Morgunblaðið - 13.12.2003, Side 83

Morgunblaðið - 13.12.2003, Side 83
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 83 BASIC INSTINCT ilmirnir fást í snyrtivörudeild Hagkaupa og Debenhams sem og í snyrtivöru- og lyfjaverslunum um allt land. UNGIR jafnaðarmenn óska hér með eftir því að Pétur H. Blöndal, trygg- ingastærðfræðingur, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og for- maður efnahags- og viðskiptanefnd- ar Alþingis, reikni út hvað þau lífeyr- isréttindi kosta ríkissjóð sem æðstu stjórnendur landsins hafa umfram aðra starfsmenn ríkisins. Ungir jafnaðarmenn biðja um að Pétur reikni einnig út hversu hátt hlutfall launa sinna æðstu stjórnend- ur landsins þyrftu að greiða til að öðlast með eðlilegum hætti þau sér- stöku lífeyrisréttindi sem þeim er skammtað í lögum nú. Sem og vilja Ungir jafnaðarmenn biðja Pétur um að meta hvaða áhrif þessi umframlífeyrisréttindi hafa á afkomu ríkissjóðs næstu 25–30 árin. Virðingarfyllst, ANDRÉS JÓNSSON, Ungir jafnaðarmenn. Opið bréf til Péturs H. Blöndals Frá Andrési Jónssyni ÞEIR eru glæsilegir jólapakkarnir sem almenningur fær frá ríkis- stjórninni þessa dagana. Í kjölfar fjárlaga er boðaður niðurskurður í heilbrigðismálum, sem samkvæmt fréttum leiðir til þess að 200 manns missa vinnuna á Landspítalanum, öryrkjar boða málaferli varðandi vanefndir á dómi Hæstaréttar og félagsmálaráðherra neyðist til að draga til baka, a.m.k í bili, skerð- ingu á atvinnuleysisbótum, en það mál var litið það alvarlegum augum af flokksbræðrum hans í röðum for- ustumanna í verkalýðshreyfingunni, að boðuð var úrsögn úr flokknum. Fjármálaráðherra leggur fram frumvarp um afnám sjómannaaf- sláttar sem hefur verið hluti af kjörum sjómanna í áratugi. Það nýjasta er starfslokasamningur Davíðs Oddssonar og óheyrilegar hækkanir á launum flokksfor- manna. Allt þetta kemur á við- kvæmasta tíma sem hægt er að hugsa sér, kjarasamningar lausir og menn búnir að birta kröfur og tiltölulega jákvætt hljóð í mönnum um hinar ýmsu útfærslur á leiðum til að bæta kjörin en jafnframt að halda í stöðugleikann sem ríkt hef- ur undanfarin ár. Hvað varðar okk- ur sjómenn er staðan ískyggileg og stöðugar lækkanir á afurðum frysti- togaranna allt að 30% á milli ára í fiskverði á ferskum fiski, sem hefur hrunið, sérstaklega í ýsu, karfa og ufsa þannig að við blasir að tekju- skerðing á þessum skipum stefnir í a.m.k 35-40%. Það er með ólík- indum að stjórnmálamenn sem kosnir eru til að gæta að hags- munum sjómanna, sem og annarra launþega, skuli dirfast að hleypa öllu í bál og brand rétt fyrir gerð kjarasamninga. LÍÚ hefur lýst yfir að þeir muni ekki bæta sjómönnum þá tekjuskerðingu sem af því hlýst að afnema sjómannaafsláttinn. Maður kemst ekki hjá því að spyrja sig hvað vakir fyrir ríkisstjórninni. Eru menn ekki farnir að telja það sjálfgefið að óhætt sé að vaða yfir allt og alla á skítugum skónum og skeyta ekki neinu hvernig aðstæður eru hjá fólki? Mér þætti fróðlegt að sjá hvernig þeir tækju því ef rýrn- um í launaumslagi þeirra yrði 30 til 40% á tiltölulega stuttum tíma og svona til að bæta á gleðina myndi sá sem reiknaði út launin skerða þau enn frekar. Ég er sannfærður um að það heyrðist hljóð úr horni. Það er óskiljanlegt að stjórnmála- menn skuli ganga fram með þess- um hætti á sama tíma og flutt er inn erlent vinnuafl til vinnu á há- lendinu í einum mestu framkvæmd- um Íslandssögunnar sem menn segja að sé ráðið af vinnumiðlunum sem nánast séu glæpafyrirtæki og ekki séu greidd laun samkvæmt ís- lenskum kjörum. Nýlegt dæmi sem frægt er þegar forsætisráðherra tók út peninga úr Kaupþingi Bún- aðarbanka og eftir því sem hann sagði nánast andvaka yfir. Þar höfðu menn þó vit á að draga kaup- réttarsamninga sína til baka. Ekki hefur það haldið vöku fyrir for- sætisráðherra eða stjórnarliðum þegar menn hafa vaðið út úr kvóta- kerfinu uppá milljarða. Það er allt í lagi að þeirra mati. Ofan á allt þetta sækja stjórnvöld um aðild að öryggisráðinu sem kostar að því að upplýst er ca. 1.500 milljónir. Mér sýnist að menn séu komnir á eitt allsherjar egótripp. Hvaða áhrif halda menn að þeir geti haft um- fram þau sem við getum haft með aðild að Sameinðu þjóðunum þar sem stórþjóðirnar beita neitunar- valdi eftir því sem þeim hentar? Það eina sem við sjómenn getum gert til að verja okkar kjör ef frum- varp fjármálaráðherra nær fram að ganga bótalaust er að sigla skip- unum í land og binda. Ég hef verið talsmaður þess að alltaf skuli fara eftir leikreglum samfélagsins en svo getur manni ofboðið að manni finnist stætt á að víkja frá því og hvet ég alla sjómenn til að leggja niður störf og sigla í land ef frum- varpið nær fram að ganga. EIRÍKUR JÓNSSON, form. Félags íslenskra skipstjórnarmanna. Stjórnvöld á egófylliríi Frá Eiríki Jónssyni skipstjóra Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Föt fyrir allar konur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.