Morgunblaðið - 28.11.2003, Síða 12
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Valgerður Sverrisdóttir við-skiptaráðherra sagði íumræðu utan dagskrár áAlþingi í gær að stjórn-
endur Kaupþings Búnaðarbanka
hefðu lært dýrmæta lexíu í síðustu
viku er komið hefði fram hörð gagn-
rýni á kauprétt tveggja af þremur
æðstu stjórnendum bankans á hluta-
bréfum í bankanum. Kvaðst hún von-
ast til þess að umræðan sem hefði
orðið um starfskjör þeirra yrði
stjórnendum annarra fyrirtækja
umhugsunarefni. Hún ítrekaði að
skoða þyrfti þann grunn sem starf-
semi hlutafélaga byggðist á, þ.e. lög
um hlutafélög, og tengsl hans við
fjármálamarkaðinn. Þá sagði hún
það koma sterklega til álita að setja
reglur um stjórnarhætti í fyrirtækj-
um til að koma í veg fyrir hagsmuna-
tengsl. Aðspurð kvaðst hún þó ekki
myndu beita sér fyrir því að kaup-
réttarsamningar yrðu bannaðir.
„Það þjónar hagsmunum heildarinn-
ar að stjórnendur hafi hagsmuni af
góðu gengi fyrirtækisins. Kauprétt-
arsamningar eiga þó að vera þannig
úr garði gerðir að þeir auki ekki
áhættu í rekstri fyrirtækisins. Við
fyrstu sýn finnst mér eðlilegt að
kaupréttarsamningar verði bornir
undir hluthafafund. Að öðru leyti vil
ég ekki tjá mig um hvaða reglur eigi
að setja um kaupréttarsamninga,
enda væri óþarfi að leggja í mikla
vinnu ef ég hefði bestu lausnina á
takteinum án nokkurrar yfirlegu.“
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, var málshefj-
andi utandagskrárumræðunnar, en
yfirskrift hennar var ofurlaun
stjórnenda fyrirtækja. „Neðanjarð-
arlaunakerfi stjórnenda fyrirtækja
er orðið mikið áhyggjuefni,“ sagði
Jóhanna „og engu líkara en að á síð-
ustu árum sé að verða til
ný yfirstétt sem lifir í ein-
hverri veröld sem er til
hliðar við raunveruleika
íslensks samfélags.“
Sagði hún að hjá hinni
nýju yfirstétt réðu ferðinni geðþótta-
ákvarðanir og græðgi. Hver stjórn-
andi virtist umbuna öðrum í von um
að fá það endurgoldið. Allt væri það á
kostnað neytenda. Þeir borguðu
brúsann. „Þetta kallar svo sannar-
lega á að settar séu reglur um stjórn-
arhætti í fyrirtækjum til að koma í
veg fyrir hagsmunaárekstra og að
stjórnir fjármálafyrirtækja verði
m.a. skipaðar óvilhöllum aðilum sem
engra hagsmuna hafa að gæta.“
Kannski þurfti
bylmingshögg
Jóhanna fagnaði hörðum við-
brögðum forsætisráðherra, Davíðs
Oddssonar, og viðskiptaráðherra í
síðustu viku þegar upplýst var um
kaupréttarsamning stjórnenda
Kaupþings Búnaðarbanka. „En það
var ekki fyrr en svo hrikalega var
gengið fram af þjóðinni að þeir tóku
við sér, þ.e. þegar ekkert blasti við
annað en þjóðaruppreisn. Kannski
þurfti þetta bylmingshögg til að
opna augu stjórnvalda; þegar tveir
stjórnendur Kaupþings Búnaðar-
banka fá á silfurfati, ofan á meira en
fjórar milljónir kr. í mánaðartekjur,
kaupréttarsamning á gengi sem er
langt undir markaðsvirði. Hlutafjár-
kaupin voru síðan fjármögnuð með
lánsfé frá bankanum, án tryggingar í
öðru en bréfunum. Höfuðið var svo
bitið af skömminni með því að stjórn-
endur voru varðir fyrir tapi af öllum
herlegheitunum. Þetta er yfirgengi-
legt og ég mun kalla eftir því að Fjár-
málaeftirlitið skoði það sérstaklega
hvort ekki var verið að brjóta 104 gr.
hlutafjárlaga með því að stjórnarfor-
manni og forstjóra var lánað fyrir
hlutafjárkaupunum.“
Jóhann sagði eitt víst: málið í heild
sinni sýndi afar gloppótta löggjöf um
fjármál á markaði og endurspeglaði
ennfremur mjög alvarlega siðferðis-
bresti sem yrði að bregðast við af
fyllstu hörku.
Hún sagði samning stjórnenda
Kaupþings Búnaðarbanka þó ekki
eina dæmið um ofurkjör. Nefndi hún
m.a. starfslokasamninga fyrrverandi
forstjóra Vátryggingafélags Íslands,
fyrrverandi forstjóra Símans og
fyrrverandi forstjóra Byggðastofn-
unar. Þeir hefðu hver og einn numið
tugum og yfir hundrað miljónum
króna. Aðrir þingmenn vitnuðu einn-
ig til þessara starfslokasamninga í
umræðunum í gær.
Að lokum skoraði Jóhanna á við-
skiptaráðherra að bregðast við af
fullri festu í málinu og
„reisa þær girðingar sem
duga til þess að þjóðin
þurfi aldrei, aldrei aftur,
að upplifa svona svívirði-
lega græðgi stjórnenda á
fjármálamarkaði; mannanna sem
blóðmjólka einstaklinga og fjölskyld-
ur með háum vöxtum og þjónustu-
gjöldum sem eru að sliga fjölda
heimila í landinu.“
Snerti viðkvæman streng
Valgerður Sverrisdóttir hóf ræðu
sína á því að segja að allt hefði leikið
á reiðiskjálfi í þjóðfélaginu í síðustu
viku vegna umræddra samninga
„sem að öllum líkindum hefðu fært
tveimur stjórnendum fjármálafyrir-
tækis hundruð milljóna króna í hagn-
að að nokkrum árum liðnum.“ Sagði
hún að samningurinn hefði snert
mjög viðkvæman streng í íslenskri
þjóðarsál og viðbrögðin hefðu orðið í
samræmi við það. „Ég tel að umræð-
an í kjölfar þessa atburðar muni leiða
til góðs fyrir íslenskt þjóðfélag.
Markaðurinn á ekki að vera tóma-
rúm, án alls samhengis við það sam-
félag sem skóp hann. Fyrirtæki á
markaði bera ekki einungis ábyrgð
gagnvart fjárfestum heldur einnig
gagnvart samfélaginu.“ Ráðherra
sagði að breytingar á íslensku at-
vinnulífi á síðustu árum hefðu leitt til
stærri og sterkari fyrirtækja, auk-
innar samkeppnishæfni og betri lífs-
kjara almennings heldur en nokkurn
tíma áður í sögu þjóðarinnar. „Það
kemur hins vegar betur og betur í
ljós að markaðurinn þrífst ekki nema
með skýrum leikreglum og öflugu
eftirliti. Markaðurinn þarf aðhald
samfélagsins, ekki bara fjárfestanna.
Á síðustu árum höfum við alþingis-
menn eytt miklum tíma í setningu
laga um fjármálamarkaðinn. Þær
breytingar hafa leitt til betri fjár-
málamarkaðar. Að mínu mati þurf-
um við að skoða þann grunn sem
starfsemi hlutafélaga byggist á, þ.e.
lög um hlutafélög, og tengsl hans við
fjármálamarkaðinn.“ Þá sagði ráð-
herra að alþjóðleg umræða um
stjórnkerfi hlutafélaga snerist fyrst
og fremst um hvernig eftirliti með
stjórnendum væri háttað. Eftirlits-
kerfið ætti að koma í veg fyrir að
stjórnendur létu stjórn-
ast af eigin hagsmunum
við ákvarðanatöku í
rekstri félaga. Hún sagði
að umræðan hefði hafist í
Bandaríkjunum en hefði á
síðustu árum orðið æ umfangsmeiri í
Evrópu. „Hér á landi hafa t.d.
Landssamtök lífeyrissjóða, Kaup-
höllin og Verslunarráð staðið fyrir
umræðu um stjórnkerfi hlutafélaga.
Ég tel það óhjákvæmilegt að löggjaf-
inn taki þetta mál upp. Í viðskipta-
ráðuneytinu er þessi vinna þegar
hafin.“
Hvorki skynsamir
né hógværir
Margir þingmenn tóku þátt í um-
ræðunni. Álfheiður Ingadóttir, vara-
þingmaður Vinstrihreyfingarinnar
–græns framboðs, minnti m.a. á að
efnahags- og viðskiptanefnd þings-
ins hefði ákveðið að hefja athugun á
kaupréttarsamningum og starfs-
kjörum stjórnenda og starfsmanna í
skráðum félögum á markaði. Og Pét-
ur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, sagði að umræddir
samningar væru hvorki skynsamir
né hógværir. Jafnframt hefðu þeir
verið duldir, þ.e. þeir hefðu ekki ver-
ið uppi á borðinu. Hann sagði að
skynsamir og hógværir samningar
tengdu saman hagsmuni hluthafa og
stjórnenda og væru þar af leiðandi
jákvæðir.
Sigurjón Þórðarson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, sagðist taka
undir ýmislegt sem forsætisráðherra
og utanríkisráðherra, Halldór Ás-
grímsson, hefðu sagt í síðustu viku
vegna umræddra samninga. Ráð-
herrarnir ættu þó einnig að líta í eig-
in barm. Utanríkisráðherra væri t.d.
guðfaðir kvótakerfisins, en vegna
þess hefðu hundruð milljarða runnið
út úr sjávarútveginum. Þingmaður
Samfylkingarinnar, Kristján L.
Möller, tók í svipaðan streng og
sagði að ráðherrarnir hefðu ekki
brugðist eins hart við, og í síðustu
viku, þegar t.d. kvótasala á óveiddum
fiski hefði skilið heilu og hálfu byggð-
arlögin eftir í rúst.
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður Framsóknarflokksins, sagði
eins og margir aðrir þingmenn að
samningur stjórnenda Kaupþings
Búnaðarbanka væri ekki einangrað
fyrirbæri. „Það eru mörg dæmi um
að stjórnendur fyrirtækja hafi getað
fengið kjör og samninga sem færa
þeim miklar fjárhæðir í eigin vasa.
Við þekkjum þetta úr sjávarútveg-
inum. Við þekkjum dæmi um að
menn hafi getað selt veiðiheimildir
fyrir tugi eða hundruð milljóna og
við því hefur ekki verið brugðist með
neinum hætti til að takmarka mögu-
leika manna til þess.“ Hann sagði að
aðgerðarleysið í sjávarútvegsmálum
hefði rutt brautina fyrir samninga
eins og þá sem hér væru til umræðu.
Síðar sagði hann að af miklum
tekjum þyrfti að borga mikla skatta.
Aðeins tíu prósenta skattur væri
hins vegar greiddur af þeim launum
sem tekin væru út sem fjármagns-
tekjur. Á því þyrfti að gera bragar-
bót.
Vitnað í Lúkasarguðspjall
Formaður Vinstri grænna, Stein-
grímur J. Sigfússon, ítrekaði að
kaupréttarsamningur stjórnenda
Kaupþings Búnaðarbanka væri
fylgifiskur markaðs- og einkavæð-
ingarinnar. „Ég kalla þetta græðgis-
væðingu samfélagsins.“ Hann sagði
að forsætisráðherra hefði þó sýnt
viss iðrunarmerki þegar hann hvatti
til þess að aðrir hefðu Júdasariðrun
sálmaskáldsins að leiðarljósi. Vitnaði
Steingrímur síðan í eftirfarandi orð í
Lúkasarguðsspjalli Biblíunnar, þar
sem segir frá innreið frelsarans inn í
Jerúsalem. „Þá gekk
hann inn í helgidóminn
og tók að reka út þá sem
voru að selja og mælti við
þá: ritað er; hús mitt á að
vera bænahús en þér
hafið gjört það að ræningjabæli.“
Guðmundur Árni Stefánsson,
þingmaður Samfylkingarinar, sagði
að umræddir samningar Kaupþings
Búnaðarbanka væru aðeins toppur-
inn á ísjakanum og Einar Oddur
Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, sagði að þingmenn ættu
að verða við þeirri kröfu sem uppi
væri í þjóðfélaginu um að herða leik-
reglur á markaðnum. Sagðist hann
telja að þverpólitísk samstaða ætti
að nást um það. Að lokum sagði
Dagný Jónsdóttir, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, að stjórnmálamenn
hefðu ekki annað vald yfir fyrirtækj-
um en það að setja þeim almennar
leikreglur að fara eftir. „Þessar regl-
ur eiga að fjalla um hvernig standa
beri að því að ákveða kjör forstjóra
og annarra stjórnenda,“ sagði hún.
Dagný sagði ennfremur að það þyrfti
að tryggja að skattaleg meðferð
tekna stjórnenda væri með eðlileg-
um hætti og í samræmi við skatta-
lega meðferð annarra launatekna.
Ræddu kaupréttarsamning stjórnenda Kaupþings Búnaðarbanka
Þverpólitísk samstaða um
að herða beri leikreglur
Þingmenn ræddu
kaupréttarsamning
æðstu stjórnenda
Kaupþings Bún-
aðarbanka á Alþingi
í gær. Þverpólitísk
samstaða var um að
skýra þyrfti leikregl-
urnar á markaðnum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Rætt utan dagskrár. Jóhanna Sigurðardóttir flytur ræðu sína um ofurlaun
stjórnenda á Alþingi í gær. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunum.
„Þér hafið
gjört það að
ræningjabæli“
Ekkert blasti
við annað en
þjóðaruppreisn
ÞINGMENN Samfylkingarinnar og
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs gagnrýndu í upphafi
þingfundar á Alþingi í gær boðaðar
skipulagsbreytingar innan Rík-
isútvarpsins
Mörður Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar, hóf umræðuna
með því að vitna í viðtal við Friðrik
Pál Jónsson, stjórnanda Spegilsins,
í Fréttablaðinu í gær. Las Mörður
upp úr viðtalinu og m.a. eftirfar-
andi orð Friðriks: „Þessar vænt-
anlegu skipulagsbreytingar má
rekja til rógsherferðar útvarps-
stjóra sem sett var í hærri gír í út-
varpsráði.“
Mörður sagði að þessar breyt-
ingar þyrfti að ræða á Alþingi.
„Framkvæmdavaldið virðist ekki
ætla að gera neitt í þessu og hluti
þess ber meira að segja bumbur á
sinni heimasíðu ...,“ sagði hann og
vísaði þar til heimasíðu Björns
Bjarnasonar dómsmálaráðherra.
Bryndís Hlöðversdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, sagði
m.a. að fyrirhugaðar breytingar
innan Ríkisútvarpsins sýndu tví-
skinnung ríkisstjórnarinnar þegar
kæmi að ritstjórnarlegu sjálfstæði.
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hefðu í
síðustu viku lýst yfir áhyggjum af
frjálsri fjölmiðlun en á sama tíma
stuðluðu þeir sjálfir að aukinni rit-
skoðun innan Ríkisútvarpsins.
Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður VG, tók í sama streng. „Við
þurfum auðvitað að gá að því að
varðhundar ríkisstjórnarinnar í út-
varpsráði búi ekki til ríkisstjórn-
arútvarp úr Ríkisútvarpinu. Er
þessi samþykkt útvarpsráðs til
marks um að slíkt sé nú í gangi?“
spurði hún.
Umræðan af litlu tilefni
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
og starfrandi menntamálaráðherra
sagði umræðu þingmannanna sér-
kennilega. Sagði hann þá koma upp
af litlu tilefni. „Mér er ekki kunnugt
um það að ríkisstjórnin, eins og
háttvirtur þingmaður Bryndís
Hlöðversdóttir sagði, hafi verið að
segja mönnum fyrir verkum í út-
varpsráði. Ég þekki það ekki. Ef
það er einhver pottur brotinn innan
Ríkisútvarpsins, sem vel má vera,
þá hygg ég að þeir sem ráða þar
ríkjum séu fullfærir um að leysa
slík vandamál.“ Ráðherra sagðist
einnig undrandi á orðum Friðriks í
fjölmiðlum. „Mér finnst það mjög
sérkennilegt ef einn starfsmaður
ríkisins telur sig þess umkominn að
fara með slík orð í fjölmiðlum út af
ágreiningi sem kann að vera uppi
innan dyra. Mér finnst það óviðeig-
andi en það er enn meira óviðeig-
andi að saka ríkisstjórnina um ein-
hverja aðild eða atbeina að slíku
eins og hérna hefur verið gert.“
Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra sagði að eina umræðan
sem hefði verið um Ríkisútvarpið
innan ríkisstjórnarinnar að und-
anförnu hefði snúist um hækkun af-
notagjalda.
Einnig hefði verið rætt í rík-
isstjórninni um mikilvægi þess að
Ríkisútvarpið væri sem sterkast við
þær aðstæður sem nú væru í ís-
lenskum fjölmiðlaheimi.
Gagnrýna
fyrirhugaðar
breytingar
innan RÚV
ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30
í dag. Verður þá umræða utan
dagskrár um uppsagnir hjá
varnarliðinu. Jón Gunnarsson,
þingmaður Samfylkingarinnar,
er málshefjandi umræðunnar.
Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra verður til andsvara.
Eftir utandagskrárumræðuna
fer fram þriðja og síðasta um-
ræða um fjáraukalög fyrir árið
2003.