Morgunblaðið - 28.11.2003, Page 72

Morgunblaðið - 28.11.2003, Page 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 4060 HÆTTULEGRI útgáfa af amfeta- míni hefur verið í umferð hérlendis að undanförnu og er jafnvel talið að efnið sé framleitt hér á landi. Um er að ræða svokallað metamfetamín, sem er bæði sterk- ara og eitraðra en amfetamín og hef- ur fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík fundið smáræði af slíku efni á undanförnum misserum. Ekki er þó vitað hvort slík efni hafi verið í framleiðslu í Kópavogi þar sem lögreglan gerði húsleit í fyrra- dag. Metamfetamín hefur verið notað í nokkrum mæli í Japan og Banda- ríkjunum en í mun minni mæli í Evr- ópu. Jakob Kristinsson, dósent í eitur- efnafræði við Háskóla Íslands, segir tilvikum um metamfetamín fara fjölg- andi hérlendis ef marka má þau sýni sem berast Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði til greiningar. Metamfetamín í umferð hérlendis Hættu- legra en amfetamín  Amfetamín/4 Jakob Kristinsson VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, opnaði formlega menningar- og rannsóknarmiðstöðina Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í gær, en þar verða einnig sendiskrifstofur Færeyja og Grænlands og sendiráð Íslands. Miðstöðin er í gömlu pakkhúsi frá árinu 1767 sem hefur verið gert upp til að hýsa þá starfsemi sem í því verður. Fyrir upphaf opnunarhátíðarinnar lagði Vigdís áherslu á að Norðurbryggja ætti að vera hús fólksins, og ekki síst unga fólks- ins. Þar ætti því að ríkja gleði og stemning og dans. Margrét Þórhildur Danadrottning og Davíð Oddsson forsætisráðherra voru við- stödd opnunina, sem og margir af helstu fyrirmönnum Danmerkur, Grænlands, Fær- eyja og Íslands. POLFOTO/ Jens Dige Norðurbryggja á að vera hús fólksins  Afrakstur/6 VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagði á Alþingi í gær það koma sterklega til álita að setja reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum til að koma í veg fyrir hagsmunatengsl. „Sem dæmi má nefna að vegna hneykslismála í Bandaríkjunum settu verðbréfa- eftirlitið og kauphöllin reglur um að meirihluti stjórnarmanna í skráðum fyrirtækjum skuli vera óháðir. Þó að ekki sé hægt að taka bandarískar reglur og heimfæra beint á íslenskar aðstæður þá er margt í stjórnkerfi íslensku hluta- félagalaganna umhugsunarefni,“ sagði ráðherra og að skoða þyrfti tengsl laganna við fjármálamark- aðinn. Aðspurð kvaðst hún þó ekki mundu beita sér fyrir því að kaup- réttarsamningar yrðu bannaðir. Jafnframt sagði Valgerður að stjórnendur Kaupþings Búnaðar- banka hefðu lært dýrmæta lexíu í síðustu viku þegar hörð gagnrýni kom fram á kauprétt æðstu stjórnenda á hlutabréfum í bank- anum. Vonaðist hún til að umræð- an um kjör þeirra yrði stjórnend- um annarra fyrirtækja umhugsunarefni. Ný yfirstétt orðin til Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, var málshefjandi utandagskrárum- ræðu sem bar yfirskriftina ofur- laun stjórnenda fyrirtækja. Taldi hún neðanjarðarlaunakerfi stjórn- enda fyrirtækja orðið mikið áhyggjuefni „og engu líkara en að á síðustu árum sé að verða til ný yfirstétt sem lifir í einhverri ver- öld sem er til hliðar við raunveru- leika íslensks samfélags“. Sagði hún geðþóttaákvarðanir og græðgi ráða ferðinni hjá hinni nýju yfirstétt. Hver stjórnandi virtist umbuna öðrum í von um að fá það endurgoldið. Allt væri það á kostnað neytenda, sem borguðu brúsann. Jóhanna spurði hvort gildandi reglur tryggðu að hugsanlegir ný- ir samningar við stjórnendur Kaupþings Búnaðarbanka yrðu opinberir. „Þessu er hægt að svara játandi,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. „Nýjar reglur Kauphallarinnar um upplýsinga- skyldu um launakjör stjórnenda kveða skýrt á um það.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna kallaði þetta græðgisvæðingu samfélags- ins og las upp úr Lúkasarguð- spjalli. Viðskiptaráðherra um hlutafélagalögin Reglur um stjórnar- hætti koma til álita Morgunblaðið/Jim Smart „Hús mitt á að vera bænahús en þér hafið gjört það að ræningjabæli,“ las Steingrímur J. Sigfússon upp úr Lúkasarguðspjalli á Alþingi í gær. Lesið upp úr Lúkasarguðspjalli  Þverpólitísk samstaða/12 EINN þekktasti hraunhellasérfræð- ingur heims, Chris Wood, prófessor í landmótunarfræði við Háskólann í Bournemouth á Englandi, hefur í sam- starfi við Hellarannsóknafélag Íslands uppgötvað nýjan 300 metra langan nýjan helli í Hallmundarhrauni. Um er að ræða eins konar framhald af Stefánshelli en á milli þessara hella er berghaft sem skilur þá að. Nýi hell- irinn hefur ekki hlotið nafn en nokkr- ar hugmyndir hafa komið fram, s.s. Leynihellir og Hulduhellir eða Hulinn. Það sem þykir sérstætt við hellinn er að ógjörningur er að komast niður í hann því rannsóknir Woods í sumar leiddu í ljós að þykkt þaksins á honum er 8–16 metrar. Uppgötvunin var fengin með notkun segulmælis og fleiri tækja. Reyndar sér ekki enn fyr- ir endann á lengd hellisins. Að sögn Sigurðar Sveins Jónssonar, formanns Hellarannsóknafélagsins, var lykillinn að uppgötvuninni svokallaðar hraun- bólur eða hraunkýli á yfirborði Hall- mundarhrauns sem líkja mætti við bólur sem myndast í sjóðandi hafra- graut. Tengsl milli þessara fyrirbæra gáfu mönnum ákveðnar vísbendingar. „Hellirinn fannst með því að ganga kerfisbundið í meinta framhalds- stefnu Stefánshellis með næman seg- ulmæli og þar sem holrými er undir koma fram frávik í segulmögnun bergsins,“ segir Sigurður. „Rannsóknarmönnum hefur tekist að elta þetta segulfrávik um 300 metra vegalengd og bráðabirgðamæl- ingar á þykkt þaksins á hellinum gefa til kynna að hún sé vart undir 8 metr- um. Það gæti því reynst örðugt að gera op á hellinn og í raun alls óvíst að menn fái nokkurn tíma litið hellinn sjálfan.“ Ljósmynd/Árni B. Stefánsson Einn hellanna í Hallmundarhrauni er Víðgelmir, sem hér sést. Gríðarlegt verk yrði að komast niður í nýja hellinn sem liggur undir 8–15 metra þykku hrauni. Nýr hellir uppgötvaður í Hallmundarhrauni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.