Morgunblaðið - 28.11.2003, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
F
elix, sem er sérfræð-
ingur í svæfinga- og
gjörgæslulækningum,
segir bata drengsins
ganga kraftaverki
næst og margt við meðferðina geti
talist nýstárlegt. Meðferð með
hjarta- og lungnavél er venjulega
beitt við opnar hjartaskurðaðgerð-
ir. Það sem er nýtt við notkun
þessarar tækni í tilfelli Þengils
Otra er að meðferðin tekur ekki
bara tvær til þrjár klukkustundir,
eins og við hjartaaðgerð, heldur
vikutíma. Ennfremur var þeirri
nýjung beitt að líkami Þengils var
kældur niður í 32 gráður.
Felix var fyrst fenginn til að
fara í gegnum atburðarásina, frá
því Þengill fannst á botni Breið-
holtslaugar þriðjudaginn 11. nóv-
ember sl. þar til hann var kominn
úr mestu lífshættu.
Sundlaugarverðir komu Þengli
meðvitundarlausum upp á bakk-
ann og hófu þar hjartahnoð og að
blása í hann lífi. Fljótlega kom
læknir, Sigurður Þorgrímsson, til
aðstoðar og tveir lögreglumenn. Á
bakkanum kastaði Þengill upp og
veik öndun komst í gang. Hann
var síðan í skyndi fluttur á Land-
spítalann í Fossvogi. Þar var tekin
sneiðmynd af heila sem var eðlileg
en Þengill var áfram meðvitund-
arlaus og í öndunarvél.
Felix hefur unnið að rannsókn á
kælingu, aðferð sem beitt er til að
minnka líkur á heilaskaða þeirra
sem fara í hjartastopp og eru end-
urlífgaðir. Sjúklingar eru í þeim
tilvikum kældir niður í 32 gráða
líkamshita. Hann segir að ekki
hafi verið sýnt fram á að þessi
meðferð gagnist fólki sem hafi
drukknað. En þar sem Þengill var
áfram meðvitundarlaus eftir end-
urlífgunina þótti rétt að beita
þessari nýstárlegu meðferð í þeim
tilgangi að minnka líkur á heila-
skaða.
Nýtt lyf stöðvaði blæðingu
Felix fór strax á sjúkrahúsið í
Fossvoginum þegar hann frétti af
slysinu og hitti þar fyrir Maríu
Sigurðardóttur, svæfinga- og gjör-
gæslulækni á vakt. Voru þau sam-
mála um að flytja Þengil þegar í
stað á gjörgæsluna á Landspít-
alanum við Hringbraut.
Upphaflega var tilgangurinn
með þeim flutningi að kæla líkama
Þengils niður í 32 gráður en fljót-
lega kom í ljós að lungun voru
mun meira sködduð en upphaflega
var álitið. Það reyndist þá ómögu-
legt að súrefnismetta blóðið með
hefðbundinni öndunarvélarmeð-
ferð. Felix hafði þá samband við
Þórarin Arnórsson og Bjarna
Torfason, hjartaskurðlækna, og
Líneyju Símonardóttur og Stefán
Alfreðsson sérfræðinga á hjarta-
og lungnavélinni.
Það var strax ákveðið að setja
Þengil Otra á vélina, gekk það
fljótt og örugglega og var Þengill
kældur niður. En þetta var ekki
búið enn. Rétt áður en foreldrar
Þengils Otra áttu að fá að sjá
drenginn í fyrsta sinn, eftir að
hann fannst á laugarbotninum,
stöðvaðist hjarta Þengils. Hófst
þá endurlífgun sem Felix segir að
hafi tekið um það bil 15 til 20 mín-
útur.
„Þetta kom okkur öllum í opna
skjöldu en fljótlega kom í ljós að
Þengill var með mikla blæðingu
frá lungum, sem ekki gekk að
stöðva með hefðbundnum aðferð-
um. Þá var ákveðið að reyna lyf
sem nýlega er komið á markað
fyrir dreyrasjúka,“ segir Felix en
um afar dýrt lyf er að ræða,
„milljóna króna lyf“, eins og hann
orðar það, og hefur ekki áður ver-
ið notað á meðan sjúklingur er
tengdur hjarta- og lungnavél.
Blæðingin stöðvaðist strax eftir
lyfjagjöfina án þess að það leiddi
til að blóð storknaði í vélinni.
„Eftir þetta gekk meðferðin al-
veg ótrúlega vel. Þengill Otri var
kældur í rúman sólarhring og síð-
an hitaður hægt upp. Okkur tókst
að halda blóðþynningunni hæfi-
legri, en blóðþynning var nauð-
synleg til að koma í veg fyrir að
blóð storknaði í hjarta- og lungna-
vélinni, og lungun náðu að jafna
sig á vikutíma. Þengill Otri er
ungur, hraustur og líkamlega
sterkur drengur. Það hafði auðvit-
að mikið að segja. Eftir því sem
sjúklingar eru yngri og betur á
sig komnir þola þeir betur með-
ferð af þessu tagi. Hann virðist
ætla að koma algerlega heill út úr
þessu slysi,“ segir Felix, en Þeng-
ill kom af gjörgæslunni á Barna-
spítalann sl. mánudag.
Hefði hvergi fengið
betri meðferð
Hefðbundin hjarta- og lungna-
vél hefur verið notuð í þessum til-
gangi í nokkur ár en ný vél sem
var gjöf frá Landssamtökum
hjartasjúklinga í september á
þessu ári var notuð til að bjarga
Þengli Otra.
Að sögn Felixar er Þengill
þriðji einstaklingurinn á síðustu
tveimur árum sem fengið hefur
sams konar meðhöndlun hér á
landi með jafngóðum og ánægju-
legum árangri.
Felix segir meðferð sem þessa
aðeins fara fram á fáum hátækni-
sjúkrahúsum í heiminum. Þetta
eru ekki mörg sjúkrahús, t.d. að-
eins eitt í Svíþjóð og tvö í Þýska-
landi. Góður árangur meðferðar-
innar hér á landi hefur vakið
athygli og segir Felix hæft starfs-
fólk og þá sérstaklega gjörgæslu-
hjúkrunarfræðingana sem önnuð-
ust Þengil Otra allan
sólarhringinn lykilinn að
góða árangri.
„Andrúmsloftið hjá st
inu er afar jákvætt. A
Hinn fjórtán ára Þengill Otri Óskarsson gek
Hjartað
stöðvaðist
inni á spít-
alanum
Lykilstarfsmenn við hjarta
onardóttir og Stefán Alfre
ingur í svæfinga- og gjörg
tilvik eins og með Þengil.
Teymi samansett af svæfinga- og gjör-
gæslulæknum, hjartaskurðlæknum, gjör-
gæsluhjúkrunarfræðingum og sérfræð-
ingum á hjarta- og lungnavél annaðist
Þengil Otra, auk margra annarra. Björn
Jóhann Björnsson ræddi við einn
þessara sérfræðinga, Felix Valsson.
Hjarta- og lungnavél, önd
gæsludeildinni. Þykir bat
NORÐURBRYGGJA
Opnun Norðurbryggju, sam-eiginlegs menningarsetursÍslendinga, Færeyinga og
Grænlendinga í Kaupmannahöfn,
markar ákveðin tímamót. Menn-
ingarsetrið er staðsett í fimm
hæða pakkhúsi frá átjándu öld við
Grønlandske Handels Plads en
þar var áður miðstöð verslunar
Dana við nýlendur sínar í Norður-
Atlantshafi. Var þetta lengi fyrsti
viðkomustaður Íslendinga, Fær-
eyinga og Grænlendinga er þeir
komu til Kaupmannahafnar sjó-
leiðina.
Á síðasta áratug var ákveðið
fyrir tilstilli þeirra Morents
Melgaard, sem þá var forstöðu-
maður Dönsku heimskautastofn-
unarinnar, og Kajs Elkrogs, fyrr-
verandi forstöðumanns dönsku
tolla- og skattayfirvaldanna, að
helga húsið norðurslóðum. Fengu
þeir Vigdísi Finnbogadóttur í lið
með sér árið 1997 við að móta hug-
myndirnar um vestnorrænt menn-
ingarsetur. Auk menningarset-
ursins hefur íslenska sendiráðið
flutt starfsemi sína í Norður-
bryggju og þar verða einnig send-
iskrifstofur Færeyinga og Græn-
lendinga í Danmörku. Þá hefur
Ferðamálaráð aðsetur í húsinu.
Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi
hafa nú eignast glæsilega miðstöð
í Kaupmannahöfn þar sem lögð
verður áhersla á menningu þeirra
og sögu. Gert er ráð fyrir að húsið
verði nýtt undir margvíslega
menningarviðburði auk þess sem
þar verður starfræktur veitinga-
staður þar sem einn af þekktari
matreiðslumönnum Dana, Claus
Meyer, hyggst leggja áherslu á
hráefni frá Norður-Atlantshafi.
Kaupmannahöfn var lengi vel sú
miðstöð þar sem teknar voru
ákvarðanir um framtíð þjóðanna í
Norður-Atlantshafi. Þangað héldu
menn til náms eða annarra erinda-
gjörða. Nú hafa þessar þjóðir opn-
að Dönum dyr að sínum menning-
arheimi, bryggju að Norður-
Atlantshafi.
MENNT ER MÁTTUR
Mennt er máttur, heyrist oftsagt þegar rætt er um fram-
tíð barna hér á landi. Sá sannleik-
ur sem í þeim orðum felst á þó
ekki síður við um börn í öðrum
löndum – löndum þar sem mennt-
unartækifæri eru af mjög skorn-
um skammti. Á þessum stöðum er
það þó iðulega spurning um líf og
dauða, ef ekki tekst að brjóta upp
þann vítahring fáfræði og fátækt-
ar er stendur yngstu kynslóðinni
fyrir þrifum.
Karin Sham Poo, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri UNICEF, Barna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna, kom
hingað til lands til að kynna starf
Barnahjálparinnar í þróunarlönd-
unum, en Miðstöð Sameinuðu
þjóðanna á Íslandi verður form-
lega opnuð hér á landi í febrúar.
Sagt var frá blaðamannafundi af
því tilefni í Morgunblaðinu í gær
og þar kom fram að „í heiminum
öllum [væru] nú 100 milljón börn
sem ekki hafa fengið barnaskóla-
menntun“. Sham Poo vakti jafn-
framt athygli á því að tveir þriðju
hlutar þessara barna væru stúlk-
ur. Þrátt fyrir það hafa menn
„rannsakað vel og vandlega hvaða
áhrif það hefur þegar stúlkur fá
að minnsta kosti grunnmenntun
og staðreyndin er sú að ekki að-
eins nýtur einstaklingurinn sjálf-
ur góðs af skólagöngunni heldur
hefur það einnig áhrif á afkom-
endur viðkomandi,“ sagði hún.
Vísar hún þar til þess mikilvæga
hlutverks sem kvenfólk gegnir í
mörgum þróunarlöndum, þar sem
ábyrgð á uppeldi og vinnu
barnanna hvílir fyrst og fremst á
þeirra herðum, og þá auðvitað
framtíðarhorfur þeirra og lífsaf-
koma um leið. „Tölfræðin sýnir að
ef stúlka gengur í skóla þá er hún
líklegri til að eignast börn seinna
á ævinni, hún er líklegri til að
njóta betri heilsu og börn hennar
sömuleiðis,“ fullyrti hún. Sham
Poo sagði jafnframt að „vitur
manneskja í Afríku [hefði eitt sinn
sagt] að ef drengur gengi í skóla
þá væri það mjög jákvætt og
stuðlaði að auknum þroska hans.
Ef stúlka gengi hins vegar í skóla
hefði það áhrif á alla heimabyggð
hennar.“ Orð hennar staðfesta í
raun að það getur haft úrslitaáhrif
á framtíðarhorfur mjög margra
einstaklinga ef stúlkur njóta
menntunar og það skýtur því
óneitanlega mjög skökku við að
þær skuli vera jafn stór hluti
þeirra sem engrar menntunar
njóta og raun ber vitni.
Einar Benediktsson, stjórnar-
formaður UNICEF á Íslandi, og
aðstoðarframkvæmdastjórinn
voru á einu máli um að framlög lít-
illa þjóða væru vissulega mikil-
væg. Sham Poo sagði framfarir
hafa átt sér stað, nú nytu fleiri
börn skólagöngu en fyrir tíu árum
auk þess sem lífslíkur væru meiri.
Þessar staðreyndir er mikilvægt
að hafa í huga þegar þjóðir á borð
við Íslendinga, sem vel eru aflögu-
færar, skipuleggja þróunaraðstoð
sína. Því með þeim fjármunum
sem varið er til menntunar barna í
fátækum löndum, ekki síst þegar
reynt er að rétta hlut stúlkna á því
sviði, er ekki einungis verið að
stuðla að því að gera fólk sjálf-
bjarga sem einstaklinga, heldur
er jafnframt verið að brjóta niður
rótgróna fordóma gegn konum á
svæðum þar sem hvað brýnast er
að nýta krafta allra til fullnustu.
Mátturinn sem sú menntun skilar
er því margfaldur þegar til fram-
tíðarinnar er litið.
HJARTA- og lungnavélin
öndunarvél hélt lífinu í Þ
vikutíma og við fengum
að lýsa fyrir okkur hver
hjarta- og lungnavélin vi
„Fyrst var farið með s
niður um bláæð á hálsi s
lingsins, niður í hægri gá
hjartans. Slangan var no
að leiða blóð úr sjúkling
Blóðið fór síðan í gegnum
lunga þar sem loftskipti
stað, þar sem súrefni fór
blóðið og koltvísýringur
inu. Blóðinu var síðan sk
ur inn í líkamann, dælt u
slöngu sem var sett í stó
æð í nára sjúklingsins. M
þessu náðist að sjá líkam
fyrir súrefnisríku blóði,
fyrir að lungu Þengils gæ
starfað nægilega til að v
lífi hans,“ segir Felix.
Í tilviki Þengils fylltus
af ósöltu vatni en við það
þau mikið. Mikil vökvarö
verður svo í blóðinu og j
vökvaskortur í blóðrásin
Ein véli