Morgunblaðið - 14.10.2003, Page 24

Morgunblaðið - 14.10.2003, Page 24
Birgitta Haukdal skartaði nýrri hárgreiðslu. Jón Jósep reyndar líka. Kristín Atladóttir var í rauðum síð- kjól með fína herðaslá úr skinni og með eyrnalokka og varalit í stíl. Morgunblaðið/Þorkell Stöllurnar Sigurlaug Halldórs- dóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir voru eins og svart og hvítt að sjá.ÁSTIN í íslenskum bíó-myndum var þemafimmtu Edduverð-launahátíðarinnar sem nú er nýafstaðin. Blóðrauður ást- ardrykkur stóð gestum til boða fyrir athöfnina, en horft úr fjar- lægð virtist eldheit ástríðan ekki við völd þegar þátttakendur völdu fatnað fyrir kvöldið. Fáeinir gestir kusu að vísu rauðan klæðnað, en afar margir voru dökk- eða svart- klæddir. Sirrý heilsaði gestum reyndar í rauðum hlírakjól, Kristín Atladótt- ir var líka í rauðum síðkjól og með samlita herðaslá úr skinni. Þá var Elín Sveinsdóttir rauðklædd, sem og Þóra Karítas Árnadóttir. Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra valdi hvítan kjól frá Kanarí. Edda Björgvinsdóttir leik- kona var líka í hvítum renndum kjól úr flísefni, Sigga Beinteins í hvítri buxnadragt og Birgitta Haukdal í hvítum toppi, svo dæmi séu tekin. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir inn- kaupastjóri og fatarýnir var gest- ur á verðlaunahátíðinni og segir fátt hafa komið verulega á óvart í klæðaburði gesta. „Að vísu tek ég eftir því að ekki þykir lengur jafn- fínt að snobba niður á við í klæða- burði. Sem betur fer. Á því eru þó undantekningar, einkum meðal hljómsveitarstráka.“ Eva segir ekki marga hafa skorið sig verulega úr. Hún bendir á Guðrúnu Eddu Þór- hannesdóttur, sem var í hvítu pilsi og hvítum toppi með fjaðrir yfir axlirnar. „Það fannst mér virkilega flott,“ segir hún. „Mér finnst fólk hafa ver- ið aðeins litaglaðara. Aust- urlensk áhrif voru nokkur og talsvert mikið um skinn. Auk þess voru síðkjólar ráðandi í ár, öfugt við árið í fyrra. Birgitta Haukdal kom líka mikið á óvart, hárið á henni og förðunin var umtöluð, sem og heildarútlitið. Margar voru með liði í hári og fleiri karlar í smóking nú en áður. Al- mennt myndi ég segja að tískan hafi verið mjög klassísk í ár, með dálítið meira gala- yfirbragði, en samt ekkert í líkingu við það sem þekkist á nýársfagnaði.“ Aukahluti og tilþrifamikla skartgripi var ekki að sjá og segir Eva fólk greinilega ekki leggja mikla áherslu á þann þátt undirbúningsins. „Í flestum tilvikum vantar alveg punktinn yfir i-ið. Það mætti leggja meiri áherslu á töskur, skó og skartgripi,“ segir hún. „Þegar á heildina er litið var ekkert að sjá sem maður fellur í stafi yfir. Yfirbragðið var frekar hefðbundið og engar meiriháttar tískuyfirlýsingar. Einnig finnst mér fólk ekkert pæla í yfirhöfnum þegar það klæðir sig upp. Konur verða að vera í fínni flík utan yfir síðkjólinn og karlar í flottum frökkum. Það er gott að eiga góða úlpu en hún á ekki við við öll tækifæri,“ segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir að lok- um.  SPARIFÖT | Klæðaburður á Edduverðlaunahátíðinni var sígildur og sparilegur og meira um liti en í fyrra Engar meiriháttar tískuyfirlýsingar Frjálslegur kvöldklæðnaður að hætti Quarashi; gallabuxur og húfa. Morgunblaðið/Árni Torfason Sverrir Þór Sverrisson var í fötum frá Brúðarkjólaleigu Dóru. Gleymdi einhver skónum? Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er vön að klæða sig upp og gætir vel að heild- arsvipnum. Með henni er Arvid Kro. Guðrún Edda Þórhannes- dóttir skreytti sig með fjöðrum. Svartur klæðnaður var áberandi á Edduverð- launahátíðinni í ár, þótt stöku gestur kryddaði litaúrvalið með rauðu eða hvítu. Tískurýnir Daglegs lífs kynnti sér klæðnað hátíðargesta. Elín Sveinsdóttir var rauðklædd, Inga Lind Karlsdóttir í svörtu og Jóhanna Vilhjálmsdóttir valdi kjól í anda hafsins. Morgunblaðið/Árni Torfason helga@mbl.is DAGLEGT LÍF 24 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                      !  ! "    !   # $% &'# #   $% '  ()  *& *+*  # && && *+ & #

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.