Morgunblaðið - 13.12.2003, Síða 46

Morgunblaðið - 13.12.2003, Síða 46
DAGLEGT LÍF 46 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ É g hef aldrei búið erlend- is en mig langaði að prófa eitthvað nýtt eft- ir samræmdu prófin auk þess sem námið hefur alþjóðleg viðmið. Þannig að ef maður fær góðar einkunnir á IB- prófinu auðveldar það inngöngu í er- lenda háskóla,“ segir Sigríður Mjöll Björnsdóttir um tildrög þess að hún ákvað að leggja stund á svokallað IB- nám við Menntaskólann við Hamra- hlíð í staðinn fyrir hefðbundið fram- haldsskólanám. Námið, sem fer allt fram á ensku, er annars vegar hugsað fyrir íslenska nemendur sem hafa náð verulega góðum árangri í grunnskóla, og hins vegar fyrir útlendinga og þá sem dvalið hafa langdvölum erlendis. Það leiðir til alþjóðlegs stúdentsprófs og segir á heimasíðu skólans að það byggist ekki á menntakerfi einnar þjóðar heldur „hafi að geyma það besta úr skipulagi margra þjóða“. Námsferlið er þrjú ár en þar af er eitt undirbúningsár þannig að IB- námið sjálft tekur tvö ár. Tómas Kristjánsson, sem er á síðasta árinu, segir þetta hafa skipt máli þegar hann ákvað að stefna á IB-próf. „Ég var skiptinemi í Dóminíska lýðveld- inu í eitt ár og þar sem IB-námið er þrjú ár sá ég fram á að ég gæti út- skrifast á sama tíma og jafnaldrar mínir. Svo stefni ég á sálfræðinám í Englandi og með IB-prófinu hef ég miklu meiri möguleika á að komast inn í háskóla erlendis. Þannig að ég ákvað að breyta til.“ Sigríður, sem er á fyrra IB- námsárinu, segir það einnig hafa spil- að inn í hennar ákvörðun að með náminu fengi hún talsverða þjálfun í ensku. „Svo er þetta mjög góð mennt- un því það er farið djúpt í hvert fag.“ Bara sex í árganginum með íslensku sem móðurmál Þau segja að flestir íslensku nem- endurnir hafi dvalið langdvölum er- lendis. „Í mínum árgangi hafa flestir búið eitthvað úti og til að mynda er- um við bara sex sem höfum íslensku sem móðurmál,“ segir Tómas. „Það eru þó miklu fleiri sem tala íslensku því það eru margir hálfíslenskir krakkar í hópnum.“ Sigríður segir sinn árgang vera óvenju blandaðan. „Hins vegar veit ég að núna eru óvenju margir Íslend- ingar á undirbúningsárinu fyrir IB- námið.“ Hún bætir því við að ekki sé hægt að líta á IB-námið sem einhvers konar nýbúabraut, einfaldlega vegna þess að nýbúar komi frá mörgum ólíkum löndum og námið krefjist góðrar enskukunnáttu. Þá séu ekki allir nýbúar tilbúnir í eins strangt nám og IB-námið sé. Tómas segir þó dæmi um að er- lendir krakkar, sem ekki voru sleipir í ensku þegar þeir hófu námið, hafi spjarað sig ágætlega. Þá sé erfitt að bera saman þetta nám og hið hefð- bundna. „Ég myndi ekki segja að þetta nám sé miklu erfiðara en venju- lega námið heldur er þetta allt öðru- vísi upp byggt. Þetta byggist miklu meira á að þú vinnir stærri verkefni og ritgerðir heima við. En skólavinn- an finnst mér á engan hátt strembn- ari.“ Mikil spenna og menningarárekstrar Þau segja svolítið sérstakt and- rúmsloft ríkja í IB-náminu. „Þegar ég byrjaði voru nemendur af 25 mismun- andi þjóðerni í mínum bekk,“ segir Sigríður. „Það var oft mjög erfitt því þetta leiddi til mikilla menningar- árekstra. Síðan myndast ákveðnir hópar, þeir sem eru frá Asíulönd- unum halda sig saman, Íslending- arnir eru saman og svo framvegis. Þetta var mjög erfitt og mikil spenna sem fylgdi þessu.“ Tómas segist ekki hafa orðið eins mikið var við þetta. „Bekkurinn okk- ar er eiginlega hálfrússneskur þannig að við þurftum eiginlega að aðlaga okkur að rússneskri menningu,“ seg- ir hann og kímir. „En að öllu gamni slepptu þá eru ólíkir menningar- heimar alltaf með ólíkar hefðir og að- ferðir við að nálgast mál og mannleg samskipti eru mismunandi eftir mis- munandi menningarheimum. Þetta er bara aðlögunarferli og ég kom inn í þetta þegar þau voru búin að vera saman í eitt ár. Kannski var spennan búin að minnka þess vegna.“ Bæði Sigríður og Tómas stefna á háskólanám eftir að IB-náminu í MH sleppir, Sigríður á fornleifafræði eða efnafræði og Tómas á sálfræðinám í Bretlandi. Hann bendir þó á að þar sem Ísland sé ekki í Evrópusamband- inu þurfi hann að borga talsvert hærri skólagjöld í Bretlandi en flestir aðrir Evrópubúar nema hann sé svo heppinn að fá skólastyrk. „Þannig að kannski er alveg eins líklegt að mað- ur endi í grunnnámi í sálfræði hér heima og fari svo í framhaldsnám í Bretlandi,“ segir hann að lokum.  MENNTAMÁL | Alþjóðleg stemning ríkir meðal nemenda í IB-náminu í Menntaskólanum við Hamrahlíð Morgunblaðið/Þorkell Sigríður Mjöll Björnsdóttir og Tómas Kristjánsson: Strangt þriggja ára nám sem er ekki fyrir alla. „Auðveldar inngöngu í erlenda háskóla“ ben@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.mh.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.