Morgunblaðið - 29.11.2003, Page 62

Morgunblaðið - 29.11.2003, Page 62
KIRKJUSTARF 62 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vígsludagur og aðventukvöld í Bústaðakirkju FYRSTI sunnudagur í aðventu er vígsludagur Bústaðakirkju. Dagsins er minnst í helgihaldi kirkjunnar. Barnamessa er kl. 11 og síðan guðs- þjónusta kl. 14. Kór kirkjunnar syngur og organisti er Guðmundur Sigurðsson. Eftir messu er boðið upp á vöfflu- kaffi og það eru karlar í sókn- arnefnd sem sjá um framkvæmd þess. Aðventukvöld verður kl. 20. Það er mikilvægur liður í jólaundirbún- ingi margra og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn fjölsóttasti viðburður kirkjuársins. Allir kórar kirkjunnar og bjöllu- sveit koma fram. Kór Bústaðakirkju flytur Magnificat eftir ítalska tón- skáldið Giovanni Pergolesi ásamt kammersveit og einsöngvurum úr kórnum. Einsöngvarar eru Anna Sigríður Helgadóttir, Agnes Kristjónsdóttir, Gísli Magnason og Hjálmar Pétur Pétursson. Konsertmeistari er Hjör- leifur Valsson. Guðmundur Sigurðs- son organisti stjórnar. Þá mun bjöllusveit og allir barnakórar kirkj- unnar flytja fjölbreytta og skemmti- lega dagskrá aðventu- og jólalaga. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhalls- dóttir. Einnig munu allir kórarnir syngja saman að ógleymdum al- mennum söng safnaðarins. Ræðumaður kvöldsins er Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík. Í lok athafnarinnar verða ljósin tendruð. Pálmi Matthíasson. Aðventuhátíð fjölskyldunnar í Hjallakirkju Á MORGUN, fyrsta sunnudag í að- ventu, verður aðventuhátíð fjöl- skyldunnar í Hjallakirkju í Kópavogi kl. 17. Þetta er skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna með léttri jóladagskrá, söngvum og sögum. Barnakór úr Hjallaskóla syngur fyrir viðstadda og við fáum að sjá skemmtilegt brúðuleikrit, Ævintýr- ið um Stein Bollason. Leikritið fjallar um hjartagóð barnlaus hjón sem þrá að eignast börn. Guð kemur til þeirra og veitir þeim þrjár óskir. Áður en þau vita af hafa þau eignast 100 börn og fjölskyldufaðirinn, Steinn Bollason, þarf að útvega mat fyrir þau öll! Þá lendir hann í mikl- um ævintýrum, hittir m.a. fyrir risa sem reynir að villa um fyrir honum. Leikritið er skemmtilegt og lifandi en Helga Steffensen og Erna Guð- marsdóttir stýra brúðunum. Auk þessa munum við öll syngja saman jólasöngva og njóta stundarinnar í kirkjunni. Að henni lokinni verður boðið upp á kakó og piparkökur í safnaðarsal kirkjunnar. Við hvetjum fjölskyldur til að fjöl- menna á aðventuhátíðina en allir eru hjartanlega velkomnir. Kantötuguðsþjónusta í Hjallakirkju HRAFNHILDUR Björnsdóttir, sópr- an, Jóhanna Ósk Valsdóttir, mezzó- sópran, Hákon Hákonarson, tenór og Gunnar Jónsson, bassi flytja kantötu nr. 61, Nú kemur heimsins hjálparráð og lokakórinn úr kantötu nr. 147 eftir J.S. Bach við guðsþjón- ustuna 1. sunnudag í aðventu kl. 11. Undirleikari á orgel er Katalin Lö- ricz og söngstjóri er Jón Ólafur Sig- urðsson. Kantatan hefst með hátíðlegum frönskum forleik þar sem konung- urinn Kristur kemur sem hjálpræði heimsins, síðan syngja einsöngv- ararnir aríur sem fjalla um komu Krists til mannanna og eftirvænt- inguna sem því fylgir. Að lokum kemur kórkafli þar sem hann er boðinn velkominn með glæsibrag. Aðventukvöld Laugarneskirkju Á FYRSTA degi í aðventu mætumst við að venju kl. 20 til að stilla saman strengina. Helgi Grímsson skóla- stjóri Laugarnesskóla verður ræðu- maður kvöldsins og Barnakór Laug- arness mun koma fram ásamt stjórnanda sínum, Sigríði Ásu Sig- urðardóttur. Kór Laugarneskirkju mun bera uppi almennan söng auk þess að flytja kórverk við undirleik og stjórn Gunnars Gunnarssonar organista. Bjarni Karlsson sókn- arprestur og Sigurbjörn Þorkelsson meðhjálpari munu þjóna ásamt hópi fermingarbarna og loks býður sókn- arnefnd öllum til súkkulaðidrykkju í safnaðarheimilinu. Sigurbjörn Einarsson biskup talar á aðventu- stund í Neskirkju EINS og venjan hefur verið er mikið um að vera í Neskirkju fyrsta sunnu- dag í aðventu. Barnastarfið verður með hefðbundnum hætti en í mess- unni kl. 11 kynna Gideonfélagar starf sitt. Munu þeir annast ritning- arlestur og Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri og rithöfundur prédikar. Sr. Frank M. Halldórsson þjónar fyrir altari. Tekið verður á móti framlögum til Gideonfélagsins sem hefur m.a. um árabil gefið öllum 10 ára börnum á Íslandi Nýja testamenti. Klukkan 17 hefst aðventustund. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur hugleiðingu og fjórir kórar kirkjunnar koma fram. Sérstök at- hygli er vakin á því að nýstofnaður stúlknakór kirkjunnar kemur fram í fyrsta sinn og syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Þá stjórnar hann og Kór Neskirkju. Litli kórinn, kór eldri borgara, syngur undir stjórn Ingu J. Bachm- an og Drengjakór Neskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Krist- inssonar við undirleik Lenku Mateova. Sr. Frank M. Halldórsson flytur lokaorð. Fyrsti sunnudagur í aðventu í Fella- og Hólakirkju SUNNUDAGINN 30. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu, er guðs- þjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 11. Formaður Kvenfélagsins Fjall- konurnar, Sveinborg Jónsdóttir, kveikir á fyrsta kertinu á aðventu- kransinum. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Lenku Mátéová, organista. Konur úr kvenfélaginu lesa ritning- arlestra. Eftir guðsþjónustuna og sunnudagaskólann sem er á sama tíma verður framreidd súpa í safn- aðarheimilinu. Aðventukvöld Kl. 20 um kvöldið verður árlegt aðventukvöld Fella- og Hólakirkju. Sóknarprestar Fella- og Hóla- brekkusókna, sr. Svavar Stefánsson og sr. Guðmundur Karl Ágústsson, flytja ávarp og fara með bænir. Áhersla verður lögð á tónlist. Kór Fella- og Hólakirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, organista, Sólveig Samúelsdóttir, mezzósópr- an, syngur einsöng og barnakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Lenku og Þórdísar Þórhallsdóttur. Þá verður almennur safnaðarsöngur mikill. Hugvekju flytur Haraldur Ólafsson, prófessor. Elín Elísabet Jó- hannsdóttir les jólasögu. Í lokin verður kirkjan myrkvuð og hver og einn kirkjugestur tendrar á sínu kerti af ljósi sem borið verður frá altari út í kirkju. Að lokinni at- höfninni í kirkjunni verður boðið upp á kaffi, svaladrykk og smákök- ur í safnaðarheimilinu. Aðventu- kvöldin hafa verið mjög vel sótt und- anfarin ár. Þar hefur fólk átt helga, hátíðlega stund í upphafi aðventu og notið samfélagsins í góðu umhverfi kirkjunnar. Guðni Ágústsson á aðventukvöldi GUÐNI Ágústsson ráðherra verður ræðumaður á aðventukvöldi í Graf- arvogskirkju fyrsta sunnudag í að- ventu 30. nóvember kl. 20. Fermingarbörn flytja helgileik. Pálmar Guðjónsson kennari les jóla- sögu. Kór Grafarvogskirkju og Ung- lingakór Grafarvogskirkju syngja. Arnþrúður Ösp Karlsdóttir syngur einsöng með Unglingakór. Stjórn- endur kóra: Hörður Bragason org- anisti og Oddný J. Þorsteinsdóttir. Prestar safnaðarins flytja bænarorð Aðventukvöld í Braut- arholti á Skeiðum ENN á ný er aðventan að ganga í garð. Það var í fyrra að við byrj- uðum að hafa sameiginlegt aðventu- kvöld fyrir sóknir sveitarfélagsins. Í fyrra var ræðmaður kvöldsins Guð- bergur Bergsson rithöfundur. Al- menn ánægja með þetta kvöld og tókst vel. Því er það, að boðað er til annars aðventukvölds með líku sniði og í fyrra. Ræðumaður kvöldsins að þessu sinni verður Matthías Johann- essen, skáld og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Kórar kirknanna og börn syngja aðventusálma. Sóknarprestur les guðspjall dags- ins og leiðir bæn. Svo syngjum við öll saman og fáum okkur kaffi og pip- arkökur í lokin. Dagskráin er tæpur klukkutími. Ég vil hvetja okkur sem flest til að koma og eiga saman ánægjulega stund í upphafi aðventu og und- irbúnings okkar fyrir komu jólanna. Axel Árnason, sóknarprestur. Aðventan í Árbæjar- og Grafarholtssóknum FYRSTI sunnudagur í aðventu ber upp á 30. nóvember. Fyrsti sunnu- dagur í aðventu er jafnframt kirkju- dagur Árbæjarsafnaðar. Sá dagur er hátíðisdagur Árbæjarkirkju. Glaðlegur sunnudagaskólinn verður í kirkjunni kl. 11. Tendrað verður á fysta kertinu (spádóms- kertinu) á aðventukransinum. Dust- að verður rykið af jólalögunum. Ánægjulegt hefur verið hversu dug- leg börnin og foreldrar þeirra, afar og ömmur hafa verið í vetur að koma í sunudagaskólann og fyllt kirkjuna af gleði og söng. Ekki eig- um við von á breytingu í þeim efn- um, ef eitthvað er ætlum við sem störfum í kirkjunni að gera enn bet- ur. Eftir hádegið kl. 14 verður hátíð- arguðsþjónusta í tilefni af kirkju- deginum. Fyrrverandi sókn- arprestur okkar og prófastur sr. Guðmundur Þorsteinsson mun flytja prédikun og prestar safnaðarins, sr. Þór Hauksson og sr. Sigrún Ósk- arsdóttir, þjóna fyrir altari. Org- anistinn Krisztina Kalló Szklenár spilar á orgel og stjórnar kirkjukór safnaðarins. Ingveldur Ýr Jónsdóttir syngur einsöng og Sólrún Gunn- arsdóttir leikur á fiðlu. Eftir guðs- þjónustuna er kirkjugestum og öðr- um sem áhuga hafa boðið (gegn vægu gjaldi) að koma niður í safn- aðarheimilið og njóta veitinga sem kvenfélag kirkjunnar hefur tilreitt. Þar mun okkar ágæti söngvari Bergþór Pálsson syngja fyrir gesti nokkrar af perlum söngbók- menntanna. Hefð er fyrir því á kirkjudeginum að vera með skyndi- happdrætti líknarsjóðsins með veg- legum vinningum sem fyrirtæki hafa gefið af rausnarskap sínum. Líknarsjóðskonur selja miða og vinningur eða ekki kemur strax í ljós. Mikil vinna liggur að baki hjá þeim konum sem standa að líkn- arsjóðnum. Afrakstur sölunnar fer óskiptur til þeirra sem eiga um sárt að binda eða eru í tímabundnum fjárhagsörðugleikum fyrir jólin. Mánudagskvöldið 1. desember verður kvenfélag kirkjunnar með jólafund sinn. Víst er að þar verður glatt á hjalla. Sagðar eru sögur, sungið og dýrindis matur á boðstólum. Taka skal fram að eiginmenn mega koma með konum sínum á þennan fund. Jólahugleiðing. Allar upplýsingar eru að fá hjá Halldóru Steinsdóttur, formanni kvenfélagsins. Basar – vöfflukaffi – kaffihúsakvöld ÍSLENSKA Kristskirkjan, sem er lúthersk fríkirkja, verður með basar og vöfflukaffi á Bíldshöfða 10, 2. hæð, laugardaginn 29. nóvember kl. 14–18. Söfnuðurinn er að kaupa nýtt hús- næði fyrir margþætt starf sitt og er þetta fjáröflun til þeirra kaupa. Á boðstólum verður margs konar handavinna og kökur, ásamt ýmsu öðru sem tilvalið er til jólagjafa, eða til að gleðja sjálfan sig og aðra. Myndir frá nýja húsinu verða sýndar á staðnum. Kaffi og gómsætar vöffl- ur verða á boðstólum gegn vægu verði, um daginn, en um kvöldið verður svo „kaffihúsakvöld“ í umsjá unga fólksins í kirkjunni frá kl. 21. Þar verður kristileg tónlist og léttar veitingar á góðu verði. Kolbrún Halldórs- dóttir í Hraungerðiskirkju AÐVENTUSAMVERA verður hald- in í Hraungerðiskirkju samkvæmt hefð við upphaf aðventunnar, nk. sunnudag kl. 21. Ræðumaður kvöldsins verður Kolbrún Halldórs- dóttir þingismaður Vinstri grænna. Börn úr Þingborgarskóla syngja undir stjórn Höllu Aðalsteinsdóttur. Kirkjukórinn flytur tónlist undir stjórn hins nýja organista Hraun- gerðisprestakalls, Eyrúnar Jón- asdóttur. Að venju verður kveikt á aðven- tukransinum og að lokum sameinast allir í fjöldasöng. Kristinn Ág. Friðfinnsson. Aðventusamkoma í Oddakirkju á Rangárvöllum AÐVENTUSAMKOMA verður sunnudaginn 30. nóvember kl. 16. Kirkjukór Oddasóknar, stúlkna- kórinn Hekla, ásamt einsöngv- aranum Önnu Lilju Torfadóttur og flautuleikurum. Organisti Nína Morávek. Fermingarbörn annast ljóðalestur. Hugvekju annast sr. Skírnir Garðarsson og verður einnig frumfluttur nýr aðventusálmur hans við lag Sibeliusar. Stjórnandi Magn- ea Gunnarsdóttir. Allir velkomnir. Aðventusamkoma í Þykkvabæjarkirkju AÐVENTUSAMKOMA verður sunnudaginn 30. nóvember kl. 20. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Magneu Gunnarsdóttur og við und- irleik Nínu M. Morávek. Stúlknakór- inn Hekla syngur og Anna Lilja Torfadóttir syngur einsöng. Skóla- börn úr Þykkvabæjarskóla annast lestur. Nemendur úr tónlistarskól- anum leika á hljóðfæri. Hugvekja, sr. Skírnir Garðarsson. Allir vel- komnir að syngja aðventuna inn. Gídeonheimsókn í Neskirkju FULLTRÚAR frá Gídeonfélaginu á Íslandi verða gestir við messuna í Neskirkju á fyrsta sunnudegi í að- ventu, á morgun, sunnudaginn 30. nóvember, kl. 11. Sigurbjörn Þorkelsson, forseti Gídeonfélagsins á Íslandi, mun pré- dika og segja nýjustu fréttir af starfi félagsins. Þá munu liðsmenn félags- ins lesa ritningarlestra dagsins. Eftir messuna verður tekið við frjálsum fjárframlögum við kirkju- dyr til kaupa á Nýja testamentum. Árlega kemur Gídeonfélagið á Ís- landi um 10.000 eintökum af Nýja testamentinu í umferð hér á landi. Jafnframt hefur félagið hin síðari ár fjármagnað árlega kaup á 15.000 til 25.000 eintökum af Nýja testament- um á erlendum tungumálum sem komið hefur verið í umferð víðs- vegar um heimsbyggðina. Basar í Kefas HINN fyrsta í aðventu, sunnudaginn 30. nóvember, verðum við með okk- ar árlega basar í Fríkirkjunni Kefas frá kl. 13–17. Þar verða á boðstólum heimabak- aðar kökur, smákökur, fallegar gjafavörur, geisladiskar með hljóm- sveit kirkjunnar og ýmislegt annað á mjög góðu verði. Einnig verða seldir lukkupakkar og haldin tombóla með vinningum á öllum miðum. Frábærar veitingar verða til sölu, rjómavöfflur og rjúkandi kaffi eða gos og annað góðgæti. Hægt verður að njóta veitinganna undir ljúfri há- tíðartónlist sem hljómsveit hússins leikur. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fríkirkjan Kefas. Hátíðamessa og aðventukvöld í Langholtskirkju FYRSTA sunnudag í aðventu verður að venju fjölbreytt dagskrá í Lang- holtskirkju. Hátíðamessa og barna- starf er kl. 11 þar sem Gradualekór Langholtskirkju syngur. „Engla- messan“ verður sungin og kveikt verður á fyrsta aðventukertinu. Kl. 20 um kvöldið verður aðven- tuhátíð þar sem að Ólöf Kolbrún Harðardóttir, söngkona, flytur að- ventuhugvekju, en hún hefur lagt safnaðarstarfinu lið í áratugi og ekki síst hinu blómlega söngstarfi Langholtskirkju. Kór Langholts- kirkju syngur og einnig mun Kór Kórskólans flytja Lúsíuleik. Kaffi- veitingar verða á eftir (500 kr.). Sóknarprestur. Aðventuhátíð í Grensáskirkju DÓMS- og kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, talar á aðventu- kvöldi í Grensáskirkju annað kvöld, 30. nóv., kl. 20. Barnakór Hvassaleitisskóla syng- ur undir stjórn Kolbrúnar Ásgríms- dóttur og kirkjukór Grensáskirkju undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar organista. Ragnhildur Hauksdóttir leikur einleik á píanó. Um morguninn kl. 11 prédikar sr. Halldór S. Gröndal við guðsþjónustu Morgunblaðið/Kristján

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.