Morgunblaðið - 16.12.2003, Page 15

Morgunblaðið - 16.12.2003, Page 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 15 COLIN Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, gekkst í gær undir uppskurð vegna krabbameins í blöðruháls- kirtli. Richard Boucher, tals- maður utan- ríkisráðuneyt- isins, skýrði frá þessu í yf- irlýsingu. Boucher sagði að dregið yrði úr skyldustörfum Powells á meðan hann væri að ná sér eftir uppskurðinn. Mun Richard Armitage aðstoðarutanríkis- ráðherra stýra ráðuneytinu í fjarveru Powells. Ekki er ljóst hvenær það uppgötvaðist að ráðherrann væri með krabba- mein. Kosið í tyrk- neska hluta Kýpur STJÓRNARKREPPA blasir við í tyrkneska hluta Kýpur eft- ir að tvær fylkingar fengu ná- kvæmlega jafnmarga þing- menn kjörna í kosningum sem fóru fram um helgina. Þjóðern- issinnar, sem styðja Rauf Denktash forseta, fengu 25 þingmenn en stjórnarandstað- an sömuleiðis. Sagði Denktash að boðað yrði til kosninga að nýju eftir tvo mánuði ef þinginu mistækist að mynda nýja rík- isstjórn. Denktash sagði úrslit kosninganna engu breyta um möguleikana á því að friðarvið- ræður milli tyrkneska hluta eyjunnar og þess gríska hefjist að nýju. Tilræði við Musharraf MIKILL viðbúnaður var í Pak- istan í gær eftir morðtilræði við Pervez Mus- harraf, forseta landsins, á sunnudag. Ör- yggisgæsla var aukin til muna og þá hófu yfirvöld umfangsmikla leit að tilræð- ismönnunum. Musharraf slapp naumlega á lífi þegar sprengjur lögðu í rúst brú í Rawalpindi, ekki langt frá Islamabad. Var bifreið forset- ans nýkomin yfir brúna þegar sprengjurnar sprungu. Mus- harraf kenndi sjálfur íslömsk- um öfgamönnum um tilræðið og sagðist lengi hafa verið skot- mark slíkra manna. Borað eftir olíu í Barentshafi NORSKA ríkisstjórnin gaf í gær grænt ljós á að hafnar yrðu tilraunaboranir í Barentshaf- inu en grunur leikur á að þar kunni að finnast olía. Stjórn- völd í Ósló veittu hins vegar ekki heimild fyrir sambæri- legum borunum í nágrenni Lófóten. Óttast menn að slíkar boranir kynnu að hafa slæm áhrif á fiskistofna við Lófóten og á vistkerfið í heild sinni. STUTT Powell undir hnífinn Colin Powell Musharraf AZERAR fylgdu Heidar Aliev, fyrr- verandi forseta Azerbaídjans, til grafar í höfuðborginni Baku í gær. Ríkti mikil sorg meðal viðstaddra en Aliev, sem lést á föstudag, var áttræður að aldri. Heidar Aliev var fyrrverandi embættismaður í sovésku leyni- þjónustunni, KGB, og stjórnaði Azerbaídjan meðan það var hluti af Sovétríkjunum. Hann varð síðan forseti Azerbaídjans þegar ríkið varð sjálfstætt árið 1993. Fyrr á þessu ári tók heilsa Alievs hins veg- ar að bresta og tók sonur hans, Ilham Aliev, þá við forsetaembætt- inu. Aliev syrgður AP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.