Morgunblaðið - 13.12.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.12.2003, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Glæsilegar förðunartöskur í miklu úrvali snyrtivörudeildir Í FRUMVARPI um eftirlaun for- seta Íslands, ráðherra, alþingis- menn og hæstaréttardómara eru sett almenn ákvæði um eftirlauna- rétt hæstaréttardómara. Breyting- arnar sem frumvarpið kveður á um veita hæstaréttardómurum sem gegnt hafa störfum við réttinn í a.m.k. 12 ár, rétt til að komast á eftirlaun nokkru fyrr en tíðkast hefur. Aldursmark eftirlauna fyrir hæstaréttardómara er 65 ár og verður svo áfram. Hins vegar verður dómurum sem hafa verið við réttinn a.m.k. í 12 ár veitt heimild til að hverfa úr starfi 60 ára að aldri „og síðan til viðbótar sem svarar embættistíma hans sem er umfram tólf ár, þó ekki meira en tíu ár,“ eins og segir í frumvarpinu. Samkvæmt þessu skapast fullur réttur eftir 17 ára setu í Hæsta- rétti. Þannig gæti dómari, sem set- ið hefur í réttinum í 15 ár, hætt störfum og farið á eftirlaun sé hann orðinn 57 ára gamall. Fullum rétt- indum næði því aðeins sá dómari sem hefði verið skipaður í réttinn 38 ára gamall eða yngri. Réttindaávinnsla dómara við Hæstarétt til eftirlauna er 6% fyrir hvert ár og hámark eftirlauna er 80% en það mark næst á 14. emb- ættisári. Gætu komist fyrr á eftirlaun AFMÆLISHÁTÍÐ var á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær þegar þess var minnst að 130 ár eru liðin frá upphafi sjúkra- húsrekstrar í bænum og einnig eru 50 ár liðin frá því starfsemi sjúkra- hússins hófst á Eyrarlandsholti. Við athöfnina gerði Hanna Rósa Sveinsdóttir, safnvörður á Minja- safninu á Akureyri, grein fyrir fyrsta sjúkrahúsinu, Gudmanns minde við Aðalstræti, en unnið er að því að gera húsið upp. Fram kom í máli Hönnu Rósu að um ein- stakt hús væri að ræða í öllu tilliti og hlutverk þess sem safns í fram- tíðinni væri verðugt. Því hvatti hún til þess að húsinu yrði sýndur sá sómi sem því bæri. Kvaðst hún vonast til að á næsta ári, þegar 130 ár væru liðin frá vígslu þess, yrði hægt að taka hluta þess í notkun og að endurbótum yrði að fullu lokið árið 2005. Unnið af metnaði Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra sagði í ávarpi sínu að FSA og starfsfólk þess hefði ávallt staðið í fararbroddi og þar hefði alla tíð verið unnið af miklum metnaði. Þannig nefndi hann að vel væri staðið að rekstri Sjúkraflutn- ingaskólans sem FSA hóf að reka fyrir nokkru, skólinn væri rekinn af miklum myndarskap og efa- semdarraddir hefðu hljóðnað, en ekki hefðu allir verið á eitt sáttir þegar skólinn var fluttur norður. Jón nefndi að mikilvægt væri að koma segulómtæki sem fyrst í notkun á sjúkrahúsinu, þá væri brýnt að ljúka innréttingu á svo- nefndir 0 hæð í Suðurálmu, við- byggingu við FSA sem og að end- urhanna þær tvær hæðir sem eftir eru ónotaðar í húsinu. Loks nefndi hann að brýnt væri að efla krabba- meinslækningar við sjúkrahúsið og að tryggja þeim fjárhagslegan grunn. „Sjúkrahúsrekstur á Akureyri hefur átt því láni að fagna alla tíð að þangað hefur komið til starfa margt hæfileikafólk, framsýnt og áræðið sem dregið hefur vagninn. Það hefur verið lán þessarar starf- semi,“ sagði Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA. Þá nefndi hann að ráðamenn sveitarstjórna og ríkis hefðu sýnt framþróun og uppbyggingu góðan skilning og velunnarar þess, fjölmargir oft á tíðum, skipt sköpum varðandi að- stöðu og búnað til að bæta og auka þjónustu. Slíkt væri hverri stofnun ómetanlegt. „Það sem skiptir hins vegar mestu máli er starfsfólkið sem á hverjum tíma starfar og veitir þá þjónustu sem möguleg er. Án þess væri engin þjónusta til staðar,“ sagði Halldór og benti á að því væri mikilvægt að búa þannig að starfseminni að búnaður og að- staða uppfyllti þarfir og gæfi hæfi- leikaríku fólki möguleika á að veita góða þjónustu, þróa hana og auka. Getur náð til stærra svæðis Halldór fór einnig yfir stefnu- mótun og framtíðarsýn FSA en þar kom fram að megindrifkraft- urinn í stefnu FSA væri að auka markaðshlutdeild sjúkrahússins, þ.e. að auka hlutfall þeirra sjúk- linga frá Norður- og Austurlandi sem leituðu lækninga á FSA. Til að ná þeim markmiðum þyrfti þjónustan að vera framúrskarandi og árangur sérgreina að vera í það minnsta jafngóður og annars stað- ar á landinu. Það þyrfti að bæta við sérgreinum og efla þær sem fyrir væru. „Því setjum við meg- ináhersluna á að koma upp sér- fræðiþekkingu í krabbameinslækn- ingum, að bjóða upp á hjartaþræðingu og efla endurhæf- ingu og höfum sett okkur metn- aðarfull markmið þar að lútandi,“ sagði Halldór. Hvað varðar það markmið að auka markaðshlutdeild sjúkrahúss- ins er að því stefnt að hlutfall íbúa á Norður- og Austurlandi sem nýta þjónustu FSA aukist um 10% á næstu tveimur árum. Þá er stefnt að því að fjöldi hjartaþræðinga sem gerðar verða á FSA verði 250 á ári innan þriggja ára og loks að hlutfall sjúklinga á Norðurlandi sem fá endurhæfingu á sjúkrahús- inu verði 70% innan 5 ára. Hátíð á Akureyri í tilefni af 130 ára afmæli sjúkrahúsreksturs í bænum Stefnt að krabbameinslækn- ingum og hjartaþræðingum Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks tók þátt í afmælishátíð Fjórðungssjúkrahússins. Morgunblaðið/Kristján Gestum og starfsfólki boðið upp á veglega afmælistertu í tilefni afmælisins. ÁRÉTTAÐ skal vegna fréttar blaðsins í gær um dóm Hæsta- réttar í máli Tryggingastofnun- ar ríkisins (TR) gegn Íslenska bæklunarlæknafélaginu (ÍB), að þrír hæstaréttardómarar af fimm mynduðu meirihluta dómsins í niðurstöðu þess efnis að fallast á dómkröfur ÍB. Meirihluta dómsins skipuðu hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Markús Sigurbjörns- son og Pétur Kr. Hafstein. Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason skiluðu sérat- kvæði og töldu að sýkna bæri TR af kröfum ÍB. Árétting EINN af vetnisvögnunum sem Stætó BS notar á leið 2, Grandi-Vogar bil- aði þegar hann var á Vesturgötu á vesturleið í gærdag. Reykur barst um vagninn og var hann rýmdur strax. Slökkvilið og lögregla voru kölluð til og lokaði lögreglan Vest- urgötunni í báðar áttir. Einnig komu þýskir tæknimenn, sem fylgjast með vetnisvögnunum, á staðinn. Talið er að hosa hafi gefið sig með þeim af- leiðingum að kælivökvi fór yfir heita vélarhluti og því hafi reykurinn myndast. Engin hætta var þó á ferð- um og að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, forstjóra Strætó bs., brást vagnstjór- inn hárrétt við en vagnstjórar vetn- isvagnanna þriggja fá sérstaka þjálfun. Bilunin var ekki stór- vægileg og þegar er búið að gera við hana. Vetnisvagnarnir eru hluti af af rannsóknar- og þróunarverkefni um vetnisnotkun sem kallast ECTOS. „Vetnisvagnarnir eru með mjög há- an öryggisstaðal og það er gott til þess að vita að þegar eitthvað kemur upp á virkar öryggiskerfið vel,“ seg- ir Ásgeir. Hann segir að vagnarnir séu undir miklu eftirliti, séu skoð- aðir daglega. „Í öllum meginatriðum gengur rekstur vagnanna vel. Þetta er auðvitað tilraunastarfsemi sem okkur finnst ganga prýðilega.“ Morgunblaðið/Júlíus Vetnisvagn bilaði á Vesturgötunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.