Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 24
steinum og jafnvel bindur í skott- ið á saklausum hestum eða í hal- ann á kindum. Hann æpir ókvæð- isorð að gömlum konum og ullar framan í börn.“ Starfsfólk Ásgarðs kannaðist strax við kauða, enda hafa verið nokkur afföll á leikföngum und- anfarið. Brugðust þau vel við ósk Grýlu og þustu upp í Esju þar sem þau kölluðu á Leikfangasníki, sem ku vera tvíburabróðir Glugga- gægis og biðluðu til hans um að vera góður og þægur. Svaraði sveinki með óhljóðum og ókvæð- isorðum og sagði leikfangasmið- unum að hundskast á brott hið snarasta. „Þetta eru mííín leik- föng!“ var fyrsta andsvar Leik- fangasníkis við óskum smiðanna. Fljótlega barst þó leik- fangasmiðum liðsauki frá vinum þeirra í Waldorfskólanum í Lækj- arbotnum og hófst þá mikill elt- ingaleikur upp hlíðina, þar sem Leikfangasníkir hafði dreift fjölda fallegra leikfanga bæði hangandi í greinum og á jörðinni. Á end- anum var Leikfangasníkir króað- ur af, þar sem hann gafst upp, kjökrandi og sár, fyrir óvígum her handverksfólks og hraustra Esjuhlíðar | Leikfangasmiðirnir á verndaða vinnustaðnum Ásgarði fengu undarlegt bréf á dögunum, frá Grýlu sjálfri, þar sem hún bað um hjálp við að koma vitinu fyrir Leikfangasníki, óþægan jólasvein sem ekki fær að vera með í hópi hinna hefðbundnu þrettán. Í bréf- inu sagði meðal annars: „Leik- fangasníkir er að gera allt og alla kolvitlausa. Hann er kominn með haug af leikföngum sem hann fel- ur undir trjám, oní gjótum, undir barna. Kom þá í ljós að heitasta ósk Leikfangasníkis var að kom- ast í hóp jólasveinanna sem fá að heimsækja mannheima og varð hann ósköp meyr. „Ég er góður! Ég er góður!“ sagði Leik- fangasníkir og bætti við: „Það eina sem ég vil er að fá að vera fjórtándi jólasveinninn, þrettán er óhappatala!“ Smíða falleg leikföng fyrir börn Börn og leikfangasmiðir brugð- ust hin kátustu við iðrun sveinka og tóku honum opnum örmum og sögðust skyldu leyfa honum að vera með og fá kakó og með því og jafnvel að leika sér með öll þau leikföng sem hann vildi. Á endanum skildu allir í góðum vin- skap. Sólveig Þorbergsdóttir, kennari í Waldorfskólanum, segir góðan grannskap einkenna samband þeirra við Ásgarð, enda voru þau hlið við hlið lengi vel, þar til Ás- garður flutti eftir bruna. „Þess vegna vorum við boðin og búin að koma og hjálpa þeim þegar þau hringdu, enda leggjum við hér í Waldorfskólanum mjög mikla áherslu á handverk, sérstaklega með ull og önnur náttúruleg efni. Við tökum ullina í gegnum allt ferlið og krakkarnir læra að vinna með hana alla leið frá kind- inni að peysu eða hverju sem þau eru að gera. Þetta er í raun miklu meira en föndur, við þvoum ull- ina, spinnum, kembum og þæfum. Allir sáttir: Eftir að hann var króaður af varð Leikfangasníkir hinn blíðasti og vildi endilega láta taka mynd af sér með nýju vinum sínum. Morgunblaðið/Þorkell Eftirreiðarsveitin frækna: Krakkarnir í Waldorfskólanum létu Leikfangasníki ekki komast upp með neina óþekkt. Fjórtándi sveinkinn hrellir leikfangasmiði Æsilegur eltingaleikur um hlíðar Esjunnar, uppgjör og síðan sættir HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jólavara frá Íslandi Klapparstíg 44, sími 562 3614 Laufabrauðsjárn Verð frá kr. 3700 ER KOMIÐ Í VERSLANIR Draumalandið er nýstárleg og alíslensk bók um drauma Íslendinga fyrr og nú. Fjallað er um tengsl svefns og drauma og ýmsa flokka drauma svo sem berdreymi, skýrdreymi, skapandi dreymi, drauma á meðgöngu, drauma barna og drauma af látnum. Bókin er bæði fróðleg og skemmtileg og kjörin fyrir þá sem vilja afla sér skilnings varðandi táknræn skilaboð hins djúpa draumheims. Kópavogur | Steinsmiðja Sigurðar Helgasonar á sér langa sögu og má segja að hún hafi hafist í breskum steinkofa þar sem Þjóðarbókhlaðan stendur nú. Sigurður Helgason stýrði þar búi í rúm fimmtíu ár, en í sumar ákvað hann að láta gott heita og seldi fyrirtækið hjónunum Finn- boga Alfreðssyni og Sesselju Pét- ursdóttur. Finnbogi kemur úr sjáv- arútveginum en Sesselja er kennari að mennt og nam einnig námsráð- gjöf við HÍ. Tæpur helmingur af tekjum Steinsmiðjunnar er af framleiðslu og sölu legsteina og minnisvarða en aðrar tekjur eru af sölu á borð- plötum, flísum og af sérsmíði. Sess- elja segir legsteinagerðina flókið ferli og vandasamt og ekki megi vanmeta mannlega þáttinn. „Hver legsteinn er einstakur og vinnan við hann er mjög persónuleg. Það kom okkur dálítið á óvart hvað hinn sál- ræni þáttur er mikilvægur,“ segir Sesselja, en legsteinn er oft afar mikilvægur hluti sorgarferlisins. „Forgangsatriði okkar núna er að bæta þjónustu og áreiðanleika fyr- irtækisins,“ segir Finnbogi, en ný- lega var ráðinn guðfræðingur til að afgreiða legsteina og ráðleggja við- skiptavinum og sjá um samskiptin í því ferli. Allt verður að vera úthugsað Á bak við einfalda og látlausa framhlið verslunar Steinsmiðjunnar liggur gríðarstórt baksvið, þar sem grjót er unnið og verkað af natni og vandvirkni. Þar er ekki einungis verið að vinna með legsteina heldur einnig borðplötur, ýmiss konar minnismerki, gólf- og veggflísar og fleira. Þar eru risastórar sagir og slípivélar, teiknarar og hönnuðir og heill lager af alls kyns óunnu grjóti alls staðar að af Íslandi og víðar úr heiminum. „Það gera ekki allir sér grein fyrir því hvað liggur mikið að baki einum fallegum legsteini. Öll steinavinna er gríðarlega vandasöm því þú snýrð ekki svo léttilega til baka ef þú sagar eða heggur ekki rétt, það verður allt að vera út- hugsað áður en lagt er af stað,“ seg- ir Finnbogi og heilsar upp á nokkra af elstu starfsmönnum fyrirtækis- ins, en sumir þeirra hafa verið hjá Steinsmiðjunni frá upphafi. Steinsmíði er flókið ferli Morgunblaðið/Jim Smart Krefjandi en skemmtilegt starf: Finnbogi og Sesselja eru að koma sér fyrir í nýju starfi og gengur ágætlega að aðlagast því. ÞAÐ er viðeigandi að segja sem svo að Sigurður Helgason sé sestur í helgan stein, en hann seldi stein- smiðju sína í sumar. „Ég var búinn að hugsa um að fara að setjast í helgan stein í svolítinn tíma og þá fékk ég kauptilboð í fyrirtækið og ákvað að taka því. Þetta fólk sem tók við fyrirtækinu er bæði gott og vandað fólk og mun örugglega reka Steinsmiðjuna af metnaði og áhuga. Svo að telja allur mannskapurinn sem var hjá mér heldur áfram hjá þeim, þar á meðal sonur minn, sem var mín hægri hönd síðustu árin,“ segir Sigurður. „Ég hef loksins nógan tíma til að gera ekki neitt. Það er góð tilfinning, annars hefur maður nóg fyrir stafni, ég leik golf og tek þátt í miklu félagsstarfi, meðal annars í Oddfellow. Ég get ekki kvartað yfir að hafa ekkert að gera.“ Steinsmiðjan er fyrir löngu orðin hluti af sögu höfuðborgarinnar og Gott að hafa loksins tíma til að gera ekki neitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.