Morgunblaðið - 29.11.2003, Síða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hér er loksins komin heildarsaga
Jóns Sigur›ssonar forseta, eftir
vinsælasta ævisagnahöfund
fljó›arinnar, Gu›jón Fri›riksson.
Fjalla› er um vi›bur›aríka ævi
hans, flar sem margt
kemur á óvart, og
miki› umbrota- og
átakaskei› í sögu
Íslands.
Gu›jón Fri›riksson
Sómi Íslands – sagan öll
edda.is
af fyrra bindinu
ef keyptar eru
bá›ar bækurnar
saman í pakka
50%
afsláttur
FJÁRHAGSLEGUR ávinningur af
sameiningu sjúkrahúsanna í Reykja-
vík varð enginn en faglegur styrkur
hefur aukist. Frá árinu 1999, þegar
Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspít-
alinn störfuðu hvor í sínu lagi, var
launakostnaður þeirra samanlagt
12,8 milljarðar króna, en á síðasta ári
námu launagreiðslur sameinaðs spít-
ala, Landspítala - háskólasjúkrahúss,
16,6 milljörðum króna. Nemur aukn-
ingin 29,5% og ef öll útgjöld eru tekin
með í reikninginn jókst kostnaður við
rekstur sjúkrahúsanna um sjö millj-
arða króna, úr rúmum 19 milljörðum
árið 1999 í rúma 26 milljarða í fyrra,
eða um 36%. Á sama tíma hækkaði al-
mennt verðlag um 17% og launavísi-
talan um 24%.
Þetta er meðal þess sem lesa má út
úr nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar
sem metið hefur árangur sameining-
ar sjúkrahúsanna í Reykjavík.
Skýrslan var gefin út í gær og kynnt
sérstaklega á fundi með starfsmönn-
um Landspítalans, LSH. Má nálgast
skýrsluna á vef Ríkisendurskoðunar.
Í skýrslunni kemur fram að erfitt
sé að gefa afdráttarlaus svör við því
hvort sameiningin hafi skilað tilætl-
uðum árangri þar sem ekki hafi verið
sett fram mælanleg markmið fyrir
sameininguna. Ljóst sé þó að kostn-
aðarlega hafi sameiningin ekki skilað
ávinningi en faglega séð hafi hún
styrkt spítalann. Hann geti þó nýtt
enn betur þá möguleika sem nýja fyr-
irkomulagið veitir og bætt starfsemi
sína á ýmsum sviðum. Þá þurfi stjórn-
völd að leggja skýrari línur um það
hvernig sjúkrahús LSH er ætlað að
vera í framtíðinni.
Meginmarkmið náðust að mestu
Í skýrslunni kemur fram, að með
sameiningu sjúkrahúsanna í Reykja-
vík árið 2000 var stefnt að því að gera
starfsemi þeirra skilvirkari og ódýr-
ari, bæta þjónustuna og auka ánægju
sjúklinga með hana og að lokum að
styrkja rannsóknir og kennslu innan
sjúkrahússins. Ríkisendurskoðun
segir ljóst að þessi meginmarkmið
hafi að mörgu leyti náðst. Með sam-
einingu sérgreina mynduðust faglega
sterkar einingar sem gáfu aukna
möguleika á sérhæfingu, markvissari
og betri þjónustu við sjúklinga og
meiri möguleikum á kennslu og vís-
indastörfum. Þá sé umfang þeirrar
þjónustu sem starfsfólkið skili svipað
og fyrir sameiningu þrátt fyrir að því
hafi fækkað nokkuð. Sumir þættir
starfseminnar hafa að vísu dregist
saman en á móti komi að hægt hafi
verið að veita ýmsa nýja þjónustu og
efla þá sem fyrir var.
Sameiningin hafi hins vegar hvorki
leitt til aukinna afkasta né sparnaðar
eins og að var stefnt. Þó að biðlistar
hafi styst í sumum sérgreinum hafi
þeir lengst í öðrum. Þá hafi sameining
deilda, fækkun starfsfólks og minni
yfirvinna ekki orðið til að draga úr
kostnaði. Hann hafi þvert á móti
hækkað svo mikið að nú fáist minni
þjónusta fyrir hverja krónu en áður
var. Þetta megi m.a. rekja til mikilla
launahækkana á tímabilinu en einnig
til aukins kostnaðar vegna tækninýj-
unga og nýrra lyfja.
Minni afköst en í Bretlandi
en gæðin meiri
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er
birtur ýmiss konar samanburður á
LSH og breskum háskólasjúkrahús-
um. Þar kemur m.a. fram að í heild er
meðallegutími sjúklinga á LSH mjög
svipaður og á breskum sjúkrahúsum
og þegar horft er til 10 algengustu
sjúkdómsflokka á LSH sést að í sjö
tilvikum er legutími á LSH styttri en í
Bretlandi. Athugun á kostnaði vegna
28 algengustu sjúkdómsflokka á LSH
er einnig viðunandi fyrir spítalann. Í
13 tilvikum veitir LSH ódýrari þjón-
ustu en bresku sjúkrahúsin en í 12 til-
vikum dýrari þjónustu. Þá reiðir sjúk-
lingum LSH almennt betur af eftir
aðgerð en sjúklingum samanburðar-
sjúkrahúsanna. Segir Ríkisendur-
skoðun, að þetta megi telja styrk-
leikamerki fyrir LSH. Starfsfólk
LHS skilar minni afköstum en starfs-
fólk breskra sjúkrahúsa.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar
kemur ennfremur fram að fjárheim-
ildir LSH hafi ekki aukist að sama
marki og útgjöldin. Vegna þessa hafi
uppsafnaður halli aukist úr 186 millj-
ónum króna við sameiningu í rúmar
840 millljónir. Ríkisendurskoðun tel-
ur nauðsynlegt að taka á þessum
vanda. Þá sé einnig mikilvægt að
huga að húsnæðismálum spítalans, en
hluti hans sé orðinn gamall og óhent-
ugur. Það hafi sömuleiðis sett samein-
ingunni ákveðin takmörk að megin-
starfsemin fari fram á tveimur
stöðum.
Enginn fjárhagslegur ávinningur af sameiningu sjúkrahúsa í Reykjavík en faglegur styrkur jókst
Rekstrarkostn-
aður jókst um
sjö milljarða á
þremur árum
Morgunblaðið/Ásdís
Fjölmargir starfsmenn Landspítalans fóru á kynningarfund í gær þar sem skýrslan var kynnt. Hér fremst eru
Margrét E. Arnórsdóttir, starfsmaður Ríkisendurskoðunar, Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi, Magnús
Pétursson, forstjóri Landspítalans, og Ólafur Gunnarsson frá Ríkisendurskoðun.
NOKKRAR umræður urðu um skýrslu Ríkisendurskoðunar á kynn-
ingarfundi í hringsal Barnaspítala Hringsins í gær. Í máli nokkurra
lækna kom fram ákveðin gagnrýni á skýrsluna. Flestir voru þó á því
að þrátt fyrir allt væri Landspítalinn góður spítali, líkt og Sigurður
Guðmundsson landlæknir sagði ítrekað í sinni ræðu.
Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, fagnaði skýrslunni og
þakkaði Ríkisendurskoðun fyrir vönduð vinnubrögð. Sagði hann
skýrsluna vera námu af ábendingum og upplýsingum sem vega ætti
og meta, hún gæti orðið notadrjúg í umræðu og samanburði við önnur
lönd. Sigurður landlæknir þakkaði Ríkisendurskoðun sömuleiðis fyrir
skýrsluna. Hún sýndi að fagleg markmið hefðu náðst, þjónustan væri
öflug og rannsóknarstarfið einnig. Varla hefði mátt búast við því að
fjárhagsleg markmið næðust strax. Það væri til dæmis bagalegt að
sínu mati að bráða- og lyflækningadeildir væru enn tvískiptar. Land-
læknir sagði að umræðan um spítalann þyrfti að vera jákvæðari, oftar
þyrfti að segja sögu eins og lesa hefði mátt um í gær af drengnum sem
bjargaðist úr Breiðholtslaug og var Sigurður þar að vísa til umfjöll-
unar Morgunblaðsins.
„Landspítalinn er góður spítali“
því rýmra um starfsmennina fimm og gesti,
og auk þess fær sendiráðspresturinn skrif-
stofu á jarðhæð hússins, en hann hefur hingað
til haft aðstöðu í Jónshúsi.
Áttatíu ár með sama leigusala
Þorsteinn segir að það hafi löngu verið orð-
ið tímabært að flytja úr gamla húsnæðinu.
„Það var orðið allt of þröngt og óhentugt fyrir
nútímalega sendiráðsþjónustu. Aðstaðan til að
taka á móti fólki sem átti erindi við sendiráðið
var til dæmis mjög bágborin. Íslendinga-
samfélagið hér er mjög stórt og jafnframt er
mikill straumur ferðamanna þannig að það
leiðir af sjálfu sér að þjónustan við þetta fólk
er mjög umfangsmikill þáttur í starfsemi
sendiráðsins. Það sem við gerum okkur einna
mestar vonir um er þó að geta bætt þjón-
ustuna við viðskiptalífið. Það er orðin allt önn-
ur og betri aðstaða til þess eftir flutninginn.
Ég held líka að nábýlið við menningar-
miðstöðina Norðurbryggju geti eflt menning-
arstarfsemi af ýmsu tagi.“
Þorsteinn segir að flutningurinn marki tölu-
verð tímamót, því sendiráðið hafi verið til
húsa á Dantes Plads í miðborg Kaup-
GÓLFIN í nýju sendiráði Íslands á Norður-
bryggju í Kaupmannahöfn eru maðkétin og
óslétt. Það er svo lágt til lofts að hávaxið fólk
þarf stöðugt að vera á varðbergi. Loftið er
rykmettað eftir endurbæturnar sem gera
þurfti á húsinu, og iðnaðarmenn eru enn að í
anddyri sendiráðsins og göngum.
Þorsteinn Pálsson sendiherra segir að sem
betur fer þurfi hann ekki að hafa áhyggjur af
því að rekast í loftbitana á skrifstofunni sinni.
Hann segir að ekki hafi verið rætt um að setja
reglur um hámarkshæð starfsmanna, en á
hinn bóginn hafi hjálmar komið til tals.
Tvöfalt stærra en gamla sendiráðið
„Það eru auðvitað ýmsir erfiðleikar við að
gera gamalt pakkhús að hentugu skrifstofu-
húsnæði en það er annað sem kemur á móti,“
segir Þorsteinn. „Hér er til dæmis falleg
birta, og nábýlið við sendisskrifstofur Fær-
eyinga og Grænlendinga og ýmis konar menn-
ingarstarfsemi hefur einnig töluvert gildi.“
Þorsteinn segir að nýja húsnæðið sé meira
en tvöfalt stærra en það gamla. Það verður
mannahafnar í meira en áttatíu ár. „Fyrst eft-
ir opnun sendiráðsins var það í bráðabirgða-
húsnæði þar sem nú er Konunglega
bókasafnið, en árið 1921 flutti það í hús í eigu
Carlsberg-sjóðsins við Dantes Plads, og þar
hefur það verið síðan og alltaf með sama
leigusala. Þar hafa margir mætir menn og
konur setið í gegnum tíðina.“
Sendiráðið í Kaupmannahöfn er elsta sendi-
ráð Íslands, stofnsett 16. ágúst árið 1920.
Sveinn Björnsson, síðar forseti, var fyrsti
sendiherrann, en meðal annarra sem gegnt
hafa embættinu má nefna Jakob Möller, Sig-
urð Nordal, Stefán Jóhann Stefánsson og
Gunnar Thoroddsen. Þorsteinn Pálsson tók
við sendiherrastöðunni í janúar sl., og hafði
því setið skamman tíma í embætti þegar
sendiráðið flutti.
Nýr leigusali sendiráðsins er Norður-
bryggjusjóðurinn sem á og rekur Norður-
bryggju. Leigutekjurnar frá íslenska sendi-
ráðinu, sendiskrifstofum Færeyja og
Grænlands og öðrum þeim sem fá aðstöðu í
húsinu eiga að standa undir stórum hluta
þeirrar menningarstarfsemi sem verður í hús-
inu auk viðhalds- og rekstrarkostnaðar.
Betri þjónusta við viðskiptalífið
Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson
Þorsteinn Pálsson sendiherra á skrifstofu
sinni í nýja sendiráðinu á Norðurbryggju.
Sendiráð Íslands flyt-
ur í endurnýjað hús-
næði á Norðurbryggju