Morgunblaðið - 28.11.2003, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 28.11.2003, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 4060 HÆTTULEGRI útgáfa af amfeta- míni hefur verið í umferð hérlendis að undanförnu og er jafnvel talið að efnið sé framleitt hér á landi. Um er að ræða svokallað metamfetamín, sem er bæði sterk- ara og eitraðra en amfetamín og hef- ur fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík fundið smáræði af slíku efni á undanförnum misserum. Ekki er þó vitað hvort slík efni hafi verið í framleiðslu í Kópavogi þar sem lögreglan gerði húsleit í fyrra- dag. Metamfetamín hefur verið notað í nokkrum mæli í Japan og Banda- ríkjunum en í mun minni mæli í Evr- ópu. Jakob Kristinsson, dósent í eitur- efnafræði við Háskóla Íslands, segir tilvikum um metamfetamín fara fjölg- andi hérlendis ef marka má þau sýni sem berast Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði til greiningar. Metamfetamín í umferð hérlendis Hættu- legra en amfetamín  Amfetamín/4 Jakob Kristinsson VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, opnaði formlega menningar- og rannsóknarmiðstöðina Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í gær, en þar verða einnig sendiskrifstofur Færeyja og Grænlands og sendiráð Íslands. Miðstöðin er í gömlu pakkhúsi frá árinu 1767 sem hefur verið gert upp til að hýsa þá starfsemi sem í því verður. Fyrir upphaf opnunarhátíðarinnar lagði Vigdís áherslu á að Norðurbryggja ætti að vera hús fólksins, og ekki síst unga fólks- ins. Þar ætti því að ríkja gleði og stemning og dans. Margrét Þórhildur Danadrottning og Davíð Oddsson forsætisráðherra voru við- stödd opnunina, sem og margir af helstu fyrirmönnum Danmerkur, Grænlands, Fær- eyja og Íslands. POLFOTO/ Jens Dige Norðurbryggja á að vera hús fólksins  Afrakstur/6 VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagði á Alþingi í gær það koma sterklega til álita að setja reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum til að koma í veg fyrir hagsmunatengsl. „Sem dæmi má nefna að vegna hneykslismála í Bandaríkjunum settu verðbréfa- eftirlitið og kauphöllin reglur um að meirihluti stjórnarmanna í skráðum fyrirtækjum skuli vera óháðir. Þó að ekki sé hægt að taka bandarískar reglur og heimfæra beint á íslenskar aðstæður þá er margt í stjórnkerfi íslensku hluta- félagalaganna umhugsunarefni,“ sagði ráðherra og að skoða þyrfti tengsl laganna við fjármálamark- aðinn. Aðspurð kvaðst hún þó ekki mundu beita sér fyrir því að kaup- réttarsamningar yrðu bannaðir. Jafnframt sagði Valgerður að stjórnendur Kaupþings Búnaðar- banka hefðu lært dýrmæta lexíu í síðustu viku þegar hörð gagnrýni kom fram á kauprétt æðstu stjórnenda á hlutabréfum í bank- anum. Vonaðist hún til að umræð- an um kjör þeirra yrði stjórnend- um annarra fyrirtækja umhugsunarefni. Ný yfirstétt orðin til Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, var málshefjandi utandagskrárum- ræðu sem bar yfirskriftina ofur- laun stjórnenda fyrirtækja. Taldi hún neðanjarðarlaunakerfi stjórn- enda fyrirtækja orðið mikið áhyggjuefni „og engu líkara en að á síðustu árum sé að verða til ný yfirstétt sem lifir í einhverri ver- öld sem er til hliðar við raunveru- leika íslensks samfélags“. Sagði hún geðþóttaákvarðanir og græðgi ráða ferðinni hjá hinni nýju yfirstétt. Hver stjórnandi virtist umbuna öðrum í von um að fá það endurgoldið. Allt væri það á kostnað neytenda, sem borguðu brúsann. Jóhanna spurði hvort gildandi reglur tryggðu að hugsanlegir ný- ir samningar við stjórnendur Kaupþings Búnaðarbanka yrðu opinberir. „Þessu er hægt að svara játandi,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. „Nýjar reglur Kauphallarinnar um upplýsinga- skyldu um launakjör stjórnenda kveða skýrt á um það.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna kallaði þetta græðgisvæðingu samfélags- ins og las upp úr Lúkasarguð- spjalli. Viðskiptaráðherra um hlutafélagalögin Reglur um stjórnar- hætti koma til álita Morgunblaðið/Jim Smart „Hús mitt á að vera bænahús en þér hafið gjört það að ræningjabæli,“ las Steingrímur J. Sigfússon upp úr Lúkasarguðspjalli á Alþingi í gær. Lesið upp úr Lúkasarguðspjalli  Þverpólitísk samstaða/12 EINN þekktasti hraunhellasérfræð- ingur heims, Chris Wood, prófessor í landmótunarfræði við Háskólann í Bournemouth á Englandi, hefur í sam- starfi við Hellarannsóknafélag Íslands uppgötvað nýjan 300 metra langan nýjan helli í Hallmundarhrauni. Um er að ræða eins konar framhald af Stefánshelli en á milli þessara hella er berghaft sem skilur þá að. Nýi hell- irinn hefur ekki hlotið nafn en nokkr- ar hugmyndir hafa komið fram, s.s. Leynihellir og Hulduhellir eða Hulinn. Það sem þykir sérstætt við hellinn er að ógjörningur er að komast niður í hann því rannsóknir Woods í sumar leiddu í ljós að þykkt þaksins á honum er 8–16 metrar. Uppgötvunin var fengin með notkun segulmælis og fleiri tækja. Reyndar sér ekki enn fyr- ir endann á lengd hellisins. Að sögn Sigurðar Sveins Jónssonar, formanns Hellarannsóknafélagsins, var lykillinn að uppgötvuninni svokallaðar hraun- bólur eða hraunkýli á yfirborði Hall- mundarhrauns sem líkja mætti við bólur sem myndast í sjóðandi hafra- graut. Tengsl milli þessara fyrirbæra gáfu mönnum ákveðnar vísbendingar. „Hellirinn fannst með því að ganga kerfisbundið í meinta framhalds- stefnu Stefánshellis með næman seg- ulmæli og þar sem holrými er undir koma fram frávik í segulmögnun bergsins,“ segir Sigurður. „Rannsóknarmönnum hefur tekist að elta þetta segulfrávik um 300 metra vegalengd og bráðabirgðamæl- ingar á þykkt þaksins á hellinum gefa til kynna að hún sé vart undir 8 metr- um. Það gæti því reynst örðugt að gera op á hellinn og í raun alls óvíst að menn fái nokkurn tíma litið hellinn sjálfan.“ Ljósmynd/Árni B. Stefánsson Einn hellanna í Hallmundarhrauni er Víðgelmir, sem hér sést. Gríðarlegt verk yrði að komast niður í nýja hellinn sem liggur undir 8–15 metra þykku hrauni. Nýr hellir uppgötvaður í Hallmundarhrauni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.