Morgunblaðið - 29.11.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 29.11.2003, Síða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að utanríkisráðuneytinu hefði ekki borist neinar tilkynningar um frek- ari uppsagnir starfsmanna varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli. „Og við höfum enga ástæðu til að ætla að svo verði,“ sagði hann og bætti því við að stjórnvöldum hefðu held- ur ekki verið kynntar neinar hug- myndir um verulegan samdrátt hjá varnarliðinu á næstu þremur ár- um. „Það liggur hins vegar fyrir að viðræður eru framundan um varn- armátt á Íslandi og rekstur flota- stöðvar varnarliðsins almennt. Þær viðræður hafa enn ekki hafist.“ Ráðherra lét þessi ummæli falla í umræðu utan dagskrár um upp- sagnir hjá varnarliðinu. Eins og kunnugt er liggur fyrir að 102 ís- lenskir starfsmenn flotastöðvar varnarliðsins munu fá send upp- sagnarbréf þessa dagana. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, var málshefjandi. Hann sem og fleiri þingmenn; stjórnar- liðar og stjórnarandstæðingar, sem þátt tóku í umræðunni, sögðu að uppsagnir varnarliðsins væru al- varleg tíðindi og hefðu áhrif á at- vinnulífið á Suðurnesjum. Jón sagði að á Suðurnesjum væri sterkur orðrómur um að til stæði að segja fleirum upp hjá varnarliðinu. Hann sagði því að íbúar svæðisins þyrftu að fá skýr- ari svör í þeim efnum en komið hefðu fram í máli utanríkisráð- herra. Sagði hann að ráðherra þyrfti að ganga eftir ákveðnari svörum frá varnarliðinu um það hvort fyrirhugað væri að skera meira niður innan varnarliðsins en kynnt hefði verið opinberlega. „Það hefur verið talsvert at- vinnuleysi á Suðurnesjum undan- farin misseri,“ útskýrði Jón. „Það þýðir að þessar miklu uppsagnir hjá varnarliðinu kom enn verr nið- ur á svæðinu en ella hefði orðið. Nýjustu tölur eru þær að 341 ein- staklingur er atvinnulaus. Það hljóta allir að sjá að uppsagnir yfir 100 starfsmanna í slíku atvinnu- ástandi er mikið áfall. Til viðbótar þessu eru uppi miklar umræður um að þessi tilkynnti samdráttur hjá varnarliðinu sé aðeins byrjun á miklu meiri niðurskurði. Heyrst hefur að hér sé einungis um að ræða einn þriðja af fyrirhuguðum uppsögnum eða samdrætti. Engin svör hafa fengist þegar leitað hef- ur verið eftir þeim. Við skiljum ekki værukærð stjórnvalda í mál- inu og það er algjörlega ábyrgð- arlaust og óboðlegt með öllu að hafast ekkert að.“ Jón sagði að stjórnvöld bæru ábyrgð á málinu og þeim bæri að upplýsa um stöðu málsins. Fleiri möguleikar á svæðinu Halldór Ásgrímsson sagði í upp- hafi ræðu sinnar að það væri alltaf mjög viðkvæmt mál og erfitt þegar fólk missti vinnuna. „Það er alveg ljóst að á undanförnum árum og um alllangt skeið hefur verið sam- dráttur á Keflavíkurflugvelli. Stjórnvöld hafa lagt á það mikla áherslu að halda þeim varnarvið- búnaði sem þar er og hefur sá ásetningur ríkisstjórnarinnar ekki farið framhjá neinum. Það er hins vegar alveg ljóst að það er hægt að viðhalda varnarviðbúnaði þótt ein- hver samdráttur verði og sparn- aður sé í rekstri.“ Ráðherra sagði að bandarísk stjórnvöld þyrftu að spara eins og margir aðrir til þess að viðhalda nauðsynlegum varnarviðbúnaði hér á Íslandi. Hann sagði að ráðuneyt- ið hefði fengið tilkynningu um það hinn 14. október sl. að fjárveit- ingar til flotastöðvarinnar yrðu skornar verulega niður á fjárlaga- árinu 1. október 2003 til 30. sept- ember 2004. „Á þeim tíma kom fram að deildir flotastöðvarinnar voru að leita leiða til að hagræða og skera niður kostnað. Jafnframt var tilkynnt að til uppsagna gæti komið en það var alls ekki ljóst hvenær til þeirra yrði gripið. Utan- ríkisráðuneytinu var síðan tilkynnt um uppsagnirnar 22. október.“ Ráðherra ítrekaði að auðvitað væri það alvarlegt þegar fólki væri sagt upp. Menn yrðu þó að líta til þeirra möguleika sem væru á Suð- urnesjum. „Þar hefur verið ákveðið að tvöfalda Reykjanesbrautina. Þar hefur verið ákveðið að leggja Suðurstrandaveg og með því er verið að gera allt þetta svæði að einu atvinnusvæði. Það er líka mjög mikil uppbygging á Keflavík- urflugvelli; störfum hefur fjölgað verulega í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Tilkynnt hefur verið um verulega aukningu hjá Flugleiðum og svo mætti lengi telja. Þá hefjast á næstunni byggingarframkvæmd- ir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þ.e. við norðurbygginguna til að stækka hana. Eru það fram- kvæmdir upp á líklega sex til sjö hundruð milljónir.“ Auk þess kvaðst ráðherra binda vonir við að stálpípuverksmiðja á svæðinu yrði að veruleika. Engin samráðsnefnd starfandi Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar þingsins, sagði að því væri ekki að neita að varnarliðið væri stór atvinnurek- andi á Suðurnesjum og hefði verið það um áratugaskeið. „Það þarf þó ekki að koma á óvart að varnarliðið þurfi eins og aðrir að bregðast við breyttum aðstæðum og niðurskurði á fjárveitingu. Það gildir það sama um Suðurnes og önnur svæði á landinu: Ef stór atvinnurekandi dregur saman seglin hefur það töluverð áhrif á efnahagslíf á svæð- inu og við því verðum við að bregð- ast á hverjum tíma með jákvæðum Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra við utandagskrárumræður um uppsagnir hjá varnarliðinu Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði að mörg tækifæri væru á Suðurnesjum. Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum, hafði hins vegar áhyggjur af atvinnumálum þar. Ekki hafa borist upplýsing- ar um frekari uppsagnir Síðustu vikurnar hafa veriðlíflegar á Alþingi, a.m.k. útfrá sjónarhóli þingfréttarit-ara. Utandagskrár- umræður hafa verið tíðar og hafa þar fallið stór orð. Er þingmenn ræddu um kauprétt tveggja af þremur æðstu stjórnendum bank- ans á hlutabréfum í Kaupþingi Bún- aðarbanka var m.a. talað um ofur- launakjör, alvarlega siðferðisbresti, fjárplógsstarfsemi, svívirðilega græðgi og veruleikafirringu í því sambandi. Stjórnarandstæðingar töldu að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á því hvernig komið væri og sagði Guðmundur Árni Stefánsson, þing- maður Samfylkingarinnar, m.a. að ríkisstjórnin hefði teppalagt þessa þróun með stjórnarháttum sínum á liðnum árum. Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna, var á sama máli: „Ríkisstjórnin sjálf hefur plægt jarðveginn. Framsókn, og áður kratarnir, er húðarjálk- urinn sem dregur plóginn en íhaldið sjálft sveiflar svipunni og stýrir ferð.“ Steingrímur rifjaði upp flutn- ing Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra á Júdasariðrun Hallgríms Péturssonar í síðustu viku og bætti því við að Davíð hefði alveg eins getað vitnað í Lúkasarguðspjall þar sem segir af innreið frelsarans í Jerúsalem. ,,Þá gekk hann inn í helgidóminn og tók að reka út þá er voru að selja og mælti við þá: Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús, en þér hafið gjört það að ræn- ingjabæli.“    Það voru fleiri þingmenn semfóru með fleygar setningar áAlþingi í vikunni. (Spurning hvort flutningur kveðskapar sé að verða nýtt „trend“ í heimi stjórn- málanna.) Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, flutti t.d. eftirfarandi vísu, er hann ræddi um þá fyrirætlan félagsmála- ráðherra, Árna Magnússonar, að skerða atvinnuleysisbætur. Kvæðið birtist í fréttablaði Verkalýðsfélags- ins Hlífar. Fyrir kosningar: Ef þið kjósið mig til þings þá mun ég bætur hækka, efla kaupmátt almennings og ykkar skatta lækka. Léttvæg reyndust loforð þín og lygi blandin stefna. Var hún eitthvað aulagrín sem aldrei átti að efna? Eftir kosningar: Þær breytingar ég boða vil að bótadögum fækkar og tíminn lengist þangað til að tekjuskattur lækkar.    Nokkrir varaþingmenn sett-ust á Alþingi í þessari viku.Eru þeir því samtals tíu þessa dagana. Alls hafa nítján vara- þingmenn tekið sæti á Alþingi það sem af er þessu þingi. Þegar vara- þingmenn setjast á þing þurfa þeir að vera a.m.k. tvær vikur. Yfirleitt eru þeir mjög iðnir enda gott tæki- færi til að láta í sér heyra og vekja athygli á sínum málum. Margir þeirra „dæla út“ skriflegum fyr- irspurnum til ráðherra, en einnig nýjum þingmálum. Stundum eru þeir þó farnir af þingi þegar mál þeirra komast á dagskrá. Í þeim til- fellum þurfa aðrir þingmenn í sama flokki að mæla fyrir málunum.    Álfheiður Ingadóttir, varaþing-maður Vinstri grænna, ersennilega einn þeirra vara- þingmanna sem hvað mest hafa lát- ið kveða að sér á þinginu. Hún er á þingi í fjarveru Ögmundar Jón- assonar. Álfheiður var t.d. málshefj- andi tveggja utandagskrárumræðna sem hafa vakið mikla athygli í þjóð- félaginu síðustu vikur, þ.e. umræð- unnar um afkomu bankanna og um- ræðunnar um fjölmiðlamarkaðinn. Síðari umræðunni fylgdi hún eftir með því að leggja fram tillögu um að Alþingi samþykki að könnuð verði starfsumgjörð fjölmiðla. En talandi um þingsályktun- artillögur. Oft er það nefnilega þannig að fæst þingmál einstakra þingmanna ná fram að ganga á Al- þingi. Þeir ná reyndar oftast að mæla fyrir þingmálunum, þ.e. koma þeim í fyrstu umræðu, en eftir það er málunum vísað í nefnd. Og þaðan komast þau sjaldnast út. Eft- irgrennslan undirritaðrar hefur þó leitt í ljós að málið er ekki svona einfalt. Með því að leggja fram þingmál og mæla fyrir þeim fá þingmenn tækifæri til að kynna sín áhersluatriði; það gera þeir m.a. með því að mæla fyrir málinu. Mál- ið fær síðan yfirleitt umfjöllun í nefnd og þaðan er því vísað til um- sagnar hagsmunaaðila. Niðurstaðan er semsé sú að þótt málið virðist „sofna“ í nefnd fær það ágætis kynningu, a.m.k. á meðal viðkom- andi hagsmunaaðila.      Að sofna … í nefnd EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra sagði aðspurður í um- ræðu utan dagskrár á Alþingi í gær, um uppsagnir hjá Varnarlið- inu, að engin tengsl væru milli þess- ara uppsagna og viðræðna ís- lenskra og bandarískra stjórnvalda um varnarsamninginn. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem og aðrir þingmenn flokksins, spurði ráð- herra hvort tengsl væru þarna á milli. Ráðherra sagði að uppsagnirnar væru einungis tilkomnar vegna nið- urskurðar á fjárveitingum til rekst- urs flotastöðvar Varnarliðsins. „Um er að ræða niðurskurð hjá bækistöðvum flotans um allan heim en ekki einungis á Keflavík- urflugvelli,“ útskýrði hann. Aðrir stjórnarliðar tóku undir orð ráðherra og sögðu fráleitt að ætla að það væru einhver tengsl þarna á milli. „Það er fráleitt, ósmekklegt og ekki sæmandi að tengja niðurskurðinn við stöðuna í viðræðum Íslendinga og Banda- ríkjamanna um framkvæmd varn- arsamnings þjóðanna,“ sagði Jón- ína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins. Engin tengsl við viðræður um varnar- samninginn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.