Morgunblaðið - 13.12.2003, Page 42

Morgunblaðið - 13.12.2003, Page 42
LISTIR 42 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag kl. 16–19 opnar jólasýning á nýjum verkum á vinnusofu minni „Gallerí Örnólfur“ á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Kl. 16–17 munu Jóel Pálsson saxafónleikari og Davíð Þór Jónsson píanóleikari leika af fingrum fram. Kl. 17.00 mun Hannes Hólmsteinn Gissurarson lesa úr bók sinni „Halldór“ og árita. VERIÐ VELKOMIN OG TAKIÐ MEÐ YKKUR GESTI. Sýning á aðventu Pétur Gautur Sýningin er opin frá kl. 16-18 alla daga fram að jólum. É g hef vinninginn, – ég er búin að vera hérna í rúm fjörutíu ár, – Jón bara í þrjátíu og níu og hálft!“ Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona glottir góðlátlega til eigin- manns síns, Jóns Stefánssonar organista, þeg- ar þau setjast niður með blaðamanni til að rifja upp starfsferil sinn í Langholtskirkju. Í dag klukkan fimm eru tónleikar í kirkjunni í tón- leikaröðinni Blómunum úr garðinum, en í röð- inni koma einmitt fram tónlistarmenn sem hafa einhvern tíma starfað með kórum kirkj- unnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þau Ólöf Kol- brún og Jón koma fram tvö ein á tónleikum, „það er nú svolítil skreytni að segja það,“ skýt- ur Jón inn í, „við höfum auðvitað margoft kom- ið fram saman, við ýmiss konar aðstæður, þótt við höfum ekki áður auglýst tónleika með okk- ur tveimur saman.“ „Jón hefur alla tíð spilað mikið með mér, þótt hann hafi aldrei viljað troða upp sem pían- isti með mér,“ segir Ólöf Kolbrún. „Þá hef ég unnið með öðrum. Það er heldur ekki langt síð- an það kom almennilegt orgel í Langholts- kirkju, og fyrir þann tíma var ekkert svo spennandi að vinna saman prógramm fyrir söng og orgel. En við höfðum löngu heitið hvort öðru því að vinna saman það sem við verðum með á þessum tónleikum, til dæmis lögin eftir Hugo Wolf. Við byrjuðum að æfa þetta fljótlega eftir að orgelið kom, en það var bara alltaf svo mikið að gera að þetta kafnaði í annríki.“ Jón bætir því við að nú hafi þau feng- ið svipu á sig að klára þetta, vegna tónleikarað- arinnar Blómanna úr garðinum, – það hefði varla verið hægt að halda henni úti án þess að Jón og Ólöf gerðu eitthvað saman. Þýsk jólaljóð og Bach á orgel Lögin sem Ólöf Kolbrún nefndi eru þrjú og eru úr Mörike-ljóðum Hugos Wolfs. Þetta eru kirkjuleg ljóð, Sofandi Jesúbarn, Bæn og Kyrravika. Jón ætlar að spila þrjá sálmforleiki eftir Bach, alla byggða á sálminum Nú kemur heimsins hjálparráð. „Ólöf syngur líka útsetn- ingu Bachs á sálminum, en það er vel að merkja ekki sama lagið og við þekkjum við þennan texta. Sálmforleikirnir þrír eru hver með sínu sniði, en allir einkennandi fyrir vinnubrögð Bachs. Í þeim fyrsta er mikil íhug- un, þar sem laglínan sjálf er mjög flúruð. Sá næsti er tríó, – þrjár sjálfstæðar raddir; – vinstri hönd og pedallinn skapa mikla pólý- fóníu meðan laglínan heyrist skreytt á öðru nótnaborði með hægri hendi. Þriðji sálm- forleikurinn er mikil pólýfónísk flækja með laglínuna í pedal. Það má því heyra ýmsar að- ferðir Bachs við að útfæra eitt lag.“ Þriðja verkefninu á tónleikunum, ljóðaflokki eftir Peter Cornelius, kynntist Ólöf Kolbrún á námsárum sínum í Vínarborg, þar sem píanó- leikarinn heimskunni Erik Werba var meðal kennara hennar. „Ég vann mikið með Werba, og þetta var eitt af því sem hann benti mér á að syngja. Ég hef sungið eitthvað af þessum lög- um áður, meðal annars í sjónvarpinu einhvern tíma á aðfangadagskvöld, með Guðrúnu Krist- insdóttur píanóleikara. Textarnir eru ekki beinlínis kirkjulegir, en allir tengdir jólasög- unni.“ Íslenskar textaþýðingar ljóðanna sem Ólöf Kolbrún syngur fylgja með í tónleikaskránni, þannig að auðvelt er fyrir þá sem ekki skilja þýsku að setja sig inn í stemmninguna. Afmælisár í kirkjunni Langholtssöfnuður fagnaði 50 ára afmæli í fyrra og í vetur fagna þau Jón og Ólöf Kolbrún 40 ára starfsafmæli sínu við kirkjuna eins og áður er sagt. „Ég byrjaði í kirkjukórnum strax eftir fermingu,“ segir Ólöf Kolbrún, „og fyrr en varði var ég komin á kaf í félagsstarfið í kirkjunni. Í dag er ég sá starfsmaður kirkj- unnar sem lengst hefur starfað hér. Jón kom svo til starfa sem organisti í apríl, fyrsta vetur- inn minn. Í dag kenni ég við kórskólann, og það er eins og að losna úr ham að koma úr ann- arri kennslu til að sinna litlu krökkunum hér. Það er ótrúlega skemmtilegt.“ Í dag starfrækir Jón Stefánsson sex kóra við Langholtskirkju, Krúttakórinn, Graduale fut- uri, sem er aðeins þriggja ára, Gradualekór- inn, Graduale nobili, Kammerkór Langholts- kirkju og loks sjálfan kirkjukórinn, Kór Langholtskirkju, sem fagnar afmæli sínu í vet- ur um leið og stofnandinn og stjórnandinn. Auk alls þessa er Kórskólinn í fullum gangi, þar sem yngstu krakkarnir fá grunnþjálfun í því að syngja í kór. Þau Ólöf Kolbrún og Jón eru augljóslega talsvert stolt af því sem starf þeirra í Langholtskirkju hefur skilað. Tón- leikaröðin sem þau sjálf taka nú þátt í er ein- mitt lýsandi dæmi um árangurinn, og þann fjölda hámenntaðra tónlistarmanna sem hafa vaxið upp úr kórstarfinu í Langholti. Meðal þeirra söngvara sem hófu feril sinn í kórnum, eru auk Ólafar Kolbrúnar, Viðar Gunnarsson, Þóra Einarsdóttir, Björn Jóns- son, Harpa Harðardóttir, Signý Sæmunds- dóttir og Björk Jónsdóttir. En í dag er komið að þeim sjálfum að láta ljós sitt skína. Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir kl. 17. Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Jón Stefánsson á tónleikum í Langholtskirkju í dag Í fyrsta sinn tvö ein saman á tónleikum Morgunblaðið/Ásdís „Við höfðum heitið hvort öðru því að vinna þessa tónlist saman,“ segja þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Jón Stefánsson. begga@mbl.is KRISTINN Sigmundsson og Jónas Ingimundarson héldu tónleika sl. mánudag í sendiherrabústaðnum í Washington D.C. fyrir fullu húsi áheyrenda. Tónleikar þeirra voru liður í tónleikaröð fyrirtækisins Embassy Series sem stofnsett var árið 1994 og skipuleggur með sendiráðunum árlega tónleika í 15 sendiráðum í Washington. Þessir tónleikar voru nefndir „From Darkness into Light“ og samanstóð efnisskrá þeirra félaga fyrir hlé af íslenskum lögum eftir Sigvalda Kaldalóns, Markús Kristjánsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Árna Thorsteinsson. Eftir hlé voru flutt verk eftir Frederic Weatherly, Jer- ome Kern, Francesco Paolo Tosti, Stanislaus Gastaldono, Pjotr Iljítsj Tsjajkovskí og Giuseppe Verdi. Veglegri efnisskrá með upplýsing- um um íslensku höfundana, tónlist- arsögu Íslands og æviágrip lista- mannanna var dreift til tónleika- gesta. Undirtektir þeirra 130 gesta sem hlýddu á tónleikana voru fádæma góðar eins og við var að búast, að sögn Helga Ágústssonar sendi- herra. Hann sagði þennan hóp vera fólk sem sækti reglubundið tón- leika í Washington og sér hefði þótt einstaklega ánægjulegt að verða vitni að þeirri hrifningu sem þeir félagar vöktu. Ýmsir hefðu tjáð sig sérstaklega um hversu íslensku lög- in væru falleg og aðrir að þessir tónleikar hefðu verið þeir bestu sem þeir hefðu sótt hjá Embassy Series í mörg ár. Helgi sagði jafn- framt að geisladiskar sem hefðu verið til sölu eftir tónleikana hefðu verið rifnir út og greinilegt að áheyrendur vildu fá meira að heyra. Tónleikarnir voru styrktir af Ice- land Naturally og var kynningar- efni um starfsemina dreift ásamt menningarlegu efni um Ísland. Hilmar Jónsson og eiginkona hans, Elín Káradóttir, undirbjuggu veit- ingar kvöldsins sem allar voru unn- ar úr íslensku hráefni og þóttu að sjálfsögðu hið mesta lostæti að sögn sendiherrans. Kristinn Sigmundsson, Helgi Ágústsson og Jónas Ingimundarson. Kristinn og Jónas í Washington

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.