Morgunblaðið - 28.11.2003, Síða 56

Morgunblaðið - 28.11.2003, Síða 56
56 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ er fyrirséð að ýtrustu draumar Bandaríkjastjórnar um Írak munu ekki rætast: Írak mun ekki breytast í vestrænt lýðræðisríki á næstu miss- erum. En kannski skiptir meiru fyrir Bandaríkin að þeim virðist hafa tek- ist að færa vígvöllinn yfir á landsvæði óvinarins: hermdarverkamennirnir og skoðanabræður þeirra virðast vera svo uppteknir við að berja á hin- um nánast berskjölduðu hermönnum Bandaríkjanna (og bandalagsþjóða þeirra) í Írak, að þeir eru alltént ekki að sprengja á bandarískri grund á meðan. Og það er hernaðaðarlega mikilvægt, því mestur hluti stríðs- skaða felst ekki í lífi hermanna, held- ur í almennum mannvirkjum og í lífi almennra borgara. Mér segir svo hugur að þegar full- hugarnir frá arabalöndum réðust á Bandaríkin 11. september 2001, þá hafi einhverjir kúrekalegir náungar í ráðgjafaliði Bush forseta hugsað sem svo: „Þetta eru menn sem þyrstir í að fara í kúreka- og indíánaleik við okk- ur. Við skulum leyfa þeim það, en ekki hérna heima, heldur í Írak og Afganistan, þar sem slíkt er hægt. Enda mun þeim þykja ólíkt manna- legra að stunda hefðbundinn skæru- hernað með byssur í höndum en að sprengja sjálfa sig í loft upp í leið- inni.“ Í þessu ljósi má kannski skilja hin umdeildu frýjunarorð Bush for- seta um skæruliðanna í Írak um að „þeir skyldu bara koma, Bandaríkja- hermennirnir þar væru albúnir í tuskið við þá“. Fyrirmynd Bandaríkjastjórnar um næstu skref í þróun Íraks virðist nú fremur að finna í Afganistan en í Þýskalandi (eða Japan) eftirstríðsár- anna: Bandaríkjamenn vilja nú eft- irláta einhverjum öðrum en sjálfum sér að bera hitann og þungann af enduruppbyggingunni. Líkt og í Afg- anistan (og í fyrrum Júgóslavíu) vilja þeir vera aðilinn sem tekur að sér að fella ógnarstjórnirnar með yfirburð- um sínum í stríðsvélbúnaði, en láta svo öðrum eftir að laga eyðilegg- inguna. Í reynd hefur þetta svo þýtt að Evrópuþjóðir (og að auki stundum traustir bandamenn í Asíu) hlaupa í skarðið. Má hér jafnvel nefna aðstoð Íslendinga í Bosníu. Það er raunar með ólíkindum hvað Bandaríkin hafa megnað í krafti tæknilegra yfirburða sinna að velta mörgum skúrkastjórnum á rúmlega síðustu tveimur áratugum: Sovét- ríkjunum sjálfum, Júgóslavíu, Afg- anistan og Írak. Og öll eru þessi lönd verr sett efnahagslega fyrir vikið. En þeir sem einkum þurfa að hjálpa við endurbygginguna auk heimamann- anna eru Nató-þjóðirnar í Evrópu. Eflaust eru margir herforingjar í Pentagon sem telja fýsilegt að leika brátt sama leikinn í Íran, Sýrlandi, Sádi-Arabíu; og jafnvel í Norður- Kóreu. Á meðan frestast áform Evr- ópusambandsins um að stofna eigin Evrópuher, af því það hefur nú nóg að gera sem Evrópudeild í Nató. Og Íslendingar láta glaðir sogast með, og verða æ virkari þátttakendur; jafnvel þótt matarkista okkar á Mið- nesheiði virðist nú vera að molna í sjóinn. Ein illræmd stjórn, sem virðist þó ekki líkleg til að verða steypt af stóli af Bandaríkjunum, er Ísraelsstjórn; því líkt og með krossfararíkið þar á miðöldum virðist það vera nokkurs konar prófsteinn vestrænnar menn- ingar gagnvart helstu keppinautun- um á jaðrinum um gæði heimsins; nefnilega arabaþjóðunum. TRYGGVI V. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. BNA, Nató og Írak Frá Tryggva V. Líndal: ÞEGAR sænska þjóðin sýndi þann manndóm að hafna evrunni, þrátt fyrir hinn gífurlega áróður sem hafð- ur var í frammi fyrir upptöku henn- ar, vann eðlilegt þjóðlegt lýðræði merkilegan sigur. Margt var einkar athyglisvert sem fram kom í þeirri umfjöllun sem þessar kosningar fengu í fjölmiðlum hérlendis. Minnistætt er mér það til dæmis, að í ríkisútvarpið kom með fréttapist- il um kosningaúrslitin, Íslendingur einn, búsettur í Svíþjóð. Gat ég ekki betur heyrt en hann væri sagður stjórnmálafræðingur að menntun. Maðurinn fjallaði þannig um málið, að auðheyrt var að hann var ekki ánægður með niðurstöðuna. Í lok pistilsins sagði hann eitthvað á þá leið, að vegna þessara úrslita yrðu Svíar enn um sinn að bíða eftir því að taka upp evruna! Bíða menn eftir því sem þeir hafa hafnað? Er ásættanlegt að menn tjái sig með þessum hætti í almennum fréttapistli í Ríkisútvarpinu? Sænska þjóðin kaus um það hvort hún vildi taka upp evruna sem nýjan gjaldmið- il eða halda í sína góðu, gömlu krónu – hún valdi að halda sinni krónu með fullkomlega lýðræðislegum hætti. Svo segir þessi „stjórnmálaskýrandi“ að enn um sinn verði Svíar að bíða eftir evrunni! Af orðum hans mátti skilja, að aumingja Svíarnir hefðu álpast til þess að kjósa vitlaust og sætu því eft- ir í slæmri stöðu. Þeir hefðu ekki haft vit á því að kjósa það sem hefði komið sér best fyrir þá. En að mati hvers og hverra Er það ekki réttur sænsku þjóðarinnar sjálfrar að ákveða sín ör- lög og er ekki rétta leiðin til þess að viðhafa opnar, lýðræðislegar kosn- ingar eins og gert var? Hver getur haldið því fram að lýðræðisást stjórni hugsun þeirra aðila sem krefjast þess að kosningar fari fram aftur og aftur uns þeir ná því fram sem þeir vilja? Þar er önnur hugsun að verki sem heimtar að málin séu keyrð í gegn hvað sem tautar og raular. Það er sannarlega ekki lýðræðisást sem býr að baki slíku framferði þjónustu- manna Brusselvaldsins vítt og breitt um álfuna; miklu fremur afstaða svipuð þeirri sem Henry Kissinger setti fram varðandi Chile forðum. Af- staða sem segir í raun: Engu landi skal leyfast að neita að taka upp evru bara af því að þjóðin er ábyrgðarlaus. Kjósið aftur ! RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. Kosið skal þar til… Frá Rúnari Kristjánssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.