Morgunblaðið - 13.12.2003, Page 88

Morgunblaðið - 13.12.2003, Page 88
ÍÞRÓTTIR 88 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ  NORSKIR fjölmiðlar eru harðorðir í garð Marit Breivik, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handknattleik en liðið leikur í dag um 5. sætið á Heims- meistaramótinu sem fram í fer í Kró- atíu. Verdens Gang fer þar fremst í flokki og segir að tap liðsins gegn Úkraínu í fyrsta leik liðsins á HM megi skrifast alfarið á liðsval Breivik. Þar valdi hún að láta besta markvörð liðsins, Heidi Tjugum, vera utan við liðið í þeim leik. „Við munum aldrei fá að vita hvað hefði gerst ef Tjugum hefði verið í markinu,“ segir einn blaðamanna VG. „Algjör mistök,“ bætir blaðamaður VG við.  ÞÓRIR Hergeirsson er aðstoðar- þjálfari norska liðsins sem leikur gegn Spánverjum í dag um 5. sætið á mótinu og það lið sem vinnur fær far- seðil á Ólympíuleikana sem fram fara í Aþenu á næsta ári í Grikklandi. Breivik hafði sagt að hún myndi hætta þjálfun liðsins að lokinni keppni í Aþenu. Þórir er talinn vera fremstur í flokki þeirra sem koma til greina sem arftaki Breivik.  ANTOINE Walker framherji NBA-liðsins Dallas Mavericks vand- ar fyrrverandi yfirmanni sínum hjá Boston Celtic, Danny Ainge, ekki kveðjurnar. Walker segir að Ainge hafi komið fram við sig eins og snák- ur. „Hann vildi koma höggi á mig með því að koma mér frá liðinu. Honum mun ekki verða að ósk sinni því mér líður vel hjá Dallas,“ segir Walker.  KOBE Bryant, leikmaður NBA- liðsins L.A. Lakers er í efsta sæti yfir kjör þeirra leikmanna sem munu leika í árlegum stjörnuleik NBA- deildarinnar. Bryant hefur fengið 577.505 atkvæði eins og staðan er í dag. Vince Carter leikmaður Toronto Raptors er hinsvegar með flest at- kvæði á bak við sig þessa stundina, alls 696.652 atkvæði.  ÁTTA liða úrslit Heimsmeistara- keppni U-20 ára landsliða í knatt- spyrnu karla lauk í gær. Argentína lagði Bandaríkin, 2:1, eftir fram- lengdan leik en Brasilía átti ekki í erf- iðleikum með lið Japans, 5:1, lokatöl- ur.  SPÁNN og Kólumbía eigast við í undanúrslitaleik en í hinni viðureign- inni er grannaslagur Argentínu og Brasilíu. Keppnin fer fram í borginni Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum.  SCOTTIE Pippen leikmaður NBA- liðsins Chicago Bulls ætlar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir að hafa ekkert leikið með liði sínu á leiktíðinni vegna meiðsla. Pippen fór í aðgerð á hné í mars á þessu ári en hefur ekki náð bata frá þeim tíma. Pippen ákvað í gær að fara á ný undir hnífinn og vonast til þess að hann geti leikið með liðinu á ný. Pippen, sem er 38 ára gamall, varð sex sinnum NBA-meist- ari með Bulls sem hefur ekki látið mikið að sér kveða undanfarin ár. FÓLK ÍSLENSK knattspyrna 2003, bók númer 23 í þessum bókaflokki sem hóf göngu sína árið 1981, er komin út. Höfundur bókarinnar er Víðir Sigurðsson. Í henni er fjallað ít- arlega um Íslandsmótið í knatt- spyrnu í öllum deildum, bikar- keppnina og önnur mót innan- lands, landsleiki Íslands í öllum aldursflokkum, Evrópuleiki félags- liða, íslensku atvinnumennina sem leika erlendis ásamt fleiru. Í bók- inni er mjög ítarleg tölfræði um lið og leikmenn og hún er skreytt með um 280 myndum af liðum og ein- staklingum. Bókin er stærri en nokkru sinni fyrr, 208 blaðsíður, og í henni eru löng og ítarleg viðtöl við Eyjólf Sverrisson og Guðna Bergsson, sem báðir lögðu knattspyrnuskóna á hilluna á árinu. Ennfremur eru í henni viðtöl við Kristján Finnboga- son, fyrirliða Íslandsmeistara KR, og Helenu Ólafsdóttur, landsliðs- þjálfara kvenna, auk þess sem leik- menn frá öllum liðum í úrvalsdeild karla fara yfir árangurinn hjá sínu liði. Ennfremur svara tíu leikmenn spurningunni um hvort þeir vilji að liðum í efstu deild karla verði fjölgað. Samkvæmt samstarfssamningi við Knattspyrnusamband Íslands er í bókinni að finna úrslit í öllum leikjum í KSÍ-mótum í öllum aldursflokkum á árinu 2003. Bókaútgáfan Tindur gefur bók- ina út og fullt verð er 4.680 krón- ur. Hægt er að panta bókina af heimasíðu útgáfunnar, www.tind- ur.is. ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suð- urriðill: Vestmannaeyjar: ÍBV - Selfoss............13.30 Digranes: HK - FH ...............................16.30 Ásgarður: Stjarnan - Breiðablik ...............16 Norðurriðill: Hlíðarendi: Valur - Þór Ak. .......................16 1. deild kvenna: Ásgarður: Stjarnan - Fram .......................14 Fylkishöll: Fylkir/ÍR - Grótta/KR............14 Kaplakriki: FH - Valur .........................14.30 Víkin: Víkingur - Haukar......................16.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild karla: Egilsstaðir: Höttur - Stjarnan ..................15 1. deild kvenna: Keflavík: Keflavík - UMFN .................17.15 DHL-höllin: KR - UMFG..........................16 Seljaskóli: ÍR - ÍS .......................................14 Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, 16-liða úr- slit karla: Grundarfj.: Grund./Reynir H. - Tindas. ...14 DHL-höllin: KR b - Snæfell ......................14 Sunnudagur: Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, karlar: Egilsstaðir: Höttur - UMFN ....................17 Grafarvogur: Fjölnir - HK ...................19.15 Ísafjörður: KFÍ - Haukar .....................19.15 Sandgerði: Reynir S. - Hamar ..................16 Seljaskóli: ÍR - UMFG..........................19.15 Þorlákshöfn: Þór Þ. - Keflavík .............19.15 Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, konur: Ísafjörður: KFÍ - UMFN ..........................14 Mánudagur: Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, konur: Ásvellir: Haukar - Keflavík b ...............19.30 SKYLMINGAR Íslandsmótið í skylmingum með stungu- sverði fer fram í dag í Íþróttahúsi Haga- skólans. Úrslit verða kl. 16.50-17. BLAK Laugardagur: Bikarkeppni kvenna, undanúrslit: Varmá: Afturelding - Þróttur R................17 Bikarkeppni karla, undanúrslit: Austurberg: Þróttur R. b - Stjarnan ........14 HANDKNATTLEIKUR Afturelding - Fram 19:33 Varmá, Íslandsmót karla, RE/MAX-deild- in, norðurriðill, föstudagur 12. desember 2003. Gangur leiksins: 0:1. 2:2, 4:5, 5:8, 6:11, 8:13, 8:17, 10:20, 13:23, 15:27, 17:30, 19:33. Mörk Aftureldingar: Einar Ingi Hrafnsson 5/1, Vlad Troufan 3, Ásgeir Jónsson 2, Reynir Árnason 2, Ernir Arnarsson 2, Daníel Grétarsson 2, Daníel Jónsson 1/1, Hilmar Stefánsson 1, Kristinn Pétursson 1. Varin skot: Davíð Svansson 6, Stefán Hannesson 4 (þar af 1 sem fór aftur til mót- herja). Utan vallar: 4 mínútur Mörk Fram: Hafsteinn Ingólfsson 8, Héð- inn Gilsson 5, Valdimar Þórsson 5, Jóhann Gunnar Einarsson 5/3, Guðjón Drengsson 3, Þorri Björn Gunnarsson 3, Sigfús Páll Sigfússon 1, Jón Þór Þorvarðarson 1, Mart- in Larsen 1, Arnar Þór Sæþórsson 1/1. Varin skot: Egidijus Petkevicius 13/1 (þar af 2 sem fóru aftur til mótherja), Sölvi Thorarensen 6/1 (þar af 2/1 sem fóru aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Áhorfendur: Um 80. KA - Grótta/KR 28:23 KA-heimilið: Gangur leiksins: 1:0, 4:1, 11:5, 13:8, 15:10, 15:11, 21:11, 25:15, 25:20, 27:21, 28:23. Mörk KA: Andrius Stelmokas 10/1, Arnór Atlason 4, Árni Björn Þórarinsson 4, Einar Logi Friðjónsson 4, Jónatan Magnússon 3, Bjartur Máni Sigurðsson 2, Sævar Árna- son 1. Varin skot: Hafþór Einarsson 15 (þar af 5 til mótherja), Stefán Guðnason 1. Utan vallar: 10 mín. Mörk Gróttu/KR: Páll Þórólfsson 12/7, Þorleifur Björnsson 5, Daði Hafþórsson 3, Gintaras Savukynas 2, Hörður Gylfason 1. Varin skot: Hlynur Morthens 15/2 (þar af 6 til mótherja), Gísli Guðmundsson 5/1 (2 til mótherja). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elí- asson. Áhorfendur: Um 200. Staðan: KA 12 7 2 3 358:320 16 Valur 11 7 2 2 296:258 16 Fram 12 7 2 3 326:298 16 Grótta/KR 12 6 2 4 313:303 14 Víkingur 12 6 2 4 314:305 14 Afturelding 12 2 1 9 288:342 5 Þór 11 0 1 10 268:337 1 KÖRFUKNATTLEIKUR UMFG - ÍR 104:92 Grindavík, úrvalsdeild karla, Intersport- deildin, föstudagur 12. desember 2003. Gangur leiksins: 6:2, 10:3, 20:12, 24:23, 28:29, 31:34, 48:49, 51:53, 57:53, 61:60, 75:66, 80:69, 82:75, 88:77, 104:92. Stig UMFG: Páll Axel Vilbergsson 36, Helgi Guðfinnson 21, Darrel Lewis 19, Guðmundur Bragason 8, Þorleifur Ólafs- son 7, Daniel Trammel 6, Jóhann Ólafsson 5, Örvar Kristjánsson 2. Fráköst: 28 í vörn - 16 í sókn. Stig ÍR: Eugene Christopher 28, Ómar Örn Sævarsson 25, Eiríkur Önundarson 15, Ólafur Sigurðsson 8, Kevin Grandberg 8, Ásgeir Hlöðversson 4, Fannar Helgason 2, Ryan Leier 2. Fráköst: 26 í vörn - 12 í sókn. Villur: UMFG 19 - ÍR 26. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Áhorfendur: 90. Staðan: Grindavík 10 10 0 897:827 20 Njarðvík 10 8 2 944:841 16 Keflavík 10 7 3 986:849 14 Snæfell 10 7 3 813:783 14 KR 10 6 4 935:891 12 Tindastóll 10 5 5 957:908 10 Hamar 10 5 5 821:855 10 Haukar 10 5 5 781:799 10 KFÍ 10 2 8 929:1008 4 Breiðablik 10 2 8 830:904 4 Þór Þorl. 10 2 8 849:972 4 ÍR 10 1 9 849:954 2 1. deild karla: Þór - Ármann/Þróttur...........................95:88 Skallagrímur - Fjölnir ..........................90:82 Staðan: Fjölnir 9 7 2 802:666 14 Skallagrímur 8 7 1 764:639 14 Valur 8 7 1 706:648 14 Stjarnan 7 4 3 561:569 8 ÍS 8 4 4 666:662 8 Þór A. 9 4 5 749:800 8 ÍG 9 3 6 753:805 6 Ármann/Þróttur 8 3 5 657:651 6 Höttur 8 1 7 566:678 2 Selfoss 8 1 7 654:760 2 KNATTSPYRNA England 2. deild: Brighton - Port Vale .................................1:1 HM 20 ára landsliða í Samein- uðu furstadæmunum 8-liða úrslit: Kanada - Spánn .........................................1:2 Kólumbía - Sam. arab. furstadæmin .......1:0 Bandaríkin - Argentína ............................1:2 Japan - Brasilía..........................................1:5  Í undanúrslitum mætast Spánn - Kól- umbía og Argentína - Brasilía. UEFA-bikarkeppnin Dregið var í gær í fjórðu umferð UEFA- keppninnar. Leikið verður 26. febrúar og 3. mars. Liðin sem mætast eru: Brøndby - Barcelona Parma - Genclerbirligi Benfica - Rosenborg Marseille - Dnepr Dnepropetrovsk Celtic - Teplice Perugia - PSV Eindhoven Groclin - Bordeaux Valencia - Besiktas Galatasaray - Villareal Club Brugge - Debrecen Sochaux - Inter Milan Liverpool - Levski Sofia Spartak Moskva - Real Mallorca Gaziantepspor - Roma Auxerre - Panathinaikos Vålerenga - Newcastle UM HELGINA ÖRN Arnarson bætti Íslandsmet sitt í 50 m baksundi í úr- slitasundi á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Dublin á Írlandi. Örn varð sjöundi í úrslitasundinu, synti á 24,47 sekúndum og er það Íslandsmet. Örn setti einnig Íslandsmet er hann tryggði sér þátt- tökurétt í úrslitasundinu. Í úrslitasundinu bætti hann met sitt um 6/100 úr sekúndu, en gamla metið var 24,53 sek- úndur. Heimsmethafinn í greininni, Thomas Rupprath frá Þýskalandi kom fyrstur í mark á tímanum 23,71 sek. Anja Ríkey Jakobsdóttir og Sigrún Benediktsdóttir syntu 50 m flugsund í gær. Anja kom í mark á tímanum 29,77 sek og varð í 48. sæti. Sigrún synti á 30,73 sek og varð í 50. og jafnframt síðasta sæti. Ragnheiður Ragnars- dóttir tók þátt í 100 m fjórsundi kvenna, synti á 1.06,13 mínútum og varð síðust af 25 keppendum. Heiðar Ingi Marinósson tók þátt í 100 m skriðsundi. Hann kom í mark á 52 sekúndum og varð næst síðastur af 66 keppendum. Örn sjöundi í 50 m baksundi – tvíbætti Íslandsmetið Gestirnir byrjuðu leikinn afmiklu kappi og var ljóst að þeir ætluðu ekki að gefa sig auð- veldlega. Kappið var hins vegar of mikið og misstu þeir boltann klaufa- lega í fyrstu tveim- ur sóknunum á meðan heimamenn settu upp sýningu – fyrir þá örfáu áhorfendur sem mættu. Grindvík- ingar náðu mest átta stiga forskoti í leikhlutanum og bjuggust líklega við því að nóg væri að ljúka leikn- um á hálfum hraða. Hlutirnir fóru þá að ganga hjá gestunum og óör- yggið rann af þeim. Þeir náðu for- ystunni rétt fyrir lok fyrsta leik- hluta og héldu forystu sinni í gegnum 2. leikhluta, staðan í hálf- leik var 51:53. Ef ekki hefði verið fyrir Pál Axel Vilbergsson hjá Grindavík hefði munurinn líklega verið meiri því hann hélt heima- mönnum inni í leiknum, skoraði tólf stig í fjórðungnum, þar af voru þrjár þriggja stiga körfur og var hann öflugur í vörninni. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, las greinilega sínum mönnum pistilinn vel í hléinu því til þriðja fjórðungs komu leikmenn hans tvíefldir til leiks. Þeir spiluðu mjög skynsam- lega og þegar fimm mínútur voru liðnar af leikhlutanum voru þeir komnir með átta stiga forskot á nýjan leik – í þetta skiptið gáfu þeir ekki eftir, gáfu heldur í og juku hægt og rólega forystu sína. Á sama tíma gekk hvorki né rak hjá ÍR-ingum, vörn þeirra var líkt og gatasigti og slæmar ákvarðanir í sókninni urðu þeim að falli. Grindavíkurliðið gekk því á lagið, lokatölur104:92. Spiluðum ekki vel „Við spiluðum ekki vel framan af, eiginlega bara kæruleysislega, varnarvinnan var ekki góð þó svo að við hefðum ekki átt í miklum vandræðum með að skora og við vorum að flýta okkur svolítið og ÍR-ingar höfðu verðskuldaða for- ystu í hálfleik. En við komum þeim mun klárari í seinni hálfleikinn og við sýndum hvað við getum þegar samstaðan er mikil,“ sagði Friðrik Ingi, þjálfari Grindarvíkurliðsins. Tökum þá á sunnudaginn „Þetta gekk ágætlega framan af en botninn datt úr í þriðja leikhluta og má segja að við höfum tapað leiknum þar,“ sagði Eggert Mar- íuson, þjálfari ÍR-inga. „Vörnin hjá okkur klikkaði, við náðum ekki að stoppa í vörninni eða að setja upp sóknarleik okkar. Þeir náðu góðum mun í þriðja fjórðungi og héldu honum í rólegheitum. Þetta er ótrúlega erfiður völlur til að heim- sækja og Grindavíkurliðið reynslu- mikið, þegar maður gerir mikið af mistökum á móti svoleiðis liði er voðinn vís. En við fáum annað tækifæri á sunnudag þegar við mætum þeim í bikarnum og við ætlum okkur að taka þá þar,“ sagði Eggert. Grindavík stóð af sér áhlaup ÍR-inga ÓHÆTT er að segja að flestir hafi reiknað með öruggum sigri heimamanna í Grindavík – efsta liðs úrvalsdeildar karla, Int- ersportdeildar – þegar þeir tóku á móti botnliði ÍR í gærkvöldi. Annað kom á daginn því óvænt barátta og sigurvilji ÍR-inga fleytti þeim áfram í fyrri hálfleik og voru þeir með tveggja stiga forskot, 51:53, í leikhléi. Heimamenn tóku við sér í þriðja fjórðungi, náðu forystunni og sigruðu 104:92. Grindvíkingar tróna á toppi deild- arinnar, taplausir með tuttugu stig, og ekkert virðist geta rutt þeim úr vegi, ÍR-ingar sitja hins vegar á botninum með tvö stig. Andri Karl skrifar Íslensk knattspyrna 2003 Í DAG verður dregið í riðla í Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik og þá kemur í ljós hverjir verða mót- herjar Íslands en riðlakeppnin hefst í september á næsta ári. Þjóðunum sem taka þátt í Evrópukeppninni er skipt í tvær deildinr og samkvæmt stigaútreikningi þar sem metinn er árangur í Evrópukeppni síðustu 10 ára er Ísland í 30. sæti í styrkleikaröðinni og er þannig í B- deild. Þjóðunum í B-deild er skipt í styrkleikaflokka og er miðað við árangur í síðustu Evrópukeppni. Í 1. styrkleikaflokki eru: Makedónía, Rúmenía, Ír- land og Hvíta-Rússland. Í 2. flokki: Sviss, Danmörk, Kýpur og Georgía. Í 3. flokki eru: Ísland, Slóvakía, Austurríki, Finn- land. Í 4. flokki eru: Lúxemborg, Malta, Albanía og Aserbaídsjan. Ein þjóð úr hverjum styrkleikaflokki dregst í hvern riðil. Ísland í 3. styrkleikaflokki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.