Morgunblaðið - 16.12.2003, Síða 9

Morgunblaðið - 16.12.2003, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 9 AUGLÝSING Landsbanka Íslands á Einkabankanum sem besta net- banka á Íslandi brýtur í bága við ákvæði samkeppnislaga að mati Samkeppnisstofnunar og beinir stofnunin því þeim tilmælum til Landsbankans að hann hætti öllum auglýsingum þar sem Einkabankinn er kynntur sem „Besti netbanki á Ís- landi“ svo ekki þurfi að koma til frek- ari afskipta samkeppnisyfirvalda af málinu. Íslandsbanki sendi erindi til Sam- keppnisstofnunar í byrjun desember en tilefnið var auglýsingar Lands- bankans undir fyrirsögninni „Besti netbankinn á Íslandi 2003“ en Ís- landsbanki taldi að með auglýsing- unni væri gefið í skyn að netþjónusta Landsbankans hefði verið valin betri en annarra banka á Íslandi þótt svo hefði ekki verið. Því hefði auglýsing- arefni Landsbankans verið villandi. Landsbankinn hefði einn íslenskra banka sótt um þátttöku í vali tíma- ritsins Global Finanece, sem síðan hafi útnefnt netbanka Landsbank- ans „Besta netbankann á Íslandi“. Undir þetta tekur Samkeppnis- stofnun en í svari hennar segir að Landsbankinn hafi ekki getað sýnt fram á að Einkabankinn hafi verið borinn saman við aðra heimabanka viðskiptabankanna eða sparisjóð- anna. Auglýsing Landsbank- ans í bága við lög FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur reglulega athugað stöðu vátrygg- ingarskuldar hjá einstökum vá- tryggingafélögum og voru saman- dregnar niðurstöður athugana á þessu gerðar í tengslum við ið- gjaldahækkanir árin 1999 og 2000 birtar opinberlega. Síðustu mánuði hefur staðið yfir umfangsmikil at- hugun á stöðu tjónaskulda þriggja stærstu vátryggingarfélaganna og munu niðurstöður þeirrar athug- unar liggja fyrir á næstu vikum. Þetta kom fram í svari fjármála- ráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur en hún spurði m.a. um það hvort ráðherra teldi rétt með tilliti til þess hve bótasjóðir þeirra hafi vaxið mikið á undan- förnum árum að láta kanna sér- staklega hvort fé í sjóðunum væri umfram það sem nauðsynlegt er vegna óuppgerðra skuldbindinga. Þá vildi Jóhanna vita hvort fjár- málaráðherra teldi rétt að tak- marka stærð bótasjóða við óupp- gerð tjón tiltekins árafjölda svo þau geti ekki legið í sjóðunum ár- um saman og þar með réttlætt undanþágu mikils fjár frá skatt- lagningu. Fjármálaráðherra svar- aði því til að það væri skoðun ráðuneytisins svo og Fjármálaeft- irlitsins að ekki væri rétt að leggja bann við því að lagt sé til hliðar vegna tjóna sem séu eldri en til- tekinn árafjöldi. Þó verði að gera þá kröfu til félaganna að þau hafi gild rök fyrir að halda eldri tjón- um opnum. Fyrirspurn um tryggingafélögin Unnið að athugun á stöðu tjónaskulda Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Stórútsala í kjallara Glæsilegt sloppaúrval til jólagjafa Þrí. 16/12: Hnetusteik & tilheyrandi m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Mið. 17/12: Girnilegur graskerjapottréttur & buff m/fersku salati, hrís- grjónum & meðlæti. Fim. 18/12: Grænmetislasagna a la Solla m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fös. 19/12: Ítalskur pottréttur, pólenta & pestó m/fersku salati, hrís grjónum & meðlæti. Helgin 20.-21/12: Grískar kræsingar. Mán. 22/12: Spínatlasagna. Matseðill www.graennkostur.is Peysur m/skyrtukraga kr. 2900 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 Dúnúlpur, ullarjakkar og léttir frakkar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið í dag frá kl. 10.00—18.00. Sendum lista út á land Sími 567 3718 Jólatilboð Náttföt/Heimasett 15% afsláttur Opið virka daga kl. 10-18, laugardag 20. des. kl. 10-18, Þorláksmessu kl. 10-18. Seljum eingöngu smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Laugaveg 20b v/ Klapparstíg • sími 551 8448 Íslenskt handverk Gullsmiðja Hansínu Jens GERRY WEBER dragtirnar Frábærar við öll tækifæri Nýir litir Ný snið 4 snið af jökkum 2 snið af pilsum 3 snið af buxum Stærðir 36-48 Laugavegi 63, sími 551 4422 BASIC Sparidragtir Náttkjóll Verð 3.500 Náttföt Verð 5.900 Sloppur Verð 5.400 Náttföt Verð 5.900 Opið kl. 11-21 alla daga til Jóla Telpnanáttföt, 6-12 ára, verð 3.900 Telpnasloppar, 6-12 ára, Verð 3.600 Undirfataverslun, Síðumúla 3, s. 553 7355 Jólagjafir                Sendum í póstkröfu Grímsbæ, sími 588 8488, við Bústaðaveg 20% afsláttur af nýjum vörum til jóla Nýkomið Buxur með teygju í mitti - góðar stærðir Hnepptar peysur Silfulitaðar peysur Jólagjöfina færðu hjá okkur Nóatúni 17 • sími 562 4217 Glæsilegt úrval af dömu- og herrasloppum Gullbrá Sendum í póstkröfu Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Útidragtir 20% afsláttur af völdum vörum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.