Morgunblaðið - 29.11.2003, Side 56
MINNINGAR
56 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Geir Pálssonfæddist á
Brekkuborg í Breið-
dal 7. júlí 1931. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 22. nóv.
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Páll Jó-
hannesson, f. 23.10.
1897, d. 28.3. 1959,
og Þorbjörg Magn-
úsdóttir, f. 15.8.
1904, d. 6.1. 1980.
Systkini Geirs eru: 1)
Ester, f. 15.1. 1937,
maki Sigurjón Geirs-
son Sigurjónsson, f. 16.2. 1930, d.
18.8. 2002. Dætur þeirra eru: a)
Eygló, f. 3.6. 1958, maki Rúnar V.
Arnarson, f. 19.10. 1956, börn
þeirra eru Ester, f. 5.3. 1980, og
Hólmar Örn, f. 10.12. 1981. b)
Björk, f. 20.5. 1959, fyrrverandi
maki Örn Vilmundarson, f. 26.10.
d) Hrefna, f. 22.7. 1972, maki
Sverrir R. Reynisson, f. 27.8. 1971,
synir þeirra eru Daði Fannar, f.
18.4. 1996, og Atli Geir, f. 19.1.
1998.
Geir var ókvæntur og barnlaus.
Hann flutti með foreldrum sínum
frá Brekkuborg í Háteig í Stöðv-
arfirði árið 1934 og síðar í Stöð í
Stöðvarfirði 1944. Árið 1949 flutti
fjölskyldan í Kirkjubólsþorp (síðar
nefnt Stöðvarfjörður) og bjó
lengst af í Sigtúni. Að foreldrum
sínum báðum gengnum keypti
Geir íbúðarhúsið Heiðmörk 8 í
Stöðvarfirði og bjó þar til æviloka.
Á yngri árum stundaði Geir al-
geng störf, einkum sjósókn og
fiskvinnslu, m.a. síldarverkun. Síð-
ar rak hann vörubíl og samhliða
því og einkum síðar fékkst hann
við húsamálun. Aflaði hann sér
réttinda á því sviði um 1990. Geir
var þekktur fyrir listræna hæfi-
leika og málaði mikið af myndum,
skreytti hús að utan og innan og
vann auk þess merki fyrir ýmis fé-
lög og stofnanir.
Útför Geirs verður gerð frá
Stöðvarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
1947, börn þeirra eru
Sigurjón Geirsson, f.
17.1. 1984, og Árný
Ösp, f. 3.4. 1987. 2)
Björn, f. 7.10. 1940,
maki Guðríður Frið-
geirsdóttir, f. 10.6.
1937. Börn þeirra eru:
a) Páll, f. 27.5. 1964,
maki Jóhanna G. Sól-
mundardóttir, f. 26.4
1965, synir þeirra eru
Björn Steinar, f. 9.5.
1985, og Andri Valur,
f. 25.11. 1990. b) Þor-
steinn Mýrmann, f.
24.5. 1965, maki Jó-
hanna M. Agnarsdóttir, f. 11.9.
1970, börn þeirra eru Leó Örn, f.
18.5. 1995, Dagur, f. 8.8. 1996,
Rakel, f. 12.9. 2000, og Máni, f. 4.3.
2002. c) Elsa Jóna, f. 13.9 1970,
maki Agnar Ásgeirsson, f. 5.2.
1974. Dóttir Elsu Jónu er Steinunn
Pála Guðmundsdóttir, f. 1.5. 1987.
Hið litla, en fagra byggðarlag,
Stöðvarfjörður, sem „hvílir milli
himinhárra fjalla“ eins og segir í
ljóðinu, er sungið verður í Stöðvar-
fjarðarkirkju í dag yfir moldum
Geirs Pálssonar, þarf á öllum sínum
að halda. Þegar einn fellur frá sakna
hans margir og finnst bæjarmyndin
ekki vera sú hin sama og áður var.
Geir var Stöðfirðingur í húð og
hár. Hvergi leið honum betur og fjöl-
margar ljósmyndir hans af náttúru,
fólki, dýrum, athöfnum, mannlífi og
öðru því, sem tengist byggðarlaginu,
sýna listfengi hans, ást og virðingu á
þeim stað, er hann mat öllum öðrum
fremur.
Í uppvextinum inni í Stöðvardal
kynntist hann lífinu í sveitinni, en
líklega hefur það ekki höfðað til
hans, þótt dýravinur væri. Vinnan
við sjávarsíðuna varð því fljótlega
hlutskipti hans. Hann fór á vertíðir í
Eyjum og víðar, stundaði sjó og
beitningu, var á bátum með Kalla
Kristjáns o.fl. góðum mönnum. Varð
síðan einn af fyrstu starfsmönnum á
síldarplaninu hjá athafnamanninum
Guðmundi Björnssyni og gekk vask-
lega fram í að „slá upp“ og „slá til“
tunnur, meta gæði síldarinnar við
söltun og flest annað, er til féll. Síðar
eignaðist hann fyrstu vörubifreið
sína. Varð það síðan aðalstarf hans
áratugi á uppgangsárum í byggðar-
laginu.
Snemma fékk Geir dálæti á tónlist
og hóf ungur að leika á gítar með
öðrum tónelskum mönnum á Stöðv-
arfirði. Síðar varð hann einn af stofn-
endum hljómsveitarinnar „Essgó“,
sem lék á dansleikjum, einkum á
Stöðvarfirði og í nágrannabyggðar-
lögum. Geir gat verið fastur fyrir og
vildi hafa nokkuð að segja um laga-
valið. Þótt menn væru ekki alltaf
sammála kom gjarnan í ljós að hann
hafði haft rétt fyrir sér, þegar góður
taktur og grípandi lag fyllti gólfið
dansandi fólki. Og þótt menn væru
hvorki fingrafimastir hljómlistar-
manna á þessum árum, né gætu stát-
að af nokkurri menntun sem næmi á
þessu sviði, var „bítið“ á sínum stað
og ekki slegið slöku við, þegar allt
var komið á ið. Á síldarárunum var
stundum tekin ákvörðun með
skömmum fyrirvara um að slá upp
balli og hlaupið með símskeyti á síð-
ustu stundu á símstöðina til að fá
auglýsingu lesna í Ríkisútvarpinu.
Og það hafa menn frétt síðar að til
voru þeir síldarsjómenn, er voru í
höfn á öðrum fjörðum, sem lögðu það
á sig að kaupa far á ball með „Essgó“
vegna góðrar reynslu af slíkum sam-
kundum.
Mjög ungur að árum sýndi Geir
mikið listnæmi í meðferð teikni-
áhalda og lita. T.d. hannaði hann
merki Bindindisfélagsins Nýgræð-
ings á Stöðvarfirði um fermingarald-
ur. Aldrei leitaði hann sér formlegr-
ar menntunar á þessu sviði, en
ástundaði sjálfsnám af bókum og var
óhræddur að setjast á fremsta bekk í
skóla reynslunnar í því skyni að efla
sig sem meistara ljóss og lita. Það er
ekki nokkur vafi að á þessu sviði mun
nafn Geirs Pálssonar haldast lengi á
lofti, þar sem víða eru til verk, er
hann vann, annaðhvort til að fá útrás
fyrir sköpunargleðina eða til að
svara eftirspurn. Ekki var þá ein-
göngu um að ræða teikningar eða
málverk, heldur skreytti hann heilu
húsveggina svo eftir var tekið, ýmist
með máluðum myndum eða formum,
sem gengið var frá, þegar húsin voru
steypt upp. Einnig var oft til hans
leitað með skreytingar á mannamót-
um og vöktu t.d. athygli verk hans á
samkomum Lions-manna á Stöðvar-
firði og þorrablótum Karlakórs
Stöðvarfjarðar, en hann tók virkan
þátt í starfi kórsins. Ennfremur
vann hann oft til verðlauna með listi-
legum grímubúningum sínum á
þrettándaskemmtunum á Stöðvar-
firði.
Ýmsum þykir ekki við hæfi að nota
orðið listamaður um þá, sem eigi
geta státað af langskólanámi í þeim
efnum. Geir var líklega sama, en hér
verður fullyrt og ekki með það aftur
snúið að hann var í hópi allra færustu
manna, þeirra er tómstundamálarar
nefnast, þótt verk hans væru vissu-
lega misjöfn eins og gengur. Hans
beztu „skilirí“, sem hann oftar gaf en
seldi, eru hreinustu gersemar og
mikils metin af eigendum og þeim, er
þau líta. Hið sama gildir um merki
þau, er hann hannaði fyrir félög, fyr-
irtæki og sveitarfélög, en hann varð
nokkrum sinnum sigurvegari í sam-
keppnum á þeim vettvangi. Meðal
slíkra verka má nefna merki Sam-
bands sveitarfélaga á Austurlandi,
merki Skógræktarstöðvarinnar
Barra á Egilsstöðum, byggðamerki
Eskifjarðarkaupstaðar og Búða-
hrepps hinna fornu o.m.fl.
Auk þessa var hann afkastamikill,
vandvirkur og natinn húsamálari og
aflaði sér réttinda á því sviði síðar á
ævinni. Varð það hans aðalstarf,
þegar rekstri vörubifreiðar lauk.
Ýmist starfaði hann með öðrum
verktökum, eða vann sjálfstætt.
Hafði hann þá gjarnan í vinnu á
mestu álagstímum handlagna menn,
sem af honum lærðu og náðu tökum
á handverkinu. Um Geir hefur verið
sagt af verkfróðum manni, sem vinn-
ur við að hanna mannvirki og fylgj-
ast með þeim á byggingarstigum, að
hann hafi verið einstakur fagmaður.
Segja þau orð allt sem þarf, auk þess
sem vitni bera þær fjölmörgu bygg-
ingar, er hann málaði, hinar síðustu
orðinn helsjúkur, þótt dult færi.
Áður hefur verið nefndur hæfileiki
Geirs til að taka skemmtilegar og
fagrar ljósmyndir. Á þeim sést
glöggt listnæmi hans og ást á við-
fangsefninu, hvort sem um var að
ræða fjöll og ský, skip og spegilslétt-
an sæ, fossa, læki og frosin vötn, dýr
í landslagi, úfið haf við ólgandi
strönd eða fólk við leik og störf. Hið
sama gildir um íþróttamyndir frá
gullaldarárum Umf. Súlunnar, en í
starfi félagsins tók hann virkan þátt
og hafði mikinn metnað fyrir þess
hönd.
Sérstakur þáttur í listsköpun
Geirs og okkur kær, er þetta skrif-
um, eru myndir hans, sem hann gaf
okkur síðar, af einstökum vini okkar
allra, hundinum Alex. Þær hafa mik-
ið tilfinningalegt gildi og bera jafn-
framt listfengi hans gott vitni. Með
þessum fjórfætta vini sínum átti
hann margar og langar göngur um
landið sem hann unni mest, Stöðv-
ardal og Jafnadal. Hafði hann, auk
ánægjunnar af samskiptunum við
hinn einstaka hund, greinilega gott
af þeirri hreyfingu, sem af þessu
hlauzt. Hann kaus að vera viðstadd-
ur, þegar hinn tryggi og einlægi vin-
ur varð að kveðja þessa tilvist, þrátt
fyrir að sú stund væri honum mjög
þungbær.
Á mótunarskeiði ólgaði lista-
mannseðlið af miklum krafti í brjósti
hins unga manns. Síðar öðlaðist
hann innri ró og mikla lífsfyllingu,
ekki sízt í hópi sinna nánustu, er
reyndust honum bezt. Gestgjafi var
hann ágætur og góður heim að
sækja, næmur á hið skoplega í
mannlífinu og gat hlegið „eins og
berserkur“, þegar svo bar undir.
Hann var einhleypur, en nokkru eft-
ir að móðir hans féll frá keypti hann
nýlegt hús í Heiðmörk 8 og sat það
með sóma æ síðan. Síðustu misserin
stofnaði hann til mjög sterks og kær-
leiksríks vináttusambands við ynd-
islega konu, Jónu Gunnarsdóttur, og
var hún honum mikil stoð og stytta
undir það síðasta. Einnig skal hér
nefnd vinátta hans við Kristin
Helgason frá Brynju og ekki má
gleyma fyrrum mági hans, Sigurjóni
Geirssyni. Honum reyndist Geir af-
skaplega vel í erfiðum veikindum,
vildi allt fyrir gera og kýs að lokinni
vegferð að hvíla við hlið hans inni á
Stöðvargrund. Á heimili okkar átti
hann ætíð griðastað og reyndist okk-
ur og ekki síður börnum okkar bæði
faðir og afi og sýndi kærleik sinn til
fjölskyldunnar á fjölbreytilegan
hátt. Hann var hluti af jólahaldi fjöl-
skyldunnar í áratugi og erfitt verður
að halda jól án hans á næstunni.
Þegar Geir varð fyrir því áfalli
fyrr á þessu ári að lenda í þeirri að-
stöðu að glíma við ofjarl sinn kom
mörgum á óvart þrek hans og styrk-
ur út á við að takast á við hina nýju
ógn. Við hefðum gjarnan viljað geta
kvatt hann betur, þótt mörg kær-
leiksrík símtöl og heimsóknir ættu
sér stað á sjúkrabeði hans í Nes-
kaupstað, þar sem hann fékk frá-
bæra aðhlynningu, sem við verðum
ævinlega þakklát fyrir. Vissulega
varð viðureignin styttri en við öll
hefðum kosið, en í dag fögnum við
því að dauðastríðið varð ekki þung-
bærara en raun ber vitni og munum
ætíð minnast þess, hve svipur hins
látna á dánarbeði sýndi vel þann
virðuleika og frið, sem við vitum að
hann vildi kveðja með.
Og myndin úr sjötugsafmælinu í
kirkjunni á útfarardeginum, við hlið-
ina á hinu logandi kerti, sem hans
kærasta frænka útbjó til minningar
um þennan litaglaða góðvin okkar,
mun sýna íbygginn mann, dálítið
feimnislegan, en samt með yfirbragð
stórborgara og gefa til kynna að þar
sitji maður með þá vissu innst inni,
að hann hafi skilað sínu til sam-
félagsins og geti verið stoltur af því.
Blessuð sé minning Geirs Pálsson-
ar og megi styrkur hans í hinum
stóra og seinasta byl færa okkur, er
hann syrgjum, þann frið, sem yfir
honum var á kveðjustundu.
Hlíf og Hafþór.
Senn húmar að kvöldi og ég sit
hljóð og horfi út um gluggann. Fjöll-
in standa hnípin við fjörðinn og horfa
á mig í þögulli spurn. En ég kann
engin svör. Orð eru til alls fyrst en
þó er það þannig að á stundum sem
þessum er erfitt að koma því í orð
sem mann langar til að segja.
Í dag kveð ég þig, elsku frændi,
með sorg í hjarta en þó er það svo
skrýtið að í hvert sinn er ég hugsa til
baka rifjast upp allar gleðilegu
stundirnar sem við áttum saman og
það verður stutt í brosið. Því er
nefnilega þannig háttað að minning-
arnar sem þér tengjast eru fullar af
gleði og hlátri. Frá því að ég man eft-
ir mér varstu hluti af fjölskyldunni
minni. Sem barn var ég oft spurð að
því hvort þú værir afi minn og Guð-
mundar bróður míns, en ég sagði,
sem satt var, að þú værir frændi
okkar. Samt varstu okkur svo miklu
meira. Þú varst félagi okkar og vinur
en líka afi og pabbi. Þú varst hann
Gúddi. Maðurinn sem átti hlýja
faðminn og fallega brosið, hláturinn
sem var svo smitandi og sagði allar
skemmtilegu sögurnar. Maðurinn
sem dansaði með mig á tánum þegar
ég var lítil, dekstraði mig þegar ég
vildi ekki borða matinn minn og
deildi með okkur gleði og sorgum.
Þú varst og verður alltaf hluti af fjöl-
skyldu minni og við munum aldrei
gleyma þér.
Við Albert erum svo þakklát fyrir
að hafa átt þig að og að drengirnir
okkar hafi fengið að kynnast þér og
fá að kúra í fanginu þínu. Ég veit að
vel hefur verið tekið á móti þér þar
sem þú ert nú. Hann hefur eflaust
verið glaður guli seppinn með mjúka
feldinn að hitta þig aftur og ég veit
að nú eruð þið saman, eflaust syngj-
andi kátir komnir langt inn fyrir
Grænabala, búnir að henda mörgum
steinum í lækina og borða mikið af
berjum.
Handan ár horfa fjöllin
um heima þeirra er lifðu.
Mættu þau málið hafa
margt gætu eflaust talað.
En þau eru þvingunareiðum
þrítugra kletta bundin.
Hljóðlát á söguna hlusta
hulin eilífðarbláma.
Grasið grænkar á leiðum
gamalla vina og frænda.
fyrnist all fas og æði
fjöllin yfir þeim vaka.
(Indriði G. Þorsteinsson.)
Elsku Gúddi. Við Albert og dreng-
irnir kveðjum þig með ævarandi
þakklæti í hjarta og biðjum Guð að
geyma þig að eilífu. Hvíl í friði.
Þín
Halldóra Dröfn.
Kvöldið fyrir andlát þitt átti ég svo
skemmtilegt samtal við þig, að ég
mun ætíð geyma það með mér. Þar
varstu þú sjálfur, svo hress. Við
hlógum saman eins og okkar var
háttur, því ætíð var stutt í hláturinn
á samverustundum okkar.
Í 24 ár, meðan ég bjó á Stöðvar-
firði,var ég undir þínum verndar-
væng. Eftir að ég flutti þaðan,
breyttist það ekki og ég fékk áfram
hjálp og góð ráð við það sem ég tók
mér fyrir hendur. Núna eftir að þú
ert látinn, minn kæri Gúddi, veit ég
að þú munt fylgja mér áfram og vera
mér stoð og stytta, hvað sem á bját-
ar.
Frá því að ég man eftir mér hefur
þú verið einn af fjölskyldunni og
varst alltaf svo góður við okkur
systkinin, mig og Dóru. Ég sat oft í
vörubílnum þínum þegar þú varst að
keyra möl og mold og alltaf varst þú
jafn glaður að hafa mig með. Þú
komst og horfðir á alla fótboltaleiki
sem ég spilaði þegar ég var pjakkur
og hvattir mig áfram. Eftir leiki
GEIR
PÁLSSON
Hjartkær sonur minn, faðir minn og bróðir okkar,
ÓLAFUR MÁR MATTHÍASSON
kennari,
er látinn. Jarðarförin auglýst síðar.
Elín G. Ólafsdóttir,
Matthías Már Ólafsson,
Valgerður Matthíasdóttir,
Sigurborg Matthíasdóttir,
Haraldur Matthíasson,
Brynja Dagmar Matthíasdóttir,
Ása Björk Matthíasdóttir.
Okkar ástkæri
JÓEL KR. SIGURÐSSON,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Sunnuflöt 30, Garðabæ,
andaðist að morgni föstudagsins 28. nóvem-
ber.
Jarðarförin auglýst síðar.
Aðstandendur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
INGIMAR RÓSAR SIGURTRYGGVASON,
andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut fimmtudaginn 27. nóvember.
Guðrún Jóna Zóphóníasdóttir,
Sigurður Ingi Ingimarsson, Helga Óskarsdóttir,
Soffía Margrét Ingimarsdóttir, Kristján Rögnvaldur Einarsson,
Hafdís Ingimarsdóttir,
Hugrún Ingimarsdóttir, Gunnar Vignir Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.