná í þig í spilamennskuna og þú varst alveg tilbúin að koma en þá kom eitthvað upp á og þú hættir við að koma með og eftir það spiluðum við ekki oftar saman á spilamótum eldri borgar- anna vegna þinna veikinda. Elsku mamma mín, nú þegar komið er að kveðjustund í lífinu, vil ég þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar, sem við áttum saman og seint munu gleymast. Guð veri alltaf með þér. Þinn sonur, Guðmundur Gunnar. Sigurlín Ágústsdóttir, tengda- móðir mín, er látin eftir erfiða sjúk- dómslegu. Með henni er gengin merkileg kona sem skilur eftir sig mannvænlegan ættboga. Ég kynntist Sigurlínu fyrst er ég á menntaskólaárunum var sumar- langt á sjó með Alla syni hennar og kom með honum í landlegu að heim- sækja móður hans á Hringbraut 15 í Hafnarfirði. Alli hafði talað með virðingu um móður sína og ljóst var að hún skipti hann miklu máli. Við útidyrnar tók á móti okkur hlý kona, svipmikil og fríð. Í viðmóti var hún sérstæð, í senn ákveðin og dularfull en hafði útgeislun. Hún gekk í litrík- um klæðum, reykti pípu og tók síðar í nefið um tíma. Hún bauð okkur inn í snyrtilega íbúð myndum prýdda með blómahafi. Svo undarleg voru örlögin að mörgum árum síðar varð ég fasta- gestur á heimili Sillu þegar ég kynntist Gíu, eiginkonu minni. Ég sá fljótt að Hringbraut 15 var fjöl- skyldumiðstöð og Silla var þar mið- punktur. Þangað sóttu börnin henn- ar með fjölskyldur sínar svo og aðrir ættingjar og vinir. Silla hafði þann góða sið að bjóða öllum í skötu á Þorláksmessu og var það mikil hátíð og fyrir mörg okkar upphaf jólahá- tíðarinnar. Á gamlárskvöld komu margir og skutu flugeldum á Hamr- inum við mikinn fögnuð yngri kyn- slóðarinnar. Silla bar hlýjan hug til barnabarna sinna, sinnti þeim vel og tengdist þeim sterkum böndum enda sóttust þau eftir að koma til hennar. Hún var þeim stuðningur ef þau þurftu hjálpar við. Á Hringbrautinni var oft rökrætt um tilveruna og menn ekki meining- arlausir. Þar var Silla enginn eft- irbátur, síður en svo. Hún hafði raunar mjög ákveðnar skoðanir til hægri og hennar blað var Mogginn og allt gott sem í honum stóð. Börn- in hennar flest voru hins vegar vinstrisinnuð og því var skemmtileg spenna í umræðunni, en þeirri gömlu varð ekki þokað. Svo var það mörgum árum síðar að skyndileg umpólun varð í pólitísku hugarfari ættmóðurinnar líkt og hjá segulsviði móður jarðar. Þessi pólitíski kollhnís varð þegar Lilja dóttir hennar fór í framboð til Alþingis fyrir Þjóðvaka og systkinin studdu hana. Nú var Mogginn allt í einu ómögulegur og allar vinstriskoðanir góðar og hefur svo verið síðan. Annars sagðist Silla ekki vera pólitísk. Silla hafði alla tíð mikinn áhuga á bókmenntum og listum. Hún las mikið, stundaði myndlistarsýningar heima og erlendis, lærði og fékkst við að mála á efri árum sér til mik- illar hugfróunar. Henni tókst að kveikja sterkan listaáhuga hjá börn- um sínum sem barst yfir til barna- barnanna. Silla var sérlega skýr kona, vel ritfær og átti auðvelt með að koma fyrir sig orði. Mér er sérlega minn- isstætt greinargott útvarpsviðtal við hana sem sjómannskonu, sem sinnti öllu ein á heimilinu, tók á móti bónd- anum í landlegum, átti með honum sæg af börnum, en þekkti hann ekki er hann hætti á sjónum og varð að kynnast honum upp á nýtt. Þau nýju kynni tókust vel og voru þau sam- hent roskin hjón. Þau kunnu þá list að njóta lífsins saman. Þau tóku virkan þátt í starfi eldri borgara og nutu þess að dansa og spila bridge og gambra. Við spilaborðið var Silla óvægin í gagnrýni sinni á spilafélag- ana, því spilamennskan var henni al- vörumál. Við okkur Gíu, byrjendur í bridgespili, var hún heldur mildari en var samt skorinorð. Silla var um tíma formaður í spilaklúbbi eldri borgara og sinnti því starfi með sóma. Silla og Guðmundur höfðu gaman af ferðalögum utan- og innanlands. Þau komu til Þýskalands er við Gía bjuggum þar og fórum við saman í margar skemmtilegar ferðir. Silla lagði það á sig að læra þýsku svo hún gæti talað við landsmenn. Þá er mér minnisstæð ferð á Brimilsvelli á Snæfellsnesi þar sem við gengum um tún og Silla kynnti okkur heima- sveit sína. Sigurlín hefur kvatt þennan heim og haldið í ferðina löngu þar sem fyrir er Guðmundur Guðmundsson eiginmaður hennar er lést fyrir hálfu öðru ári. Hringbrautin stendur eftir auð og verður ekki sú sama sem hún var. Miðpunkturinn er horfinn. Ættingjarnir sitja eftir í sárum og sjá eftir góðri konu sem öllum vildi vel. Missir þeirra er mikill. Megi góður guð styrkja þau og blessa. Atli Þór Ólason. Okkur bræðurna langar að minn- ast ömmu okkar með fáeinum orð- um. Í okkar huga munt þú alltaf vera sú glæsilega og virðulega kona sem tókst svo hlýlega á móti okkur á Hringbrautinni og aldrei fórum við þaðan án þess að hafa fengið ein- hverjar kræsingar og hlustað á sög- ur um gamla tíma eða skoðanir þínar um þjóðfélagsmál, persónur, ást- kæra staði, bridgeafrek, fótbolta o.fl. Ég minnist heitra umræðna um hollenska snillinga sem voru í miklu uppáhaldi, enda varst þú bæði mikill mannþekkjari og víðsýn út í fing- urgóma. Yndislegar minningar eigum við bræðurnir um ferðalög og sumar- bústaðadvöl með þér og afa. Víða fórum við og mætti nefna Akureyri og Ísafjörð en eftirminnilegastar eru þó tíðar ferðir í sjómannabústaðina þegar þið spiluðuð bridge við mömmu og pabba og við fylgdumst grannt með snillingunum enda engir venjulegir snillingar á ferð með ótal bikara á bakinu. Við og við fóru þó mamma og pabbi í matargerðina og þá fengum við að spila við ykkur og oftar en ekki laumaði afi þá einum brjóstsykri eða tveimur til okkar enda var þarna hópur af sælkerum á ferð þó að þið vilduð helst fá feitustu bitana af lambakjötinu sem pabbi var með á grillinu. Gaman höfðum við af því þegar þú kynntir okkur ilminn og fegurðina af nærliggjandi gróðri sem og heiti og hljóðin í fugl- unum því alltaf varst þú mikill nátt- úruunnandi og situr margur fróð- leikurinn í okkur bræðrunum eftir þig. En núna erum við bræðurnir komnir með hnút í magann við til- hugsunina um jólin, því varla þekkj- um við jól án þess að hafa þig hjá okkur, hvort sem það var á Hring- brautinni í jólaskinku sem ég burð- aðist með í bakpoka frá Svíþjóð, bara smápatti, eða nú á síðari árum í foreldrahúsum. Jólin eiga eftir að vera ansi tómleg án þín, og hér eftir eiga aldrei eftir að líða þau jól sem við munum ekki minnast þín og afa. Innilegar þakkir fyrir tímann sem við áttum saman og allt það sem þú hefur gefið okkur. Með söknuð í hjarta og fallegar minningar, ávallt þínir Ágúst, Ársæll Þór og Árni Freyr. Langamma Silla. Það er sorglegt að þú varst að deyja, ég fann að mamma var mikið sorgmædd og þá fattaði ég af hverju, því þú varst að deyja. En ég vil aldrei gleyma að þú eld- aðir svo góðan mat. Ég kallaði þig alltaf ömmu mat. Það var líka svo skemmtilegt að spila með afa Gumma og þér og líka gaman að horfa á Tomma og Jenna hjá ykkur. Þú gafst mér ýmislegt sem ég ætla að passa vel. Ef þú hittir hamsturinn minn viltu þá passa hann vel. Guð geymi þig og alla hina. Kveðja Bjarni Halldór Janusson. Kveðja frá Kvenfélagi Hafnarfjarðarkirkju Í dag kveðjum við Sigurlín Ágústsdóttur eða Sillu eins og hún var alltaf kölluð, félaga okkar í Kvenfélagi Hafnarfjarðarkirkju. Við minnumst hennar með hlýhug og þökk fyrir allt það sem hún lagði af mörkum í félagsskap okkar. Silla var mikill fagurkeri, hafði áhuga á list- um og hún málaði fallegar myndir. Hamarinn var henni hugleikinn, enda fallegt útsýni út um gluggana á Hringbrautinni þar sem hún bjó. Silla var í skemmtinefnd fyrir jólafundinn til margra ára. Það var ánægjulegt að vinna með henni, allt- af svo hress og skemmtileg. Fjöl- skylda Sillu hefur mikið átt og mikið misst og hefur margs að sakna, en hún er líka rík af góðum minningum frá liðnum árum. Við vottum fjölskyldunni dýpstu samúð. Guð blessi minningu Sigur- línar Ágústsdóttur. SIGURLÍN ÁGÚSTSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.