Morgunblaðið - 29.11.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 29.11.2003, Síða 36
LISTIR 36 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI Heimir Ingólfsson lauk í júní síðastliðnum doktorsprófi í tónvís- indum við Harvard-háskóla í Banda- ríkjunum. Ritgerð Árna Heimis nefnist „These are the Things You Never Forget: The Written and Oral Traditions of Icelandic Tvísöngur“. Ritgerðin rekur sögu og þróun tví- söngs á Íslandi frá fjórtándu öld og fram til þeirrar tuttugustu. Lengi var talið að tví- söngur væri sér- íslenskt fyrirbæri í tónlistarsögunni og að rætur hans mætti rekja allt til víkingatímans. Í ritgerðinni rek- ur Árni Heimir sögu þeirra tví- söngslaga sem varðveist hafa í handritum og munn- legri geymd og kemst að þeirri nið- urstöðu að þau séu að megninu til innflutt frá meginlandi Evrópu. Elstu varðveittu handritabrot með tvísöng eru frá lokum 15. aldar og þau hafa að geyma lög sem finnast einnig í mið-evrópskum handritum frá svipuðum tíma. Í nótnahandrit- um sem rituð eru eftir siðaskipti eru tæplega 30 tvísöngslög og hefur uppruni flestra verið rakinn til er- lendra heimilda. Yngstu íslensku tví- söngshandritin eru rituð á síðari hluta 18. aldar, um svipað leyti og tónlistarmenntun á Íslandi leið tíma- bundið undir lok. Árni Heimir rekur áhrif þessarar þróunar á iðkun fjöl- radda tónlistar og færir fyrir því rök að hin munnlega tvísöngshefð sem náði hápunkti sínum á fyrri hluta 19. aldar hafi ekki tekið að mótast fyrr en á 18. öld. Í síðari hluta ritgerð- arinnar fjallar Árni Heimir um þær heimildir sem varðveist hafa um tví- söng á 19. og 20. öld, m.a. þjóðlaga- safn sr. Bjarna Þorsteinssonar og hljóðritanir Jóns Leifs á þriðja ára- tugnum. Þá víkur hann einnig að hinum svokölluðu tvísöngs- stemmum, sem voru e.k. alþýðuút- gáfa á tvísöngshefðinni og náðu meiri útbreiðslu um allt land en hin eiginlegu tvísöngslög. Í lokakafla rit- gerðarinnar rekur Árni Heimir hnignunarskeið tvísöngs á fyrri hluta 20. aldar og vitnar m.a. í viðtöl sem gerð voru á vegum Stofnunar Árna Magnússonar og hafa að geyma margvíslegan fróðleik um flutningsmáta tvísöngs og útbreiðslu hans upp úr aldamótunum 1900. Í eftirmála er saga tvísöngs á síðari hluta 20. aldar rakin í stuttu máli og m.a. fjallað um hlut hans í íslenskri tónsköpun. Þar vísar Árni Heimir í ýmis tónverk þar sem áhrifa tví- söngs gætir, m.a. eftir Jón Leifs, Jón Nordal og Björk Guðmundsdóttur. Leiðbeinendur voru Thomas F. Kelly prófessor í miðaldatónlist, Kay Kaufman Shelemay prófessor í heimstónlist og Reinhold Brink- mann prófessor í tónlist 19. og 20. aldar. Meðan á smíði ritgerðarinnar stóð naut Árni Heimir styrkja frá Harvard-háskóla og Rannsókn- anámssjóði. Árni Heimir fæddist í Reykjavík 16. september 1973. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík á árunum 1989–93 og hélt áfram námi við Oberlin-tónlistarháskólann í Ohio þaðan sem hann útskrifaðist með B.Mus.-gráðu í píanóleik og tón- listarsögu árið 1997. Hann lauk meistaraprófi í tónvísindum frá Har- vard árið 2000. Foreldrar Árna Heimis eru Sigrún Elínborg Árna- dóttir og Ingólfur Guðbrandsson, ferðamálafrömuður og kórstjóri. Uppeldisfaðir Árna Heimis er Egg- ert Atlason, viðskiptafræðingur í Reykjavík. Árni Heimir er kennari í tónlistarfræðum við Listaháskóla Ís- lands. Doktorspróf í tónvísindum Árni Heimir Ingólfsson ÞETTA leikrit Guðmundar Steins- sonar er sennilega skrifað í upphafi áttunda áratugarins. Það var frum- sýnt af Leikfélagi Þorlákshafnar í desember 1975 í leikstjórn Sigurðar Karlssonar og hefur að sögn tvisvar verið tekið til sýninga af áhugaleik- félögum síðan, en þetta mun í fyrsta skipti sem það er flutt af atvinnuleik- urum. Leikritið samanstendur af átta atriðum þar sem fjallað er um afar venjulega fjölskyldu og þar sem lýst er dæmigerðum stundum í lífi hennar í bland við viðburði eins og skírnar- veislu og partí eftir dansleik sem hjónin fara á í tilefni af brúðkaups- afmæli sínu. Hér er Guðmundur, eins og í fleiri verkum sínum, að fást við merking- arleysi hversdagsleikans og þá firr- ingu sem setur á ritunartímanum æ meiri svip á íslenskt þjóðlíf. Í þessu leikriti gerist ekkert markvert, en að- ferð höfundar við að nálgast efnivið- inn dregur fram þætti sem honum finnast athyglisverðir. Það er greini- legt að hann hefur lagt sig eftir því að kynna sér eðli daglegrar orðræðu – endurtekningin sem er svo ríkjandi í samskiptum fólks er eitt dæmið um að áherslan er ekki á hvað fólk segir heldur liggur merkingin í því á hvaða hátt það segir það – hvernig sam- skiptum þess við annað fólk er háttað. Þessi að- ferð – að leggja áherslu á samskiptamynstrið en ekki merkingu orðanna – afhjúpar á ákveðinn hátt persónurnar og gefur til kynna hvernig þeim í raun er innanbrjósts. Gott dæmi um þetta er húsmóðirin Hulda og nöldur hennar í garð brokkgengra barna sinna og viðmót hennar til eig- inmannsins, sjómaður í partíinu sem notar of- beldi sem tilraun til að breiða yfir minnimáttar- kennd sína og næturgestur dóttur- innar sem segir alltaf eitt en meinar eitthvað allt annað í atriði sem er ein- staklega vel samið. Sjónvarpsgláp, sem á ritunartímanum var nokkuð nýtt fyrirbæri í íslenskum veruleika, er hér notað sem dæmi um firringuna sem ríkir í verkinu og er undanfari þeirrar sýnar sem höfundur öðlaðist á nútímaþjóðfélag síðar og er í öðrum leikritum m.a. táknað með síhringj- andi símum og yfirgnæfandi glym úr útvarpi og sjónvarpi. Á vissan hátt má líta á Skírn sem uppkast að leikritinu Stundarfriði, sem var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í lok sama áratugar, og að Stakkaskiptum, þar sem Guð- mundur gekk mun lengra í þessum tilraunum. Öll þessi leikrit sýna per- sónurnar sem reköld í heimi þar sem engin siðferðileg viðmið virðast ríkja, engin haldreipi sjáanleg í sífellt flókn- ari tæknimartröð sem virðist þurrka út þá fáu möguleika sem fólk hefur til að eiga raunveruleg samskipti við aðrar mannverur. Athyglisvert hefði verið að sjá hvað Guðmundur hefði haft að segja um sívaxandi tölvuvæð- ingu og samband fólks í millum gegn- um Netið í beinu framhaldi af því hvernig hann fjallaði um samband tæknivæðingar og firringar í mann- legum samskiptum í þessum þremur ofan- nefndu verkum. Í útvarpsgerð þess- ari hefur Stefán Bald- ursson fækkað nokkuð tilsvörum, allsennilega til að laga flutninginn að þeim tímatakmörk- unum sem útvarps- leikhúsinu eru sett ef flytja á verk í einu lagi. Það er stundum eft- irsjá að einstaka replikku, sérstaklega endurtekningunum sem setja svo mikinn svip á texta Guðmund- ar Steinssonar og sem gefa svo marga túlkunarmöguleika fyrir leikarann. Annað er að þrettán leikurum er ætl- að að sjá um tuttugu og þrjú hlutverk, þó að Stefán færi tilsvör nokkrum sinnum á milli persóna í því augna- miði að fækka smæstu hlutverkunum. Þetta veldur því að í hópatriðunum tveimur, skírnarveislunni og eftir- partíinu, koma sömu raddir fyrir þannig að útvarpshlustandinn gæti dregið þá ályktun um eftirpartíið að hér séu skírnarveislugestirnir mættir aftur. Erlingur Gíslason hefur alltof persónulegan stíl til að hægt sé að láta hann leika afa í einu atriði út- varpsleikrits og leikarann sem bindur endahnútinn á partíið í sama leikriti. Skírnarveisluatriðið var mjög vel heppnað, sérstaklega samhljómur raddanna er persónurnar dást að barninu, en upplifun undirritaðs af lokaatriðinu fór fyrir lítið vegna ofan- greindra vandkvæða. Til að bæta gráu ofan á svart var stundum erfitt að greina á milli radd- anna í stuttum tilsvörum og þá hvað tilheyrir hverjum. Hljóðmyndin var allajafna nokkuð góð nema hvað í 2. atriði er það sem á að heyrast frá sjónvarpinu allt of al- menns eðlis til að það eigi við viðbrögð persónanna. Þetta er mun betur unn- ið í seinni atriðum við sjónvarpið. Tónlistin, bæði sungin og leikin, er vel valin og á við ritunartíma verks- ins. Fótatak húsmóðurinnar þar sem hún stiklar um parketið er líka skemmtilega unnið. Stefán hefur sem leikstjóri lagt megináherslu á aðalpersónurnar, meðlimi kjarnafjölskyldunnar, og samskipti þeirra. Arnbjörg Hlíf Vals- dóttir nær eftirminnilegum tökum á hinni falleruðu heimasætu, Diddu, jafnt kæruleysi hennar sem vonbrigð- um og Gísli Pétur Hinriksson nær vel að túlka pirringinn og ofstopann í Sigga, bróður hennar. Ekki fer lífið minna í taugarnar á húsmóðurinni Huldu, sem Halldóra Björnsdóttir tekur föstum tökum. Kjartan Guð- jónsson á sömuleiðis létt með að skila heimilisföðurnum Karli. Aðrir leikar- ar fara með minni hlutverk og flestir fleiri en eitt eins og áður getur. Eðli samræðnanna vegna, þar sem tilsvör hvers þeirra eru fá og mjög almenns eðlis hafa þeir lítið tækifæri til að setja mikið mark á flutning verksins. Undantekningin sem stendur upp úr er Þröstur Leó Gunnarsson enda hef- ur hann úr meiru að moða. Það er ánægjulegt að fá þetta fá- gæta tækifæri til að hlýða á þetta sjaldséða verk Guðmundar Steins- sonar og sökkva sér niður í það. Þó að verkið sé nokkuð sundurlaust hvað formið varðar þá eru þarna mörg frá- bærlega skrifuð atriði sem lifna við í vönduðum flutningi leikaranna undir styrkri leikstjórn Stefáns Baldurs- sonar. Það er gaman að rifja upp gömul samskiptamunstur með hlið- sjón af þessari smellnu samtíðarlýs- ingu og velta jafnframt fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að snjallasta verk Guðmundar Steinssonar af sama meiði, Stundarfriður, verði sett upp aftur í atvinnuleikhúsi. Firringin í hversdagslífinu LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Höfundur: Guðmundur Steinsson. Leik- stjórn og útvarpsleikgerð: Stefán Bald- ursson. Hljóðvinnsla: Grétar Ævarsson. Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Erlingur Gíslason, Gísli Pétur Hinriksson, Gunnar Hansson, Halldóra Björnsdóttir, Hjalti Rögnvalds- son, Inga María Valdimarsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Kristbjörg Kjeld, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Hljóðvinnslu annaðist Grétar Ævarsson. Verður frumflutt á morgun, sunnudaginn 30. nóvember. SKÍRN Sveinn Haraldsson Guðmundur Steinsson Í ELDSTÓ Café & Húsi leirkera- smiðsins á Selfossi verður opnuð höggmyndasýning Margrétar Hjálmarsdóttur kl. 15 á morgun, laugardag. Höggmyndirnar eru unn- ar í leir, steinsteypu, sandstein og veggmyndir úr gleri. Eitt af verkum Grétu er unnið úr vír og blaðamassa. Gréta nam við Myndlistaskóla Reykjavíkur í nokkur ár. Gréta sýndi í sumar sem leið í Salatbarn- um, Fákafeni 9 í Reykjavík og stend- ur hluti af þeirri sýningu þar enn. Þá mun Pjetur Hafstein Lárusson lesa upp úr nýútkominni ljóðabók sinni, Austan mána. Við opnunina munu Guðlaug Helga Ingadóttir (söngur), Sigurgeir Sigmundsson (gítar) og Jón Ólafsson (bassaleikari) flytja gestum írsk þjóðlög, ásamt öðru efni með íslenskum og erlend- um textum. Höggmyndir og ljóð á Selfossi Í bjarma trúar nefnist geisla- plata með söng Jóns Hjörleifs Jónssonar tenórs við píanóundirleik Sólveigar Jónsson. Í plötuumslagi segir m.a.: „Jón Hjörleifur hlaut fyrst formlega tilsögn í söng um tvítugt hjá Einari Sturlusyni og Einari Kristjáns- syni.Meðan hann var í guðfræðinámi í Bandaríkjunum árin 1953-1957 naut hann einnig tilsagnar dr. Lewis við Catholic University of Maryland. Samhliða kennara- og skólastjóra- starfi við Hlíðardalsskóla í Ölfusi, auk preststarfa fyrir Kirkju sjöunda dags aðventista á Íslandi og í Ghana, hefur Jón Hjörleifur víða lagt gjörva hönd á plóg í söngmálum. “ Útgefandur eru fyrrverandi nem- endur Jóns Hjörleifs frá Hlíðardals- skóla ásamt vinum hans, til heiðurs honum áttræðum þann 27. október sl. Diskurinn fæst í Frækorninu Suð- urhlíð 36, Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, hjá vinum og ættingjum. Einnig má panta diskinn á netfanginu reyhel- @simnet.is. Verð: 1.500 kr. Trúarsöngvar Andvari, rit Hins íslenska þjóðvina- félags fyrir árið 2003, er kominn út. Þetta er 128. árgangur, hinn fer- tugasti og fimmti í nýjum flokki. Að- algrein ritsins að þessu sinni er ít- arlegt æviágrip Hannibals Valdimars- sonar alþingismanns, ráðherra og for- seta Alþýðusambands Íslands eftir Sigurð Pétursson sagnfræðing. Aðrar greinar Andvara eru: Þórir Óskarsson skrifar um Fjölnismanninn Tómas Sæ- mundsson, Sveinn Einarsson stutta grein um Indriða Einarsson leikrita- skáld. Yelena Yershova á ritgerðina Hinn nýi „gamli“ kveðskapur, sem fjallar um þulukveðskap að fornu og nýju og Þorsteinn Þorsteinsson ritar um prósaljóð Sigfúsar Daðasonar. Þá er þýðing sem Jóhann Hjálmarsson hefur gert á ljóði eftir Jorge Luis Borg- es og ritstjórinn, Gunnar Stefánsson, skrifar þjóðmálahugleiðingu. Andvari er 168 blaðsíður. Oddi prentaði, en Sögufélag, Fischers- sundi 3, annast dreifingu. Tímarit anna og eiga áheyrendur þess enn fremur kost að taka undir í tveimur lögum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hulda Björk syngur á aðventutónleik- um Söngsveitar- innar Fílharmón- íu, en hún hefur sungið einsöng með Söngsveitinni í þremur kórverkum á síðustu miss- erum, í Sesseljumessu eftir Haydn, í Messíasi eftir Händel og í Requiem eftir Mozart sem bæði var flutt hér heima og í St. Pétursborg. Óliver Kentish, tónskáld og hljómsveitar- stjóri, stjórnar Söngsveitinni í vetur á meðan Bernharður Wilkinson, sem hefur verið stjórnandi hennar síðan 1996, er í leyfi. Píanóleikari er Guð- ríður St. Sigurðardóttir og radd- þjálfari Xu Wen. Lilja bendir á að sala aðgöngumiða sé í Tólf tónum, hjá kórfélögum og við innganginn. Einnig er hægt að panta miða á heimasíðu kórsins sem er á slóðinni: http://www.filharmonia.mi.is. Aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu, Hirðarar sjá og heyrðu, verða haldnir í Lang- holtskirkju mánudaginn 1. desember og mið- vikudaginn 3. desember kl. 20. Einsöngvari er Hulda Björk Garðarsdóttir og stjórnandi Óliver Kentish. „Kórinn mun halda áfram að kynna fyrir ís- lenskum áheyrendum perlur úr því mikla safni kórverka sem henta til flutnings á jólaföstu,“ segir Lilja Árnadóttir, formaður kórsins. „Á tónleikunum verður einnig að nokkru leyti haldið í hefðir og sungin lög sem eru áheyrendum vel kunn og ómissandi á tónleikum sem þessum. Efnið verður sótt m.a. í smiðju ís- lenskra, danskra, enskra og þýskra tónskálda. Þannig er elsta verkið frá 14. öld en það yngsta er glænýtt eftir kórstjórann Óliver Kentish.“ Þá nýtur kórinn liðsinnis kamm- ersveitar við flutning stærri verk- Söngsveitin Fílharmónía Hefðbundin og ný verk á aðventutónleikum Óliver Kentish Hulda Björk Garðarsdóttir Byssur og skot- fimi er eftir Egil Jónasson Stardal. Bókin er nú aukin og endurbætt en hún kom upp- haflega út árið 1969. Í bókinni er fjallað um notkun bæði haglabyssa og riffla. Einnig er fjallað um þróun og nýjungar í byssuheiminum á und- anförnum áratugum. Egill Jónasson Stardal er kunnur fyrir ritstörf um menn og málefni. Hann er einnig vel þekktur meðal skotveiðimanna og fyrir stöf sín og keppni á sviði skotíþróttanna. Útgefandi er Stöng. Verð: 4.480 kr. Handbók Edda Snorra Sturlusonar er komin út í mynd- skreyttri útgáfu. Bókin geymir úrval evrópskrar mynd- listar sem sprottin er af lestri Eddu á liðnum öldum. Áhrif Eddu fylgja engum landamærum, listamennirnir eru frá Danmörku, Færeyjum, Íslandi, Ítalíu, Noregi, Stóra-Bretlandi, Sviss, Svíþjóð og Þýskalandi. Í bókinni er að finna 130 listaverk. Elsta myndin er úr íslensku handriti frá 17. öld og þær nýjustu eru eftir unga „snillinga“ úr samtímanum en yngsta myndin er frá 1985. Útgefandi er Iðunn. Bókin er 351 bls. og prentuð í Odda hf. Kápuna prýðir hluti af myndinni Valkyrjureiðin eftir James Ensor. Verð: 8.990 kr. Fornrit
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.