Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 9 AUGLÝSING Landsbanka Íslands á Einkabankanum sem besta net- banka á Íslandi brýtur í bága við ákvæði samkeppnislaga að mati Samkeppnisstofnunar og beinir stofnunin því þeim tilmælum til Landsbankans að hann hætti öllum auglýsingum þar sem Einkabankinn er kynntur sem „Besti netbanki á Ís- landi“ svo ekki þurfi að koma til frek- ari afskipta samkeppnisyfirvalda af málinu. Íslandsbanki sendi erindi til Sam- keppnisstofnunar í byrjun desember en tilefnið var auglýsingar Lands- bankans undir fyrirsögninni „Besti netbankinn á Íslandi 2003“ en Ís- landsbanki taldi að með auglýsing- unni væri gefið í skyn að netþjónusta Landsbankans hefði verið valin betri en annarra banka á Íslandi þótt svo hefði ekki verið. Því hefði auglýsing- arefni Landsbankans verið villandi. Landsbankinn hefði einn íslenskra banka sótt um þátttöku í vali tíma- ritsins Global Finanece, sem síðan hafi útnefnt netbanka Landsbank- ans „Besta netbankann á Íslandi“. Undir þetta tekur Samkeppnis- stofnun en í svari hennar segir að Landsbankinn hafi ekki getað sýnt fram á að Einkabankinn hafi verið borinn saman við aðra heimabanka viðskiptabankanna eða sparisjóð- anna. Auglýsing Landsbank- ans í bága við lög FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur reglulega athugað stöðu vátrygg- ingarskuldar hjá einstökum vá- tryggingafélögum og voru saman- dregnar niðurstöður athugana á þessu gerðar í tengslum við ið- gjaldahækkanir árin 1999 og 2000 birtar opinberlega. Síðustu mánuði hefur staðið yfir umfangsmikil at- hugun á stöðu tjónaskulda þriggja stærstu vátryggingarfélaganna og munu niðurstöður þeirrar athug- unar liggja fyrir á næstu vikum. Þetta kom fram í svari fjármála- ráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur en hún spurði m.a. um það hvort ráðherra teldi rétt með tilliti til þess hve bótasjóðir þeirra hafi vaxið mikið á undan- förnum árum að láta kanna sér- staklega hvort fé í sjóðunum væri umfram það sem nauðsynlegt er vegna óuppgerðra skuldbindinga. Þá vildi Jóhanna vita hvort fjár- málaráðherra teldi rétt að tak- marka stærð bótasjóða við óupp- gerð tjón tiltekins árafjölda svo þau geti ekki legið í sjóðunum ár- um saman og þar með réttlætt undanþágu mikils fjár frá skatt- lagningu. Fjármálaráðherra svar- aði því til að það væri skoðun ráðuneytisins svo og Fjármálaeft- irlitsins að ekki væri rétt að leggja bann við því að lagt sé til hliðar vegna tjóna sem séu eldri en til- tekinn árafjöldi. Þó verði að gera þá kröfu til félaganna að þau hafi gild rök fyrir að halda eldri tjón- um opnum. Fyrirspurn um tryggingafélögin Unnið að athugun á stöðu tjónaskulda Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Stórútsala í kjallara Glæsilegt sloppaúrval til jólagjafa Þrí. 16/12: Hnetusteik & tilheyrandi m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Mið. 17/12: Girnilegur graskerjapottréttur & buff m/fersku salati, hrís- grjónum & meðlæti. Fim. 18/12: Grænmetislasagna a la Solla m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fös. 19/12: Ítalskur pottréttur, pólenta & pestó m/fersku salati, hrís grjónum & meðlæti. Helgin 20.-21/12: Grískar kræsingar. Mán. 22/12: Spínatlasagna. Matseðill www.graennkostur.is Peysur m/skyrtukraga kr. 2900 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 Dúnúlpur, ullarjakkar og léttir frakkar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið í dag frá kl. 10.00—18.00. Sendum lista út á land Sími 567 3718 Jólatilboð Náttföt/Heimasett 15% afsláttur Opið virka daga kl. 10-18, laugardag 20. des. kl. 10-18, Þorláksmessu kl. 10-18. Seljum eingöngu smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Laugaveg 20b v/ Klapparstíg • sími 551 8448 Íslenskt handverk Gullsmiðja Hansínu Jens GERRY WEBER dragtirnar Frábærar við öll tækifæri Nýir litir Ný snið 4 snið af jökkum 2 snið af pilsum 3 snið af buxum Stærðir 36-48 Laugavegi 63, sími 551 4422 BASIC Sparidragtir Náttkjóll Verð 3.500 Náttföt Verð 5.900 Sloppur Verð 5.400 Náttföt Verð 5.900 Opið kl. 11-21 alla daga til Jóla Telpnanáttföt, 6-12 ára, verð 3.900 Telpnasloppar, 6-12 ára, Verð 3.600 Undirfataverslun, Síðumúla 3, s. 553 7355 Jólagjafir                Sendum í póstkröfu Grímsbæ, sími 588 8488, við Bústaðaveg 20% afsláttur af nýjum vörum til jóla Nýkomið Buxur með teygju í mitti - góðar stærðir Hnepptar peysur Silfulitaðar peysur Jólagjöfina færðu hjá okkur Nóatúni 17 • sími 562 4217 Glæsilegt úrval af dömu- og herrasloppum Gullbrá Sendum í póstkröfu Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Útidragtir 20% afsláttur af völdum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.