Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Snilldarbók um manninn Grím Thomsen. Ástir hans og barneignir. Vináttu við konunga. Lífssorg óhemjunnar frá Fredericia. Loksins er þjóðsagan um hinn grálynda Grím kveðin í kútinn. Lífsþorsti og leyndar ástir er átakasaga um manninn sem hefur fengið kaldar kveðjur eftirtímans. Meistaraverk. VAR GRÍMUR THOMSEN VARMENNI? BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Þetta er hann. Saga fyrirbyggjandi læknisfræði Fróðleg og merkileg saga Peter Nilsson, að-stoðarprófessor oglektor við hjarta- deild sjúkrahússins í Lundi, heldur fyrirlestur á morgun á vegum Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar í fyrir- lestraröð sem kennd er við Egil Snorrason. Yfirskrift fyrirlestrarins er Saga fyr- irbyggjandi læknisfræði, með áherslu á reynslu Þjóðverja og Norður-Evr- ópubúa. Fyrirlesturinn verður fluttur í fundarsal Barnaspítala Hringsins og hefst hann klukkan 11. Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar er aðili að norrænum samtök- um félaga áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Á vegum samtakanna eru haldnar ráðstefnur annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. Félag- ið hefur tvisvar staðið fyrir nor- rænum ráðstefnum um sögu læknisfræðinnar, 1981 og 1995. Í sambandi við ráðstefnuna 1981 barst félaginu fyrirheit. Paul Ass- ens, danskur lyfjafræðingur og umboðsmaður breska Wellcome- lyfjafyrirtækisins á Norðurlönd- um, hét félaginu fjárhagslegum stuðningi til að halda árlegan fyr- irlestur til heiðurs Agli Snorra- syni lækni og skyldi fyrirlesturinn kenndur við Egil. Hann var danskur læknir af íslenskum ætt- um, dáinn 1996, og mikill fræði- maður um sögu heilbrigðismála. Tilgangur fyrirlestranna, að sögn Atla Þórs Ólasonar læknis, er að styrkja rannsóknir og norræna samvinnu um sögu læknisfræð- innar. Ákveðnar reglur voru sett- ar um val á fyrirlesurum og skyldi tryggt að þeir kæmu frá öllum Norðurlöndum. Fyrsti Egils Snorrasonar-fyrirlesturinn var haldinn í mai 1982 og síðan hafa fyrirlestrarnir verið árlegur við- burður í starfsemi félagsins. Og þá að spjallinu við Peter Nilsson. Segðu okkur aðeins frá fyrir- lestrinum sem þú ætlar að flytja. „Saga fyrirbyggjandi læknis- fræði er bæði fróðleg og mikilvæg. Hins vegar hefur merking þessa hugtaks verið nokkuð á reiki eftir þeim tíðaranda og pólitíska um- hverfi sem er við lýði hverju sinni. Svo ég nefni dæmi þá hafði fyr- irbyggjandi læknisfræði sérstak- ar hugmyndafræðilegar merking- ar í Þýskalandi nasismans. Sérstök þróunar- og þjálfunarstöð var stofnsett í smábænum Alt- Rehse, Mecklenburg og starfaði á árunum 1935 til 1941. Það er möguleiki á því að draga vissar ályktanir um það hvernig læknar eigi að hugsa og framkvæma með hliðsjón af þessu, en enn fremur hvernig þeir eigi ekki að hugsa og framkvæma. Það má segja að þetta sé grunnurinn að fyrri hluta fyrirlestrarins, en í þeim síðari horfi ég meira til nútímans og þeirrar staðreyndar að Íslendingar njóta þess að lifa lengur og búa við lægri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma en aðrir Norðurlandabú- ar. Hvers vegna ætli svo sé? Er hugsanlegt að lífsstíll Íslendinga komi þar við sögu? Ef til vill ekki, því Íslend- ingar reykja t.d. meira en Svíar og neysla á fiskmeti hefur dregist saman. Skipta erfðafræðilegir þættir máli? Ja, Íslendingar eru í aðalatriðum keimlíkir öðrum nor- rænum þjóðum, en hugsanlega skiptir fámennið miklu máli, að það geri Íslendingum kleift að vera meira félagslega samstiga. Það sem gefur slíkt til kynna er sú staðreynd að Íslendingar annast hver annan ekki síður í heilbrigði en sjúkdómum. Þetta er nokkuð sem rannsóknir framtíðarinnar ættu að skoða nánar.“ Hverjar verða helstu áherslur fyrirlestrarins? „Þær má flokka í fimm hluta. Í fyrsta lagi þá ber okkur að læra af sögunni að gera ekki sömu mis- tökin og áður hafa verið gerð. Í öðru lagi að straumar og stefnur í heilbrigðismálum taka ævinlega mið af þeim þjóðfélögum sem þau eiga að þjóna. Í þriðja lagi velti ég fyrir mér þeirri þversögn er varð- ar langlífi Ísleninga samhliða lífs- stíl sem býður að mörgu leyti ekki upp á það. Í fjórða lagi það sem ég gat um áðan, að félagsleg sam- staða í fámenni geti skipt sköpum og hvað hægt sé að læra af því. Loks í fimmta lagi mun ég ræða um allt það er aðrar þjóðir geta lært af Íslendingum.“ Á hvaða hátt skera lönd Norð- ur-Evrópu og Þýskaland sig frá öðrum löndum í þessum skilningi? „Þau lönd sem nefnd eru, Norð- ur-Evrópa og Þýskaland, hafa sama sögulega, efnahagslega, trúarlega og pólitíska bakgrunn- inn. Þetta er mikilvægt, því að annars staðar í heiminum eru þessir þættir mjög breytilegir.“ Það hafa verið uppi raddir á Ís- landi þess efnis að fyrirbyggjandi læknisfræði sé að ganga út í öfgar, hvað finnst þér um það? „Kjarni þessa vanda er nokkuð sem við get- um kallað upplýst sam- þykki, „informed con- sent“, sem þýðir að sjúklingur eða einstak- lingur sem er til skoð- unar ákveður sjálfur hvort hann eða hún nýtir sér ráð- gjöf og úrræði þau sem læknar bjóða fram að vandlega athuguðu máli. Læknar segi ævinlega allan sannleikann og bjóði þaulhugsaða ráðgjöf.“ Telurðu að fyrirlesturinn veki menn til umhgsunar og umræðna hér á landi? „Það ætla ég rétt að vona.“ Peter Nilsson  Peter Nilsson fæddist í Svíþjóð 7. október 1953. Lauk læknis- prófi frá læknadeild Háskólans í Lundi 1979 og hefur starfað á ýmsum sænskum sjúkrahúsum síðan. Frá 1997 aðstoðarprófess- or og lektor við hjartadeildina á sjúkrahúsinu í Málmey. Hefur skrifað fjölda greina um læknis- fræðileg efni. Hefur einnig unnið fræðistörf um sögu læknisfræð- innar, sérstaklega sögu heilsu- gæslulækninga og forvarna. Peter er kvæntur og á fjögur börn. Hugsanlega skiptir fámennið miklu máli NEMENDUR í Menntaskólanum við Sund stefna að því að safna að minnsta kosti einni milljón króna þann 18. febrúar næstkomandi til styrktar menntauppbyggingu í Kambódíu. Framtakinu er hleypt af stokkunum í samstarfi við Barnaheill sem vinnur með sam- tökunum Save the Children í Kambódíu. Menntskælingar eru engir ný- græðingar í fjársöfnun fyrir skóla- börn í Kambódíu því fyrir fjórum árum söfnuðu þeir einni milljón króna sem var varið til þess að ljúka byggingu barnaskóla í þorp- inu Kampong Our. Söfnunin fer þannig fram að nemendur bjóða fyrirtækjum og stofnunum vinnuframlag sitt í einn dag fyrir 2.400 krónur sem renna í söfnunina. Að sögn MS-inganna Ólafar Guð- mundsdóttur og Kára Viðarssonar, sem eru í stýrihóp fyrir verkefnið, stefna nemendur að því að slá fyrra met og vonast eftir góðum undirtektum úti í þjóðfélaginu. Síð- ast voru unnin margvísleg störf og nemendurnir kallaðir til starfa hjá barnaheimilum og við að raða skjölum fyrir stofnanir og margt fleira. MS-ingarnir ætla að nota einn dag í árshátíðarviku sinni fyrir söfnunina og lýsa sig hér með reiðubúna til að vinna fyrir hvern þann sem gæti haft not fyrir auka- starfskraftinn hinn 18. febrúar. Stefna á eina milljón króna að lágmarki Morgunblaðið/Jim Smart Kári Viðarsson og Ólöf Guðmundsdóttir í MS kynna söfnunarátakið. MS-ingar styðja menntauppbyggingu í Kambódíu GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.