Morgunblaðið - 28.11.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.11.2003, Qupperneq 30
Á hundrað ára afmæli Swar-ovski-fyrirtækisins árið1995, var Kristalshöllinopnuð almenningi. Þetta sérkennilega safn, sem falið er undir grasi gróinni hæð sem prýdd er stóru andliti bergrisa, er í Watterns í Austurríki, skammt frá Innsbruck. Swarovski hefur um áratuga skeið verið í fararbroddi í þróun og sölu hverskyns gjafavöru sem bygg- ist á kristal og fögrum steinum, en í dag starfa meira en tíu þúsund manns hjá fyrirtækinu, víða um heim. Kristalshöllinni er ætlað að birta framsýna ásjónu fyrirtækisins, með fjölbreyti- legum sýn- ingum sem höfða til ímynd- unarafls gest- anna. Þarna hanga hefðbundin listaverk heims- kunnra listamanna á borð við Salva- dor Dali, Andy Warhol og Edward Steichen. Í gólfum eru mynd- bandaverk og í einu rými hall- arinnar er margmiðlunarverk sem byggist á ljósi og íhugandi tónlist eftir Brian Eno. Í kristalssalnum sér gesturinn nær yfirskilvitlegar sýnir og getur einnig skoðað margskyns fagra gripi úr ólíkum steindum. Síðustu árin hafa Kristalshöllin og sýningarsalur Swarovski staðið fyr- ir kynningu á list og hönnun ólíkra þjóðlanda, sem fyrirtækið telur tengjast framleiðslu sinni á einhvern hátt. Fyrst var sjónum beint að lönd- um á borð við Ástralíu og Kína. Á síðastliðnu ári kom sýningarstjóri frá Swarovski til Íslands og sótti heim ólíka listamenn og hönnuði, í þeim tilgangi að velja sýnendur á Ís- landskynninguna. Tveir þeirra voru margreyndir og þekktir náttúru- og landslagsljósmyndarar, Björn Rú- riksson og Rafn Hafnfjörð. Þeir segja sýningarstjórann hafa verið að leita að ljósmyndum sem ann- arsvegar átti að nota í bakgrunna fyrir sýningu á íslenskri tísku, og síðan ljósmyndir sem tengdust hug- myndum um tröll, álfa og þjóðtrú. „Safnið vildi tengja dulúð og feg- urð landsins við kristalinn sem Swarovski framleiðir,“ segir Björn. Það varð úr að Birni var boðið að halda sýningu á landslags- og náttúrumynd- um, sem var opnuð í desem- ber í fyrra og stóð út sept- ember síðast- liðinn. Íslandsbragur á safninu „Það var mikil há- tíð þegar sýningin var opnuð, þetta er einhver upp úrklippubók sem hann fékk senda frá Kristalshöllinni, og fer ekki á milli mála að sýningarnar hafa hlotið umtalsverða athygli. „Það er alltaf gaman þegar ís- lenskir listamenn halda uppi heiðri Íslands. Fjöldi gesta hefur verið gíf- urlegur, eða yfir hálf milljón, svo að þetta hlýtur að vera mjög góð land- kynning,“ segir Björn. „Þetta lukk- aðist allt afar vel. Það er svo mikil fegurð í þessu öllu, þetta er alveg yndislegt fyrirtæki. Það er svo mikil alúð og virðing borin fyrir því sem menn eru að gera.“ Kristallar í vetrarlínunni Í kaffihúsi Kristalshallarinnar voru sýnd myndverk listakonunnar Mireyu Samper og eftir jólin var í sýningarsalnum sett upp sýning á hönnun Bjargar Ingadóttur og Völu Torfadóttur sem kenna sig við Spaksmannsspjarir. „Þar kom ég inn í málið,“ segir Rafn Hafnfjörð ljósmyndari. „Ég á engar myndir af álfum og tröllum en ég hef mikið verið að mynda form, liti og blæbrigði landsins og þess- konar myndir eftir mig voru not- aðar í samspili við fatnað hönn- uðanna. Myndirnar voru settar á bylgjandi gólfbrautir sem gínur stóðu síðan á. Það er svo merkilegt hvað hægt er að sýna Ísland og íslenskt hugvit á fjölbreytilegan hátt. Þessi fram- setning var afar vel heppnuð.“ Vala Torfadóttir er sammála Rafni, að þetta hafi komið mjög vel út. „Fyrirtækið lagði mjög mikið í þetta,“ segir hún. „Þeir keyptu allar  SÝNING|Fatnaður, tónlist og myndlist Morgunblaðið/Einar Falur Björn Rúriksson og Rafn Hafnfjörð: Sýndu myndir á ólíkan hátt. Síðasta árið hefur um- fangsmikil og óvenju- leg Íslandssýning staðið yfir í sérkenni- legri sýningarhöll og sýningarsal í Austur- ríki. glæsilegasta og fallegasta sýn- ingaraðstaða sem ég hef séð,“ segir Björn en hann hefur hald- ið um 25 sýn- ingar á ljós- myndum sínum, víða um heim.„Og safnið hafði yfir sér mikill Íslandsbrag allt þetta ár,“ bætir hann við. „Við opn- unina voru tónleikar með íslenskri tónlist, fluttri af Íslendingum sem búsettir eru í Austurríki, og gestir fengu að heyra ís- lenskar sögur. Þegar leitað var til mín og mér boðið að sýna, þótti mér þetta afar gott tækifæri til landkynn- ingar, og sjálfsagt að þiggja boðið. Þetta gekk líka ótrúlega vel, og mikið var fjallað um þessa Íslandshátíð í fjölmiðlum ytra.“ Því til staðfestingar dregur Björn Spakmannsspjarir: Vala Torfadóttir og Björg Ingadóttir í sýningarrýminu með flíkur, sem þær hafa hannað, ásamt Karl Walter skipuleggjanda sýningarinnar. Á bylgjubraut- unum sem þær sitja á eru ljósmyndir eftir Rafn Hafnfjörð. Ljósmynd/Walter Graf Íslenskt hug- vit sýnt á fjölbreyti- legan hátt Ísland í kristalshöll Ljósmynd/Walter Graf DAGLEGT LÍF 30 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Áheimsíðunni netsaga.is hefurÓlafur Þór Eiríksson sett innógrynni ritaðs efnis eftir sjálfan sig; tvær skáldsögur, eigin reynslusögu, smásagnasafn og greinar sem hann hefur ritað og al- menningur getur nú nálgast endur- gjaldslaust á síðunni. „Ég var talsvert búinn að reyna að fá efnið mitt gefið út,“ segir Ólafur um tilurð heimasíðunn- ar. „En þótt allir útgef- endurnir hafi hrósað sög- unum og sagt þær vel skrif- aðar lagði enginn í að gefa þær út. Ég átti allt þetta efni í tölvunni og þá kom sú hugmynd að athuga hvort ekki væri hægt að selja það á Netinu.“ Í framhaldinu fékk Ólafur styrk frá Orkuveitunni til að setja upp síð- una. Reynslan sýndi hins vegar að fólk virtist ekki tilbúið til að greiða fyrir efnið enda „fólk orðið vant því að fá allt ókeypis á Netinu,“ eins og Ólafur orðar það. Nú getur fólk nálg- ast efnið endurgjaldslaust. Skáldsögurnar tvær, Himnasend- ing og Útvalinn, fjalla um Loka Fáfnis og þá síðarnefndu skrifaði Ólafur eftir að hafa dreymt eins kon- ar framhaldsdraum. „Það var eins og einhver væri að skrifa í gegn um mig því mig dreymdi alltaf framhaldið næstu nótt. Ég var kominn upp í 200 blaðsíður áður en ég vissi af.“ Þriðja sagan, Ótrúleg lífsbarátta eftir bílslys, segir frá reynslu Ólafs en eins og titillinn bendir til lenti hann í alvarlegu bílslysi árið 1975. Tveir félagar Ólafs létust í slysinu en Ólafur og fjórði maður slösuðust al- varlega. „Læknarnir voru búnir að segja mömmu að ég yrði í kör allt mitt líf því ég var lamaður á höndum og fótum og sýndi engin merki um að ég gæti hreyft mig. En mamma vildi ekki gefast upp og setti sig í sam- band við lækningarmiðilinn Einar á Einarsstöðum og hann lofaði að senda einhverja lækna. Eftir það fór að færast líf í skrokkinn.“ Ánægður að nýju stígvélin sluppu Níu árum eftir slysið, árið 1984, var hann að vinna við fiskverkun í Keflavík þegar óheppnin dundi yfir hann á nýjan leik. „Ég var eiginlega í sumarfríi en hafði farið í vinnuna þennan eina dag og var að spúla gólf- ið í móttökunni þegar ég fékk hrika- legt högg á bakið og féll fram fyrir mig. Svo fann ég að eitthvað ægi- þungt rúllaði yfir annan fótlegginn og stoppaði upp á rasskinn. Þegar ég reis upp sá ég að nýju buxurnar mín- ar voru rifnar og stígvélin full af blóði en ég var ánægður að sjá að þau væru heil því þau voru líka ný,“ segir Ólafur. „Hugsaðu þér, maður pælir í svona hlutum á slíkum stund- um. En það sem hafði gerst var að tveggja tonna rafmagnslyftari hafði rúllað yfir mig.“ Hann segir að síðara slysið hafi orðið til þess að hann fór í örorkumat en það sem helst hái honum í dag sé að hann hafi talsvert drafandi tal- anda Líkamlega sé hann hins vegar ágætlega á sig kominn sem sést best á því að hann dansi töluvert um helg- Vettvangur fyrir skúffuhöfunda „Læknarnir voru búnir að segja mömmu að ég yrði í kör allt mitt líf…“  TÖLVUR | Birtir sögur eftir sig á heimasíðu Morgunblaðið/Jim Smart Ólafur Þór Eiríksson: Dulræna og ævintýramennska eru meðal þess sem einkennir sögurnar á Netinu. Laugavegi 54, sími 552 5201 Jólakjólar Stærðir 36-46 Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.