Morgunblaðið - 13.12.2003, Side 91
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 91
LEIKARAPRUFUR, viðtöl og tón-
listarmyndbönd eru á meðal auka-
efnis sem finna má á nýútkomnum
mynddiski með
myndinni Maður
eins og ég eftir
Róbert Douglas.
Hljóð og mynd
eru á stafrænu
formi og hægt er
að horfa á mynd-
ina með enskum
texta.
„Fólk sem sá
myndina á myndbandi hefur dálítið
kvartað undan því að gæðin séu
ekki fullkomin. Myndin var nefni-
lega tekin stafrænt upp, síðan færð
yfir á filmu og þaðan á myndband
en við það töpuðust gæðin nokkuð.
Með þessari útgáfu ráðum við bót á
því hér er allt á stafrænu formi,“
útskýrir Róbert. Aukaefnið er
meira en 70 mínútur að lengd. „Ég
vildi hafa aukaefnið veglegt enda
finnst mér sjálfum frekar lélegt
þegar aukaefnið er nánast bara
auglýsingar fyrir myndina.“
Ekki mikill leikari
Meðal þess sem fólk fær að sjá
eru upptökur af því þegar leikarar
mættu í fyrstu prufurnar fyrir
myndina. „Þetta er voða hrátt til að
byrja með. Þarna er ég til dæmis
oft að leika kvenhlutverkin á móti
einhverjum karlleikurum, stend
mig reyndar mjög illa,“ segir hann
og hlær. „Ég get nú ekki sagt að ég
sé mikill kvenleikari, það er bara
oft þannig að leikararnir mæta ein-
ir í prufur og þá er það annaðhvort
ég eða framleiðandinn sem þarf að
stökkva inn og lesa á móti honum.“
Þarna er líka mikið af senum
sem komust ekki í myndina. Yf-
irleitt vegna plássleysis, en líka ein-
hverjar sem voru klipptar út af því
að þær pössuðu ekki inn í heild-
armyndina, að sögn Róberts.
Hann segist hafa frá byrjun gert
ráð fyrir því að hann myndi gefa út
mynddisk með aukaefni. „Já, ég
held að menn séu farnir að gera
það alltaf núna. Í Hollywood eru
menn meira að segja farnir að búa
til aukasenur sem passa ekkert inn
í myndina en koma kannski vel út á
mynddiski.“
Jólaundirbúningur
í Mjóddinni
Róbert var að ljúka við gerð
heimildarmyndarinnar Slá í gegn –
saga úr Mjóddinni sem hann býst
við að sýna eftir áramót, annað
hvort í kvikmyndahúsum eða sjón-
varpi. Við gerð myndarinnar fylgdi
hann eftir starfsmönnum versl-
unarkjarnans Mjóddarinnar í
Breiðholti í um eitt ár. „Þráður
myndarinnar er jólaundirbúningur
en hún fer síðan út í að fjalla um
væntingar þeirra og drauma. Hún
er í svipuðum anda og Íslenski
draumurinn og Maður eins og ég
en aðeins þyngri þó, þar sem þetta
er raunveruleiki.“
Þá er hann einnig búinn að skrifa
handrit að nýrri kvikmynd ásamt
vini sínum, Jóni Atla Jónassyni, en
sú fjallar um samkynhneigða
stráka í fótboltaliði. Vonast hann til
að tökur á henni geti hafist í sumar.
Maður eins og ég kemur út á mynddiski
„Stend mig illa í kvenhlutverkunum“
Leikstjórinn Róbert Douglas sýnir óvænt leikhæfileika sína á DVD-útgáfu
myndarinnar Maður eins og ég.
Morgunblaðið/Sverrir
Yfir 70 mínútur af aukaefni fylgja
mynddiskinum.
bryndis@mbl.is
DANSTÓNLISTIN mun duna á
skemmtistaðnum Kapital í kvöld þar
sem plötuútgáfan New Icon Recors
mun halda heljarinnar danspartí.
Meðal þeirra sem sjá um að halda
uppi stuði eru DJ Tommi White, DJ
Grétar, DJ Margeir og DJ Doddi. Þá
koma fram Urður söngkona Gus
Gus, Magnús Jónsson öðru nafni
Blake, Sammi á bongótrommur,
Funky Moses á bassa og ILO sem
verður með lifandi raftónlist.
Þetta er annað kvöldið af þessu
tagi. Hið fyrsta var haldið á Air-
waves-hátíðinni í október, að sögn
Tomma White, forsprakka New Icon
Records. „Við ætlum að vera með
þessi kvöld mánaðarlega en fyrsta
kvöldið tókst mjög vel. Planið er að
vera bæði með okkar listamenn á
þessum kvöldum og fá einhverja út-
lendinga hingað til að spila annað
slagið.“
Tommi segir að stefnan sé að fá
hingað soul-tónlistarmanninn Larry
Heard í febrúar og Mister Finger í
mars. Hann lofar miklu fjöri á laug-
ardagskvöldið. „Þarna verður góð
klúbbstemmning, en þetta er eini
staðurinn í borginni sem getur boðið
upp á slíkt um þessar mundir.“
Tommi White er einn þeirra sem
þeyta skífur í kvöld.
Danspartí New Icon Records á Kapital
Plötu-
snúðar og
lifandi
raftónlist
Dagskráin hefst kl. 22 og kostar
500 krónur inn.
R. Kelly og
Beyoncé fengu
flest verðlaun,
eða fern hvort, á
Billboard-
tónlistarverð-
launahátíðinni
sem fram fór í
Los Angeles í
Bandaríkjunum í
vikunni. 50 Cent var hins vegar til-
nefndur í flestum flokkum og hlaut
þrenn verðlaun. Sting fékk sérstök
heiðursverðlaun og þá fengu fé-
lagarnir í OutKast verðlaun fyrir
sölu á laginu „Hey Ya!“ um Netið, en
slík verðlaun voru veitt í fyrsta
skipti á hátíð tímaritsins, sem fram
fór á MGM-hótelinu. 50 Cent fékk
verðlaun sem tónlistarmaður ársins,
R&B-tónlistarmaður ársins og rapp-
tónlistarmaður ársins. Beyoncé var
valin tónlistarkona ársins, nýliði árs-
ins í flokki R&B, tónlistarkona árs-
ins og fékk sérstök verðlaun fyrir
hversu þaulsætin hún er á vinsælda-
listum. R. Kelly var valinn útsetjari
ársins, R&B útsetjari ársins, laga-
höfundur ársins og R&B lagahöf-
undur ársins …
Yfirvöld í Fulton-
sýslu í Georgíu
hafa birt ákæru á
hendur Bobby
Brown, sem er
eiginmaður Whit-
ney Houston, en
Brown er ákærð-
ur fyrir að hafa
lamið eiginkonu
sína í andlitið. Atvikið átti sér stað á
heimili þeirra hjóna í Atlanta á
sunnudaginn var þegar Whitney
óskaði eftir aðstoð lögreglu. Þegar
lögregla kom að heimili þeirra var
söngkonan með sprungna vör og
áverka á kinn. Eiginmaður hennar
var hvergi sjáanlegur, að sögn BBC.
Þau komu hins vegar saman þegar
Brown var boðaður fyrir dómara í
Fulton-sýslu vegna málsins. Brown
gæti átt yfir höfði sér ársfangavist
og rúmlega 70 þúsund króna sekt, en
oft þykir nóg að láta viðkomandi
sæta ráðgjöf ef um fyrsta brot er að
ræða. Mál hans verður tekið fyrir í
upphafi næsta árs.
Brown hefur nokkrum sinnum þurft
að dvelja í fangelsi fyrir brot á skil-
orði og eiturlyfjaneyslu …
Elijah Wood, sem leikur Fróða í
Hringadróttinssögu, segir að frægð-
in hjálpi honum ekki neitt þegar
kemur að ástamálunum.
Hann segir að allir haldi að konur
bíði eftir honum í röðum en svo sé
aldeilis ekki. „Ég vildi að svo væri.
Ef bara hlutirnir væru svo einfald-
ir.“ Hann segir að
vinur sinn, hinn
lúðalegi Jack
Osbourne, sé
miklu klárari í
kvennamálum en
hann. „Konur
virðast elska
hann, hvar sem
við förum heilsa
þær alltaf honum. Ég vildi að ég
hefði sama aðdráttaraflið og
hann.“ …
FÓLK Ífréttum