Morgunblaðið - 29.11.2003, Side 31
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Valdimar Hafsteinsson, formaður knattspyrnudeildar,
og Sigurður Einar Guðjónsson handsala samninginn.
Að baki þeim má sjá tvo leikmenn Hamars, Þráin Ómar
Jónsson og Rafn Rafnsson.
Hveragerði | Sigurður Einar Guðjónsson íþróttakennari
hefur verið ráðinn til að þjálfa 3. deildar lið Knattspyrnu-
deildar Hamars í Hveragerði næsta árið.
Sigurður Einar er þrítugur og hefur í nokkur ár leikið
með knattspyrnufélaginu Árborg. Sigurður Einar er
Hvergerðingum að góðu kunnur enda verið íþróttakenn-
ari hér í bæ undanfarin ár. Einnig hefur hann þjálfað
yngri flokka Hamars í körfuknattleik og leikið með
meistaraflokki félagsins.
Sigurður Einar er spilandi markvörður og mun að
sögn kunnugra veita öðrum markvörðum félagsins verð-
uga samkeppni. Sigurður segir mikinn efnivið vera í
knattspyrnunni í Hveragerði, en hann hefur þegar tekið
til starfa.
Sigurður Einar
Guðjónsson
þjálfar Hamar
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 31
kennarar, þjálfa kórana og sjá um
undirleik. Undanfarin ár hefur verið
starfandi lúðrasveit við skólann en í
dag starfar skólahljómsveit með átta
hljóðfæraleikurum. Stefán Þorleifs-
son, aðaltónmenntakennari skólans,
stjórnar hljómsveitinni. Hann sagði
að með breyttum áherslum í starfi
Tónlistarskóla Árnesinga hefði blást-
ursnemendum fækkað og um leið
hefði hafist kennsla á rafmagns-
hljóðfæri í grunnskólanum. Því hefði
verið eðlilegt að auka fjölbreytnina í
hljómsveitinni og taka inn rafmagns-
gítar og -bassa, trommur og hljóm-
borð. Stefán sagði að rafmagns-
hljóðfæraleikur hefði verið valgrein í
elstu bekkjum skólans í þrjú ár og ár-
angurinn væri frábær eins og sýndi
sig best í því að nú væru fjölmargar
hljómsveitir (bílskúrsbönd) starfandi
við skólann og væri tónlistarstofa
skólans fullnýtt til þeirrar starfsemi.
Þrjátíu nemendur völdu þessa grein í
vetur, þar af tvær stúlkur.
Tónkjallarinn
Viðbót varð í haust við flóru tónlist-
arnáms í Þorlákshöfn. Tónkjallarinn
er einkarekinn og er þar boðið upp á
fjölbreytt nám. Eigandi og eini kenn-
ari Tónkjallarans er Stefán Þorleifs-
son. Hann er menntaður grunnskóla-
kennari með tónlist sem aðalgrein.
Auk þess lauk hann BA-prófi í tónlist
frá Álaborgarháskóla. Hann hefur
langa reynslu af kennslu og kór-
stjórnun bæði frá Danmörku og Ís-
landi.
Viðtökur hafa verið framar björt-
ustu vonum sagði Stefán. Á fyrstu
önn skráðu sig nítján nemendur,
flestir í söngnám.
„Sérkenni námsins hjá okkur er að
við vinnum út frá forsendum nem-
andans og hans áhugasviði, aðal-
atriðið er að hafa gaman af því sem
verið er að vinna með, kennt er að
spila eftir bókstafahljómum auk þess
Þorlákshöfn | Tónlistin hefur ávallt
verið í hávegum höfð í Þorlákshöfn en
gróskan í tónlistarlífinu nú er fjöl-
breyttari og meiri en oftast áður. Bíl-
skúrshljómsveitir, einsöngvarar, kór-
ar, lúðrasveit og einleikarar af ýmsu
tagi eru að í hverju horni.
Undirstaðan er góð og fjölbreytt
kennsla í grunnskólanum, Tónlistar-
skóla Árnessýslu og ný og skemmti-
leg viðbót er Tónkjallarinn sem er
einkarekin tónlistarkennsla.
Mikill og einlægur áhugi hæfra
tónlistarmanna sem halda utan um
kennsluna og þjálfun kóra og hljóm-
sveita skiptir auðvitað öllu máli.
Tónmenntakennsla
í grunnskólanum
Mikil umræða hefur að undanförnu
verið um tónmenntakennslu í skólum
landsins og hefur þar komið fram að
víða vantar á að kennslu samkvæmt
reglum sé fullnægt. Tónmennta-
kennsla í grunnskólanum í Þorláks-
höfn hefur til margra ára verið með
miklum blóma og hefur skólinn verið
heppinn að hafa vel menntaða og
áhugasama tónmenntakennara sagði
Halldór Sigurðsson skólastjóri. Við
teljum að tónlist, leiklist, íþróttir og
önnur heilbrigð tómstundaiðja barna
bæti starfið í skólanum. Tónlistin
styður síðan leiklistina þegar settir
eru upp söngleikir sem er fastur liður
í starfi skólans. Nemendur í 1. til 7.
bekk fá einn tónmenntatíma eða 40
mínútur á viku.
Venjulega eru þrír kórar í skól-
anum sem er skipt eftir aldri: A-kór
er fyrir nemendur í 2. til 4. bekk, í
honum eru 26 nemendur í vetur, æft
er einu sinni í viku 40 mínútur í senn.
B-kór er fyrir nemendur í 5. til 7.
bekk. C-kór er fyrir nemendur í 8. til
10 bekk, í vetur eru B- og C-kórar
sameinaðir og 32 nemendur æfa einu
sinni í viku 80 mínútur í senn. Tveir
stjórnendur, báðir tónmenntalærðir
sem tón- og hljómfræði fléttast sjálf-
krafa inn í námið.
Nýlega fór fram söngvakeppni í
Félagsmiðstöðinni Svítunni, mikil
þátttaka var og mættu átta sveitir til
leiks. Keppni var hörð en hljóm-
sveitin Scream in glory bar sigur úr
býtum og verður hún fulltrúi Svít-
unnar í söngvarakeppni Samfés í
byrjun næsta árs.
Tónlistarskóli Árnesinga
Tónlistarskóli Árnesinga hefur
verið undirstaða tónlistarnáms í Þor-
lákshöfn undanfarna áratugi. Róbert
Darling skólastjóri sagði að áhugi
hefði ávallt verið mikill fyrir tónlist-
arnámi í sveitarfélaginu og árangur
nemenda mjög góður. Sem dæmi má
nefna að í vor lauk einn nemandi 8.
stigi í trompetleik og næsta vor mun
annar nemandi úr Þorlákshöfn ljúka
því sama, tveir nemendur hafa lokið
8. stigi í söng.
Róbert er einnig stjórnandi Lúðra-
sveitar Þorlákshafnar en hún mun
halda upp á 20 ára afmæli sitt í febr-
úar n.k.. Hann sagði að sveitin hefði
tekið sér stutt frí en væri nú komin til
starfa af fullum krafti á ný og aldrei
verið betri. Auk alls þess sem hér hef-
ur verið talið má nefna Söngfélag
Þorlákshafnar, sem er samkór sem
hefur starfað um 40 ára skeið og með-
al annars sinnt öllum kirkjulegum
söng í sveitarfélaginu. Stjórnandi er
Julian Edward Isaacs. Kirkjukórinn
er kvennakór sem starfað hefur af
krafti í nokkur ár en stjórnandi er
Stefán Þorleifsson. Að lokum má
nefna að fjórir söngvarar héðan
syngja með Kammerkór Suðurlands
en stjórnandi hans er Hilmar Örn
Agnarsson, fyrrverandi tónlistar-
kennari í Þorlákshöfn, en núverandi
organisti í Skálholti. Allt þetta fjöl-
breytta tónlistarlíf byggist á því að
hér hafa sest að áhugasamir og dug-
legir tónlistarmenn.
Íbúar Þorlákshafnar hafa tónlistina í hávegum í kórum, lúðrasveitum og bílskúrshljómsveitum
Tónlistarlíf blómstrar sem aldrei fyrr
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Hljómsveitin Scream in glory sigraði í söngvakeppni félagsmiðstöðvarinn-
ar Svítunnar og verður sveitin fulltrúi Svítunnar í söngvakeppni Samfés.
Sveitina skipa nemendur úr 8. bekk: Sigþór Ási Þórðarson, gítar, Baldur
Rafn Gissurarson, bassa, og Baldur Þór Ragnarsson, trommur.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Elísabet Ásta Bjarkardóttir söngkona í tíma hjá Stefáni Þorleifssyni, en
hann er eigandi og eini kennari Tónkjallarans.
Selfoss | Heilbrigðisstofnuninni á
Selfossi barst tilkynning um það í lok
sumars að Hafliði Ketilsson hefði
ánafnað stofnun-
inni öllum eigum
sínum, samtals að
verðmæti 38.4
milljónir. Stofn-
uninni hefur bor-
ist fjöldi gjafa á
árinu og nema
þessi gjafafram-
lög ríflega 41
milljón á þessu
ári. Gjafasjóður-
inn fjármagnar tækjakaup inn á
stofnunina og fer sú úthlutun eftir
ákveðnum verklagsreglum sem
framkvæmdastjórnin vinnur eftir.
Gjafafé hefur að meginstofni staðið
undir tækjakaupum inn á stofnunina
undanfarin ár. Þessar fjölmörgu gjaf-
ir sýna vel þann hug sem íbúar á Suð-
urlandi bera til stofnunarinnar og
áherslu þeirra á að vel sé staðið að
málefnum hennar og uppbyggingu.
Hafliði Ketilsson lést 25. júní á
Heilbrigðisstofnuninni Selfossi tæp-
lega 87 ára að aldri. Hann var fæddur
að Álfsstöðum á Skeiðum 16. ágúst
1916 þar sem hann ólst upp. Foreldr-
ar hans voru hjónin Kristín Hafliða-
dóttir og Ketill Helgason.
Systkini Hafliða voru Brynjólfur
Kristinn, Ólafur, Valgerður, Helgi,
Sigurbjörn, Ellert Helgi, Kristín
Ágústa og Guðmundur. Þau eru öll
látin. Hafliði bjó með systkinum sín-
um, Valgerði og Helga, að Álfsstöð-
um til ársins 1985 en þá fluttust þau
að Heimahaga 1 á Selfossi.
Hafliði vann nokkur ár við smíða-
vinnu hjá frænda sínum, Guðmundi
Sveinssyni. Hann bjó síðustu æviárin
á Grænumörk 5 á Selfossi, en í apríl á
þessu ári dvaldist hann á dvalarheim-
ilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal fram til
16. júní er hann var fluttur á Heil-
brigðisstofnunina Selfossi þar sem
hann lést. Hann var jarðsunginn frá
Selfosskirkju 5. júlí.
Í tilkynningu sem Esther Óskars-
dóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigð-
isstofnunarinnar á Selfossi, hefur
sent frá sér segir: „Þessi höfðinglega
gjöf frá Hafliða er stærsta framlag
sem stofnunin hefur tekið á móti frá
einstaklingi. Gjöfin markar tímamót
að því leyti að hún gerir Heilbrigð-
isstofnuninni kleift að bæta aðstöðu
fyrir sjúklinga hvað varðar aðbúnað
og tækjakost til að sinna hlutverki
sjúkra- og líknarstofnunar. Heil-
brigðisstofnunin á Selfossi þakkar
þessa höfðinglegu gjöf. Blessuð sé
minning Hafliða Ketilssonar.“
Hafliði Ketilsson
arfleiddi stofnunina
að 38,4 milljónum
Hafliði Ketilsson
Heilbrigðisstofnunin á Selfossi
Hveragerði | Dagur íslenskrar tungu
var haldinn hátíðlegur hjá miðstigs-
nemendum, en aðeins of seint. Þar
sem 16. nóvember var á sunnudegi í
ár, færðist dagskráin til um nokkra
daga. Dagur íslenskrar tungu hefur
mikið gildi fyrir nemendur í 7. bekk
því á þeim degi hefst formlegur und-
irbúningur fyrir Stóru upplestrar-
keppnina sem haldin er um allt land
eftir áramót. Það var því vel við hæfi
að sjöundi bekkur læsi upp og völdu
krakkarnir ljóð eftir Halldór Lax-
ness og Megas. Yngstu nemendurnir
hafa verið að læra um landnám Ís-
lands og höfðu af því tilefni samið
leikrit sem þeir fluttu með miklum
glæsibrag. Krakkarnir í 6. bekk
höfðu verið að vinna með dægur-
lagatexta og notuðu textana til að
efna til spurningarkeppni. Þátttak-
endur áttu að geta hver flytti lögin
en brot úr textum voru lesin upp.
Dagur íslenskrar tungu
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Ingólfur Arnarson og Hjörleifur, fóstbróðir hans, ásamt fríðu föruneyti.
Handverksmarkaður verður í
Tryggvaskála, Selfossi í dag, laug-
ardaginn 29. nóvember, kl. 13–19.
Til sölu eru handunnar vörur, t.d.
prjónavörur, trévörur renndar og
útskornar, leirvörur, skartgripir,
ilmkerti o.fl. Hægt er að skoða
myndir frá markaðinum á slóðinni
http://www.betra.net/kerti/
handverksmarkadur.html.
Í DAG