Morgunblaðið - 28.11.2003, Side 30

Morgunblaðið - 28.11.2003, Side 30
Á hundrað ára afmæli Swar-ovski-fyrirtækisins árið1995, var Kristalshöllinopnuð almenningi. Þetta sérkennilega safn, sem falið er undir grasi gróinni hæð sem prýdd er stóru andliti bergrisa, er í Watterns í Austurríki, skammt frá Innsbruck. Swarovski hefur um áratuga skeið verið í fararbroddi í þróun og sölu hverskyns gjafavöru sem bygg- ist á kristal og fögrum steinum, en í dag starfa meira en tíu þúsund manns hjá fyrirtækinu, víða um heim. Kristalshöllinni er ætlað að birta framsýna ásjónu fyrirtækisins, með fjölbreyti- legum sýn- ingum sem höfða til ímynd- unarafls gest- anna. Þarna hanga hefðbundin listaverk heims- kunnra listamanna á borð við Salva- dor Dali, Andy Warhol og Edward Steichen. Í gólfum eru mynd- bandaverk og í einu rými hall- arinnar er margmiðlunarverk sem byggist á ljósi og íhugandi tónlist eftir Brian Eno. Í kristalssalnum sér gesturinn nær yfirskilvitlegar sýnir og getur einnig skoðað margskyns fagra gripi úr ólíkum steindum. Síðustu árin hafa Kristalshöllin og sýningarsalur Swarovski staðið fyr- ir kynningu á list og hönnun ólíkra þjóðlanda, sem fyrirtækið telur tengjast framleiðslu sinni á einhvern hátt. Fyrst var sjónum beint að lönd- um á borð við Ástralíu og Kína. Á síðastliðnu ári kom sýningarstjóri frá Swarovski til Íslands og sótti heim ólíka listamenn og hönnuði, í þeim tilgangi að velja sýnendur á Ís- landskynninguna. Tveir þeirra voru margreyndir og þekktir náttúru- og landslagsljósmyndarar, Björn Rú- riksson og Rafn Hafnfjörð. Þeir segja sýningarstjórann hafa verið að leita að ljósmyndum sem ann- arsvegar átti að nota í bakgrunna fyrir sýningu á íslenskri tísku, og síðan ljósmyndir sem tengdust hug- myndum um tröll, álfa og þjóðtrú. „Safnið vildi tengja dulúð og feg- urð landsins við kristalinn sem Swarovski framleiðir,“ segir Björn. Það varð úr að Birni var boðið að halda sýningu á landslags- og náttúrumynd- um, sem var opnuð í desem- ber í fyrra og stóð út sept- ember síðast- liðinn. Íslandsbragur á safninu „Það var mikil há- tíð þegar sýningin var opnuð, þetta er einhver upp úrklippubók sem hann fékk senda frá Kristalshöllinni, og fer ekki á milli mála að sýningarnar hafa hlotið umtalsverða athygli. „Það er alltaf gaman þegar ís- lenskir listamenn halda uppi heiðri Íslands. Fjöldi gesta hefur verið gíf- urlegur, eða yfir hálf milljón, svo að þetta hlýtur að vera mjög góð land- kynning,“ segir Björn. „Þetta lukk- aðist allt afar vel. Það er svo mikil fegurð í þessu öllu, þetta er alveg yndislegt fyrirtæki. Það er svo mikil alúð og virðing borin fyrir því sem menn eru að gera.“ Kristallar í vetrarlínunni Í kaffihúsi Kristalshallarinnar voru sýnd myndverk listakonunnar Mireyu Samper og eftir jólin var í sýningarsalnum sett upp sýning á hönnun Bjargar Ingadóttur og Völu Torfadóttur sem kenna sig við Spaksmannsspjarir. „Þar kom ég inn í málið,“ segir Rafn Hafnfjörð ljósmyndari. „Ég á engar myndir af álfum og tröllum en ég hef mikið verið að mynda form, liti og blæbrigði landsins og þess- konar myndir eftir mig voru not- aðar í samspili við fatnað hönn- uðanna. Myndirnar voru settar á bylgjandi gólfbrautir sem gínur stóðu síðan á. Það er svo merkilegt hvað hægt er að sýna Ísland og íslenskt hugvit á fjölbreytilegan hátt. Þessi fram- setning var afar vel heppnuð.“ Vala Torfadóttir er sammála Rafni, að þetta hafi komið mjög vel út. „Fyrirtækið lagði mjög mikið í þetta,“ segir hún. „Þeir keyptu allar  SÝNING|Fatnaður, tónlist og myndlist Morgunblaðið/Einar Falur Björn Rúriksson og Rafn Hafnfjörð: Sýndu myndir á ólíkan hátt. Síðasta árið hefur um- fangsmikil og óvenju- leg Íslandssýning staðið yfir í sérkenni- legri sýningarhöll og sýningarsal í Austur- ríki. glæsilegasta og fallegasta sýn- ingaraðstaða sem ég hef séð,“ segir Björn en hann hefur hald- ið um 25 sýn- ingar á ljós- myndum sínum, víða um heim.„Og safnið hafði yfir sér mikill Íslandsbrag allt þetta ár,“ bætir hann við. „Við opn- unina voru tónleikar með íslenskri tónlist, fluttri af Íslendingum sem búsettir eru í Austurríki, og gestir fengu að heyra ís- lenskar sögur. Þegar leitað var til mín og mér boðið að sýna, þótti mér þetta afar gott tækifæri til landkynn- ingar, og sjálfsagt að þiggja boðið. Þetta gekk líka ótrúlega vel, og mikið var fjallað um þessa Íslandshátíð í fjölmiðlum ytra.“ Því til staðfestingar dregur Björn Spakmannsspjarir: Vala Torfadóttir og Björg Ingadóttir í sýningarrýminu með flíkur, sem þær hafa hannað, ásamt Karl Walter skipuleggjanda sýningarinnar. Á bylgjubraut- unum sem þær sitja á eru ljósmyndir eftir Rafn Hafnfjörð. Ljósmynd/Walter Graf Íslenskt hug- vit sýnt á fjölbreyti- legan hátt Ísland í kristalshöll Ljósmynd/Walter Graf DAGLEGT LÍF 30 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Áheimsíðunni netsaga.is hefurÓlafur Þór Eiríksson sett innógrynni ritaðs efnis eftir sjálfan sig; tvær skáldsögur, eigin reynslusögu, smásagnasafn og greinar sem hann hefur ritað og al- menningur getur nú nálgast endur- gjaldslaust á síðunni. „Ég var talsvert búinn að reyna að fá efnið mitt gefið út,“ segir Ólafur um tilurð heimasíðunn- ar. „En þótt allir útgef- endurnir hafi hrósað sög- unum og sagt þær vel skrif- aðar lagði enginn í að gefa þær út. Ég átti allt þetta efni í tölvunni og þá kom sú hugmynd að athuga hvort ekki væri hægt að selja það á Netinu.“ Í framhaldinu fékk Ólafur styrk frá Orkuveitunni til að setja upp síð- una. Reynslan sýndi hins vegar að fólk virtist ekki tilbúið til að greiða fyrir efnið enda „fólk orðið vant því að fá allt ókeypis á Netinu,“ eins og Ólafur orðar það. Nú getur fólk nálg- ast efnið endurgjaldslaust. Skáldsögurnar tvær, Himnasend- ing og Útvalinn, fjalla um Loka Fáfnis og þá síðarnefndu skrifaði Ólafur eftir að hafa dreymt eins kon- ar framhaldsdraum. „Það var eins og einhver væri að skrifa í gegn um mig því mig dreymdi alltaf framhaldið næstu nótt. Ég var kominn upp í 200 blaðsíður áður en ég vissi af.“ Þriðja sagan, Ótrúleg lífsbarátta eftir bílslys, segir frá reynslu Ólafs en eins og titillinn bendir til lenti hann í alvarlegu bílslysi árið 1975. Tveir félagar Ólafs létust í slysinu en Ólafur og fjórði maður slösuðust al- varlega. „Læknarnir voru búnir að segja mömmu að ég yrði í kör allt mitt líf því ég var lamaður á höndum og fótum og sýndi engin merki um að ég gæti hreyft mig. En mamma vildi ekki gefast upp og setti sig í sam- band við lækningarmiðilinn Einar á Einarsstöðum og hann lofaði að senda einhverja lækna. Eftir það fór að færast líf í skrokkinn.“ Ánægður að nýju stígvélin sluppu Níu árum eftir slysið, árið 1984, var hann að vinna við fiskverkun í Keflavík þegar óheppnin dundi yfir hann á nýjan leik. „Ég var eiginlega í sumarfríi en hafði farið í vinnuna þennan eina dag og var að spúla gólf- ið í móttökunni þegar ég fékk hrika- legt högg á bakið og féll fram fyrir mig. Svo fann ég að eitthvað ægi- þungt rúllaði yfir annan fótlegginn og stoppaði upp á rasskinn. Þegar ég reis upp sá ég að nýju buxurnar mín- ar voru rifnar og stígvélin full af blóði en ég var ánægður að sjá að þau væru heil því þau voru líka ný,“ segir Ólafur. „Hugsaðu þér, maður pælir í svona hlutum á slíkum stund- um. En það sem hafði gerst var að tveggja tonna rafmagnslyftari hafði rúllað yfir mig.“ Hann segir að síðara slysið hafi orðið til þess að hann fór í örorkumat en það sem helst hái honum í dag sé að hann hafi talsvert drafandi tal- anda Líkamlega sé hann hins vegar ágætlega á sig kominn sem sést best á því að hann dansi töluvert um helg- Vettvangur fyrir skúffuhöfunda „Læknarnir voru búnir að segja mömmu að ég yrði í kör allt mitt líf…“  TÖLVUR | Birtir sögur eftir sig á heimasíðu Morgunblaðið/Jim Smart Ólafur Þór Eiríksson: Dulræna og ævintýramennska eru meðal þess sem einkennir sögurnar á Netinu. Laugavegi 54, sími 552 5201 Jólakjólar Stærðir 36-46 Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.